Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í apríl er vorið komið og fegursti tími ársins fer í hönd í Prag enda er þetta vin- sælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims- ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frá- bærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 36.550 Flugsæti til Prag með sköttum. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 7 nætur, hótel ILF, m.v. 2 í tveggja manna herbergi. Flug, gisting, skattar. Bókunargjald kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin Páskar í Prag 8. apríl frá kr. 36.550 HÆSTIRÉTTUR taldi að ummæli í dómnefndaráliti sem fjallaði um um- sækjandann væru röng og meiðandi og til þess fallin að skerða fræði- mannsheiður hans og að önnur til- tekin ummæli hefðu falið í sér sið- ferðisdóm sem væri meiðandi fyrir Bjarna enda tilhæfulaus og óviður- kvæmileg. Bjarni segir að þrátt fyrir að fulln- aðarsigur hafi unnist með dómi Hæstaréttar veki vinnubrögð Há- skóla Íslands ýmsar spurningar varðandi val á umsækjendum um fræðastöður. Tvískinnungur innan Háskólans Hann segist sannfærður um að fyrirfram hafi verið ákveðið hver hlyti stöðuna. Hann og annar um- sækjandi sem síðar dró umsókn sína til baka hafi verið taldir „of hættu- legir“ umsækjendur og stefnt ráðn- ingu hans í voða með þeim afleiðing- um að þau voru dæmd óhæf til að gegna stöðunni. „Ég vissi það að á Íslandi er þetta öðruvísi en víðast hvar. Það var búið að ákveða hver fengi stöðuna, ég var sannfærður um það. Það þurfti að skrifa mig niður til heljar og fleiri, til þess að viðkomandi fengi stöðuna, ég vissi það. En að ég yrði metinn óhæf- ur, það vissi ég ekki, og kom mér mjög á óvart.“ Bjarni segir það merki um tví- skinnung innan Háskólans að skorir og deildir innan hans kjósi um hver hljóti fræðastöður að undangengnu áliti dómnefndar sem eigi að vera skipuð sérfræðingum. Ekki sé gefið að sá aðili sem dómnefnd velji verði kosinn sem feli í sér að kosningarnar geti þróast út í vinsældakosningar eins og gerst hafi í umræddu tilviki þar sem reynt hafi verið að afla at- kvæða fyrir ákveðinn umsækjanda áður en staðan var auglýst. „Þetta er ákveðið kerfi hjá Háskóla Íslands til að hafa áhrif á ferlið þrátt fyrir allt. Að ráða skoðanabæður og alikálfa, af hræðslu við allt sem kemur að utan og er nýtt.“ Hvatti heimspekideild til að velja annan umsækjanda Bjarni segir að dómnefndin hafi farið yfir strikið í dómnefndaráliti sem síðar fór fyrir stöðunefnd skól- ans, sem er ráðgefandi, og hafnaði álitinu og taldi það hlutdrægt. Þá hafi sagnfræðiskor hafnað dóm- nefndarálitinu með sex atkvæðum gegn tveimur og þrír sátu hjá. Þegar málið hafði verið afgreitt á skorarfundi var því vísað til deildar- fundar en í millitíðinni ritaði Gunnar Karlsson prófessor bréf til deildarinnar þar sem hann segist ekki vita til þess að dómnefndaráliti hafi verið hafnað í heild sinni og hvetur heim- spekideild til að velja umsækjandann sem síðar hlaut stöðuna. Bjarni segist hafa hug- leitt að kæra Gunnar fyrir bréfið sem sé all- ítarlegt og rætið í sinn garð en fallið frá því. Þá sé Gunnar barns- faðir systur eins af dómnefndarmönnun- um. Bréfi Gunnar var svarað af öðrum prófessor við deild- ina, Gísla Gunnarssyni, þar sem til- greind eru rök fyrir afgreiðslu skor- arfundar á dómnefndarálitinu. Fór með rangt mál fyrir dómi Bjarni ákvað síðar að kæra tvenn ummæli í dómnefndarálitinu, þar af önnur er varða minjar í Hólmi í Nesj- um sem hann hafi rannsakað frá árinu 1996. Í dómnefndarálitinu seg- ir orðrétt: „Minjarnar í Hólmi í Lax- árdal virðast vera enn eitt dæmið um landnámsbýli sem ekki var vitað um áður og rannsókn þeirra því mikil- vægt framlag til rannsókna á fyrstu byggð í landinu. Lítið verður sett út á aðferðir Bjarna við uppgröftinn. Sama er ekki hægt að segja um túlk- un hans á minjunum. Þar slær hann fram fullyrðingum sem ekki eru byggðar á neinum rökum, en það er hreint og beint ábyrgðarleysi.