Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT samtölum, sem Morg-
unblaðið átti í gær við talsmenn
þeirra tíu skóla sem starfa á háskóla-
stigi hér á landi, virðist stefna í að að-
sókn verði víðast hvar gríðarleg, ekki
síst í stærri skólunum. Í vetur voru
nærri 16 þúsund manns skráðir í há-
skólana, þar af ríflega níu þúsund í
Háskóla Íslands, og góðar horfur eru
á enn frekari fjölgun þó að Háskólinn
á Akureyri ætli að grípa til fjöldatak-
markana, eins og fram kom í blaðinu í
gær. Dæmi eru um að allt að fimm
nemendur séu um hvert laust pláss í
skólunum og ljóst að hundruðum og
jafnvel þúsundum umsækjenda þarf
að vísa frá.
Steinn Jóhannsson, forstöðumaður
kennslusviðs Háskólans í Reykjavík,
segir að aðsóknin stefni almennt í að
verða mjög góð. Gerir hann ráð fyrir
allt upp undir þúsund umsóknum en
skráðir nemendur í HR voru um 1.400
í vetur. Steinn segir að aðsókn í MBA-
nám og lögfræði sé afar góð og um-
fram væntingar. Að sögn hans eru nú
þegar komnar inn 340 umsóknir, eftir
að fyrri umsóknarfrestur rann út í
vikunni, en seinni frestur er til maí-
loka. Síðustu ár hafa á bilinu 55-60%
umsækjenda fengið inni í Háskólan-
um í Reykjavík en Steinn reiknar með
að næsta haust verði um 450 nýnemar
teknir inn og skráðir nemendur verði
alls tæplega 1.500.
Þrengd inntökuskilyrði í HÍ
Í Háskóla Íslands voru skráðir ríf-
lega níu þúsund nemendur, þar af um
5.700 í fullu námi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá nemendaskrá hafa lang-
flestir af núverandi nemendum, sem
ekki eru að klára í vor, skráð sig til
áframhaldandi náms næsta haust, en
fjöldi nýnema liggur ekki fyrir fyrr en
um mánaðamótin maí/júní. Ákvarðan-
ir um fjöldatakmarkanir í einstökum
deildum liggja ekki fyrir en fjárveit-
ing til HÍ miðast við 5.200 nemendur í
fullu námi. Nýnemar á síðasta ári
voru upp undir þrjú þúsund og nemar
í framhaldsnámi skipta hundruðum.
Inntökuskilyrði í Háskóla Íslands
voru þrengd í fyrra og nú þarf að vera
með stúdentspróf af bóknámssviði í
framhaldsskóla og skilaboð til deild-
anna í ár eru að veita engar undan-
þágur ef umsækjendur eru ekki með
stúdentspróf.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hefur Háskólinn á Akureyri ákveðið
fjöldatakmarkanir í öllum deildum
næsta haust, í fyrsta sinn í 17 ára sögu
skólans. Reiknað er með að nýnemar
verði þá 590, en þeir voru 760 sl.
haust. Skráðir nemendur í HA voru
1.175 en stjórnendur skólans gera ráð
fyrir nærri 1.500 nemum næsta vetur.
Metumsóknir um framhaldsnám
hjá Kennaraháskólanum
Kennaraháskóli Íslands getur
vegna aukinna framlaga frá ríkinu
tekið við fleiri nemendum næsta
skólaár, allt frá 150 til 200 nemend-
um, en í vetur voru skráðir 2.300 nem-
endur í KHÍ. Ingvar Sigurgeirsson,
deildarforseti og prófessor í kennslu-
fræði, segir að aðsóknin sé gríðarleg.
Nú þegar er umsóknarfrestur runn-
inn út um framhalds og kennslurétt-
indanám. Ingvar segir umsóknir aldr-
ei hafa verið fleiri um framhaldsnám,
eða 328 en 260 fyrir ári. Eingöngu
fjarnám til kennsluréttinda var aug-
lýst, þar bárust 306 umsóknir en að-
eins 100 verða teknir inn. Að sögn
Ingvars var um eitt þúsund umsækj-
endum vísað frá í fyrra og um 570
nemar teknir inn í grunnnám og um
200 í framhaldsnám.
Hann segir mikla eftirspurn vera
eftir leikskólakennurum og þroska-
þjálfum. Umsóknarfrestur um þær
greinar og fleiri er til 17. maí nk, eins
og í íþróttafræði, grunnskólakennara-
námi og tómstundafræði.
„Það er að verða æ vinsælla að taka
nám meðfram starfi. Til viðbótar hef-
ur ekki ræst sem menn höfðu spáð að
atvinnuástand myndi stórbatna með
framkvæmdunum á Austurlandi. Við
höfðum búið okkur undir að það
myndi herða að hjá okkur en það hef-
ur ekki gengið eftir,“ segir Ingvar.
