Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 33 varst alls staðar svo mikils metinn og maður fylltist miklu stolti að eiga þig sem afa. Þú vissir alltaf allt og það var alveg sama hvað við spurðum þig um, þú hafðir svör við öllu. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt, þú verður alltaf hjá okkur í huga og hjarta. Sólveig, Berglind og Gerður. Elsku Grímur, okkur langar að kveðja þig með örfáum erindum úr kvæði Davíðs Stefánssonar um fuglana. Þú sagðir mér eitt sinn að þú hefðir mætur á þessu ljóði. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söng og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. Vertu sæll. Guðrún, Egill, Elín Helga og Svava. Grímur Jónsson starfaði í áratugi sem héraðslæknir og heimilislækn- ir, bæði í dreifðari byggðum lands- ins og í þéttbýli. Lengstan hluta starfsævi sinnar sinnti hann þó íbú- um Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Við áttum því láni að fagna að vinna með kollega okkar Grími Jónssyni við Heilsu- gæsluna í Hafnarfirði í lok síðusu aldar. Grímur var hlédrægur maður og hafði sig ekki mikið í frammi, en það fór aldrei á milli mála að hann var mikill fagmaður á sínu sviði og fremstur meðal jafningja í heim- ilislækningum. Það var okkur koll- egunum mikils virði að læra grund- vallaratriði heimilislækninga af Grími, sem einkenndust af ósér- hlífni hans, samviskusemi, góðri klínískri dómgreind og mikilli um- hyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Grímur var afar farsæll læknir og ótrúlega afkastamikill. Hann hafði mikla starfsorku og innilega gleði af því að aðstoða þann stóra hóp sem til hans leitaði. Þeir kollegar, sem tóku við skjólstæðingum Gríms eftir að hann hætti störfum fengu oft að heyra saknaðartón þeirra. Heimilislæknar á Heilsugæslu- stöðinni Sólvangi í Hafnarfirði og á landinu öllu sjá á eftir ágætum koll- ega sem jók hróður stéttarinnar um langt árabil. Við færum eiginkonu, börnum og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Emil L. Sigurðsson, Jóhann Ág. Sigurðsson. Grímur Jónsson útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1947. Hann sérhæfði sig í upphafi í lungnasjúkdómum innanlands og erlendis. Árið 1956 söðlaði hann um og fór að starfa sem héraðslæknir úti á landi þar sem hann starfaði næstu tíu árin. Árið 1967 er hann ráðinn sem héraðslæknir í Hafn- arfjarðarhéraði og starfaði þar allt til starfsloka árið 1987. Auk ýmissa embættisstarfa var starfið fyrst og fremst fólgið í því að vera heim- ilislæknir fólksins á svæðinu. Á þessum langa og giftusamlega starfsferli Gríms urðu miklar breyt- ingar í fyrirkomu heilsugæslunnar. Heimilislæknar störfuðu í upphafi mest sem einyrkjar á stofu úti í bæ. Árið 1974 tóku í gildi ný lög um heilbrigðisþjónustu, þar sem ákveð- in var markviss uppbygging heilsu- gæslustöðva og aukin samvinna lækna, hjúkrunarfræðinga og ann- ars heilbrigðisstarfsfólks. Nokkur dráttur varð á að Hafnarfjörður tæki upp hið nýja fyrirkomulag, en árið 1975 var komið á samvinnu heimilislækna og annarra heilbrigð- isstétta á svæðinu, í ,,Heilsugæzlu Hafnarfjarðar“ sem var til húsa í Strandgötu 8–10. Þarna var um að ræða vísi að heilsugæslustöð, skv. anda laganna. Samtímis var unnið að byggingu nýrrar heilsugæslu- stöðvar við Sólvang, sem vígð var árið 1987. Grímur Jónsson tók drjúgan þátt í þessari uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar og bygg- ingu nýrrar heilsugæslustöðvar, enda þótt hann yrði ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að hefja störf á nýja staðnum. Gríms Jónssonar verður þó einkum minnst sem ,,gamla góða heimilislæknisins“ sem lagði sig allan fram, dag og nótt, við að sinna sínu fólki. Þar naut Grímur dyggilegs stuðnings Gerdu konu sinnar. Starfsfólk heilsugæslunnar minnist með hlýhug sameiginlegra stunda með Grími og á heimili þeirra hjóna. Sveitungar og starfs- fólk heilsugæslunnar hafa nú misst góðan dreng. Starfsfólk færir Gerdu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Heilsugæslunnar Sólvangi, Hafnarfirði. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI EINARSSON fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, Brekkugerði 30, Reykjavík, lést miðvikudaginn 24. mars. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 13.30. Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir, Anna Margrét Bjarnadóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Einar Björn Bjarnason, Guðrún Þóra Bjarnadóttir, Gunnlaugur Jón Rósarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN ÁSKELSDÓTTIR frá Bassastöðum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 27. mars sl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 6. apríl kl. 14.00. Halldór Karlsson, Svavar Karlsson, Unnur Jónsdóttir, Guðmundur Karlsson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristmundur Karlsson, Inga Sigurðardóttir, Erla Karlsdóttir, Gylfi Karlsson, Guðfinna Magnúsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Leifur Þorvaldsson og fjölskyldur. Bróðir okkar, mágur og frændi, ÓLAFUR PÁLSSON, frá Ytri-Björgum, Mýrarbraut 7, Blönduósi, lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars. Sigurður Pálsson, Alda Friðgeirsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Óli J. Björnsson, börn og barnabörn Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, REYNIR MAGNÚSSON prentari, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 17. mars sl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Jónsdóttir, Bogi Magnússon, Sigrún Pétursdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Guðríður Stella Bogadóttir, Magnús Bogason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Hraunbergi, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 26. mars. Sveinn Rúnar Björnsson, Dýrleif Pétursdóttir, Jóhann Reynir Björnsson, Ása Haraldsdóttir, Guðrún Erna Björnsdóttir, Björn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Þykkvabæ III, Landbroti, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum laug- ardaginn 27. mars. Jarðarförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Velunnarasjóð Klausturhóla njóta þess. Hilmar Jónsson, Skúli Jónsson, Stefán Jónsson, Ragnar Jónsson, Elín Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og fjölskyldur. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.