Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Áætlað er að útselsstofninnvið Ísland hafi verið um5.500 dýr árið 2002 sam-anborið við 12 þúsund dýr árið 1990. Athugun Hafrann- sóknastofnunar bendir til að fall í stofninum skýrist af því veiðiálagi sem verið hefur. Á síðasta ári voru veiddir 502 útselir við Ísland sem er 47,2% aukning frá árinu 2002, en þá veiddist 341 dýr, en veiðar stjórnast verulega af veðri á haustin þegar dýrin eru veidd. Ásta R. Jóhannes- dóttir sagði í Morgunblaðinu í gær að á aðalfundi Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins, NAMMCO, hafi verið skorað á Íslendinga að setja skýr markmið um viðhald útsels- stofnsins við Íslandsstrendur. Sagði hún að ef ekki yrði gripið í taumana nú þegar ættu Íslendingar á hættu að brjóta alþjóðlega sáttmála um dýrastofna í útrýmingarhættu. Að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu- neytinu, munu fulltrúar þriggja ráðuneyta, sem málefni selsins snertir, funda ásamt vísindamönn- um á næstu dögum til að skoða hvort tilefni sé til aðgerða vegna fækkunar útselsins. Hann segir ekkert benda til þess að alþjóða- samningar séu brotnir. Veiðar á sel falla undir landbún- aðarráðuneyti, rannsóknir á dýrun- um undir sjávarútvegsráðuneytið og þáttur umhverfisráðuneytisins felst í umsjón með alþjóðasamning- um sem geta hugsanlega snert mál- ið. „Á sínum tíma þegar lögin um vernd og veiðar á villtum dýrum, fuglum og spendýrum, öðrum en hvölum, voru sett um 1993, þá voru þessi mál rædd mikið,“ segir Magn- ús um málefni selsins við Ísland. „Þá var það niðurstaðan í ríkis- stjórninni að það væri ekki ástæða til að setja sérstök ákvæði inn í þessi lög um seli. Þannig að þau eru ekki hluti af þeim verndarlögum sem eru á borði umhverfisráðuneyt- isins. Á þeim tíma var engin sérstök ástæða til að setja lög um seli vegna þess að ekkert var að gerast sem benti til að stofninum væri ógnað með einhverjum hætti. En nú erum við hins vegar að heyra það að vís- indamenn Hafrannsóknastofnunar sem hafa fylgst með selastofnunum, telji að útselsstofninn hafi minnkað. Ráðuneytin [sem málið snertir] hafa rætt saman og ég geri ráð fyrir því að á næstu dögum muni fulltúar þeirra þriggja setjast niður og fara yfir málið með vísindamönnum og skoða hvort ástæða sé til einhverra sérstakra aðgerða í málinu. En það er ekkert hér uppi á borðum hjá okkur sem bendir til þess að al- þjóðasamningar sem við förum með séu brotnir.“ Veiðiálag farið hlutfallslega minnkandi undanfarin ár Í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar, Ástand nytjastofna á Íslands- miðum 2002/2003, segir að veiði- álagið hafi farið hlutfallslega minnkandi undanfarin ár. Sam- kvæmt talningu stofnunarinnar ár- ið 2002 var heildarfjöldi útselskópa metinn um 1.350 dýr og áætluð stofnstærð við Ísland því um 5.500 dýr. Þetta eru nokkru færri selir en samkvæmt talningu árið 1998, en þó ekki marktæk minnkun á stofni, segir í skýrslunni. Dýrin voru hins vegar um 12 þúsund talsins þegar þau voru flest árið 1990 og voru 9.000 þegar talningar hófust árið 1982. Í ljósi stöðugt lækkandi stofn- mats mælir vinnunefnd Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) með tíðari talningum, og því að áhættan af áframhaldandi veiðum verði metin, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Þar