Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mad
rid
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte
21. október í 2ja manna herbergi morgunverði,
flugvallarskattar og ísl fararstjórn.
49.930kr.
Netver› á mann
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
ÁSÓKN Í HÁSKÓLANÁM
Háskólar finna fyrir gríðarlegri
aðsókn í nám fyrir næsta haust.
Talsmenn þeirra segja skýringuna
einkum auknar kröfur atvinnulífsins
um menntun, svo og lakara atvinnu-
ástand.
Blaðamenn verðlaunaðir
Agnes Bragadóttir blaðamaður á
Morgunblaðinu hlaut í gær blaða-
mannaverðlaun ársins 2003 fyrir
greinaflokk sinn um baráttuna um
Íslandsbanka og skattamál Jóns
Ólafssonar. Brynhildur Ólafsdóttir á
Stöð 2 fékk verðlaun fyrir rannsókn-
arblaðamennsku ársins og Reynir
Traustason, Fréttablaðinu, fyrir
bestu umfjöllun ársins.
Annan lofar rannsókn
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hét því í gær
að kannað yrði ítarlega hvað hæft
væri í ásökunum þess efnis, að
starfsmenn samtakanna hefðu þegið
mútur af stjórn Saddams Husseins,
fyrrverandi Íraksforseta, í tengslum
við sölu á olíu í skiptum fyrir mat.
Tugir biðu bana
Hátt í sjötíu manns hið minnsta
biðu bana í gær í samræmdum
sprengjutilræðum í írösku borginni
Basra og nágrenni. Meðal þeirra
sem létust voru skólabörn sem áttu
leið framhjá einu skotmarkanna.
Héraðsstjórinn í Basra kenndi al-
Qaeda um ódæðin.
Um allan geiminn ljómar ljósblátt vorið
svo langt sem augað sér
og lítil brum og litlar gróðurnálar
þau laumast til að heilsa þér,
og vorið, blessað vorið, spyr og brosir;
hvað viltu mér?
Og úti í okkar garði er verk að vinna
og vinir bíða þín.
og vorið spyr: er ást þín góð og göfug,
er gjöful höndin þín við börnin mín,
er hugur þinn í ætt við sól og sumar –
og sólin skín.
Þitt gæfugull er máske moldu fólgið
og máske á þessum stað.
og því er gott að sjá þig vernda og vökva
hvern víðistilk og kornungt reyniblað.
og þó það komi mold á hné og hendur
þá hvað um það?
Og þér er gott í gullnu skini vorsins
að gegna dýrri kvöð:
Þú gróðursetur agnarlítinn anga
með aðeins fjögur pínulítil blöð,
svo rót hans verði sæl í sinni moldu
og sál þín glöð.
Og seinna þegar þú ert gamall maður
og þetta vaxið tré,
í skjóli þess þú situr máske og minnist
þess morguns er þú beygðir hér þín kné
og blessað vorið yljar ástúð sinni
þín ellivé.
Guðmundur Böðvarsson (1904–’74)
Gróðursetning
| Fornir skógar
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 38
Erlent 14/16 Minningar 38/40
Minn staður 18 Kirkjustarf 41
Höfuðborgin 20 Umræðan 42/44
Landið 21 Bréf 50/51
Akureyri 24 Myndasögur 50
Suðurnes 26 Dagbók 52/53
Austurland 27 Staksteinar 52
Listir 28/30 Íþróttir 54/57
Daglegt líf 31 Fólkið 58/65
Neytendur 32 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Þjónusta 36 Veður 67
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað frá Bílabúð
Benna.
Einnig fylgir blaðinu í dag auglýs-
ingablað frá Speedo.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
BRESK stjórnvöld ætla að draga úr
losun á geislavirka efninu teknetíni
frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í
Sellafield um 90%. „Þetta er mjög
góður sigur fyrir okkur og þá sem
hafa verið að berjast gegn þessari
losun. Segja má að þessi Sellafield-
deila sé leyst,“ segir Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra en breski
starfsbróðir hennar greindi henni
frá ákvörðuninni á fundi umhverf-
isráðherra OECD-ríkjanna í París í
fyrradag.
