Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ó
tal dæmi eru um að
nýir miðlar breyta
hegðun okkar.
Prentið, síminn,
sjónvarpið og tölvan
hafa öll haft mikil áhrif á hegðun
okkar. En þessir miðlar breyta
því einnig hvernig við hugsum,
hvernig við skiljum og skynjum
umhverfi okkar. Við eigum hins
vegar alltaf jafn erfitt með að átta
okkur á því hvernig nýir miðlar
breyta hugsun okkar. Við vitum
núna að prentið gerði einstakling-
inn sjálfstæðari og sterkari, sjón-
arhorn hans skipti meira máli
þegar hann gat sett hugsanir sín-
ar niður á blað og prentað í miklu
upplagi. Höfundurinn hafði mikil
áhrif en jafn-
framt gátu
lesendur aflað
sér þekkingar
með auðveld-
ari hætti en
áður þekktist,
lesendurnir urðu þannig einnig
sjálfstæðari og sterkari, fólk varð
skipulagðara og gagnrýnna í
hugsun en það hafði verið fyrir
daga prentsins. Við gerum okkur
nú grein fyrir þessum áhrifum
prentsins. En hvernig hefur Netið
breytt hugsun okkar? Rafvæddir
miðlar, eins og sjónvarp og út-
varp, höfðu sennilega þegar
breytt okkur í ósjálfstæðari og
ógagnrýnni hópsálir þegar Netið
kom til sögunnar. Netið sameinar
kosti og galla allra þessara miðla
sem nefndir hafa verið því það er
gagnvirkt, Netið hefur gert alla
að höfundum, það er ekki lengur
ein eða nokkrar miðjur sem miðla
upplýsingum og skilaboðum til
neytendanna heldur er hver og
einn notandi Netsins miðja þess.
Og allar þessar miðjur tengjast
saman og mynda líklega flóknasta
vef sem hugsast getur, eins konar
taugakerfi heimsins þar sem boð
streyma í rýmisleysi á augna-
blikshraða. Við eigum enn eftir að
átta okkur á því hvernig þetta
breytir okkur.
Nýir miðlar og ný tjáning-
arform orka á okkur eins og klisj-
ur, þau metta samtímamenn-
inguna og eru notuð án
umhugsunar um merkingu þeirra.
Klisjan virðist merkingarlaus. Við
komum ekki auga á hana. En ein-
stöku sinnum tekst að afhjúpa
merkingu hennar, einstöku sinn-
um tekst að varpa ljósi á þau áhrif
sem nýir miðlar hafa á okkur og
þá verður eitthvað til sem gengur
þvert á skilning okkar. Þetta eru
oft mikilfengleg listaverk sem
fyrst í stað orka fráhrindandi á
fólk, fá harkalega dóma, eru jafn-
vel bönnuð. Ódysseifur eftir
James Joyce er eitt af þessum
verkum. Vitundarflæðið í text-
anum og uppbrotið á hinni línu-
legu frásögn, endalausir útúrdúr-
arnir og smáatriðaflaumurinn
lýstu vel hvaða áhrif rafvæðingin
hafði haft á hugsun mannsins í
byrjun tuttugustu aldar.
Gamlir miðlar, eins og prentið
nú, orka hins vegar á okkur eins
og erkitýpur, við könnumst við þá
og við könnumst við áhrif þeirra,
það þarf ekki að ráða í merkingu
þeirra fyrir okkur, þeir eru hluti
af þekkingu okkar og hefð. Og
þannig eru einnig flest listaverk.
Þau eru erkitýpísk tákn sem við
kunnum vel að lesa í. Og þessi
listaverk vekja ekki andúð okkar,
þau orka ekki fráhrindandi, við
túlkum þau og tökum yfirvegaða
afstöðu. Hefðbundin listform eru í
þessum skilningi erkitýpísk. Þau
hætta að koma okkur á óvart, þau
verða fyrirsjáanleg. Þau verða
sakleysinu að bráð.