“ Krafðist Bjarni ómerkingar á síð- ustu setningunni. Bjarni segir Helga Þorláksson prófessor í sagnfræði og einn dóm- nefndarmanna hafa haldið því fram fyrir dómi að Bjarni hafi ekki aldurs- greint hið meinta blótshús og þar af leiðandi geti hann ekki tengt það við tiltekið kuml. Hann segir að hér hafi Helgi farið með rangt mál og að í gögnum sem hann lagði fram komi fram að sýni voru geislakolsald- ursgreind í tvígang. Annað hvort hafi Helgi ekki kynnt sér niður- stöðurnar eða sagt ósatt fyrir dómi. „Fyrir utan það þá gerir hann afar lítið úr þeirri þekkingu forn- leifafræðinga að aldurs- greina út frá gripum og horfir fram hjá því að ég get aldursgreint hús- ið með jarðlögunum sem er algeng vinnuaðferð á Ís- landi.“ Síðari ummælin sem Bjarni krafð- ist að yrðu ómerkt vörðuðu rannsókn hans á Hjarðarbólsodda í Kolgrafar- firði á Snæfellsnesi. En þar segir m.a. að tilgangi rannsóknarinnar hafi ekki verið náð og illa hafi verið farið með almannafé. Bjarni segir að rann- sóknin hafi verið talin óþörf af hálfu dómnefndar þar sem um var að ræða rúst frá 20. öld og upplýsingar um hana lægju þegar fyrir frá brott- fluttu heimafólki. Hann hafi hins vegar getið þess í skýrslu sinni að rústin væri sennilega frá þeim tíma en að möguleiki væri á að rústin lægi á eldri minjum eins og algengt væri. Þá hafi hann komið að verkinu sem sjálfstætt starfandi verktaki og að ákvörðun um uppgröft hafi verið í höndum Vegagerðarinnar og Minja- vörslunnar. Gengið hafi verið auk þess úr skugga um með uppgreftr- inum að ekki leyndust minjar annars staðar á eyrinni. Bjarni bendir enn- fremur á að naustið sem um ræðir hafi verið eitt eftir á svæðinu en naust af þessari gerð voru alþekkt um Suðurland áður fyrr, m.a. við Dyrhólaey, Hjörleifshöfða og víðar og að rannsókn á því hafi varpað ljósi á hvernig þau kynnu að hafa litið út. Eldaði grátt silfur við dómnefndarformann Um skipan dómnefndar segir Bjarni að formaður hennar, Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafi verið óhæf til að sitja í nefndinni þar sem hún og Bjarni höfðu áður átt í ritdeilu um doktorsritgerð Guðrúnar sem Bjarni var fenginn til að skrifa ritdóm um. Síðar hafi Guðrún skrifað ritdóm um doktorsritgerð hans. Þá hafi allir dómnefndarmennirnir þrír hlotið menntun sína í enskumæl- andi háskólum þó svo að þrír af fjór- um umsækjendum hafi hlotið mennt- un á Norðurlöndunum. Þá hafi tveir dómnefndarmanna verið í vinfengi við þann sem fékk stöðuna að lokum. „Háskóli Íslands er orðinn fjöl- skyldustofnun þar sem einkavina- væðingin ríkir. Fagleg vinnubrögð eru látin fyrir borð og talið mikilvæg- ara að skoðanabróðir komist þar inn en að menn standi vörð um fagleg vinnubrögð,“ segir Bjarni og bætir við: „Háskóla Íslands fannst allt í lagi þótt sá sem fengi stöðuna væri með eins árs menntun í fræðigreininni á meðan við hin værum með fleiri ára menntun, tvö okkar með doktorspróf og eitt með MA gráðu. Svona vinnu- brögð gerast bara á Íslandi.“ Þá gagnrýnir Bjarni einnig að Páll Skúlason háskólarektor skyldi sam- þykkja dómnefndarálit nefndarinnar sem hafi verið ærumeiðandi og þrátt fyrir að stöðunefnd Háskólans og sagnfræðiskor hafi hafnað því og að þurft hafi tvennar kosningar á deild- arfundi til þess að skera úr um málið. Ekki náðist í Pál Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur gagnrýnir Háskólann Einkavinavæðingin er ríkjandi innan Háskólans Hæstiréttur hnekkti í síðustu viku dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá júní í fyrra í máli sem Bjarni F. Einarsson, umsækjandi um kennarastarf í fornleifafræði við Há- skóla Íslands, höfðaði gegn þremur dóm- nefndarmönnum sem meta áttu hæfi hans. Bjarni F. Einarsson kristjan@mbl.is ÞRÍR stjórnendur Léttkaupa ehf. voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á