Morgunblaðið - 22.04.2004, Síða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
íðustu dagana hafa ýms-
ir verið að rifja upp
reynslu Bandaríkja-
manna í Víetnam á sjö-
unda og áttunda ára-
tugnum, með hliðsjón af þeim
atburðum sem hafa verið að eiga
sér stað í Írak.
Í nóvember sl. fékk ég þá snilld-
arhugmynd, að því mér fannst, að
reyna að ná tali af Robert McNam-
ara, sem var varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna þegar bandarískir
hermenn voru fyrst sendir til Víet-
nam 1963. Sannarlega hlyti
McNamara (sem hætti sem ráð-
herra 1968) að hafa eitthvað mark-
vert að segja um ástandið í Írak.
Nýverið hafði þá verið sýnd á Ís-
landi heimildarmynd Errols Morr-
is The Fog of
War (sem átti
eftir að hljóta
verðlaun á
Óskarsverð-
launahátíð-
inni í febrúar)
en hún byggist á viðtölum við
McNamara og er sett upp sem eins
konar kennslustund fyrir nútíma-
manninn, hvaða lærdóma hann
megi draga af sögunni.
McNamara er orðinn 87 ára
gamall en virðist við hestaheilsu,
það var allavega kraftur í honum
þegar ég síðan ræddi við hann í tví-
gang síðasta haust. Aldrei varð þó
af því að Morgunblaðið birti nein
viðtöl við ráðherrann fyrrverandi,
McNamara reyndist algerlega ófá-
anlegur til að segja nokkurn skap-
aðan hlut „on record“ sem túlka
mætti sem gagnrýni á núverandi
valdhafa í Bandaríkjunum í Íraks-
málunum; sem fyrrverandi ráð-
herra í ríkisstjórn Bandaríkja-
forseta taldi hann slíkt ekki við
hæfi (jafnvel þó að McNamara hafi
verið ráðherra í stjórn demókrata).
Hann var ekki einu sinni til í að
rifja upp ýmsa hluti sem hann þeg-
ar hefur sagt opinberlega.
Pistlahöfundur Newsweek,
Jonathan Alter, hefur svipaða sögu
að segja í grein sem birtist í
blaðinu 3. nóvember 2003. Þar
kemur fram að McNamara hafi
ekki viljað tjá sig um hugsanleg
mistök arftaka hans í embætti, nú-
verandi varnarmálaráðherra,
Donalds Rumsfelds. En Alter virð-
ist að einhverju leyti hafa á meiru
að byggja, hugsanlega er hann þó
aðeins að byggja á því sem
McNamara lét frá sér fara í end-
urminningum sínum, In Retro-
spect, sem komu út 1995.
In Retrospect vakti mikla at-
hygli þegar hún kom út, þar við-
urkennir McNamara að gerð hafi
verið „ægileg mistök“ í tengslum
við þátttöku Bandaríkjamanna í
átökunum í Víetnam.
Alter segir í grein sinni að
McNamara hafi lagt áherslu á
þetta: þú verður að geta sett þig í
spor óvinarins. Það er ekki það
sama og að hafa samúð með mál-
stað óvinarins eða finna til með
honum en að ótækt sé að menn
byggi ákvarðanir sínar á öðru en
góðum skilningi á því hverju óvin-
urinn vilji ná fram og hvers vegna.
Alter segir að McNamara rifji
upp í þessu samhengi að bæði
hann og Lyndon B. Johnson
Bandaríkjaforseti hafi viljandi lát-
ið fram hjá sér fara tækifæri til að
ræða beint við óvininn í Víetnam.
Þetta hafi valdið því að þeir áttuðu
sig aldrei á hversu mjög leiðtogar
N-Víetnam hötuðust við komm-
únistastjórnina í Kína (sem þýddi
að dómínó-kenningin sem hern-
aðaríhlutun Bandaríkjamanna
byggðist á átti hugsanlega ekki við
að sama marki og menn gáfu sér).
Alter segir að önnur ábending
ráðherrans fyrrverandi hafi verið
sú að þegar æðstu embættismenn
leggi á ráðin um stríðsrekstur sé
bráðnauðsynlegt að ólíkum sjón-
armiðum sé leyft að fljóta upp á yf-
irborðið. McNamara skýri mál sitt
með því að vísa til þess að þegar
hann réð ríkjum í Pentagon hafi
embættismenn, sem lýstu efa-
semdum um að það skipti sköpum
fyrir öryggishagsmuni Bandaríkj-
anna að koma í veg fyrir að Suður-
Víetnam félli í hendur komm-
únistum, aldrei fengið tilhlýðilega
áheyrn fyrir Johnson forseta.