Tækniháskóli Íslands fékk viðbót-
arframlag fyrir yfirstandandi skólaár
eftir að skólinn varð að vísa frá upp
undir 70% umsækjenda árið áður. Nú
eru ríflega 800 nemendur skráðir.
Oddný Árnadóttir, kynningarfulltrúi
og aðstoðarmaður rektors, segir að
fyrirspurnir um næsta ár séu þegar
farnar að berast en umsóknarfrestur
fyrir nýnema er til 10. júní nk. Oddný
á von á enn fleiri umsóknum í ár en í
fyrra. Þá komu inn um 520 umsóknir
og þar af innrituðust 377. Því var um
28% hafnað. Oddný reiknar með að
mörgum umsóknum verði hafnað í ár,
þó að það skýrist ekki fyrr en að lokn-
um umsóknarfresti.
Fjölmargir fá ekki inni
í Listaháskólanum
Listaháskóli Íslands finnur sömu-
leiðis fyrir mikilli aðsókn. Hjálmar H.
Ragnarsson rektor segir að frá upp-
hafi hafi ávallt verið fastir kvótar á
fjölda nemenda samkvæmt samningi
við ríkið. Í vetur voru 345 nemendur
en fyrir hvert skólaár berast á sjötta
hundrað umsóknir, að sögn Hjálmars.
Segir hann að í sumum deildum hafi
verið allt að fimm nemendur um hvert
pláss. Fjöldatakmarkanir eru miklar,
t.d. sóttu síðast um 130 manns um
leiklistarnám en aðeins átta voru
teknir inn. Nú hafa borist 260 um-
sóknir um hönnunarnám en teknir
verða inn 50 nemendur, og í myndlist-
ardeild verða 26 nýir nemar teknir
inn af 116 umsóknum. Hjálmar bend-
ir á að Listaháskólinn líti ekki á ein-
kunnir. Annað hvort komist nemend-
ur inn með inntökuprófum eða að mat
er lagt á verk þeirra. Tekur þessi
vinna allt að þrjá mánuði og segist
Hjálmar hafa bent á að þetta fyrir-
komulag mætti vera í fleiri háskólum.
Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár
er liðinn, að kennaranámi undan-
skildu, sem hægt er að sækja um til 5.
maí. Um 30 manns komast þar að.
Menntunarkröfur að aukast
Í Viðskiptaháskólanum í Bifröst
voru skráðir 350 nemendur í vetur og
að sögn Magnúsar Árna Magnússon-
ar, aðstoðarrektors og deildarforseta
viðskiptadeildar, stefnir í að ríflega
400 manns verði á Bifröst næsta
haust, að meðtöldum nemendum í
fjarnámi og meistaraprófsnámi. Um
100 manns voru teknir inn í skólann í
fyrra en vísa þurfti álíka mörgum frá.
Næsta haust verður í fyrsta sinn boð-
ið upp á meistaranám í lögfræði, sem
tekur tvö ár, en í vor er verið að út-
skrifa fyrstu lögfræðingana með BS-
gráðu eftir þriggja ára nám.
Umsóknarfrestur í Bifröst er til 10.
júní. Magnús Árni segir að menntun-
arkröfur atvinnulífsins séu stöðugt að
aukast og ef fólk ætli að eiga mögu-
leika á vinnumarkaði þurfi það að
mennta sig meira.
Umsóknarfrestur um nám í Há-
skólann á Hólum rennur einnig út 10.
júní nk. Skúli Skúlason rektor segir
að miklar breytingar eigi sér stað í
skólanum með nýrri námskrá fyrir
ferðamála- og fiskeldisbraut á há-
skólastigi. Um 100 manns voru í Hóla-
skóla í vetur og þrátt fyrir mikla að-
sókn í t.d. nám á hestabraut, þar sem
vísa þarf mörgum frá, segir Skúli
engin áform uppi um fjöldatakmark-
anir. Enda ætli Hólaskóli sér að
stækka og meginmarkmiðið sé að
fjölga nemendum. Umsóknir um
skólavist í fyrra voru vel á annað
hundraðið.
Háskólanám í garðyrkju
að hefjast
Í Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri hafa um 100 manns verið í
háskólanámi í vetur og 160 nemar að
meðtöldu fjarnámi og bændadeild á
framhaldsskólastigi. Fyrirspurnir og
umsóknir eru farnar að berast og allt
stefnir í mjög góða aðsókn, að sögn
Dagnýjar Sigurðardóttur, starfs-
manns skólans. Landbúnaðarháskól-
inn er að byrja með nýja námsbraut,
skógrækt á háskólastigi, en fyrir er
háskólanám í búvísindum, landnýt-
ingu og umhverfisskipulagi.
Í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði hefst nám á háskólastigi í fyrsta
sinn næsta haust. Að sögn Sveins Að-
alsteinssonar skólameistara er búist
við 20-30 nemendum en fyrir eru um
100 nemendur á framhaldsskólastigi.