Í bókmenntum er enn hægt að
hugsa um ríkjandi ástand, en
spurningin er hvort þær geti sagt
okkur hvernig við hugsum. Er
enn mögulegt að það komi út bók
sem orki jafn sterkt á okkur og
Ódysseifur eftir Joyce? Er mögu-
legt að það komi út bók á næstu
misserum sem eigi eftir að af-
hjúpa merkingu Netsins fyrir
skilning okkar og skynjun á heim-
inum? Eða eru möguleikar
prentsins uppurnir?
Hins sama mætti spyrja um
myndlistina. Og þá ekki bara mál-
verkið. Það vekur til dæmis at-
hygli að sýning Ólafs Elíassonar í
Tate-safninu í London miðar fyrst
og fremst að því að staðfesta
skilning okkar á gildi eða virkni
listasafnsins í samfélaginu og
hugmyndir um samband eða sam-
starf höfundar og áhorfanda í
merkingarsköpun listaverks. Í
báðum tilfellum er um að ræða
hugmyndafræði sem kom fram á
sjöunda áratug síðustu aldar.
Sýningin gengur sem sé ekki
þvert á skilning okkar og hún er
ekki fráhrindandi heldur þvert á
móti ótrúlega vinsæl (2,2 milljónir
áhorfenda sóttu hana). Þessi sýn-
ing er erkitýpísk, hún er kunn-
uglegt tákn.
Og auðvitað mætti velta því fyr-
ir sér hvort þetta sé ekki einmitt
það sem menningarneytandinn
vill. Vill hann ekki fá þekkingu
sína staðfesta og viðurkennda
þegar hann sækir listviðburð eða
les bókmenntaverk? Vill hann
ekki frekar sjá fortíðina í róm-
antísku ljósi en að sjá vanþekk-
ingu sína og blindu á klisju dags-
ins – eigið umhverfi, eigin
samtíma – afhjúpaða með raun-
sæjum eða raunverulegum hætti?
Er þetta ekki hugsanlega ein af
ástæðunum fyrir því að formúlu-
listin gengur yfirleitt upp, að met-
sölulistin er til?
Hugsanlega er löng bið eftir því
að við áttum okkur á því hvaða
áhrif Netið og öll hin hnattræna
fjölmiðlun hefur á innra líf okkar.
Við vitum að Netið hefur til dæm-
is haft þau áhrif að um það bil tvö
þúsund Íslendingar og milljónir
manna um allan heim setjast nið-
ur daglega til þess að skrá hugs-
anir sínar og reynslu á blogg-
síðum sem er opinber miðill,
öllum opinn til lestrar. Það sem
skrifað er á bloggsíðurnar er ekki
endilega mjög frábrugðið því sem
fólk skrifaði áður í dagbækur og
bréf, en Netið hefur breytt því að
nú koma þessir textar fyrir al-
menningssjónir. Samtímamað-
urinn virðist viljugri en maðurinn
hefur áður verið til þess að op-
inbera sig. Hvað merkir það?
Klisjur og
erkitýpur
Sýning Ólafs Elíassonar í Tate-safninu
gengur sem sé ekki þvert á skilning okkar
og hún er ekki fráhrindandi heldur þvert
á móti ótrúlega vinsæl (2,2 milljónir
áhorfenda sóttu hana). Þessi sýning er
erkitýpísk, hún er kunnuglegt tákn.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
✝ Grímur Jónssonlæknir fæddist í
Reykjavík 28. sept-
ember 1920. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
23. mars síðastliðinn.