Ég hef ekki tilfinningu fyrir því
að Paul Bremer, landstjóri Banda-
ríkjamanna í Írak, hafi neina til-
finningu fyrir því hvað „óvinurinn“
er að hugsa. Kannski er honum
vorkunn, erfitt er að vita hvort um
einn óvin er ræða eða marga; ólíkir
óvinir eiga sér ólík markmið. Svo
má velta fyrir sér því hver sé eig-
inlega óvinur og hver ekki: er rétt
að skilgreina óbreyttan Íraka, sem
ekki tekur þátt í neinum ógn-
arverkum en sem dáist að hluta til
að þeim sem nú halda uppi baráttu,
sem óvin? Eru þá ekki flestir eða
allir Írakar í óvinaliðinu?
Ég hef heldur ekki tilfinningu
fyrir því að Bush Bandaríkja-
forseti hafi gefið efasemdarödd-
unum nægilegan gaum í aðdrag-
anda þess að hann ákvað að ráðast
á Írak. Ný bók Bobs Woodwards
bendir allavega ekki til þess. Og
sannarlega gerðu Bandaríkjamenn
afdrifarík mistök á fyrstu dögum
hernámsins í fyrra og raunar mörg
síðan (Juan Cole, prófessor í sögu
Mið-Austurlanda við Michigan-
háskóla í Bandaríkjunum, færði
ágæt rök fyrir þessu fyrir utanrík-
ismálanefnd Bandaríkjaþings í
fyrradag, sjá http://foreign.-
senate.gov/testimony/2004/ Cole-
Testimony040420.pdf).
Það er gott að Saddam Hussein
er farinn frá völdum í Írak. Ég hef
stuðst svolítið við íraska bloggara í
þessum viðhorfsskrifum að und-
anförnu, það er enginn vafi á að
þeir geta bloggað nokkurn veginn
eins og þeim sýnist nú um stundir
einmitt af því að þeir njóta meira
frelsis en áður. En þetta er ekki
nóg, það var ekki nóg að vinna
stríðið og velta Saddam úr sessi,
Bandaríkjamenn verða líka að
„vinna friðinn“, ef hann er þá
nokkur lengur. Þeir verða að vinna
hug og hjarta Íraka ef þeir ætla að
ná markmiðum sínum þar fram og
ef þeir vilja ekki að afleiðingar
ákvörðunar þeirra að ráðast á Írak
verði enn alvarlegri fyrir alla
heimsbyggðina. Einmitt af þessum
sökum væri afar áhugavert að
heyra hvað Robert McNamara
finnst í raun og veru um frammi-
stöðu Bandaríkjastjórnar. Ætli
hann hafi af því áhyggjur, að
Bandaríkjamenn séu að gera „ægi-
leg mistök“ í Írak?
„Ægileg
mistök“?
[…] af þessum sökum væri afar áhuga-
vert að heyra hvað Robert McNamara
finnst í raun og veru um frammistöðu
Bandaríkjastjórnar. Ætli hann hafi af
því áhyggjur, að Bandaríkjamenn séu
að gera „ægileg mistök“ í Írak?
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
Mamma fæddist á
Þórshöfn á Langanesi,
á sumardaginn fyrsta
22. apríl 1920. Hún var
þriðja barn foreldra
sinna Stefaníu Sigurbjargar Krist-
jánsdóttur og Tryggva Sigfússonar
og var fyrsta barnið sem lifði af 13
börnum þeirra. Stefanía amma hafði
áður eignast Alfreð með Birni Jóns-
syni unnusta sínum en Björn veiktist
ungur og dó. Björn var bróðir mynd-
höggvarans og listamannsins Einars
Jónssonar. Þar sem mamma var
næstelst í svo barnmargri fjölskyldu
hjálpaði hún til við hvers konar störf í
þágu hennar og þar sem fjölskyldan
stundaði útgerð byrjaði mamma að
beita línu aðeins 10 ára gömul. Að
loknu námi í barnaskólanum á Þórs-
höfn og námi í orgelleik fór hún alfar-
in að heiman þá sextán ára gömul, til
náms í Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað, sem var tveggja vetra nám.
