Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 41
Fjölskyldan saman í fallegum bæ!
Velkomin í Stykkishólm!
Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands
Jörðin Ytri Bálkastaðir í vestur Húnavatnssýslu er
til sölu. Á jörðinni er um 25 ha af ræktuðu landi.
Íbúðarhús með bílskúr byggt árið 1967, samtals
269,5 fm að stærð. Hlaða og fjárhús byggt á ár-
unum 1966 og 1967, auk þess fylgir sauðfjár-
greiðslumark. Land jarðarinnar er við utanvert
Heggstaðanes og er náttúrufegurð mikil.
Tilboð óskast send Fasteignasölunni BYGGÐ
Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á
Fasteignasölunni BYGGÐ
Sölumenn: Björn Guðmundsson
s. 462 1744 og 897 7832, Emelía Jóhannsdóttir,
Jón Kr. Sólnes hrl. lg. fasteignasali.
Til sölu Ytri Bálkastaðir
Heggstaðanesi
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi
Hvað er fákeppni og hringamyndun?
Hvernig má bregðast við valdi hinna fáu?
Almenn umræða um fákeppnni og hringamyndun.
Frummælendur eru:
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar.
Miðvikudaginn
31. mars kl. 17:30
Í Valhöll
Jón G. Hauksson
Andrés Magnússon
FRAM kemur í yfirlits-
skýrslum þeirra sem
stjórnuðu löggæslu í
miðborg Reykjavíkur
aðfaranætur laugardags og sunnu-
dags að fátt fólk hafi verið á ferli og
almennt lítið um vandræði. Um
helgina var tilkynnt um 23 innbrot, 17
þjófnaði og 11 sinnum var tilkynnt
um skemmdarverk.
Um helgina var tilkynnt um 29 um-
ferðaróhöpp og var í tveim þeirra um
minniháttar meiðsli að ræða. 17 öku-
menn voru kærðir fyrir of hraðan
akstur og 20 voru grunaðir um ölvun
við akstur.
Hugðist stela ísskáp
Það var um hádegi á föstudag að
það vaknaði grunur hjá starfs-
mönnum verslunar í austurborginni
um að aðili sem pantað hafði ísskáp
og afhenda átti síðan seinna sama dag
úti í bæ, væri með óhreint mjöl í
pokahorninu. Því var haft samband
við lögreglu. Lögreglan fylgdist síðan
með þegar skápurinn var afhentur og
hafði tal af viðtakanda en þá kom í
ljós að hann hafði brotist inn í við-
komandi íbúð til að taka við skápnum
þar. Enda kom í ljós að kortið sem
greitt hafði verið með var stolið.
Laust eftir kl. 22:00 á föstudags-
kvöldið, ruddist maður inn í verslun
við Seljaveg með sprautunál í hendi,
ógnaði afgreiðslufólki og heimtaði
peninga. Tókst honum að ná nokkr-
um þúsundum en stökk síðan út.
Fljótt vaknaði grunur um hver mað-
urinn væri, en sjónarvottar töldu sig
þekkja hann. Var hann handtekinn
skömmu síðar og þá með megnið af
peningunum sem hann er grunaður
um að hafa tekið.
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um mann sem hafði tekið myndavél
ófrjálsri hendi og síðan reynt að
hlaupa með hana á brott. Örygg-
isverði verslunarinnar tókst hins veg-
ar að ná myndavélinni af manninum
en maðurinn hljóp á brott. Leit var
gerð að manninum og fannst hann
um hálftíma síðar og var færður á
lögreglustöð.
Ráðist á hollenskan sjóliða
Skömmu síðar sama morgunn var
tilkynnt um skemmdarverk á vinnu-
vél sem stóð við sundlaugina við
Fylkisveg. Í ljós kom að brotnar
höfðu verið fjórar rúður í vélinn og
fjögur vinnuljós. Ekki er vitað hver
eða hverjir voru þarna að verki.
