Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 39
Hinn 25. mars síð-
astliðinn kvaddi ég
elskulega frænku
mína, hún þurfti að
lúta í lægra haldi fyrir
erfiðum sjúkdómi.
Hrönn var besta frænka sem
hægt var að hugsa sér, hlý og góð,
alltaf áhugasöm um allt sem ég
gerði. Hún fylgdist vel með skóla-
göngu minni og ég fann hversu stolt
hún var af mér. Það er erfitt að
sætta sig við að hún hafi þurft að
kveðja, vegir guðs eru sannarlega
órannsakanlegir.
Í hjarta mínu geymi ég mikið að
góðum minningum, öll aðfangadags-
kvöldin okkar, alveg frá því ég man
eftir mér, öll matarboðin í Jakasel-
inu, þegar hún renndi við í kaffi á
leiðinni heim úr vinnunni, og síðasta
heimsóknin, þegar við sátum saman
og borðuðum uppúr stórum konfekt-
kassa og hlógum, sama hvað gekk á,
hún hafði alltaf húmorinn í lagi.
Ég er svo sannarlega rík af minn-
ingum, sem ég geymi um ókomna
tíð.
Ég kveð þessa frábæru frænku
með mikilli sorg, missir okkar er
mikill.
Elsku Jónas, Kalli, Doddi og fjöl-
skylda, Guð gefi ykkur styrk og veiti
ykkur huggun.
Elsku frænka, minning þín lifir,
hvíl í friði að eilífu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Þín litla frænka
Eyrún.
Mig langar að minnast elsku
frænku minnar Hrannar í nokkrum
orðum. Þegar Hrönn hringdi í mig
fyrir rúmu ári að segja mér að hún
HRÖNN
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Hrönn Þórðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. maí
1944. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 16. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Mos-
fellskirkju fimmtu-
daginn 25. mars.
væri orðin veik fór sól-
in bak við skýin. Ég á
fá orð til að lýsa því
hversu harmi slegin ég
varð þegar Jónas mað-
urinn hennar hringdi
að segja mér að hún
væri látin. Það er sárt
að missa frænku eins
og Hrönn, en gleði yfir
því að hafa átt margar
góðar stundir með
henni.
Hrönn lifði fyrir fjöl-
skylduna sína og var
einstaklega góð
mamma sona sinna,
Dodda Geirs og Kalla. Henni þótti
líka mikið vænt um barnabörnin sín,
Önnu Lind, Gígju Hrönn og Krist-
ján, og talaði mikið um þau og
hlakkaði alltaf mikið til að hitta þau.
Hrönn var mikil barnagæla og var
sérstaklega góð við ungt fólk og átti
þess vegna stórt pláss í mörgum
ungum hjörtum. Hún leyfði syni
mínum, Richard, að búa hjá sinni
fjölskyldu eitt sumar og hann mun
alltaf vera henni þakklátur fyrir það
og talar enn um hvað hún hafi verið
honum góð.
Hrönn var sérstaklega vel gefin
og dugleg strax frá barnæsku og
tókst að gera allt sem hún ætlaði
sér. Við urðum fljótt góðar vinkonur
sem litlar stelpur og sá vinskapur
var ævilangur. Þótt ég byggi í Eng-
landi og hún á Íslandi síðustu 35 ár-
in var vinskapur okkar alltaf jafn
sterkur. Hrönn var dugleg að heim-
sækja mig og mína fjölskyldu og við
þökkum henni fyrir það, því okkur
fannst alltaf svo gaman að fá hana til
okkar. Það var oftast Hrönn sem tók
á móti mér á flugvellinum þegar ég
kom til Íslands og ég þakka henni
það og það mun aldrei verða eins að
koma án hennar.
Mér fannst sárt að geta ekki fylgt
Hrönn síðasta spölinn en var nýbúin
að vera á Íslandi og gat heimsótt
hana daglega og við kvöddumst þá.
Það voru góðar stundir því við töl-
uðum um gamla daga og allt það
sem við höfðum gert saman í gegn-
um árin. Hrönn var andlega hress
og vildi minnst tala um sín veikindi
og vildi bara tala um það skemmti-
lega og góða sem hafði gerst í henn-
ar lífi. Hún var ekki búin að gefa upp
vonina um að fá bata og talaði um að
hún og Jónas færu til Spánar í sum-
ar.
Hrönn kvaddi mig í gegnum árin
með því að segja: Við hittustum
fljótlega, hressar og kátar og það er
góð minning að síðast þegar við hitt-
umst vorum við það þótt hún væri
svona veik.
Ég þakka Hrönn fyrir vinskapinn
og allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og bið algóðan Guð að
geyma hana og varðveita.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Elsku Jónas, Kalli, Doddi og öll
fjölskyldan okkar, megi Guð styrkja
ykkur og vernda á þessum erfiðu
tímum og í framtíðinni.
Jonny frænka.
Björt er minningin um hana
Hrönn frænku okkar, sem barðist
svo hetjulega við sjúkdóm sinn.