Háskólarnir
finna fyrir
gríðarlegri
aðsókn
Morgunblaðið/Kristján
Háskólinn á Akureyri hefur ákveðið að grípa til fjöldatakmarkana í öllum deildum í haust, í fyrsta sinn í 17 ára
sögu skólans. Aðrir háskólar í landinu munu flestir þurfa að vísa frá fjölda umsækjenda í vor.
Dæmi um að allt að fimm nemendur
séu um hvert laust pláss
SNJÓLAUG Guðrún
Stefánsdóttir lést í gær
á líknardeild Landspít-
alans tæplega 53 ára að
aldri. Snjólaug var ötul
baráttukona fyrir
bættum hag barna og
ungmenna og lét sig
varða málefni útlend-
inga á Íslandi.
Snjólaug fæddist í
Reykjavík 25. maí
1951. Foreldrar hennar
eru Margrét Guð-
mundsdóttir, húsmóðir
og fyrrverandi dómritari, og Stefán
Sigurður Gunnlaugsson, fyrrverandi
alþingismaður og bæjarstjóri í Hafn-
arfirði.
Snjólaug lauk fil. cand. prófi í upp-
eldisfræði frá Háskólanum í Uppsöl-
um vorið 1980 og framhaldsnámi í
námsráðgjöf frá Háskóla Íslands
1992. Hún starfaði sem verkefnis-
stjóri í fjölskyldu- og forvarnarmál-
um hjá Reykjavíkurborg fram á
þetta ár. Hún var verkefnisstjóri
þróunarverkefna á vegum fram-
kvæmdanefndar Reykjavíkurborgar
um reynslusveitarfélög 1995–1996,
verkefnisstjóri Vímuvarnanefndar
Reykjavíkur 1996–1999 og Sam-
starfsnefndar um afbrota- og fíkni-
varnir 1999–2004 og verkefnisstjóri
samstarfsáætlunar ríkis og borgar,
Íslands án eiturlyfja,
1997–2002. Snjólaug
var formaður nefndar
um fjölmenningar-
stefnu Reykjavíkur-
borgar 1999–2000 og
hafði frumkvæði að og
bar ábyrgð á undirbún-
ingi og stofnun Al-
þjóðahúss sem nú er
rekið af Reykjavíkur-
deild Rauða kross Ís-
lands.
Snjólaug starfaði á
Unglingaheimili ríkis-
ins á árunum 1973–1981 og á skóla-
heimilinu á Breiðuvík 1973–1974.
Snjólaug hóf störf hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar 1981 og
veitti forstöðu Unglingaathvarfi
stofnunarinnar fram til haustsins
1985 þegar hún var ráðin yfirmaður
nýstofnaðrar Unglingadeildar Fé-
lagsmálastofnunar. Snjólaug sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir opin-
bera aðila og var höfundur fjöl-
margra greina um málefni barna,
fjölskyldna og forvarna.
Bræður Snjólaugar eru Gunnlaug-
ur, sóknarprestur í Heydölum, Guð-
mundur Árni alþingismaður, Ásgeir
Gunnar flugmaður og Finnur Torfi
tónskáld.
Snjólaug lætur eftir sig tvær dæt-
ur.
Andlát
SNJÓLAUG G.
STEFÁNSDÓTTIR
GÍSLI Halldórsson, heiðursforseti
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands, færði í gær ÍSÍ alla muni og
skjöl sem honum hafa áskotnast í
störfum sínum fyrir íþróttahreyf-
inguna í áratugi. Þar eru á þriðja
hundrað verðlauna- og minjagripir
ásamt ýmiss konar heiðursskjölum
og orðum, og Gísli gaf jafnframt ÍSÍ
sérsmíðaða skápa þar sem munirnir
verða varðveittir hjá ÍSÍ.
„Eftir að ég hætti störfum fyrir
íþróttahreyfinguna fyrir tíu árum
hef ég unnið að því að koma öllum
mínum gögnum í röð og reglu og
mér fannst að þessir munir þyrftu að
komast í hendur ÍSÍ. Ég hef verið
viðloðandi íþróttahreyfinguna í 80
ár, frá 9 ára aldri, og á langri leið
hef ég safnað mörgu saman sem er
hluti af íþróttasögu 20. aldarinnar,“
sagði Gísli, sem verður níræður síð-
ar á þessu ári en ber aldurinn vel og
leggur enn stund á íþróttir með því
að spila golf reglulega. Hann var
forseti ÍSÍ í 18 ár og forseti Ólympíu-
nefndar Íslands í 21 ár en áður
gegndi hann margvíslegum störfum
fyrir íþróttahreyfinguna. Ellert B.
Schram, forseti ÍSÍ, þakkaði Gísla
gjöfina. „Þetta er glæsilegt safn og
fer vel hér í miðstöð íþróttahreyf-
ingarinnar í landinu,“ sagði Ellert.
Morgunblaðið/Sverrir
Gísli Halldórsson og Ellert B. Schram fyrir framan minjaskápana sem Gísli afhenti ÍSÍ í gær.
Allir gripir Gísla komnir til ÍSÍ