Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 41 Fjölskyldan saman í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands Jörðin Ytri Bálkastaðir í vestur Húnavatnssýslu er til sölu. Á jörðinni er um 25 ha af ræktuðu landi. Íbúðarhús með bílskúr byggt árið 1967, samtals 269,5 fm að stærð. Hlaða og fjárhús byggt á ár- unum 1966 og 1967, auk þess fylgir sauðfjár- greiðslumark. Land jarðarinnar er við utanvert Heggstaðanes og er náttúrufegurð mikil. Tilboð óskast send Fasteignasölunni BYGGÐ Strandgötu 29, 600 Akureyri. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Sölumenn: Björn Guðmundsson s. 462 1744 og 897 7832, Emelía Jóhannsdóttir, Jón Kr. Sólnes hrl. lg. fasteignasali. Til sölu Ytri Bálkastaðir Heggstaðanesi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Hvað er fákeppni og hringamyndun? Hvernig má bregðast við valdi hinna fáu? Almenn umræða um fákeppnni og hringamyndun. Frummælendur eru: Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar. Miðvikudaginn 31. mars kl. 17:30 Í Valhöll Jón G. Hauksson Andrés Magnússon FRAM kemur í yfirlits- skýrslum þeirra sem stjórnuðu löggæslu í miðborg Reykjavíkur aðfaranætur laugardags og sunnu- dags að fátt fólk hafi verið á ferli og almennt lítið um vandræði. Um helgina var tilkynnt um 23 innbrot, 17 þjófnaði og 11 sinnum var tilkynnt um skemmdarverk. Um helgina var tilkynnt um 29 um- ferðaróhöpp og var í tveim þeirra um minniháttar meiðsli að ræða. 17 öku- menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 20 voru grunaðir um ölvun við akstur. Hugðist stela ísskáp Það var um hádegi á föstudag að það vaknaði grunur hjá starfs- mönnum verslunar í austurborginni um að aðili sem pantað hafði ísskáp og afhenda átti síðan seinna sama dag úti í bæ, væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Því var haft samband við lögreglu. Lögreglan fylgdist síðan með þegar skápurinn var afhentur og hafði tal af viðtakanda en þá kom í ljós að hann hafði brotist inn í við- komandi íbúð til að taka við skápnum þar. Enda kom í ljós að kortið sem greitt hafði verið með var stolið. Laust eftir kl. 22:00 á föstudags- kvöldið, ruddist maður inn í verslun við Seljaveg með sprautunál í hendi, ógnaði afgreiðslufólki og heimtaði peninga. Tókst honum að ná nokkr- um þúsundum en stökk síðan út. Fljótt vaknaði grunur um hver mað- urinn væri, en sjónarvottar töldu sig þekkja hann. Var hann handtekinn skömmu síðar og þá með megnið af peningunum sem hann er grunaður um að hafa tekið. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann sem hafði tekið myndavél ófrjálsri hendi og síðan reynt að hlaupa með hana á brott. Örygg- isverði verslunarinnar tókst hins veg- ar að ná myndavélinni af manninum en maðurinn hljóp á brott. Leit var gerð að manninum og fannst hann um hálftíma síðar og var færður á lögreglustöð. Ráðist á hollenskan sjóliða Skömmu síðar sama morgunn var tilkynnt um skemmdarverk á vinnu- vél sem stóð við sundlaugina við Fylkisveg. Í ljós kom að brotnar höfðu verið fjórar rúður í vélinn og fjögur vinnuljós. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki. Um hádegi á laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkams- árásar sem einn úr áhöfn hollensks herskips sem liggur við Miðbakka, hafði orðið fyrir þá nóttina áður. Mun hafa verið ráðist á manninn í Hafn- arstræti um miðja nótt af nokkrum Íslendingum sem meðal annars eru sagðir hafa sparkað í andlit hans. Var hann með talsverða áverka á höfði og þá hafið brotnað upp úr tönn. Málið er í rannsókn. Um miðnætti á laugardagskvöldið var tilkynnt um að farið hafi verið inn í skóla í Grafarvogi og unnar þar miklar skemmdir í smíðastofu, á verkfærum og tækjum. Í ljós kom að gleymst hafði að læsa hurð og því leiðin inn greið. Snemma á sunnudagsmorgunn var tilkynnt um vatnsleka í húsi í vest- urbænum. Í ljós kom að heitt vatn hafði náð að renna um öll gólf íbúðar- innar sem er parket- og flísalögð. Heimilisfaðirinn hafði farið í bað, en sofnað og því fór sem fór. Þá var um hádegi á sunnudag til- kynnt um innbrot í bát sem var í Daníelsslipp. Hurð að stýrishúsi hafði verið spennt upp og stolið úr lyfja- skáp og teknar tvær slípivélar og þá var einnig talsverðu af verkfærum stolið. 