Umhverfisráðherra fagnar þess-
ari niðurstöðu og segir þetta stórt
og mikilvægt skref. Lögð hafi verið
áhersla á að vernda hreinleika hafs-
ins innan umhverfisráðuneytisins
enda byggi Íslendingar afkomu sína
mikið á sölu sjávarafurða. Þetta sé
einkum barátta fyrir þeirri ímynd
að hafið umhverfis landið sé það
hreinasta í heimi.
Efnið geymt í föstu formi
Nú verður teknetínið hreinsað úr
frárennsli Sellafield og geymt í föstu
formi, inngreypt í gler, í geymslum
fyrir kjarnorkuúrgang í jörðu á
Bretlandi. Efnið endist lengi í nátt-
úrunni og er helmingunartími þess
um 213 þúsund ár í hafi. Umhverf-
isráðherra segir ekki aðra meng-
unaráhættu felast í almennri vinnslu
í stöðinni fyrir Íslendinga.
Siv segist hafa átt fjölmarga tví-
hliða fundi með breskum umhverf-
isráðherrum. Hún heimsótti Sella-
field í nóvember 2002 og ræddi við
stjórnendur endurvinnslustöðvar-
innar um losun teknetíns. Hefur hún
ásamt umhverfisráðherrum hinna
Norðurlandanna og Írlands ítrekað
beitt bresk stjórnvöld þrýstingi
vegna þessa máls. Á OSPAR-fundi
um umhverfismál Norður-Atlants-
hafsins í júní 2003 náði hún ásamt
Norðmönnum, Írum, Svíum, Dönum
og Hollendingum að fá samþykki
fyrir því að í yfirlýsingu ráð-
herranna var lýst yfir áhyggjum af
losun teknetíns í hafið frá Sellafield.
Jafnframt að vilji væri til að hætta
losun efnisins í hafið tímabundið á
meðan rannsóknir um hvernig megi
geyma það varanlega eða eyða yrðu
framkvæmdar. Um haustið var
bannað að losa teknetín í hafið og nú
hefur umhverfisstofnun og kjarn-
orkueftirlitsstofnun Bretlands sam-
þykkt nýju aðferðina við geymslu
geislavirka efnisins í jörðu. Niður-
stöður tilraunaverkefnisins voru
birtar í gær.
Siv segir að losunin nú verði að-
eins 5% af því sem hún var árið
2000. Samkvæmt mælingum hafi
engin aukning orðið á geislavirkum
efnum við strendur Íslands. Hins
vegar hafi Norðmenn mælt hærra
gildi bæði í humri og þangi og séu
þau gildi yfir viðmiðunarmörkum
Evrópusambandsins. „Baráttan hef-
ur skilað árangri,“ segir Siv.
Losun geislavirkra efna í hafið við Sellafield minnkar um 90% með nýrri aðferð
Umhverfisráðherra segir
Sellafield-deiluna leysta
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og breski starfsbróðir hennar Elliot
Morley ræðast við á fundi umhverfisráðherra OECD-ríkja í París þar sem
sá breski skýrði Siv frá niðurstöðum tilraunaverkefnisins.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
fagnar ákvörðun breskra stjórn-
valda að minnka verulega losun á
geislavirku efni í hafið við Sella-
field og segir Breta eiga hrós skilið.
Þessi niðurstaða hafi komið þægi-
lega á óvart.
Hann segir að Siv Friðleifsdóttir,
umhverfisráðherra, hafi staðið sig
afar vel í þessu máli. „Hún hefur
fylgt því vel eftir alla tíð og verið
óþreytandi að berjast fyrir því. Hún
á því heiður skilinn líka eins og
margur annar,“ segir forsætisráð-
herra.
Fagnar ákvörð-
un Breta
um allt land í sumar. Vegagerðin og umferð-
ardeild Ríkislögreglustjóra, ásamt umferð-
ardeild lögreglunnar í Reykjavík hafa að und-
anförnu verið í nánu samstarfi um eftirlit með
HRAÐAMÆLIR sem getur mælt hraða ökutækja
í meira en eins kílómetra fjarlægð og af mikilli
nákvæmni bættist í tækjasafn Ríkislögreglu-
stjóra á dögunum. Lögreglan í Reykjavík hefur
haft mælinn til afnota undanfarið og hafa 300
ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur
síðustu tíu daga með aðstoð tækisins.
