Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 14
SKORTUR á súrefni á mikil- vægum hafsvæðum getur stefnt fiskveiðum í voða og er eitt brýnasta viðfangsefnið í um- hverfisvernd um þessar mundir, að sögn talsmanna umhverf- isáætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Á ráðstefnu rúmlega 155 ríkja, sem nú er hafin í Suð- ur-Kóreu, kom fram í gær að ástæðan fyrir súrefnisskortinum væri ekki síst ofnotkun á köfn- unarefnisáburði í landbúnaði margra auðugra þjóða. Áburðurinn berst úr jarðveg- inum í hafið og veldur þar of- vexti örsmárra þörunga sem eyða súrefninu þegar þeir deyja og leysast upp á hafsbotninum. Köfnunarefnið illa nýtt í landbúnaði Umrædd svæði eru um 150 og afar mismunandi að stærð, sum aðeins fáeinir ferkílómetrar er önnur litlu minni en Ísland. Sum virðast ávallt vera til staðar, önnur koma og hverfa. Þau eru einkum í Norðursjónum, í Eystrasaltinu, Svartahafinu, Adríahafinu austan við Ítalíu, við Taíland og á Gulahafi í Aust- ur-Asíu, einnig í Mexíkóflóa og Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna. Köfnunarefni sem plönturnar nýta ekki berst í hafið frá bændabýlum með ám og grunnvatni. Að sögn fréttavefjar BBC nýtist aðeins hluti af köfnunarefninu, meiri- hlutinn af því fer í sjóinn. Þess ber einnig að geta að mikill skortur er á köfnunarefnis- áburði í mörgum fátækum lönd- um. „Mannkynið stundar nú geysilega, hnattræna tilrauna- starfsemi vegna þess að áburður er illa nýttur og oft ofnotaður, skolp er sent óhreinsað í sjóinn og útblástur frá farartækjum og verksmiðjum vex stöðugt,“ sagði í yfirlýsingu frá Þjóðverjanum Klaus Töpfer, yfirmanni UNEP. „Verði ekki þegar gripið til rót- tækra aðgerða gegn orsökum vandans er líklegt að hann vaxi hratt.“ Einkum hættulegt fiskveiðum Þróunin er einkum hættuleg fiskveiðum vegna þess að hún hefur áhrif á strandsvæði þar sem mikið er um klakstöðvar og uppeldisslóðir mikilvægra fisk- tegunda. Talsmenn UNEP hvetja til þess að þjóðir heims vinni saman að því draga úr los- un köfnunarefnis í sjóinn, að nokkru með því að minnka notk- unina en einnig með því að gróðursetja meira af trjám og grasi við ár sem taka við ónýtt- um áburði. Á ráðstefnunni verður einnig fengist við mál eins og vaxandi vanda vegna uppblásturs og eyðimerkurmyndunar er valda sandstormum, einnig skort á nothæfu drykkjarvatni víða í fá- tækum löndum. Áburður ógnar 150 hafsvæðum Fiskur þrífst ekki vegna súrefn- isskorts í kjölfar þörungavaxtar Jeju í Suður-Kóreu. AP, AFP. ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALLAR krár, veitingahús og opinberar bygg- ingar á Írlandi voru reyklaus í gær í fyrsta skipti en umdeilt reykingabann tók gildi á miðnætti í fyrri nótt. Írar eru fyrstir Evrópuþjóða til að setja slíkt reykingabann en því er spáð, að margir aðrir muni fylgja í kjölfarið. Á myndinni sést barþjónn á Kehoes-bar í Dyfl- inni stafla saman öskubökkum en þeir eru nú með öllu óþarfir á írskum krám. Kráareigendur á Ír- landi hafa haft af því áhyggjur, að reykingabann- ið kynni að hafa áhrif á hagnað en þeir hyggjast þó láta á það reyna og ætla ekki að fara með málið fyrir dómstóla, eins og þeir höfðu áður hótað að gera. Næstum sjö þúsund manns deyja ár hvert á Ír- land af völdum sjúkdóma er tengjast reykingum en einn af hverjum fjórum íbúum landsins reykir. 