Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 1
Hinn eini sanni tónn Hér finnst loks hinn eini sanni tónn eftir áralanga leit | Listir 24 Flöskupokar, kaffikönnuhettur, púðar og tréhús | Daglegt líf Í skólanum, í skólanum … 130 ár síðan barnakennsla hófst formlega á Ísafirði | Landið STOFNAÐ 1913 89. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lífsleikni í hávegum BANDARÍSKA sendiráðið í Úsbekistan varaði í gær við því að íslamskir öfgamenn kynnu að fremja fleiri hryðjuverk í landinu eftir að nítján manns létu lífið og 25 særðust í nokkrum sprengju- og skotárásum í höf- uðborginni Tashkent og borginni Bukhara. Eru þetta mannskæðustu árásir sem gerðar hafa verið í Úsbekistan í fimm ár. Stjórnvöld í landinu höfðu skorið upp herör gegn íslömskum uppreisnarmönnum. Bandaríska sendiráðið hvatti alla banda- ríska borgara í Úsbekistan til að sýna „fyllstu aðgát“ og sagði að lögreglan hefði handtekið nokkra menn vegna árásanna en óttaðist að „aðrir öfgamenn“ kynnu að leika lausum hala og búa sig undir fleiri hryðju- verk. Íslam Karímov, forseti Úsbekistans, sagði að sprengjuárásirnar hefðu verið gerðar til að „vekja ótta meðal þjóðarinn- ar“. Stjórn hans hóf samstarf við Banda- ríkjaher eftir hryðjuverkin 11. september 2001 og heimilaði honum að nota herstöð í Úsbekistan til að ráðast inn í Afganistan. Óttast fleiri hryðjuverk Mannskæðar sprengju- árásir í Úsbekistan Tashkent. AFP. MÁNAÐARLEGAR greiðslur til foreldris úr fæðingarorlofssjóði verða að hámarki 480 þús- und krónur verði frumvarp, sem Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi, að lögum. Reiknað er með því að spara sjóðnum um 150 milljónir á ári með því að setja á hámarksgreiðslur miðað við núgildandi fyr- irkomulag á greiðslum úr honum. Samkvæmt öllum þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu batnar afkoma Fæðingarorlofssjóðs um 1,3 milljarða en á móti er reiknað með að útgjöld ríkisins aukist um 400 milljónir. Frumvarpið hefur verið kynnt og samþykkt í ríkisstjórn samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur samþykkt það en þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins er enn með frumvarpið til skoðunar. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um tryggingagjald í því skyni að tryggja betur fjármögnun Fæðingarorlofssjóðs. Breyt- ingarnar fela m.a. í sér að allur sá tekjustofn, sem hingað til hefur verið markaður Vinnueft- irlitinu, mun renna til sjóðsins. Eru það sam- tals um 400 milljónir á ársgrundvelli og á móti mun ríkissjóður greiða samtals um 400 millj- ónir til Vinnueftirlits ríksins og Trygginga- stofnunar. Þá er í frumvarpinu lagt til að greiðslu Fæð- ingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingaror- lofi skuli miða við tvö tekjuár á undan fæðing- arári barnsins eða þess árs þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóst- ur. Samkvæmt núgildandi lögum er miðað við laun foreldra á tólf mánaða tímabili. Í athugasemdum segir að borið hafi á því að foreldrar kappkosti að sýna fram á sem hæst laun á tólf mánaða viðmiðunartímabilinu til að fá sem hæstar greiðslur úr sjóðnum og því sé þessi breyting gerð. Ekki greiddar meira en 480 þúsundir á mánuði Félagsmálaráðherra leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof  480 þúsund á mánuði/10 SJÖ ríki í Mið- og Austur-Evrópu, þeirra á meðal þrjú fyrrverandi sovétlýðveldi, gengu formlega í Atl- antshafsbandalagið