„Það má segja að þetta sé ný kynslóð af radar,
þótt hann hafi verið í notkun hjá lögregluemb-
ættum í Evrópu í nokkurn tíma. Þetta er bylting-
arkennt tæki,“ segir Árni Friðleifsson, varð-
stjóri í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík.
Hraðamælirinn kostar um eina milljón króna.
Árni segir að þeir hraðamælar sem lögreglan
notist mest við nú séu byggðir á hljóðbylgju-
kerfi. „Þeir kasta hljóðbylgjum og skila þeim til
baka. Þessi notar ljósbylgjur, eða leysigeisla. Við
getum mælt hraða bíla í mun meiri fjarlægð.
Gamli radarinn nær að hámarki svona 400 metra
þannig að mælingin sé góð. Þessi radar fer allt
upp í kílómetra í venjulegri umferð,“ segir Árni.
Þar sem nýi hraðamælirinn sendir ekki frá sér
hljóðbylgjur geta svokallaðir radarvarar ekki
greint þegar hann er í nánd.
Ætlunin er að þetta nýja tæki verði í notkun
umferð. Blaðamaður og ljósmyndari Morgun-
blaðsins fengu að fylgjast með lögreglu og vega-
gerðarmönnum að störfum á Kjalarnesi en þar
er ætlunin að koma upp starfsstöð til að hægt sé
að sinna umferðareftirliti rétt við syðri enda
Hvalfjarðarganga. Með þar til gerðri vigt geta
starfsmenn Vegagerðarinnar gengið úr skugga
um að þyngd ökutækja sé í samræmi við það sem
leyfilegt er og með nýjum hraðamæli, auk hraða-
myndavéla og annars búnaðar, getur lögreglan
haldið uppi réttum hraða á umferð.
„Það hefur verið samstarfssamningur í gangi
frá því í desember 2000 milli Ríkislögreglustjóra
og Vegamálastjóra sem felur í sér að Ríkislög-
reglustjóri útvegar fjóra lögreglumenn til að
starfa með í eftirliti með Vegagerðinni. Þetta
samstarf hefur gefist mjög vel og gerir það að
verkum að það er hægt að taka á nánast öllum
umferðarlagabrotum sem koma upp,“ segir Sæv-
ar Ingi Jónsson, deildarstjóri umferðareftirlits
Vegagerðarinnar.
Að sögn Árna, sem hvað mest hefur notað nýja
hraðamælinn frá því hann kom til landsins, hafa
um 30–40 ökumenn, af þeim 300 sem lögreglan
hefur stöðvað, ekið á 130–150 kílómetra hraða.
Nákvæmari hraðamælingar lögreglu
Morgunblaðið/RAX
Árni Friðleifsson reynir nýja hraðamælinn á
Kjalarnesinu. Lögreglumenn þurfa að sækja sér-
stakt námskeið í notkun tækisins, en ætlunin er
að nota það um allt land.
ÍSLENDINGAR vinna að meðal-
tali um 48 og hálfa klukkustund á
viku eða um 10% meira en þær
þjóðir sem næstar koma, Grikkir
og Bretar, samkvæmt vinnumark-
aðsskýrslu Evrópsku hagstofunn-
ar. Vinnutíminn er mældur í átján
löndum og er hann stystur í Nor-
egi og Frakklandi. Er hann þar
um 39 tímar. „Samanburður milli
Norðurlandanna sýnir ennfremur
umtalsverðan mun milli Íslands
annars vegar og annarra Norður-
landa hins vegar þar sem meðal-
vinnutími á viku er almennt sjö til
níu tímum styttri en hér á landi,“
segir um niðurstöðurnar í vefriti
fjármálaráðuneytisins.
Sex tímum lengur en Bretar
Í vefritinu er vakin athygli á því
að íslenskir karlar vinni að jafnaði
um 51 og hálfan tíma á viku, eða
um sex tímum lengur en breskir
og grískir karlmenn, en íslenskar
konur vinni að jafnaði um 43 og
hálfan tíma á viku, þ.e. utan
veggja heimilisins, eða um einum
og hálfum tíma lengur en kynsyst-
ur þeirra í Grikklandi.
Íslendingar vinna
um 481⁄2 tíma á viku