3,9 milljónir manna búa á Írlandi. AP Öskubakkarnir fjarlægðir ALEKSANDER Kwasn- iewski, forseti Póllands, tilefndi í gær Marek Belka sem væntanlegan arftaka Leszeks Millers, sem tilkynnt hefur að hann muni rísa upp úr forsætisráðherrastólnum 2. maí næstkomandi, dag- inn eftir inngöngu Pól- lands í Evrópusamband- ið. Belka er fyrrverandi fjármálaráðherra og nú æðsti fulltrúi Póllands í Írak. Miller, sem hefur tapað mestöllum stuðn- ingi meðal almennings m.a. vegna hneyksl- ismála stjórnarliða, tilkynnti væntanlega af- sögn sína í vikulokin eftir að 24 þingmenn gengu úr flokki hans, Lýðræðislega vinstri- bandalaginu (SLD), en sá flokkur er beinn arftaki gamla pólska kommúnistaflokksins og skilgreinir sig nú sem jafnaðarmanna- flokk. „Liðhlauparnir“ tilkynntu á föstudag að þeir hygðust mynda nýjan þingflokk vinstrimanna. Minnihlutastjórn Millers hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og í nýrri skoð- anakönnun, sem niðurstöður voru birtar úr á föstudag, féll fylgið við hana meðal almennra kjósenda neðar en nokkru sinni fyrr. Það verður vandasamt verk að mynda starfhæfa stjórn og með tilliti til þess setti Kwasniewski forseti þann fyrirvara á tilefn- ingu Belkas, að viðræður myndu halda áfram í dag við þá flokka sem ættu menn á þingi um það hverjum skyldi falin stjórnarmyndunin. Tekur Belka við? Stjórnarskipti eru framundan í Póllandi Varsjá. AFP. Marek Belka LEIÐTOGAR Kongress-flokksins á Indlandi, sem um áratuga skeið fór með völdin í landinu, vonast til þess að bæta megi hag flokksins á ný í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði en flokkurinn hefur ekki setið við stjórnvölinn á Indlandi síðan 1996. Meðal annars byggja þeir vonir sínar á næstu kynslóð Gandhi-ættarinnar, sem leikið hefur stórt hlutverk í stjórnmálum Ind- lands frá því að landið fékk sjálf- stæði frá Bretum 1947, en í framboði að þessu sinni er Rahul nokkur Gandhi, sonur Rajivs Gandhi og barnabarn Indiru Gandhi. Rahul Gandhi er þrjátíu og þriggja ára gamall og þykir mynd- arlegur, hann hefur erft útlit föður síns, Rajivs, sem myrtur var 1991. Rahul hóf í gær kosningabaráttu sína í Amethi-kjördæmi í Uttar Pra- desh-héraði, því sama og faðir hans þjónaði á þingi, og var honum einkar vel tekið við komuna þangað. „Vertu velkominn, næsti forsætisráðherra okkar“ Þykja móttökurnar til marks um að Gandhi-ættin nýtur mikilla vin- sælda á Indlandi, eða í það minnsta í þessum hluta Indlands. Hópur stuðningsmanna hrópaði í sífellu „lengi lifi Rahul Gandhi“ þegar hinn 33 ára gamli fjármálaráðgjafi birtist mannfjöldanum. Hundruð manna á mótorhjólum óku samhliða bifreið Gandhis og á veggspjöldum mátti lesa: „Vertu velkominn, næsti for- sætisráðherra okkar.“ „Það er afar gaman að vera hing- að kominn,“ sagði Rahul sjálfur en hann þykir ein helsta vonarstjarna Kongress-flokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu og er talinn eiga erfitt verk fyrir höndum eigi að tak- ast að fella ríkisstjórn Atal Beharis Vajpayees, leiðtoga Bharatiya Jan- ata-flokksins. Saga Gandhi-ættarinnar er hálf- gerð sorgarsaga að ýmsu leyti, af- skaplega glæst að öðru leyti. Jawah- arlal Nehru, langafi Rahuls Gandhi, var fyrsti forsætisráðherra Indlands eftir að landið fékk sjálfstæði frá Bretum og gegndi hann embættinu í sautján ár, frá 