Grímur var sonur
hjónanna Jóns Hjal-
talíns Sigurðssonar
prófessors og Ragn-
heiðar Grímsdóttur
Thorarensens. Grím-
ur var næstyngstur
átta systkina. Hin
voru Guðrún Jónína,
f. 30. júní 1911, d. 14.
júlí 1976, maki Stefán Þorvarðar-
son; Bergljót, f. 6. júlí 1912, d. 3.
mars 1930; Gerður, f. 3. feb. 1914,
d. 7. júní 1930; Ingibjörg, f. 30.
apríl 1915, maki Bergur G. Gísla-
son; Sigríður, f. 11. júní 1917, d. 8.
mars 1961, maki Árni Skúlason,
látinn. Þóra, f. 12. nóvember 1918,
d. 28. mars 1919; Bergljót Gerður,
aðslæknir í Laugaráshéraði 1956
til 1966 og héraðslæknir í Hafn-
arfjarðarhéraði frá 1966 til 1988.
Grímur kvæntist 3. júní 1949 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Gerdu
Jónsson, f. 29. maí 1924 í Kaup-
mannahöfn. Foreldrar hennar
voru Wilhelm Hansen og Lilly
Hansen. Börn Gríms og Gerdu eru:
1) Grímur Jón Grímsson, maki
Helga Guðjónsdóttir, börn þeirra
Guðjón, Grímur og Kristín Alda. 2)
Lárus Grímsson, maki Jóhanna
Daðey Kristmundsdóttir, börn
þeirra Þórdís Harpa, Gerða Krist-
ín, Karen Ýr og Jóhanna Ragn-
heiður. 3) Þórarinn Grímsson,
maki Sigrún Sæmundsdóttir, börn
þeirra Gerður, Sólveig og Berg-
lind. 4) Jónína Ragnheiður Gríms-
dóttir, maki Ágúst Ólafsson, börn
þeirra Guðbjörg Inga, Ágúst Már
og Grímur Örn. 5) Bergljót Gríms-
dóttir, maki Gunnar Jóhann Frið-
riksson, börn þeirra Kristján
Gunnar, Arne Kristinn og Davíð
Þór. 6) Egill Grímsson, maki Guð-
rún Garðarsdóttir, börn þeirra El-
ín Helga og Svava.
Útför Gríms verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
f. 12. janúar 1930, d.
19. nóvember 2003,
maki Kjartan Sigur-
jónsson, látinn.
Grímur ólst upp í
Reykjavík. Eftir
barnaskóla og gagn-
fræðaskóla braut-
skráðist hann frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1939 og
lauk embættispróf í
læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 1937.
Hann starfaði síðan
sem aðstoðarlæknir á
Vífilsstaðahæli 1949–
1950, var námskandídat á Land-
spítalanum 1950 til 1951. Hann var
aðstoðarlæknir á Avnstrup í Dan-
mörku 1951 til 1953, aðstoðar-
læknir á Arvika sanatorium og
lungnasjúkrahúsi 1953 til 1954, að-
stoðarlæknir á Vífilsstöðum 1955.
Grímur var skipaður héraðslæknir
í Reykhólahéraði 1955–1956, hér-
Elsku Grímur minn og pabbi okk-
ar, það er svo erfitt að þurfa að
segja bless og fá ekki að sjá þig
meira. Hér sitjum við öll og skiljum
ekki af hverju við máttum ekki hafa
þig hjá okkur bara svolítið lengur,
því framundan eru svo margar
gleðistundir. Dísa og Hákon eru að
fara að gifta sig, Solla og Svein-
björn að eignast sitt fyrsta barn,
Arne, Arna og Elín að útskrifast,
þið mamma hefðuð átt 55 ára brúð-
kaupsafmæli 3. maí nk.
Það er erfitt að stíga þessi þungu
skref að kveðja þig, elsku pabbi,
þegar við hefðum kosið að hafa þig í
forystu, því þú varst sannur ætt-
arhöfðingi og naust þín aldrei betur
en í faðmi fjölskyldunnar og gladd-
ist innilega með þínum.
Einnig er minnisstæð gleði þín
yfir því smáa og fíngerða í nátt-
úrunni, blómamyndirnar þínar og
myndirnar sem þú málaðir í Barna-
hvammi, en þar áttum við margar
góðar stundir sem gott er að minn-
ast.