20 teknir grunaðir um ölvun við akstur Helstu verkefni lögreglunnar Kynning á meistaranámi í menn- ingar- og menntastjórnun Boðað er til opins kynningarfundar Við- skiptaháskólans á Bifröst og ReykjavíkurAkademíunar þar sem kynnt verður nýtt val í meist- aranámi í hagnýtum hagvísindum á Bifröst. Um er að ræða námsleið til MA-gráðu í hagnýtum hagvís- indum með áherslu á mennta og menningarstjórnun og er hún eink- um ætluð þeim sem stjórna, eða hafa hug á að stjórna, menningar- og menntastofnunum, þ.e. skólum, söfnum, menningarfyrirtækjum og öðrum stofnunum sem hafa með höndum miðlun þekkingar, menn- ingar og menntunar, auk menning- artengdrar ferðaþjónustu. Kynn- ingin fer fram í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hring- braut 121, 4. hæð þriðjudaginn 30. mars frá kl. 16 til 18. Morgunþing um áfengisauglýs- ingar Fræðslumiðstöð í fíknivörn- um (FRÆ) efnir til morgunþings um áfengisauglýsingar í dag á Grand hóteli kl. 8.30 til 11. Er þingið opið öllum sem áhuga hafa á málefninu. Þar verður m.a. reynt að svara spurningum um hvort auglýsingabann á áfengi sé liður í stefnumörkun í áfengismálum þar sem markmiðið sé að halda heild- arneyslu áfengis sem minnstri og koma í veg fyrir hvatningu til áfengisneyslu, ekki síst meðal ungs fólks. Einnig verður spurt hvort auglýsingabannið standist íslensk lög og alþjóðaskuldbindingar. Með- al fyrirlesara eru Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Hildur Hafstein, verkefnisstjóri Lýð- heilsustöðvar, Jóhannes Karl Sig- ursteinsson, markaðsrann- sóknastjóri Norðurljósa, og Ragný Þóra Guðjohnsen lögfræðingur. ELSA, félag evrópskra laga- nema, stendur fyrir málfundi um jafnréttismál þriðjudaginn 30. mars klukkan 13–14.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Verslunarráð Ís- lands. Á fundinum verður rætt um frum- varp sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagði fyrir Alþingi á dögunum um breytingu á jafn- réttislögunum. Frumvarpið mælir fyrir um auknar heimildir Jafn- réttisstofu til að krefjast gagna frá fyrirtækjum og gera athuganir í starfsstöð fyrirtækjanna ef grunur leikur á broti á jafnréttislögum. Fyrirlesarar á fundinum verða Atli Gíslason, lögmaður og varaþing- maður VG, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, og Eggert Páll Ólason, lögfræðingur hjá KB banka. Að loknum erindunum verða pall- borðsumræður með fyrirlesurum og þremur þingmönnum – Bjarna Benediktssyni, Björgvini G. Sig- urðssyni og Jónínu Bjartmarz. Fræðslufundi frestað Fræðslufundi Félags CP á Íslandi sem átti að vera í dag, þriðjudag- inn 30. mars, er frestað til þriðju- dagsins 6. apríl. Heimilisiðnaðarfélagið með fræðslukvöld í húsi Heimilisiðn- aðarfélagsins að Laufásvegi 2, Reykjavík, 30. mars kl. 20. Sýndar verða tvö stutt myndbönd. Fjalla þau um Lene Zachariassen og vinnu hennar m.a. með hrosshár og skinn og norrænu þæfingarsýn- inguna „Internationalt Filtsym- posium í Danmark 1990“. Lene hefur lánað nokkra muni sem verða til sýnis og einnig verður úr- val þæfðra muna. Í DAG Hrafnaþing á Hlemmi, fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Starri Heiðmarsson, fléttu- fræðingur á NÍ, flytur erindi sem hann nefnir „Má treysta útlitinu? Tengsl útlitseinkenna og arfgerða hjá korpum“, miðvikudaginn 31. mars, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Nánari upplýs- ingar um erindið er að finna á heima- síðu stofnunarinnar www.ni.is. Aðalfundur Félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga verður haldinn miðviku- daginn 31. mars nk. kl. 20:30 í húsa- kynnum Umhyggju, Laugavegi 7, 3 hæð. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfund- arstörf. Heimasíða félagsins er http:// www.barnged.is og netfang barna- ged@barnaged.is Opið málþing VÍS um umferð á þjóðvegum, verður haldið miðviku- daginn 31. mars kl. 13:00–16:00. á Nordica hóteli í Reykjavík. VÍS boðar til málþingsins annars vegar í tilefni alþjóðlegs umferðarör- yggisdags 7. apríl en hins vegar í til- efni af því að sumarið og ferða- mannatíminn nálgast. Alvarlegum umferðarslysum fjölgar því miður verulega á þjóðvegum landsins þegar kemur fram á sumarið og rík ástæða er til að beina sjónum sérstaklega að akstri og umferðaröryggi utan þétt- býlis. Rannsóknarnefnd umferð- arslysa benti á það, í skýrslu sinni um banaslys í umferðinni árið 2002, að þau hefðu flest orðið um helgar að sumarlagi. Frummælendur verða Ágúst Mogen- sen, framkvæmdastjóri Rannsókn- arnefndar umferðaslysa, Rögnvaldur Jónsson framkvæmdastjóri fram- kvæmdasviðs Vegagerðarinnar, Ólaf- ur K. Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssambandi íslenskra aksturs- íþróttafélaga og áhugamaður um um- ferðaröryggi, Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND á Íslandi, Ómar Ragnarsson, fréttamaðurog ferðalangur, síðan verður samantekt og ráðstefnuslit Ragnheiður Davíðs- dóttir, forvarnafulltrúi VÍS. Mál- þingsstjóri: Óli H. Þórðarson, for- maður Umferðarráðs. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Baldurs eða Ragnheiður Davíðsdóttir. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Á MORGUN Grikklandsfélagið Hellas heldur árshátíð sína í Kaffileikhúsinu, Hlað- varpanum, og að þessu sinni föstu- daginn 2. apríl. Á dagskrá verður m.a. atriði úr leikritinu Plútos eftir Aristófanes í þýðingu Karls Guð- mundssonar leikara og í flutningi hans sjálfs, Ragnheiðar Steindórs- dóttur og fleiri. Aðgangseyrir fyrir matargesti er kr. 4.000 á mann, og eru menn beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst ann- aðhvort til Kristjáns Árnasonar eða Þórs Jakobssonar. IMG Deloitte stendur fyrir nám- stefnu um vinnustaðavandamál á Hótel Sögu föstudaginn 2. apríl kl. 9– 17. Frummælendur á fundinum eru: Hildur Elín Vignir, stjórnendaþjálf- ari hjá IMG Deloitte. Kristín Waage, B.A. félagsfræði og diplóma í starfs- mannastjórnun, fulltrúi í starfsþró- unardeild Eimskips. Sigrún Viktors- dóttir, B.A í mannfræði og starfsmannastjóri hjá VR. Ægir Már Þórisson, Cand.psych. sálfræðingur og stjórnendaráðgjafi hjá IMG Del- oitte. Engilbert Sigurðsson, geð- læknir og faraldsfræðingur, yf- irlæknir á geðdeild LHS. Brynja Bragadóttir, M.Sc. heilsusálfræði og doktorsnemi, ráðgjafi á sviði vinnu- og heilsusálfræði. Námstefnugjald 28.900 kr. Skráning og nánari upplýsingar nam- skeid@img.is Ýmis vandamál koma upp reglulega á vinnustöðum, t.d. áfengisvandamál, einelti, kynferðisleg áreitni og geð- ræn vandamál. Einnig eru allskyns fordómar vaxandi áhyggjuefni á ís- lenskum vinnumarkaði, sem orðinn er mjög fjölþjóðlegur. Á þessari námstefnu er velt upp ýms- um atriðum sem tengjast vinnustaða- vandamálum, m.a. hvernig þau birt- ast, hvað er til ráða og hvernig er hægt að fyrirbyggja að þau komi upp. Á NÆSTUNNI Fornafn féll niður Í umfjöllun um ráðstefnu félags- málaráðuneytisins um málefni fatl- aðra á laugardag féll niður við vinnslu fréttarinnar fornafn Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Röng mynd af söngkonu Á síðu blaðsins, sl. laugardag, þar sem getið var um menningarviðburði komandi viku, var röng mynd af Þór- unni Guðmundsdóttur söngkonu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangt farið með nafn Rangt var farið með nafn Unn- steins Hermannssonar í myndatexta með umfjöllun um aðalfund Mjólkur- bús Flóamanna á bls. 36 í blaðinu í gær, mánudaginn 29. mars. Í sama myndatexta er Gunnar Kr. Eiríksson sagður vera mjólkurbússtjóri en hann er stjórnarmaður og annar fundar- stjóra. LEIÐRÉTT ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.