Um hádegi á laugardag var óskað
eftir aðstoð lögreglu vegna líkams-
árásar sem einn úr áhöfn hollensks
herskips sem liggur við Miðbakka,
hafði orðið fyrir þá nóttina áður. Mun
hafa verið ráðist á manninn í Hafn-
arstræti um miðja nótt af nokkrum
Íslendingum sem meðal annars eru
sagðir hafa sparkað í andlit hans. Var
hann með talsverða áverka á höfði og
þá hafið brotnað upp úr tönn. Málið
er í rannsókn.
Um miðnætti á laugardagskvöldið
var tilkynnt um að farið hafi verið inn
í skóla í Grafarvogi og unnar þar
miklar skemmdir í smíðastofu, á
verkfærum og tækjum. Í ljós kom að
gleymst hafði að læsa hurð og því
leiðin inn greið.
Snemma á sunnudagsmorgunn var
tilkynnt um vatnsleka í húsi í vest-
urbænum. Í ljós kom að heitt vatn
hafði náð að renna um öll gólf íbúðar-
innar sem er parket- og flísalögð.
Heimilisfaðirinn hafði farið í bað, en
sofnað og því fór sem fór.
Þá var um hádegi á sunnudag til-
kynnt um innbrot í bát sem var í
Daníelsslipp. Hurð að stýrishúsi hafði
verið spennt upp og stolið úr lyfja-
skáp og teknar tvær slípivélar og þá
var einnig talsverðu af verkfærum
stolið.
20 teknir grunaðir
um ölvun við akstur
Helstu verkefni lögreglunnar
Kynning á meistaranámi í menn-
ingar- og menntastjórnun Boðað
er til opins kynningarfundar Við-
skiptaháskólans á Bifröst og
ReykjavíkurAkademíunar þar sem
kynnt verður nýtt val í meist-
aranámi í hagnýtum hagvísindum
á Bifröst. Um er að ræða námsleið
til MA-gráðu í hagnýtum hagvís-
indum með áherslu á mennta og
menningarstjórnun og er hún eink-
um ætluð þeim sem stjórna, eða
hafa hug á að stjórna, menningar-
og menntastofnunum, þ.e. skólum,
söfnum, menningarfyrirtækjum og
öðrum stofnunum sem hafa með
höndum miðlun þekkingar, menn-
ingar og menntunar, auk menning-
artengdrar ferðaþjónustu. Kynn-
ingin fer fram í húsnæði
ReykjavíkurAkademíunnar, Hring-
braut 121, 4. hæð þriðjudaginn 30.
mars frá kl. 16 til 18.
Morgunþing um áfengisauglýs-
ingar Fræðslumiðstöð í fíknivörn-
um (FRÆ) efnir til morgunþings
um áfengisauglýsingar í dag á
Grand hóteli kl. 8.30 til 11. Er
þingið opið öllum sem áhuga hafa
á málefninu. Þar verður m.a. reynt
að svara spurningum um hvort
auglýsingabann á áfengi sé liður í
stefnumörkun í áfengismálum þar
sem markmiðið sé að halda heild-
arneyslu áfengis sem minnstri og
koma í veg fyrir hvatningu til
áfengisneyslu, ekki síst meðal ungs
fólks. Einnig verður spurt hvort
auglýsingabannið standist íslensk
lög og alþjóðaskuldbindingar. Með-
al fyrirlesara eru Árni Einarsson,
framkvæmdastjóri FRÆ, Hildur
Hafstein, verkefnisstjóri Lýð-
heilsustöðvar, Jóhannes Karl Sig-
ursteinsson, markaðsrann-
sóknastjóri Norðurljósa, og Ragný
Þóra Guðjohnsen lögfræðingur.
ELSA, félag evrópskra laga-
nema, stendur fyrir málfundi um
jafnréttismál þriðjudaginn 30.
mars klukkan 13–14.30 í stofu 101
í Lögbergi. Fundurinn er haldinn í
samstarfi við Verslunarráð Ís-
lands.