Einnig vann hún í tvö sumur á Hall-
ormsstað, það fyrra í skógræktinni og
var það kveikjan að ræktunaráráttu
hennar, hún hafði sannarlega græna
fingur og var fram á síðasta dag að sá
bómum og rækta garðinn sinn sem er
Þursstöðum til mikillar prýði. Síðara
sumarið var hún vinnukona skóla-
stýrunnar á Hallormsstað og fóru
vinnulaunin í að borga námið fyrir
síðari námsveturinn. Eftir dvölina á
Hallormsstað fór mamma sem kaupa-
kona í Flóann, hún var þá að vinna sér
fyrir námsdvöl í Reykjavík, þar sem
hún ætlaði að læra kjólasaum en í þá
daga var iðnnám ekki launað. Kjóla-
sauminn lærði mamma og tók námið
hana tvö ár. Að kjólasaumsnáminu
loknu hafði hún löngun til að eignast
saumavél og vinna sjálfstætt, en
skorti peninga til þess. Hún réð sig
því aftur í sveit sem kaupakona og þá
upp í Borgarfjörð. Mamma ætlaði sér
alltaf að setjast að í Reykjavík og
starfa þar, en enginn ræður sínum
næturstað. Vinur Helga Jónasar
Helgasonar bónda á Þursstöðum bað
mömmu að aðstoða vin sinn sem vant-
aði bústýru til að annast móður sína
og bróður í fjarveru sinni. Mamma af-
tók það í fyrstu en lét undan, hún
seinkaði för sinni til Reykjavíkur og
GUÐRÚN
TRYGGVADÓTTIR
✝ GuðrúnTryggvadóttir
fæddist á Þórshöfn á
Langanesi 22. apríl
1920. Hún andaðist á
heimili sínu á Þurs-
stöðum 27. febrúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Borgarkirkju 6.
mars.
flutti að Þursstöðum, þá
var hún aðeins 21 árs.
Voru örlög hennar þar
með ráðin því hún gift-
ist Helga föður mínum
og bjuggu þau á Þurs-
stöðum til dauðadags,
en pabbi lést 7. apríl
1983.
Foreldrar mínir
gengu í hjónaband hinn
1. júní 1946. Hann 40,
hún 26 ára. Mamma var
falleg kona. Hún var
grönn, meðalhá og þá
með mittissítt jarpskol-
litað hár sem hún venju-
lega fléttaði og setti upp í hnút í
hnakkann og með þessi stóru bláu,
djúpu og hlýju augu sem lýstu oft
miklum tilfinningum. Augun voru
spegill sálar hennar. Við börnin
þeirra erum þrjú, elstur er Helgi Jón-
as, f. 9.4. 1943, þá ég, Guðrún Magn-
ea, f. 28.4. 1947, og Þórunn, f. 9.12.
1951. Auk þess ólu foreldrar mínir
upp fóstursystur okkar, Lilju Báru
Gruber, f. 6.7. 1952, sem varð eftir á
Þursstöðum þegar mamma hennar
fór til náms í Reykjavík. Þá voru það
ekki fá ungmenni sem vegna ættar-
tengsla og vinskapar foreldra minna
við þau dvöldu sumarlangt á Þurs-
stöðum og eigum við, afkomendur
foreldra minna, marga góða vini
vegna þeirrar dvalar. Alltaf var gest-
kvæmt á Þursstöðum, þá sérstaklega
á sumrin, það voru kærir vinir þeirra
og ættingjar úr sveitinni, Reykjavík,
Kópavogi, Keflavík og Garðinum,
sem þar voru á ferð. Öllum var tekið
opnum örmum. Pabbi greiddi lax úr
neti niðri í Skipatanga og alltaf var
slegið upp veislu. Mamma matreiddi
og bjó til sína einstöku laxasúpu. Þar
var ekkert til sparað, hvorki í mat né
drykk, og oftar en ekki var tappi tek-
inn úr flösku af einhverju eðalvíni og
oft var mamma fengin til að spila á
orgelið sitt. Það bárust hljómar org-
elleiks og söngs út á hlaðið á Þurs-
stöðum á þessum gleðistundum.
Pabbi fæddist 5. maí 1906 og
mamma 22. apríl 1920. Frá þeim tíma
til dagsins í dag hafa orðið meiri
breytingar á íslensku þjóðlífi en í
margar aldir þar á undan. Foreldrar
mínir lifðu kreppuárin og allsleysi
þeirra fyrir og eftir 1930 og síðari
heimsstyrjöldina um 1940. Ekki er
nokkur efi á að þau ár hafa mótað þau
og þá sem á þessum árum voru unga
fólkið á Íslandi. Nýtni, útsjónarsemi
og iðni ásamt miklum rausnarskap í
garð annarra var foreldrum mínum í
blóð borið. Þau voru heiðarlegt fólk
og lögðu sig fram við að hjálpa öðrum.
Á þessum dögum og allt fram undir
1960 var allt framleitt heima. Það
voru ræktaðar kartöflur og hvers
konar grænmeti. Á haustin var kjöt
saltað, reykt og súrsað. Búin var til
saft úr berjum, rabarbari sultaður,
kjöt niðursoðið, slátur tekið og alltaf
var öll mjólk unnin til fullnustu. Hill-
urnar í búrinu hennar mömmu svign-
uðu undan öllu saman. Þá var allur
fatnaður heimagerður af mömmu.
Hún prjónaði peysur, nærföt, húfur,
sokka og vettlinga annaðhvort í hönd-
unum eða í prjónavél. Og að sauma
nýjar flíkur upp úr gömlum fötum var
það sem mamma var svo flink við.