Takk fyrir okkur, elsku pabbi, nú
færð þú frið og við vitum að þú
munt vaka yfir okkur og mömmu.
Guð geymi þig.
Gerða Jónsson, Lárus,
Þórarinn, Jónína, Berg-
ljót, Egill og fjölskyldur.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það
í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma vetur bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elskulegur tengdafaðir minn,
Grímur Jónsson, fyrrverandi hér-
aðslæknir, er látinn eftir stutta en
snarpa baráttu. Haustið 1968 fluttu
Grímur og fjölskylda hans í næsta
hús við okkur í Hafnarfirðinum og
kynntist ég þá fljótlega elskulegum
eiginmanni mínum, Grími Jóni.
Tengdapabba þótti stelpan vera
heldur ung en lét gott heita og með
okkur tókst mikill og góður vin-
skapur sem aldrei hefur rofnað.
Með Grími er ekki bara genginn
einstakur maður heldur einstakur
persónuleiki og læknir af Guðs náð.
Hann átti hug og hjörtu allra sinna
sjúklinga og sást það best eftir að
hann lét af störfum í Laugarási í
Biskupstungum en þar starfaði
hann sem héraðslæknir í rúm tíu ár.
Þegar bændurnir komu í bæinn
kíktu þeir oft inn hjá héraðslækn-
inum sínum gamla og þá var oft
glatt á hjalla. Grímur var hægur
maður og rólegur, flíkaði ekki til-
finningum sínum og sagði ekki mik-
ið en það sem sagt var var vandað
og yfirvegað. Hann hætti frekar
snemma að vinna við læknisstarfið
því hann vildi frekar hætta en að
gera einhver mistök. Hann var
einnig alveg sérlega natinn við sjúk-
lingana sína og naskur við að fínna
út hvað að þeim gekk. Prófessor
Snorri Hallgrímsson heitinn sagði
mér í gamla daga þegar ég vann
með honum að þegar Grímur sendi
sjúkling á Landspítalann þá „klikk-
aði“ aldrei sjúkdómsgreiningin, en
oft getur verið erfitt að meta hvað
er í gangi. Frá árinu 1967 var Grím-
ur héraðslæknir í Hafnarfirði og
Reykjaneskjördæmi og vann hann
þar hug og hjörtu allra sem honum
kynntust með sínu hógværa yfir-
bragði.
Eftir að tengdapabbi hætti störf-
um undi hann sér vel heima hjá
Gerðu sinni, lærði spænsku og átti
fullt af pennavinum, lækna alls
staðar að úr heiminum, en hvergi
undi hann sér betur en einhvers
staðar úti í náttúrunni, hér hjá okk-
ur í Vestmannaeyjum eða á Horna-
firði hjá Jónínu dóttur sinni með
pensil og liti í hönd við að mála
landslagsmyndir. Einnig tók hann
mikinn þátt í og sýndi mikinn áhuga
á starfi strákanna sinna en þeir
voru allir á sjónum og fylgdist hann
alltaf með því hvar þeir voru og
hvernig gekk hjá þeim.
Elsku Grímur, nú er komið að
kveðjustund. Ég vil þakka þér sam-
fylgdina í gegnum árin og alla þína
elsku og umhyggju fyrir mér,
Nonna, börnunum okkar og barna-
börnum. Megi allir Guðs englar
halda verndarhendi og vaka yfir þér
og lýsa þér leið.
Elsku Gerða, megi góður guð
styrkja þig og börnin þín í sorg
ykkar en þakka ber það sem gefið
var.
Ljúfum ferli lokið er,
lífsins bók er skráð,
upp þú skerð af akri hér,
eins og til var sáð.
Til ljóssins heima lífið snýr,
langt með dagsverk þitt,
Drottinn sem þér bústað býr,
barnið þekkir sitt.
Í margra huga er minning skær,
og mynd í hjarta geymd.