lögum um helgidagafrið fyrir að hafa staðið fyrir því að verslunin Europris við Skútuvog í Reykjavík var opin á hvítasunnudag í júní í fyrra. Versl- unin var opin frá því klukkan ellefu um morguninn og þar til lögregla skarst í leikinn klukkan fimm. Í dóminum segir að brotið þyki smávægilegt og því sé rétt að fresta ákvörðun refsingar í eitt ár frá birtingu dómsins en refsing fellur niður haldi mennirnir þrír skilorð. Dæmdir fyrir að hafa opið á hvítasunnudag KARLMAÐUR á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða Reykjavíkurhöfn ríflega 50.000 krónur í skaðabætur fyrir rúðubrot. Maðurinn var dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum, fyrir húsbrot og þjófnaði en var sýknaður af ákæru um að hafa falsað tékka að andvirði 235.000 krónur sem hann fékk skipt í banka án þess að fram- vísa persónuskilríkjum. Maðurinn var dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum með því að hafa í fór- um sínum rúm 52 grömm af amfeta- míni. Ennfremur fyrir að hafa brot- ist inn í tvo bíla, hágreiðslustofu og ljósmyndastofu. Andvirði þýfisins nam tæpum 5,5 milljónum króna. Þá játaði maðurinn hlutdeild í þjófnaði á heimili á Seltjarnarnesi en stór hluti þýfisins, sem var að andvirði 1,7 milljónir króna, fannst við húsleit heima hjá manninum. Með afbrotunum rauf maðurinn skilorð og hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í janúar og dregst það frá fangelsisvist hans. Dóminn kvað upp héraðsdómar- inn Símon Sigvaldason. Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda brota ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að erfitt geti verið að bera saman samn- ingsviðmiðanir og -kröfur milli ólíkra starfssviða líkt og formaður Rafiðn- aðarsambandsins (RSÍ), Guðmundur Gunnarsson, hafi gert í Morgun- blaðinu í gær. Guðmundur sagði í blaðinu í gær að svigrúmið um hækkun lágmarks- launa, sem Starfsgreinasambandið samdi um við SA, dygði til að uppfylla kröfur iðnaðarmanna í viðræðum við atvinnurekendur. Ef Samtök at- vinnulífsins gæfu ekki eftir þá stefndi í hörku í kjaradeilunni. Ari sagðist ekki geta fallist á túlk- un Guðmundar á afstöðu SA. Mis- jafnar aðstæður væru á mismunandi samningssviðum. Þannig væru taxtar iðnaðarmanna almennt séð lág- markskjör sem endurspegluðu ekki launaumhverfið í heild. Erfitt væri að mæla áhrif hækkana á launaflokka iðnaðarmanna, sem fáir væru að vinna eftir en hefði engu að síður sín áhrif á umhverfið. Ef horft væri framhjá ruðningsáhrifum taxta- hækkana á markaðslaun iðnaðar- manna gætu menn komist niður í lága mælda kostnaðarhækkun fyrir samningssviðið ef deilt væri með öll- um hópnum. Það gæfi hins vegar ekki rétta mynd af kostnaðaráhrifum samningsgerðarinnar þegar upp væri staðið. Svona kostnaðarmælingar horfðu öðruvísi við þegar um væri að ræða hópa sem fyrst og fremst ynnu eftir taxta eins og á verkamannasvið- inu. Þessi samanburður gæti líka orð- ið mjög snúinn þegar ólíkir hópar væru í einum samningi, samanber virkjanasamninginn. „Það er klárt af okkar hálfu að viðmiðun í okkar samningsgerð við aðra aðila er að standa vörð um þau kostnaðaráhrif fyrir atvinnulifið sem línur voru lagð- ar um í samningunum við Starfs- greinasambandið og Flóabandalagið. Við reynum að líta raunsætt á hvaða kostnaði öll önnur samningsgerð veldur fyrir atvinnulífið þegar allt er skoðað. Ákveðnir erfiðleikar geta verið við að mæla áhrifin á tilteknum sviðum, til dæmis þar sem er verið að hreyfa við taxta sem fáir eru á en hafa samt áhrif á launamyndunina hjá öll- um,“ sagði Ari. Hann sagði mikil fundahöld hafa átt sér stað að und- anförnu í viðræðum SA við Samiðn og einnig vegna virkjanasamningsins. Þessum viðræðum hefði ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins um gagnrýni formanns RSÍ Erfitt að bera saman ólíka samningshópa ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.