Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 43
DAGBÓK LÍFSGLEÐI www.heilsuvernd.is
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Akureyingar - Eyfirðingar
athugið!
Þökkum frábærar viðtökur
Við höfum ákveðið að hafa
opið áfram á Skipagötu 7, Akureyri
Persónuleg
ráðgjöf & þjónusta
Verið hjartanlega
velkomin
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Grétar, sími 696 1126.
GRAFARVOGUR - GRAFARHOLT
Mér hefur verið falið að leita eftir raðhúsi,
helst á einni hæð, í Grafarvogi eða Grafar-
holti fyrir ákveðinn kaupanda.
Verð allt að 22,0 millj.
Ath.önnur svæði í austurborginni
koma einnig til greina.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og
ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Hafðu samband - það kostar ekkert!
ÁRNAÐ HEILLA
VÖGGUKVÆÐI
Ljóshærð og litfríð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.
Vizka með vexti
æ vaxi þér hjá!
Veraldar vélráð
ei vinni þig á!
Svíkur hún seggi
og svæfir við glaum,
óvörum ýtir
í örlagastraum.
– – –
Jón Thoroddsen
LJÓÐABROT
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert einstaklega kraft-
mikil/l og gerir miklar kröf-
ur bæði til þín og annarra.
Þú leggur mikið upp úr því
að ná settum markmiðum.
Þú þarft að taka mikilvæga
ákvörðun á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag batnar eftir því
sem á hann líður. Þú munt að
öllum líkindum ræða eitthvað
mikilvægt við systkini þín eða
aðra ættingja í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er einhver ruglingur í loft-
inu í dag og því ættirðu ekki að
standa of fast á þínu í sam-
skiptum við aðra. Taktu það
með í reikninginn að það getur
verið að þú hafir rangt fyrir þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það mun hugsanlega koma upp
misskilningur á milli þín og vin-
ar þíns í dag. Misskilninginn má
sennilega rekja til þess að hvor-
ugt ykkar hefur fulla yfirsýn yf-
ir málið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki fara blindandi að fyr-
irmælum yfirmanns þíns ef þér
finnst þau eitthvað skrýtin. Á
sama tíma þarftu að taka það
með í reikninginn að þú hefur
sennilega ekki sömu yfirsýn yfir
málið og hún /hann.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gættu þess að sýna ekki yfirlæti
í samskiptum þínum við aðra í
dag. Það er ekki ólíklegt að þú
hafir rangt fyrir þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það freistar þín að taka ráðin í
þínar hendur þegar kemur að
skiptingu ábyrgðar eða eigna í
dag. Þú ættir þó að sitja á þér
og bíða átekta. Það er mikil
hætta á einhvers konar ruglingi
í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekki reyna að sanna þig fyrir
foreldrum þínum eða yfirmanni
í dag. Það er hreinlega ekki fyr-
irhafnarinnar virði. Reyndu
bara að halda hlutunum á sem
bestu róli.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú vilt hafa þitt fram í vinnunni
í dag. Þú ert sannfærð/ur um að
þú hafir rétt fyrir þér. Það er þó
ekki víst að það borgi sig fyrir
þig að þvinga skoðunum þínum
upp á aðra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sýndu börnum þolinmæði í dag.
Mundu að þau læra það sem fyr-
ir þeim er haft frekar en það
sem þeim er sagt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er hætt við að þú vaðir yfir
einhvern á heimilinu í dag.
Reyndu að forðast það og sýna
þínum nánustu hlýju og tillits-
semi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú stendur fast á skoðunum
þínum í dag og því er hætt við að
þú lendir í deilum. Ekki hætta
góðum samböndum fyrir hluti
sem skipta litlu sem engu máli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert staðráðin/n í að hafa þitt
fram í fjármálunum í dag og það
gæti farið fyrir brjóstið á ein-
hverjum. Ertu viss um að það
borgi sig að hætta góðri sam-
vinnu vegna þessa?
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5
Rbd7 7. e3 c5 8. Bd3 Da5 9.
Dc2 c4 10. Bf5 g6 11. Bxd7+
Rxd7 12. e4 0–0 13. 0–0 Rb6
14. e5 Bf5 15. Dd2 Hfe8 16.
a3 Bf8 17. Re4 Dxd2 18.
Rf6+ Kh8 19. Bxd2 He7 20.
Ba5 Hd8 21. g4 Bd3 22. Hfe1
h6 23. h4 Bg7 24. g5 h5 25.