Stöðugt okkur stendur nær,
stund sem ekki er gleymd.
Nú komið er að kveðjustund,
klökkvi hjartað sker,
genginn ertu Guðs á fund,
sem góður líknar þér.
(Kristján Runólfsson).
Þín tengdadóttir,
Helga.
Elsku afi. Í lífinu skiptast á sorg-
ar- og gleðidagar. Í dag er sorg-
ardagur þar sem þú ert til hvílu
borinn eftir stutta en erfiða sjúkra-
legu. Eftir rúma viku verðum við
Hákon gefin saman í heilagt hjóna-
band, það verður gleðidagur.
Þú varst alltaf mikill fjölskyldu-
maður og fylgdist vel með þínum
nánustu hvort sem það voru strák-
arnir þínir úti á sjó eða við barna-
börnin að takast á við fjölbreytt
verkefni og hin ýmsu ferðalög út
um allan heim. Þú varst meira að
segja í bréfasambandi við mig er ég
var au-pair í Ameríku og veittir mér
stuðning þann sem ekki allir gátu
veitt og það met ég mikils. Þú varst
mikill lífskúnstner og náttúruunn-
andi, alltaf komstu við og labbaðir
einn hring í kringum garðinn að at-
huga með blómin og jarðarberin.
Ógrynni eru til eftir þig af skissum
og málverkum og aldrei kom maður
að tómum kofunum ef læknisfræði-
legra ráðlegginga var þörf.
Já, elsku afi, það er sárt að sakna
en nú vitum við að þér líður vel, lík-
ami þinn var ekki burðugur en hug-
urinn gekk alla tíð og allt fram til
enda á fullum styrk.
Já, elsku afi, ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
kveðja þig með kossi daginn sem ég
fór utan því daginn eftir skildir þú
við. Þú kvaddir mig svo fallega og
vissir greinilega hvað beið þín hand-
an við hornið. Ég minnist þessarar
kveðjustundar um ókomna tíð.
Genginn er góður maður, hann afi
minn. Blessuð sé minning hans.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það,
en samt ég verð að segja,
að sumarið það líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þórdís, Hákon,
Emilía og Lárus.
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okk-
ur og ert farinn á vit æðri máttar.
Við minnumst þín með mikinn sökn-
uð í hjarta og hlýju yfir öllum minn-
ingunum sem við eigum og þær
munum við varðveita. Þegar við
hugsum til baka minnumst við þess
að það var svo gott að fá þig í heim-
sókn á Selvogsgötuna þegar við vor-
um veikar. Alltaf komstu og það
veitti okkur visst öryggi að vita það
að afi læknir var búinn að koma og
þá yrði allt í lagi. Allar flensur og
pestir hurfu eins og dögg fyrir sólu
og líðanin var strax betri, bara fyrir
það eitt að þú varst búinn að kíkja í
heimsókn, því að það gerðir þú allt-
af sama hvað lítilsvert það var.
Einnig fannst okkur voða gaman
að fá að vera fyrirsætur hjá þér
þegar þú varst að mála andlits-
myndir af okkur. Þó að við hefðum
verið orðnar óþolinmóðar undir lok-
in þá gast þú alltaf haldið okkur við
efnið og útkoman var alltaf glæsi-
leg. Þú varst svo góður að mála og
hafðir svo voða gaman af því. Allar
þessar myndir verða okkur svo
óendanlega dýrmætar. Þú varst svo
mikill dundari, gast setið tímunum
saman að lesa eða mála og varst svo
sjálfum þér nógur. Eins og alltaf
varstu svo rólegur og yfirvegaður
og sagðir ekki margt en hlustaðir
vel á allt sem fór fram í kringum
þig.
Þegar við vorum spurðar hverra
manna við værum og fólk vissi að
þú varst afi okkar þá þekktu þig all-
ir og þau voru ófá börnin sem þú
hafðir hugsað um og læknað. Þú
GRÍMUR
JÓNSSON