Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 9 TALIÐ er að 32 geðfatlaðir einstak- lingar séu heimilislausir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akur- eyri, eins og fram kom í úttekt Tíma- rits Morgunblaðsins á málefnum heimilislausra á sunnudag. Þjónusta við geðfatlaða er á hendi heilbrigð- isráðuneytis en búsetumálin heyra undir félagsmálaráðuneyti. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra segir að búsetumál geðfatl- aðra hafi verið sérstaklega til skoð- unar hjá ráðuneyti sínu. „Það liggur fyrir að við erum með á fjárlögum þessa árs peninga til að byggja upp allavega tvö ný sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík og tvö á Reykjanesinu. Það er gert ráð fyrir að einhver hluti af þessu rými sem þarna skapast geti nýst þessum hópi. Varðandi þessa úttekt sem gerð var núna í til- efni af svörum mínum við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur þá höfum við ákveðið að hafa samband við fé- lagsmálastjóra á höfuðborgarsvæð- inu og kalla þá til fundar þar sem far- ið verður yfir málin.“ Vilja leysa vandann til frambúðar Árni segir vilja til að fara yfir það með forsvarsmönnum félagsþjónust- unnar hvernig sá hópur geðfatlaðra sem ekki hefur húsnæði greinist og hvaða úrræði henti. „Ætlum að kalla eftir því hvað verið er að gera á hverjum stað til að sjá heildarmynd- ina. Bráðavandi eins og þegar fólk býr við heimilisleysi er auðvitað mál félagsþjónustu sveitarfélaga. Við í ráðuneytinu erum fyrst og fremst að horfa á það hvernig við getum leyst þennan vanda til frambúðar. Það er fullur vilji til þess innan ráðuneyt- isins.“ Í svari sínu við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi fyrr í mánuðinum kemur fram að ákveðið hafi verið að setja af stað samráðs- hóp í samstarfi við heilbrigðisráðu- neyti sem fær það verkefni að greina þörf geðfatlaðra fyrir húsnæði og koma með tillögur til úrbóta. Áhyggjur af vaxandi eftirspurn Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segist ekki vita til þess að geð- sjúku fólki hafi verið vísað af sjúkra- húsum, eins og hann telur hafa verið ýjað að í leiðara Morgunblaðsins á mánudag. „Ég kannast ekki við þetta að hér hafi fólki verið vísað út af sjúkrahúsum. Það sem við höfum álitið vera hlutverk okkar og höfum einbeitt okkur að, er að efla þjónustu við geðsjúkt fólk,“ segir Jón. Spurður um úrræði fyrir þann hóp sem á við geðfötlun að stríða og er heimilislaus segir Jón það auðvitað óviðunandi að til sé fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. „Að sjálfsögðu stefnum við að því að veita geðsjúk- um og heimilislausum þjónustu og höfum verið að vinna á fjölmörgum sviðum að þessu. Því miður er þjóð- félagið þannig samansett að þessi eftirspurn hefur farið vaxandi. Menn þyrftu að beina sjónum að þessum mikla fjölda geðraskana og mikilli eftirspurn eftir vistun. Menn lenda á götunni einhverra hluta vegna og það er erfitt að segja hver ástæðan er fyrir því. Auðvitað er það ekki viðunandi að menn eigi hvergi höfði sínu að halla. Borgin hefur verið að vinna að mínu mati gott starf í þessum málum. Við telj- um það helsta hlutverk okkar að veita þjónustuna. Við höfum verið að veita verulega auknum peningum í málefni geðfatlaðra á síðustu árum. En það er áhyggjuefni hvað eftir- spurnin vex,“ segir Jón. Hann segir áherslu lagða á að efla þjónustu við þá sem eru útskrifaðir af sjúkrahúsum. „Það er ekki tak- markið að loka geðfatlaða inni, það er takmarkið að koma þeim til bata og gera þeim kleift að vinna í sam- félaginu,“ segir Jón. Búsetuvandi geð- fatlaðra til skoðunar Jón Kristjánsson Árni Magnússon ÞRJÁR ungar stúlkur úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi stóðu nýlega fyrir styrktartónleikum í félagsheimilinu í bænum og afhentu afraksturinn, um 160 þúsund krón- ur, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, að gjöf. Er fénu ætlað að styrkja tómstundastarf á deildinni. Styrktartónleikarnir voru haldnir að frumkvæði stelpnanna, þeirra Telmu Bjarkar Wilson, Kristínar Gunnarsdóttur og Hildar Bjargar Gunnarsdóttur, og kom til í gegnum Samfés-verkefnið Þor, sem er nokk- urs konar árangursvottunarkerfi fyrir grunnskóla- nemendur sem vilja láta gott af sér leiða í leik og starfi. Í tilkynningu frá BUGL segir Valgerður H. Jensen hjúkrunarfræðingur að framtak stelpnanna sé frábært og öllum unglingum til fyrirmyndar. Það sýni að sam- hugur sé í verki gagnvart jafnöldrum sem eiga í vanda. Valgerður segir að margt sé hægt að gera fyrir styrkt- arféð til að létta líf þeirra sem á deildinni eru. Söfnuðu fé fyrir BUGL með tónleikahaldi Morgunblaðið/Sverrir Hildur Björg Gunnarsdóttir, lengst til vinstri, afhendir Valgerði H. Jensen frá Barna- og unglingageðdeildinni styrkinn og á milli þeirra eru Thelma Björk Wilson og Kristín Gunnarsdóttir. Ítalskir skór - Ný sending Laugavegi 63 • (Vitastígsmegin) • sími 551 2040 www.ropeyoga.com Kringlunni sími 581 2300 GLEÐILEGT SUMAR Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir 1. maí og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.995 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, m.v. 20. maí. Netverð. Sjá bækling Heimsferða. Verð kr. 59.990 Vikuferð, flug og gisting með morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi, Atlantis, 3. júní. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina · Flug · Flug og bíll · Flug og hótel Vikulegt flug – alla fimmtudaga í sumar Barcelona í sumar frá kr. 23.995 Borðstofu- Ljósakrónur húsgögn Íkonar www.simnet.is/antikmunir — Ný sending — Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Laugavegi 34, sími 551 4301. Opnum kl. 9.00 virka daga Ný sending Þýskir blazer jakkar - verð kr. 13.800 Sumarbolir - verð frá kr. 800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.