Hún spretti upp kápum og frökkum
sem henni áskotnuðust, sneri röng-
unni út og saumaði á handsnúnu
saumavélina sína hverskonar tísku-
flíkur á okkur, sem engan hefði grun-
að að ekki væru úr nýjum efnum eða
hannaðar af frægustu tískukóngum.
Mamma var ein af þessum konum
sem eru alltaf að gera eitthvað, iðju-
semi hennar var einstök. Hún heklaði
dúka og gardínur, prjónaði lopapeys-
ur, saumaði og ræktaði garðinn sinn
allt til síðasta dags. Þá var hún liðtæk
ef einhver falaðist eftir aðstoð henn-
ar, heima og að heiman, sama hver
verkefnin voru. Hvort það var að
gæta heimilis og barna fyrir okkur
eða sauma gardínur í heilu íbúðirnar
og allt þar á milli. Þá einnig tók hún
að sér að ábyrgjast lán einstaklings í
fjölskyldunni sem ekki gat leitað ann-
að og varð sú ábyrgð mömmu til þess
að endanlega varð aðskilnaður á milli
okkar systkinanna, en sá aðskilnaður
var alltaf fyrir hendi vegna ágangs
sérstaklega Helga, sem vildi fá full yf-
irráð og eignarhald á Þursstöðum eft-
ir að pabbi dó. Þurfti mamma ítrekað,
þá á níræðisaldri, að leita aðstoðar
lögreglu varðandi öryggi sitt vegna
hótana frá systkinum mínum. Á
bernskuárum okkar barna hennar
dekraði hún við okkur. Hún lagði á sig
mikla vinnu okkar vegna, t.d. vorum
við ávallt best klædd og fínust til fara
og það á þessum fyrstu árum lýðveld-
isins þegar skortur og skömmtun
vegna viðskiptahafta var allsráðandi
á Íslandi. Nei okkur skorti aldrei
neitt. Og þá gleymi ég ekki hversu
fínar við systurnar vorum í rauðu
flauelsupphlutunum sem mamma
saumaði á okkur, hún skreytti þá og
puntaði af svo mikilli natni og metnaði
fyrir okkar hönd.
Elsku mamma mín, þegar ég núna
rifja upp ævi þína þá rifjast upp fjöld-
inn allur af þeim góðu minningum
sem ég á frá æskuárum mínum og tár
rennur niður kinn. Minningar úr fal-
legu sveitinni minni á Þursstöðum,
þar sem afi minn og amma, Helgi Jón-
as Jónsson og Guðrún Magnea Þórð-
ardóttir, byggðu sér bæ sinn … Og
þar á eftir pabbi minn. Á þeim stað
þaðan sem útsýnið er óviðjafnanlega
fallegt út yfir allan Borgarfjörðinn al-
settan skerjum og eyjum út að sjón-
deildarhring þar sem himinn og haf
renna saman í eitt. Æðarfuglinn sem
tekið hefur sér búsetu í eyjunum með
unga sína nýskriðna úr eggjum á
sundi í ætisleit. Þá fýllinn í klettunum
sem af miklu miskunnarleysi sendir
óboðnum gestum illa lyktandi lýsis-
gusur ef hann telur öryggi hreiðurs
síns ógnað og sendlingurinn í flæð-
armálinu sem hreyfir fætur sína svo
ört að mannlegt auga hættir að
skynja hreyfinguna, það er sem hann
líði áfram áreynslulaust … Þessi ein-
staka fjallasýn þar sem öll Skarðs-
heiðin og Hafnarfjallið gnæfa yfir öllu
svo nálæg og voldug með Akrafjallið
sunnar í fjarska. Þarna í firðinum er
líka Digranesið og Brákarey gegnt
Þursstöðum en þar er Borgarnes-
kauptún byggt á og teygir sig langt
fram í sjó … Þá sumarkvöldin þegar
sólin, rétt áður en hún hverfur á bak
við Snæfellsnesfjallgarðinn, kastar
geislum sínum á vesturhimininn og
litar hann eldrauðan, það er sem him-
inninn standi í björtu báli … Þvílík
fegurð og þvílík forréttindi að hafa
fengið að alast upp í svo fögru um-
hverfi. Hvergi annars staðar en þarna
hefði ég frekar kosið að hafa slitið
barnsskónum. Ég þakka þér, mamma
mín, fyrir allt og allt. Og allt það
ómetanlega sem þú gerðir fyrir börn-
in mín öll, þú stóðst alltaf við hlið okk-
ar. Megirðu hvíla í friði, elsku
mamma mín, hjá góðum Guði okkar.
Guðrún Magnea Helgadóttir.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Samúðarblóm