Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Sími 867 7251.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað og vinnustofa, kl. 9
jóga, kl. 13 postulíns-
málun.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
9–12.30 bókband, kl. 9
leikfimi, kl. 9.30 dans,
kl. 9.45 boccia, kl. 13–
16.30 smíðar, kl. 20.30
línudans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–
11.30 sund, kl. 14–15
dans, kl. 15 boccia.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
kl. 10 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin og
vefnaður, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa 9–16.30, leikfimi
kl. 10–11, versl-
unarferð í Bónus kl.
12.40, bókabíllinn á
staðnum kl. 14.15–15.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9, aðstoð
við böðun, kl. 13, frjáls
spilamennska. Fimm-
tud. 1.apríl verður farið
í föstuguðsþjónustu í
Breiðholtskirkju, kaffi-
veitingar í boði sókn-
arnefndar eftir messu.
Skráning í s. 553 6040
eða á skrifstofu.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Hlað-
hömrum. Kl. 13–16
föndur, spil og bók-
bandsnámskeið, kl. 16–
17 leikfimi og jóga.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Leir kl. 10,
kínversk leikfimi kl. 12,
karlaleikfimi og málun
kl. 13, tréskurður kl.
13.30. Garðakórinn,
kór FEBG, æfing kl.
17. Lokað í Garða-
bergi, opið hús í
Kirkjuhvoli.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9, frjáls
prjónastund, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl. 11.30,
brids kl. 13, saumur og
billjard 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13, alkort kl.
13.30. Miðvikud:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði kl. 10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
glerlist, kl. 13 boccia.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
línsmálun, kl. 9.05 og
kl. 9.55 leikfimi, kl.
10.50 róleg leikfimi, kl.
14 ganga, kl. 14.45
boccia, kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.05 og 9.55 leik-
fimi, kl. 9. 15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín og gler-
skurður, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
myndlist, línudans, kl.
15 línudans.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–10 boccia, kl. 9–16.30
handavinna, kl. 13.30
helgistund.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 skinnasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.15–16 postulín, kl.
10.15–11. 45 enska, 13–
16 spilað og bútasaum-
ur.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi,
kl. 13 handmennt, og
postulín, kl. 14 fé-
lagsvist.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–
12 verslunin, kl. 13–16
keramik, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Fundur verður
fimmtudaginn 1. apríl,
kl. 20. Sýndur verður
fatnaður frá Verðlist-
anum.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 20 bingó.
ITC-deildirnar Íris og
Korpa halda sameig-
inlegan fund í safn-
aðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju
miðvikudaginn 31.
mars kl. 20. Uppl. í s.
660-9663 eða 891 7686.
Í dag er þriðjudagur 30. mars, 90.
dagur ársins 2004. Orð dagsins:
Því skal þá sérhver af oss lúka
Guði reikning fyrir sjálfan sig.
(Rm. 14, 12.)
Þorgerður KatrínGunnarsdóttir
menntamálaráðherra
ræðir meðal annars um
skólagjöld í gestapistli á
vefritinu Tíkinni. Hún
segir háskólanemum hafa
fjölgað um nær 50% á síð-
ustu árum og rík-
isframlög til háskólanna
hækkað álíka. Það sé já-
kvæð þróun sem muni
styrkja samfélagið til
lengri tíma litið, en leggja
þurfi áherslu á gæði
námsins. „Óneitanlega
fylgja jafnmikilli fjölgun
töluverðir vaxtarverkir
og óhjákvæmilegt er að
stjórnvöld velti því fyrir
sér – rétt eins og á öðrum
sviðum þar sem jafnháum
upphæðum af fé skatt-
borgaranna er varið til
einhvers málaflokks –
hvort þessir peningar séu
nýttir með sem markviss-
ustum hætti. Við verðum
að gera þá kröfu til ís-
lenskra háskóla að þeir
bjóði íslenskum háskóla-
nemendum upp á nám er
stenst samanburð við há-
skólanám í nágrannaríkj-
um okkar,“ segir Þor-
gerður.