segir ennfremur að frumathugun bendi til að fallið í stofninum skýrist af því veiðiálagi sem verið hefur, en veiði- álagið hafi farið hlutfallslega minnkandi síðustu ár. Sé miðað við meðalveiði undanfarinna fimm ára (165 kópar, 341 fullorðinn selur) séu líkur á að stofninn fari stækkandi á næstu árum. Hringormanefnd, sem h umsjón með talningu og ra um á sel og hringormum í f Ísland, mun að öllum líkind standa fyrir talningu á útse næsta ári. Sjávarútvegsráð skipaði nefndina árið 1979 og frumkvæði sölusamtaka útvegi. Ráðuneytið hefur s in afskipti haft af nefndinn samtök sem eiga í henni fu standa undir rekstri henna þess að halda utan um veið og sjá um greiðslur til bæn veiða, hefur nefndin umsjó selarannsóknum, t.d. með t sela og athugun á fæðu þei fylgist nefndin einnig reglu með hringormum í nytjafis annarra rannsókna. Erlingur Hauksson, sjáv fræðingur og eini starfsma nefndarinnar, segir fjarri l útselsstofninn við Ísland sé ingarhættu. „Veiðarnar eru orðnar þ núna að [stofninn] þolir nú veiðiálag.“ Erlingur segir m samverkandi þætti hafa va að stofninn hefur minnkað veiðar eigi þar stærstan hlu ekki von á því að [útselnum mikið á næstu árum ef veið verða svipaðar því sem ver undanfarin tvö ár.“ Hann s rannsóknir undanfarin ár s selormur í þorski sé nú fre undanhaldi hér á landi. Hin hafi ekki verið talið að takm þyrfti veiðarnar og að engi mið hafi verið sett um hver stofninn ætti að vera en nú margir sem telji þörf á því. Kanna hvort grípa til aðgerða vegna ;<< :<< 5<< 8<< < #-@ & %* . )  * + A=5 A=> A?< A?> A<< A<: 6 ! $ !.!   Fréttaskýring |Útselum við Ísland hefur fækkað um rúmle Stofninn telur nú um 5.500 dýr en var um 12.000 dýr árið 199 rýmingarhættu að mati Erlings Haukssonar sjávarlíffræðin SENDIRÁÐ OG ÖNNUR RÁÐ Meðferð almannafjár erábyrgðarhluti og mikil-vægasti prófsteinninn á útgjöld er hverju þau skila. Mikil barátta er milli hinna ýmsu stofn- ana ríkisins um fé skattborgar- anna og eðli þeirra er að þenjast út fremur en að draga saman segl- in, oft án þess að rökstutt sé með öðru en tilvistarþörf viðkomandi stofnunar. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að á Bretlandi færi nú fram umræða um uppstokkun í utanríkisþjónustunni og í stað ákveðinna sendiráða komi „far- tölvusendiherrar“. Til stendur að vega og meta sendiráðin sam- kvæmt punktakerfi og skera niður eða jafnvel loka þeim 40 sendiráð- um, sem fá fæsta punkta. Í grein, sem birtist í Sunday Telegraph um helgina, segir að sendiráð Breta á Íslandi sé meðal þeirra sendiráða, sem niðurskurðurinn gæti náð til. Breska utanríkisráðuneytið er með skrifstofur í 233 löndum og þar af eru sendiráð og fastanefnd- ir í 153 höfuðborgum, auk tíu sendiráða hjá alþjóðlegum stofn- unum á borð við Evrópusamband- ið, Sameinuðu þjóðirnar og Atl- antshafsbandalagið. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, vill að úttektinni verði lokið fyrir apr- íllok. Fyrirhugaðar aðgerðir Breta eru ekki einsdæmi. Ekki er langt síðan sagt var frá því í Morgun- blaðinu að Danir hygðust skera verulega niður í utanríkisþjónust- unni. Að mörgu leyti má segja að for- sendur til samskipta við önnur ríki hafi tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Þessar breytingar gera kleift að stunda alþjóðleg sam- skipti með mun einfaldari hætti og minni tilkostnaði en hingað til. Því fylgir mikill kostnaður að reka sendiráð. Sá kostnaður liggur m.a. í húsnæði í rándýrum stór- borgum. Ísland hefur nú sendiráð í höfuðborgum sjö helstu iðnríkja heims. Útgjöld vegna sendiráða Íslands og fastanefnda voru 1,5 milljarðar árið 2002, upphæðin nam 1,7 milljörðum á fjárlögum árið 2003 og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 1,5 milljörðum á ný, en í þeirri lækkun munar mest um að tímabundnum útgjöldum vegna nýs sendiráðs í Kaup- mannahöfn sleppir. Ljóst er að Íslendingar þurfa á sendiráðum að halda á ákveðnum lykilstöðum. Um þessar mundir rekur utanríkisráðuneytið hins vegar 15 sendiráð og fjórar fasta- nefndir. Ólíklegt hlýtur að teljast að í þeim öllum sé næg verkefni að finna til að réttlæta óbreyttan rekstur. Það væri skynsamlegt að feta í fótspor nágranna okkar á Bretlandi og í Danmörku og meta með raunsæjum hætti umfang ís- lensku utanríkisþjónustunnar. Í sumum tilvikum eru sendiráð nauðsynleg, en í öðrum hljóta önn- ur ráð að duga til að sjá hags- munum okkar borgið. VALDIÐ TIL FÓLKSINS Hanna Birna Kristjánsdóttir,borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, skrifaði grein hér í Morgunblaðið í gær, sem ástæða er til að vekja athygli á. Í grein þessari fjallar borgar- fulltrúinn um þær umræður, sem brezka tímaritið The Economist hóf fyrir sjö árum um lýðræði 21. aldarinnar, sem Morgunblaðið birti á þeim tíma og hefur fylgt eftir í umræðum hér. Í grein sinni segir Hanna Birna Kristjánsdóttir m.a.: „Ég er sann- færð um að besta leiðin til að gera okkar góða lýðræði enn betra fel- ist í því að auka valið, sem kjós- endur hafa í okkar stjórnskipu- lagi. Lýðræðið á nefnilega ekki aðeins að gefa kjósendum tæki- færi til að tala um það, sem þeir vilja, heldur einnig tækifæri til að gera það sem þeir vilja. Kjósendur eiga þannig ekki aðeins að geta sagt það sem þeim finnst og láta svo þá sem í stjórnmálum starfa um að taka lokaákvörðun heldur á fólk að geta framkvæmt í sam- ræmi við eigin vilja og móta þann- ig ákvarðanir og aðgerðir á vett- vangi stjórnmálanna.“ Og nokkru síðar í greininni seg- ir borgarfulltrúinn: „…íslenzkir kjósendur eru afar virkir þátttak- endur í eigin lýðræði. Við eigum að virkja þennan áhuga til lýðræð- isþátttöku t.d. með nýtingu nú- tímatölvutækni og Netsins, en jafnframt eigum við að leita leiða til að færa aukið vald til kjósenda, ekki aðeins með því að gefa þeim tækifæri til að tala heldur einnig framkvæma. Þetta verður bezt gert með því að færa raunverulegt vald – raunverulegt val – frá stjórnmálamönnum til almenn- ings.“ Undir þessi orð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur tekur Morgun- blaðið heils hugar. Grein hennar vekur ekki sízt athygli vegna þess, að þetta er í annað sinn á skömm- um tíma, sem kjörinn fulltrúi úr Sjálfstæðisflokki fjallar með já- kvæðum hætti um þær hugmyndir að milliliðalausu lýðræði, sem Morgunblaðið hefur hvatt til und- anfarin ár. Þetta bendir ótvírætt til þess að þessar hugmyndir eigi vaxandi fylgi að fagna innan Sjálf- stæðisflokksins. Í ljósi þess, að Samfylkingin hefur tekið þetta mál upp á Alþingi fer ekki á milli mála, að raunhæfur möguleiki er að verða á því, að sérstök löggjöf verði sett um þetta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.