Söknuður er orðið sem kemur upp í
hugann þegar ég horfi á alla í kring-
um hana kveðja. Eiginmaður og
synir, fjölskylda og vinir, öll erum
við þakklát fyrir að fá að vera sam-
ferða svo góðri, gáfaðri og skemmti-
legri konu sem hún var, hún elsku
Hrönn. Við sem sitjum eftir eigum
öll góðu minningarnar um jólin, ára-
mótin og allar hinar óteljandi góðu
samverustundirnar með henni. Það
var aðdáunarvert að fylgjast með
hversu elskulegur, natinn, og góður
vinur hann Jónas reyndist konu
sinni í þeim erfiðu veikindum sem
hún barðist við. Alltaf var samt svo
stutt í brosið hennar blíða þó erfitt
ætti hún. Bros, ást og virðing eru
orð mín til hennar.
Þangað til næst, elsku Hrönn,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgum hreina
fyrst um dags morgun stund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blóð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Þín
Unnur Guðný.
Með nokkrum fátæk-
legum orðum langar
mig, fyrir hönd fjöl-
skyldunnar úr læknis-
húsinu, að minnast
hennar Steinu sem nú er til moldar
borin og þakka fyrir áratuga langa
samfylgd og vináttu. Nágrenni okkar
hófst fljótt eftir að við komum til
Ólafsvíkur haustið 1944 og stóð í tæp
tuttugu ár, hún í Arnarhvoli og við í
Sunnuhvoli, hlið við hlið „út með stíg“
eins og sagt var í gamla daga. Við
henni Steinu virtist blasa góð og björt
framtíð með dugnaðarmann, útgerð,
nýtt hús, og tvær litlar tápmiklar
dætur. Ekki er þó allt sem sýnist.
Fljótt var að henni mikill harmur
kveðinn, þegar Lárus hennar og fé-
lagar hans fórust hér uppi í lands-
steinum haustið 1947. Í einni svipan
kollvarpaðist allt hennar líf og þá
reyndi af fullum þunga á atgervi hinn-
STEINUNN
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Steinunn Þor-steinsdóttir
fæddist í Ólafsvík 28.
júní 1922. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi sunnudag-
inn 28. mars síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Ólafsvíkurkirkju 10.
apríl.
ar ungu konu. Víst
bognaði hún og brákað-
ist, en rétti sig aftur
eins og kjörviða er sið-
ur. Seinna kom að því að
þau rugluðu saman
reytum sínum, hún og
Haukur Sigtryggsson.
Þeim varð fimm barna
auðið og lifa fjögur. Svo
liðu árin og maður sá
hópinn stækka og
dafna. Allt er þetta fólk
löngu komið á lífsins ak-
ur og yrkir hann vel.
Synirnir í útgerðinni og
dætur tvær í Danmörku
og ein í Reykjavík. Steina og Haukur
höfðu góða nærveru og óteljandi urðu
stundirnar sem maður átti í eldhúsinu
í Arnarhvoli yfir kaffisopa og sögum
af öllu mögulegu, því húsbóndinn var
sérlega laginn við að halda áheyrend-
um við efnið og húsfreyjan óspör á
glaðlyndið, hláturinn, og kaffið. Öll
þeirra elskulegheit ganga svo aftur í
niðjum þeirra, þess hefur maður
óspart notið í áranna rás, bæði hér
heima og svo ekki síður í Sommer-
sted. Fyrir það að hafa kynnst henni
Steinu og hennar fólki þökkum við af
heilum hug, og biðjum Guðs blessun-
ar öllum þeim er nú sakna sárast.
Pálína, Halldóra, Jón og
Bjarni Arngrímssynir.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Einstakir legsteinar
Elskulegi sonur okkar og bróðir,
ARON RAFN JÓHANNESSON,
Eyjahrauni 6,
Þorlákshöfn,
sem lést fimmtudaginn 15. apríl, verður jarð-
sunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn
24. apríl kl. 14.00.
Sigríður Garðarsdóttir, Jóhannes G. Brynleifsson,
Pétur Freyr Jóhannesson,
Númi Snær Jóhannesson.
Elsku konan mín og systir okkar,
SVANHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Djúpalæk,
Krummahólum 2,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn
8. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á deild 11-E Landspítala
við Hringbraut.
Árni Sigurðsson,
Aðalsteinn Þórarinsson,
Þórdís Þórarinsdóttir
og aðrir vandamenn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
EYFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Nefsholti,
áður til heimilis í Austurbrún 6,
lést á öldrunarheimilinu Víðinesi, Kjalarnesi, þriðjudaginn 20. apríl.
Sigríður Ásta Guðmundsdóttir,
Þóra Vilbergsdóttir,
Kristinn Guðnason,
Guðmundur Guðnason,
Vilberg Guðnason,
Eyþór Guðnason,
langömmubörn og
langalangömmubarn.
Frændi minn og vinur,
SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON,
Vegamótum,
Þórshöfn,
lést á dvalarheimilinu Nausti þriðjudaginn 20. apríl 2004.
Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Sigurjón Ágústsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
GUÐMUNDAR MÁS BRYNJÓLFSSONAR,
Breiðagerði 19,
Reykjavík.
Sigríður M. Þorbjarnardóttir,
Una María Guðmundsdóttir,
Sólrún Erla Guðmundsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
ODDUR THORARENSEN
fyrrv. sóknarprestur,
lést á dvalarheimilinu Grund þriðjudaginn
20. apríl.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Óskar Ingi Thorarensen,
Jóhann Thorarensen.