He3 Bf5 26. Re1 He6 27. Rg2
Hc8 28. Rf4 Ra4 29. R6xd5
Ha6 30. Bc3 Bf8 31. He2 Hd8
32. Re3 Rxc3 33. bxc3 Bd7
34. Red5 b5 35. e6 Bxe6 36.
Rc7 Hxa3 37. Hxa3 Bxa3 38.
Rfxe6 fxe6 39. Rxb5 Bc1 40.
Rxa7 Hd6 41. Rb5 Hb6 42.
He5 Kg7 43. Kg2 Kf7 44.
Hc5 Ke7 45. Ra7 Kd7 46.
Hxc4 Ba3 47. Kf3 Bf8
48. Ke4 Ha6 49. Rb5
Hb6
Staðan kom upp á öfl-
ugu alþjóðlegu móti sem
kennt var við fyrrver-
andi heimsmeistara,
Anatoly Karpov, og
haldið í Poikovsky í
Rússlandi fyrir
skömmu. Bandaríski
stórmeistarinn Alex-
ander Onischuk (2.652),
sem á ættir að rekja til
Úkraínu, hafði hvítt
gegn Alexsej Alexandrov
(2.679). 50. Hc7+! Kd8 51.
c4! Hxb5 52. cxb5 Kxc7 53.
Ke5 Bg7+ svarta staðan
hefði einnig verið töpuð eftir
53. … Kd7 54. Kf6. 54. Kxe6
Bxd4 55. f3 Bf2 56. Kf6 Bxh4
57. Kxg6 Bf2 58. Kxh5 Kd7
59. g6 og svartur gafst upp
enda getur hann ekki stöðv-
að frípeð hvíts. Lokastaða
mótsins varð þessi: 1.–2. Al-
exander Grischuk (2.719) og
Sergei Rublevsky (2.655) 6
vinninga af 9 mögulegum.
3.–4. Viktor Bologan (2.679)
og Ivan Sokolov (2.706) 5½ v.
5. Vadim Zvjaginsev (2.654)
5 v. 6. Alexander Onischuk
(2.652) 4½ v. 7. Joel Lautier
(2.676) 4 v. 8.–9. Aleksej
Aleksandrov (2.679) og
Zhang Zhong (2.639) 3½ v.
10. Vladimir Malakhov
(2.700) 1½ v.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
80 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku-
daginn 31. mars, er átt-
ræður Skarphéðinn Árna-
son, Höfðagrund 14c,
Akranesi. Eiginkona hans
er Ragnheiður Björns-
dóttir. Þau taka á móti ætt-
ingjum og vinum í Skessu-
brunni, Leirársveit, milli kl.
18 og 22 á afmælisdaginn.
Blóm og gjafir eru vinsam-
lega afþakkaðar.
SÍÐASTA helgi var löng og
ströng hjá íslenskum
keppnismönnum – þriggja
daga törn í undanúrslitum
Íslandsmótsins þar sem
spiluð voru 180 spil. Fjöru-
tíu sveitir hófu keppni eftir
hádegi á föstudaginn og síð-
degis á sunnudag lá fyrir
hvaða tólf lið myndu spila til
úrslita um páskana.
Vestur gefur; allir á
hættu:
Norður
♠6543
♥D8
♦K7
♣ÁG765
Suður
♠Á107
♥ÁG10974
♦Á
♣1097
Spilið að ofan kom upp í
síðasta leik á sunnudaginn.
Yfirleitt varð suður sagnhafi
í fjórum hjörtum, oft eftir
þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass Pass 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Allir pass
Við skulum stilla málinu
upp á tvo vegu: Hvernig er
best að spila (1) með tígli út,
og (2) með spaða út?
(1) Eftir útspil í tígli virð-
ist best að fórna svíningunni
í hjarta fyrir tvísvíningu í
laufi og spila strax litlu
hjarta að blindum. Það er
hættuspil að byrja á laufinu,
því vörnin gæti þá hæglega
byggt upp stungu.
(2) Spaði er hvassara út-
spil, sem neyðir sagnhafa til
örþrifaráða. Hann þarf að
losa sig strax við spaða ofan
í tígulkóng og neyðist því til
að taka tígulás, spila laufi á
ás og treysta á svíninguna í
trompi.
Norður
♠6543
♥D8
♦K7
♣ÁG765
Vestur Austur
♠K92 ♠DG8
♥K52 ♥63
♦G1083 ♦D96542
♣843 ♣KD
Suður
♠Á107
♥ÁG10974
♦Á
♣1097
Hér er spilagyðjan að
skemmta sér á kostnað
keppenda. Geimið tapast í
reynd með tígli út, en vinnst
á óvæntan hátt eftir spaða-
útspil.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Mér finnst alltaf svo rómantískt á fullu tungli …
MEÐ MORGUNKAFFINU