Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 25 Listasafn Íslands kl. 12.10– 12.40 Rakel Pétursdóttir, deild- arstjóri fræðsludeildar, verður með leiðsögn um sýninguna Ís- lensk myndlist 1900–1930. Sýn- ingin fjallar um þann gróskutíma í íslenskri myndlist sem hófst í byrj- un 20. aldar. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 kl. 20 Holly-Jane Rahlens les upp úr bók sinni „Prinz William, Max- imilian Minsky und ich“. Fyrir bókina hreppti hún Þýsku ung- lingabókaverðlaunin árið 2003. Áð- ur hafði Rahlens skrifað skáldsög- urnar „Becky Bernstein goes Berlin“ og „Mazel Tov in Las Vegas“. „Þetta er háalvarleg, bráðfyndin, afar vel sögð saga um það að verða fullorðinn – sem höfðar jafnt til þeirra sem eru orðnir fullorðnir og þeirra sem eiga eftir að verða það,“ segir í kynningu. Höfundur bókarinnar, Holly-Jane Rahlens, móðir átta ára sonar, fæddist og ólst upp í New York. Að loknu námi í leikhúsfræðum og bókmenntum flutti hún til Berl- ínar. Þar starfar hún sem leik- stjóri og rithöf- undur í lausa- mennsku og jafnframt sem þáttastjórnandi í sjónvarpi. Langholtskirkja kl. 20 Söng- sveitin Fílharm- ónía endurtekur tónleika sína frá því síðastliðinn sunnudag. Fyrra verkið sem flutt verður er Dixit Dominus. Verkið er fyrir fimmradda kór og fimm einsöngv- ara ásamt strengjasveit. Síðara verkið er Pákumessa, (Missa in tempore belli). Einsöngvarar eru Hlín Péturs- dóttir, sópran, Xu Wen, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, alt, Eyj- ólfur Eyjólfsson, tenór og Davíð Ólafsson, bassi. Stjórnandi er Óliver Kentish. Miðasala er í versluninni Tólf tón- um, Skólavörðustíg 15, hjá kór- félögum og við innganginn. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Davíð Ólafsson Á VEGUM Íþróttafræðamiðstöðv- arinnar í Árósarháskóla var haldin fyrir skemmstu málstofa með stuðn- ingi danska menningarmálaráðu- neytisins með yfirskriftinni Norræn- ar bókmenntir um íþróttir og líkamsmennt – þverfagleg sjónar- horn. Þátttakendur voru um 20 frá öllum Norðurlöndunum, auk eins frá Bandaríkjunum. Fyrir Íslands hönd voru Júlían M. D’Arcy frá Háskóla Íslands og Guðmundur Sæmundsson frá Kennaraháskóla Íslands á Laug- arvatni. Júlían fjallaði í erindi sínu m.a. um íþróttaupplifunina, þá al- sælu sem íþróttamaðurinn upplifir þegar honum tekst hvað best upp og hvernig þessi upplifun birtist í bók- menntum eða öðrum listformum og mannlegt, heimspekilegt og fagur- fræðilegt gildi hennar. Guðmundur flutti erindi um íþróttir í norrænum fornbókmennt- um og helstu álitamál þeirra fræða sem þörf væri að rannsaka betur, svo sem gildi hetjuhugsjónar fornmanna og áhrif hennar á íþróttaiðkun þeirra sjálfra og norræna íþróttahugsjón samtímans, þátttöku / þátttökuleysi kvenna og helstu íþróttagreinar til forna. Þeir vinna nú að grein sem fjallar um íþróttabókmenntir sem sérbók- menntagrein, bæði í víðari merkingu og í fornnorrænum og nútíma ís- lenskum bókmenntum. Íþróttabók- menntir á Norðurlöndum Frelsarinn hinn lifandi Jesús Kristur nefnist ný bók eftir Gunnar Dal. Bókin fjallar um starfsár Krists. Í frétta- tilkynningu segir að brugðið sé upp nýju ljósi á sögu- legar aðstæður hins andlega meistara og læri- sveina hans og róttækur boð- skapur Guðs son- ar dreginn upp. Í bókinni birtist m.a. í fyrsta sinn á Íslandi upphafleg þýðing Faðirvorsins. Útgefandi er Lafleur útgáfan. Bókin er 312 bls. Trú ♦♦♦ Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.