1947–1964. Indira Gandhi, dóttir Nehrus, var síðan for- sætisráðherra 1966–1977 og aftur frá 1980–1984. Indira Gandhi var hins vegar ráðin af dögum af að- skilnaðarsinnuðum síkhum 1984. Lengi hafði verið gert ráð fyrir að eldri sonur Indiru, Sanjay, tæki við af henni sem leiðtogi Kongress- flokksins en hann lést í flugslysi árið 1980. Hún fékk þá yngri son sinn, Rajiv, til að fara í framboð og náði hann kjöri til þings fyrir Amethi 1981. Rajiv Gandhi varð síðan for- sætisráðherra við dauða móður sinn- ar og gegndi þeirri stöðu til 1989. Rajiv Gandhi hlaut sömu hörmu- legu örlögin og Indira, hann beið bana í sjálfsmorðsárás í Madras árið 1991 og er talið að tamílar frá Sri Lanka hafi staðið fyrir ódæðinu. Mikil öryggisgæsla var um Rahul Gandhi þegar hann kom til Amethi í gær. Hann hefur ekki áður sóst eftir sæti á þingi Indlands. „Ég hef fylgst með mörgum kynslóðum Nehru- og Gandhi-ættarinnar,“ sagði aldraður íbúi Amethi, Ram Praful. „Núna kom ég til að fylgjast með Rahul og ég er afar vongóður. Við munum ekki láta þær fórnir, sem forfeður hans hafa fært, verða til einskis.“ Fréttaskýrendur segja að flokk- urinn reyni að skapa þá ímynd að Rahul sé holdgervingur föður síns, Rajivs, á meðan systir Rahuls, Priyanka, sé pólitískur arftaki ömmu sinnar, Indiru Gandhi. Sonia Gandhi, ekkja Rajivs og móðir þeirra Rahuls og Priyanka, hefur setið á þingi fyrir Amethi frá 1999 en hún verður nú í framboði í öðru kjördæmi. Fréttaskýrendur segja að athyglisvert verði að sjá hvort Gandhi-ættin njóti sömu vin- sælda og áður, ekki er þó talið lík- legt að Kongress-flokkurinn nái sér almennilega á strik að þessu sinni. Kemst Gandhi-ættin aftur í forystuhlutverk? Sonur Rajivs Gandhis og barna- barn Indiru býður sig fram til þings Amethi. AFP. AP Rahul Gandhi er 33 ára gamall og þykir um margt minna á föður sinn, Rajiv, sem var myrtur 1991. Rahul var vel tekið þegar hann kom til Amethi í gær. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist geta gegnt embætti áfram enda þótt ríkissaksóknari landsins hafi á sunnudag mælt með því við dómsmálaráðherrann, Men- achem Mazuz, að mál verði höfðað gegn forsætisráðherranum fyrir meinta spillingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu vinstrimanna sögðust efast um að ráðherrann gæti setið áfram en nokkrar vikur munu líða áður en málaferlin hefjast ef Mazuz ákveður að leggja fram ákæru. En Sharon sagðist geta „gegnt öllum störfum sem hlutverkið krefst“ og flokks- menn hans voru sömu skoðunar. „Ég efast alls ekki um að Sharon mun halda áfram að vera forsætisráð- herra,“ sagði Ehud Olmert, aðstoð- arforsætisráðherra í gær og minnti á að Sharon hefði unnið tvennar síð- ustu þingkosningar. Enn er óljóst hvort samstarfsflokkar Sharons eru sama sinnis. Yosef Paritzky, ráð- herra innviða ríkisins, sagði á sunnu- dag að Sharon ætti að segja af sér ef hann yrði ákærður. Spillingarmálið snýst um ásakanir þess efnis að Sharon og sonur hans, Gilad Sharon, hafi þegið mútur af kaupsýslumanni og notað féð til að fjármagna baráttu vegna leiðtoga- kjörs í Likud, hægriflokki Sharons, fyrir nokkrum árum. Hæstiréttur Ísraels skipaði í gær Gilad Sharon að leggja fram öll gögn sem tengdust rannsókn á máli forsætisráðherrans. Sharon segist ekki víkja Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.