Á fundinum verður rætt um frum-
varp sem Vinstrihreyfingin –
grænt framboð lagði fyrir Alþingi
á dögunum um breytingu á jafn-
réttislögunum. Frumvarpið mælir
fyrir um auknar heimildir Jafn-
réttisstofu til að krefjast gagna frá
fyrirtækjum og gera athuganir í
starfsstöð fyrirtækjanna ef grunur
leikur á broti á jafnréttislögum.
Fyrirlesarar á fundinum verða Atli
Gíslason, lögmaður og varaþing-
maður VG, Björg Thorarensen,
prófessor í stjórnskipunarrétti, og
Eggert Páll Ólason, lögfræðingur
hjá KB banka.
Að loknum erindunum verða pall-
borðsumræður með fyrirlesurum
og þremur þingmönnum – Bjarna
Benediktssyni, Björgvini G. Sig-
urðssyni og Jónínu Bjartmarz.
Fræðslufundi frestað
Fræðslufundi Félags CP á Íslandi
sem átti að vera í dag, þriðjudag-
inn 30. mars, er frestað til þriðju-
dagsins 6. apríl.
Heimilisiðnaðarfélagið með
fræðslukvöld í húsi Heimilisiðn-
aðarfélagsins að Laufásvegi 2,
Reykjavík, 30. mars kl. 20. Sýndar
verða tvö stutt myndbönd. Fjalla
þau um Lene Zachariassen og
vinnu hennar m.a. með hrosshár
og skinn og norrænu þæfingarsýn-
inguna „Internationalt Filtsym-
posium í Danmark 1990“. Lene
hefur lánað nokkra muni sem
verða til sýnis og einnig verður úr-
val þæfðra muna.
Í DAG
Hrafnaþing á Hlemmi, fræðslu-
erindi Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Starri Heiðmarsson, fléttu-
fræðingur á NÍ, flytur erindi sem
hann nefnir „Má treysta útlitinu?
Tengsl útlitseinkenna og arfgerða
hjá korpum“, miðvikudaginn 31.
mars, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins
á Hlemmi, Reykjavík. Nánari upplýs-
ingar um erindið er að finna á heima-
síðu stofnunarinnar www.ni.is.
Aðalfundur Félags foreldra og
áhugafólks um geðraskanir barna
og unglinga verður haldinn miðviku-
daginn 31. mars nk. kl. 20:30 í húsa-
kynnum Umhyggju, Laugavegi 7, 3
hæð.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfund-
arstörf. Heimasíða félagsins er http://
www.barnged.is og netfang barna-
ged@barnaged.is
Opið málþing VÍS um umferð á
þjóðvegum, verður haldið miðviku-
daginn 31. mars kl. 13:00–16:00. á
Nordica hóteli í Reykjavík.
VÍS boðar til málþingsins annars
vegar í tilefni alþjóðlegs umferðarör-
yggisdags 7. apríl en hins vegar í til-
efni af því að sumarið og ferða-
mannatíminn nálgast. Alvarlegum
umferðarslysum fjölgar því miður
verulega á þjóðvegum landsins þegar
kemur fram á sumarið og rík ástæða
er til að beina sjónum sérstaklega að
akstri og umferðaröryggi utan þétt-
býlis. Rannsóknarnefnd umferð-
arslysa benti á það, í skýrslu sinni um
banaslys í umferðinni árið 2002, að
þau hefðu flest orðið um helgar að
sumarlagi.