Í Þýskalandi hafa stjórn-völd velt fyrir sér eins
konar neyðaráætlun til að
tryggja gæði æðri mennt-
unar. Í Bretlandi sá stjórn
Verkamannaflokksins sig
knúna til að heimila inn-
heimtu skólagjalda í
auknum mæli. Innan Há-
skóla Íslands er nú til
meðferðar tillaga um það
hvort HÍ eigi að fara fram
á heimild til innheimtu
skólagjalda. Ljóst er að
mjög skiptar skoðanir
eru um þessa leið. Nú
hafa á fjórða þúsund
nemendur skrifað undir
mótmæli gegn skólagjöld-
um. Vissulega er skilj-
anlegt að stúdentar séu
uggandi um sinn hag. Við
verðum hins vegar að
hafa það hugfast að há-
skólanám er fjárfesting,
ekki eingöngu fyrir sam-
félagið heldur einnig fyr-
ir þá einstaklinga er
kjósa að fara í nám. Það
er því ekki óeðlilegt að
velta upp þeirri spurn-
ingu hvort ekki sé rétt að
nemendur taki einhvern
þátt í þessum kostnaði.
Markmið skólagjalda
hlyti að vera að auka þau
framlög sem renna til há-
skólamenntunar en ekki
að draga úr þeim. Ef þeir
sem njóta góðs af þeirri
aukningu taka ekki þátt í
kostnaðinum lendir hann
óhjákvæmilega af meiri
þunga á þeim Íslend-
ingum sem ekki fara í há-
skólanám.“
Þorgerður bendir á aðskólagjöld kalli á
aukin ríkisútgjöld, þar
sem Lánasjóður íslenskra
námsmanna myndi vænt-
anlega veita náms-
mönnum lán fyrir þeim.
Þau væru því engin töfra-
lausn. „Við verðum hins
vegar einnig að velta fyr-
ir okkur hvort spurningin
sem breska tímaritið The
Economist velti upp í um-
fjöllun sinni um háskóla
og skólagjöld fyrir
skömmu eigi einnig við á
Íslandi. Tímaritið sagði
háskóla standa frammi
fyrir tveimur leiðum.
Greiðslum eða hnignun.“
STAKSTEINAR
Gæði háskólanáms
Víkverji skrifar...
Unglingar eru vandaðar ver-ur. Víkverji á nokkra svo-
leiðis sjálfur og hefur af-
skaplega gaman af því að
fylgjast með þeim mótast og
verða að mönnum. Uppá-
tækjum þeirra eru á köflum
engin takmörk sett. Svo geta
þeir líka verið svo skemmtilega
einlægir og einbeittir í áhuga-
málum sínum.
Hár er unglingum hjartans
mál. Yfir því geta þeir velt
vöngum tímunum saman. Einn
af unglingum Víkverja, fjórtán
ára piltur, tók nýverið upp á
því að safna hári. Leikur sem Vík-
verji lék raunar sjálfur í gamla
daga við misjafnar undirtektir. Allt
um það.
Eðli málsins samkvæmt mætir
unglingurinn því hvorki andstöðu
hjá Víkverja né konu hans vegna
þessarar nýju ástríðu sinnar. Bless-
uð konan féll nú einu sinni fyrir
ósköpunum á sínum tíma. Hann fer
með öðrum orðum frjálsum höndum
um hár sitt.
x x x
Talsverð umhirða fylgir hársöfnunaf þessu tagi og unglingurinn
þarf að rísa snemma úr rekkju á
morgnana til að ganga í gegnum
ritúalið. Bleyta hárið, þurrka,
greiða og hvað það nú er sem hann
gerir við það. Tímafrekt verk. En
vel þess virði.
Einn daginn gerðist það svo að
Víkverji svaf yfir sig. Vaknaði á ell-
eftu stundu og reif liðið á fætur
með látum svo að það mætti ekki of
seint í skólann. Umræddur ungling-
ur liðaðist úfinn og úrillur inn á
snyrtingu og gerði sig líklegan til
að halda uppteknum hætti.
„Ekki aldeilis, lagsi,“ gall í Vík-
verja. „Þú hefur ekki tíma til að
bleyta á þér hárið núna.“
Unglingurinn fraus eins og
síberísk spræna um vetur.
Horfði á Víkverja, köldum,
stýrusetnum augum og sagði:
„Ég fer ekki svona í skólann!“
Sjaldan hafa menn mælt af
meiri þunga að Víkverja við-
stöddum. Hann sá því sæng
sína uppreidda. Beið. Á auga-
bragði breyttist hann úr fram-
úrstefnulegu foreldri í út-
skeifan hreppamann.
x x x
Hárlos er fylgifiskur söfn-unar af þessu tagi og þar
sem íslensk ungmenni nærast ekki
lengur á skyri og bjúgum, heldur
poppi og pepsí, varð að bregðast við
því. Vítamínum er nú úðað í ung-
linginn með orðunum: „Ef þú tekur
þetta ekki inn góði getur allt hárið
dottið af þér.“
Vel hefur tekist til.