í gærkvöldi þegar forsætisráðherrar ríkjanna afhentu aðildarskjöl í Washington þar sem stofnsáttmáli bandalagsins er varðveittur. George W. Bush Bandaríkjaforseti bauð ríkin vel- komin í bandalagið, en rússnesk stjórnvöld létu í ljósi áhyggjur af stækkun þess, einkum af inngöngu Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens og eftirlits- flugi herþotna NATO yfir landa- mærin að Rússlandi. Auk sovétlýðveldanna fyrrver- andi við Eystrasalt fengu Búlgaría, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía að- ild að NATO við athöfn í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Er þetta mesta fjölgun aðildarríkja banda- lagsins frá því að það var stofnað 1949 og alls eiga nú 26 ríki aðild að NATO. Ennfremur er þetta í fyrsta skipti sem fyrrverandi sovétlýð- veldi fá aðild að bandalaginu. Stendur ógn af stækkuninni „Velkomin í mesta og farsælasta bandalag í sögunni,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, við athöfnina. Hann lýsti stækkun NATO sem „sögulegu skrefi“ í þá átt að færa út „frelsis- og öryggissvæði Evrópu frá Eystrasalti til Svartahafs“. George W. Bush ávarpaði síðar í gærkvöldi forsætisráðherra nýju NATO-ríkjanna sjö og sagði að að- ild þeirra efldi bandalagið. Hann bætti við að ríkin sjö hefðu verið „fangar heimsveldis“ þegar NATO var stofnað. „Þau urðu að þola mikla harðstjórn. Þau börðust fyrir sjálfstæði. Þau áunnu sér frelsið með hugrekki og þrautseigju og ganga nú til liðs við okkur sem full- gildir aðilar að þessu mikla banda- lagi.“ Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu fyrir athöfnina að enginn vafi léki á því að stækkun NATO skaðaði póli- tíska og hernaðarlega hagsmuni Rússlands. „Við teljum að okkur stafi ógn af stækkuninni og að hún krefjist viðbragða af okkur hálfu í hermálum. Brugðist verður við henni,“ hafði rússneska fréttastof- an Interfax eftir aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, Vladímír Tsjízhov. Rússnesk stjórnvöld hafa eink- um áhyggjur af þeim möguleika að NATO-hersveitir hafi bækistöðvar við landamærin að Rússlandi. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði að fjór- ar orrustuþotur bandalagsins kynnu að hefja eftirlitsflug yfir Eystrasaltsríkin þegar í stað. Rúss- ar óttast að bandalagið notfæri sér eftirlitsflugið til að njósna um rúss- neska herinn. Bush býður sjö ríki velkomin í NATO Reuters Forsætisráðherrar sjö nýrra NATO-ríkja og framkvæmdastjóri bandalagsins hlýða á George W. Bush Banda- ríkjaforseta er hann flutti ávarp við Hvíta húsið í gærkvöldi í tilefni af stækkun Atlantshafsbandalagsins. Mesta stækkun í 55 ára sögu bandalagsins Washington. AFP, AP. ÞJÓÐVERJI var handtekinn í gær eftir að hann reyndi að kaupa bjór og sígarettur á bensínstöð með stolnu kreditkorti sem reyndist vera í eigu manns sem afgreiddi hann, að sögn lögreglunnar í Berlín. „Þegar ég leit á kreditkortið sá ég nafn- ið mitt,“ hafði Berlínarblaðið B.Z. eftir af- greiðslumanninum. Hann læsti þjófinn inni í herbergi og hringdi í lögregluna. Hann kvaðst hafa pantað kreditkort ný- lega en ekki fengið það í pósti. Seinheppinn þjófur ♦♦♦ TYRKIR efndu til mótmæla nálægt bæn- um Bürgenstock í svissnesku Ölpunum í gær þegar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði fram nýja áætlun um sameiningu Kýpur í samninga- viðræðum sem fram fara í bænum. Reuters Kýpuráætlun mótmælt ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.