Frummælendur verða Ágúst Mogen-
sen, framkvæmdastjóri Rannsókn-
arnefndar umferðaslysa, Rögnvaldur
Jónsson framkvæmdastjóri fram-
kvæmdasviðs Vegagerðarinnar, Ólaf-
ur K. Guðmundsson, stjórnarmaður í
Landssambandi íslenskra aksturs-
íþróttafélaga og áhugamaður um um-
ferðaröryggi, Friðgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri ND á Íslandi,
Ómar Ragnarsson, fréttamaðurog
ferðalangur, síðan verður samantekt
og ráðstefnuslit Ragnheiður Davíðs-
dóttir, forvarnafulltrúi VÍS. Mál-
þingsstjóri: Óli H. Þórðarson, for-
maður Umferðarráðs. Nánari
upplýsingar veitir Ásgeir Baldurs
eða Ragnheiður Davíðsdóttir.
Málþingið er öllum opið og aðgangur
ókeypis.
Á MORGUN
Grikklandsfélagið Hellas heldur
árshátíð sína í Kaffileikhúsinu, Hlað-
varpanum, og að þessu sinni föstu-
daginn 2. apríl. Á dagskrá verður
m.a. atriði úr leikritinu Plútos eftir
Aristófanes í þýðingu Karls Guð-
mundssonar leikara og í flutningi
hans sjálfs, Ragnheiðar Steindórs-
dóttur og fleiri.
Aðgangseyrir fyrir matargesti er kr.
4.000 á mann, og eru menn beðnir að
tilkynna þátttöku sína sem fyrst ann-
aðhvort til Kristjáns Árnasonar eða
Þórs Jakobssonar.
IMG Deloitte stendur fyrir nám-
stefnu um vinnustaðavandamál á
Hótel Sögu föstudaginn 2. apríl kl. 9–
17. Frummælendur á fundinum eru:
Hildur Elín Vignir, stjórnendaþjálf-
ari hjá IMG Deloitte. Kristín Waage,
B.A. félagsfræði og diplóma í starfs-
mannastjórnun, fulltrúi í starfsþró-
unardeild Eimskips. Sigrún Viktors-
dóttir, B.A í mannfræði og
starfsmannastjóri hjá VR. Ægir Már
Þórisson, Cand.psych. sálfræðingur
og stjórnendaráðgjafi hjá IMG Del-
oitte. Engilbert Sigurðsson, geð-
læknir og faraldsfræðingur, yf-
irlæknir á geðdeild LHS. Brynja
Bragadóttir, M.Sc. heilsusálfræði og
doktorsnemi, ráðgjafi á sviði vinnu-
og heilsusálfræði.
Námstefnugjald 28.900 kr. Skráning
og nánari upplýsingar nam-
skeid@img.is
Ýmis vandamál koma upp reglulega
á vinnustöðum, t.d. áfengisvandamál,
einelti, kynferðisleg áreitni og geð-
ræn vandamál. Einnig eru allskyns
fordómar vaxandi áhyggjuefni á ís-
lenskum vinnumarkaði, sem orðinn
er mjög fjölþjóðlegur.
Á þessari námstefnu er velt upp ýms-
um atriðum sem tengjast vinnustaða-
vandamálum, m.a. hvernig þau birt-
ast, hvað er til ráða og hvernig er
hægt að fyrirbyggja að þau komi
upp.
Á NÆSTUNNI
Fornafn féll niður
Í umfjöllun um ráðstefnu félags-
málaráðuneytisins um málefni fatl-
aðra á laugardag féll niður við vinnslu
fréttarinnar fornafn Önnu Guðrúnar
Edvardsdóttur hjá Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
Röng mynd af söngkonu
Á síðu blaðsins, sl. laugardag, þar
sem getið var um menningarviðburði
komandi viku, var röng mynd af Þór-
unni Guðmundsdóttur söngkonu.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Rangt farið með nafn
Rangt var farið með nafn Unn-
steins Hermannssonar í myndatexta
með umfjöllun um aðalfund Mjólkur-
bús Flóamanna á bls. 36 í blaðinu í
gær, mánudaginn 29. mars. Í sama
myndatexta er Gunnar Kr. Eiríksson
sagður vera mjólkurbússtjóri en hann
er stjórnarmaður og annar fundar-
stjóra.
LEIÐRÉTT
♦♦♦