Varasamt er þó að alhæfa með
þessum hætti í viðurvist barna.
Þannig greip sjö ára gömul systir
unglingsins þessa speki á lofti eitt
kvöldið við matarborðið og spurði:
„Kom þetta fyrir Bubba
Morthens?“
Hár er höfuðprýði.
Óli lokbrá
og kornolía
ER einhver sem getur út-
vegað mér kvæðið um Óla
lokbrá? Og annað: Ég hef
fengið kornolíu í Heilsu-
húsinu en hún hefur ekki
fengist þar lengi. Er ein-
hver annar sem flytur
þetta inn? Þeir sem gætu
gefið mér upplýsingar hafi
samband í síma 431 1153.
Fyrirspurn til
Neytendasamtakanna
HAFA Neytendasamtökin
kannað þróun símkostnað-
ar almennings sl. ár?
Sé svo ekki, telja sam-
tökin ekki að mikilvægt sé
að óháður aðili fylgist með
verðþróun á símaþjónustu
og miðli upplýsingum um
hana til almennings?
Er einhverra upplýs-
inga að vænta um þróun
símkostnaðar á næstunni
frá Neytendasamtökun-
um?
Með fyrirfram þökkum
fyrir svör.
Leó M. Jónsson,
Nesvegi 13,
Reykjanesbæ.
Tapað/fundið
Armband týndist
GULLHÚÐAÐ armband,
hlekkir, týndist á leiðinni
frá Drafnarfelli, leið 112
niður í Aðalstræti og það-
an upp á Bókhlöðustíg,
mánudaginn 22. mars.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 557 3408 eða
893 8182.
Dömujakki í óskilum
BRÚNN dömujakki er í
óskilum í Foldasmára.
Upplýsingar í síma
564 4081.
Blátt hjól týndist
BLÁTT Trek-hjól með
rauðum dekkjum og ped-
ölum týndist við Egilshöll
fyrir tveimur vikum. Þeir
sem vita hvar hjólið er eru
beðnir að hafa samband í
síma 694 1919.
Dýrahald
Týndur páfagaukur
GRÁR páfagaukur – dís-
arpáfi – með gulan haus
og skúf og appelsínugular
kinnar flaug að heiman
frá sér á Boðagranda í
vesturbæ Reykjavíkur um
hádegisbil laugardaginn
27. mars. Hann heitir
Óliver og getur sagt nafn-
ið sitt. Er mjög gæfur og
mannelskur. Ef einhver
hefur orðið hans var þá
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 552 9934 eða
865 5527 (Heiðdís).
Tina er týnd
TINA er tæpra tveggja
ára, ljósgrá/bröndótt og
smávaxin. Tina týndist 26.
mars sl. frá Hringbraut í
Hafnarfirði. Hún er með
köflótta hálsól og merki-
spjald. Tina er fremur
stygg og lætur ekki hvern
sem er ná sér. Hún gæti
hafa farið inn um glugga
eða opnar dyr á geymslu
eða útiskúr. Ef einhver
veit hvar Tina heldur sig,
eða hver örlög hennar
urðu, þá vinsamlega látið
vita í síma 565 1480 eða
897 1393.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 óhentugt, 8 svali, 9 sér,
10 verkfæri, 11 róta í, 13
nytjalönd, 15 karldýr, 18
hólf, 21 grænmeti, 22
svæfils, 23 dráttardýrið,
24 spýtubakka.
LÓÐRÉTT
2 handfang, 3 hafna, 4
flatur steinn, 5 megnar, 6
ökutækis, 7 skjótur, 12
hlaup, 14 knæpa, 15
hests, 16 bál, 17 hávaði,
18 dúr, 19 brotsjór, 20
heimili.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kutar, 4 snáks, 7 labbi, 8 ámóta, 9 fyl, 11 slár,
13 rita, 14 Ingvi, 15 traf, 17 skop, 20 ara, 22 úrgur, 23
urðar, 24 senna, 25 taðið.
Lóðrétt: 1 kalls, 2 tíbrá, 3 reif, 4 stál, 5 ágóði, 6 skapa,
10 ylgur, 12 rif, 13 ris,15 trúss, 16 angan, 18 kóðið, 19
párið, 20 arga, 21 aumt.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html