Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 43
ÍRLAND hefur stigið mikilvægt
skref í tóbaksvörnum og bannað reyk-
ingar á öllum opinberum stöðum.
Bann þetta nær til allra veitingastaða
og tryggir starfsfólki þau sjálfsögðu
réttindi að þurfa ekki að vera í tóbaks-
reyk í vinnunni – að ekki sé minnst á
gestina. Það er ástæða til að samgleðj-
ast Írum með að vera
fyrstir Evrópuþjóða og
ef til vill fyrsta þjóðin í
heiminum til að stíga
þetta skref. Það verður
jafnframt spennandi að
sjá hvernig þeim reiðir
af með innleiðingu þess-
ara nýju laga og hvernig
almenningur kemur til
með að bregðast við
þeim. Á næstu vikum
mun Malta taka upp
svipuð lög auk þess sem
frændur vorir Norð-
menn stíga þetta skref
1. júní. Svíar stefna á gera slíkt hið
sama árið 2005. Nokkur ár eru síðan
byrjað var að banna reykingar á öllum
opinberum stöðum á ýmsum land-
svæðum í Bandaríkjunum sem
tryggði starfsfólki og gestum þessi
bættu lífsgæði.
Nú er hvert fylkið á fætur öðru að
taka upp þessa stefnu.
Rúmt ár er liðið frá því lög tóku
gildi í New York borg sem tryggja
starfsfólki rétt til reyklauss umhverfis
í vinnunni, þar með talið á veitinga-
húsum og börum.
Í nýlegu viðtali segir Michael
Bloomberg, borgarstjóri í New York,
að lögin hafi fyrst og fremst verið sett
til að tryggja öryggi starfsfólksins en
þau hafi haft ýmis önnur jákvæð áhrif
svo sem að velta veitingastaða hafi
aukist um 8,7%, stöðunum hafi fjölgað
og starfsfólki einnig. Michael Bloom-
berg segir að þó að andstæðingar
bannsins á sínum tíma hefðu fundið
því allt til foráttu og í raun talið það
óframkvæmanlegt hafi annað komið í
ljós. Hann segir staðina hreinni og að
fólk virði almennt bannið.
Samkvæmt niðurstöðum þriggja
kannana á síðasta ári um daglegar
reykingar í aldurshópnum 18–69 ára
reykja tæplega 24% Ís-
lendinga. Ef notaður er
aldurshópurinn 15–89,
sem margar þjóðir miða
við, er tíðnin tæplega
22%. Margir halda að
þessar tölur séu mun
hærri. Fyrir hvern reykj-
andi einstakling eru því
rúmlega þrír sem ekki
reykja. Þegar komið er
inn í strætisvagn, flugvél,
verslun eða banka finnst
flestum sjálfsagt að þar
sé ekki reykt. Þegar hins
vegar kemur að því að
kaupa þjónustu á veitingastað blasir
allt annað umhverfi við. Samkvæmt
lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 má
leyfa reykingar á veitinga- og
skemmtistöðum á afmörkuðum svæð-
um, en tryggja skal fullnægjandi loft-
ræstingu. Meiri hluti veitingarýmis
skal þó ávallt vera reyklaus og tryggja
skal að aðgangur að því liggi ekki um
reykingasvæði.
Samkvæmt könnun sem gerð var
fyrir tveimur árum fóru 49 af 50 veit-
ingastöðum sem heimsóttir voru ekki
að lögum. Þá var gerð könnun í maí
2002 fyrir Tóbaksvarnaráð þar sem
spurt var hvort fólk færi oftar eða
sjaldnar á veitingastaði eða kaffihús ef
þessir staðir væru alveg reyklausir.
Niðurstaðan var sú að tæplega 80%
færu jafnoft eða oftar ef þessir staðir
yrðu alveg reyklausir. Þetta eru svip-
aðar tölur og Írar höfðu undir höndum
frá sínum könnunum.
Skaðsemi reykinga má fyrst og
fremst rekja til þeirra þúsunda efna-
sambanda sem verða til í reyknum.
Þetta er flókið efnasamband sem
verður til við bruna þeirra fjölmörgu
efna sem sett er í tóbakið af framleið-
endum, auk tóbaksins sjálfs. Reyk-
urinn fer ekki í manngreinarálit held-
ur skaðar alla sem fyrir honum verða.
Reykurinn þekkir heldur ekki lög og
reglugerðir og svífur yfir öll mörk
reyksvæða og reyklausra svæða.
,,Ef þú vilt ekki reyk getur þú valið
aðra veitingastaði“ eru rök sem verða
vonandi jafnhjákátleg og að sagt yrði
við þig í dag að þú gætir þá alveg tekið
reyklausa strætisvagninn eða farið í
reyklausa bankann.
Það augljósa er að þeir sem kjósa
og vilja ekki anda að sér eiturmett-
uðum og skaðlegum reyknum eiga
ekki að þurfa þess.
Það er vonandi tímanna tákn að
þjóðir skuli annaðhvort vera búnar að
ákveða bann við reykingum á öllum
opinberum stöðum eða eru með slík
lög og reglugerðir í smíðum. Vonandi
eigum við Íslendingar ekki eftir að
sitja eftir í þessari jákvæðu þróun og
getum í auknu mæli farið að snúa okk-
ur að því að ala upp kynslóðir sem líta
ekki á reykingar sem valkost.
Jákvæð þróun
Viðar Jensson skrifar
um tóbaksvarnir
’Það er vonandi tím-anna tákn að þjóðir
skuli annaðhvort vera
búnar að ákveða bann
við reykingum á öllum
opinberum stöðum eða
eru með slík lög og
reglugerðir í smíðum. ‘
Viðar Jensson
Höfundur er starfsmaður Lýð-
heilsustöðvar.
Fréttir í tölvupósti