Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 52
DAGBÓK
52 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag er Vigri RE vænt-
anlegur.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Ikar vænt-
anlegt.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun
þriðjudaga kl. 16–18.
sími 867 7251.
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2–4, í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016.
Mannamót
Aflagrandi 40. Heim-
sókn í Seðlabankann
27. apríl nk. Bankinn
skoðaður undir leið-
sögn Stefáns Jóhanns.
Kaffiveitingar í boði
bankans. Rúta kr. 300.
Skráning í Aflagranda.
Árskógar 4. Hand-
verkssýning verður
föstudaginn 23. apríl
kl. 9–16.30 og laug-
ardaginn 24. apríl kl.
13–16.30 apríl. Bingó
fellur niður föstudag-
inn 23. apríl.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraun-
seli. Leikhúsferð 21.
maí. Skráning er haf-
in.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Starfsfólk
sendir þátttakendum,
samstarfsaðilum og
öllum velunnurum
bestu óskir um gleði-
legt sumar með þakk-
læti fyrir frábært starf
í vetur.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun sund-
leikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Kvenfélagið Hrönn,
leikhúsferð á Tenórinn
í Iðnó sunnudaginn 25.
apríl kl. 20.
FÁÍA. Leikfimin fellur
niður í dag.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun.
Einn ókeypis prufu-
tími fyrir þá sem vilja.
Uppl. á skrifstofu GÍ,
s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá: Þriðjud.:
Kl. 18.15, Seltjarnar-
neskirkja, Seltjarn-
arnesi. Miðvikud.: Kl.
18, Digranesvegur 12,
Kópavogi og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.:
Kl. 20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard.: Kl. 10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík,
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl. 19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl.
20 að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga
frá kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 genga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar
almennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.
10–11.30 alla virka
daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blod-
bankinn.is.
Minningarkort
Minningarkort Sjálfs-
bjargar félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu
fást hjá Sjálfsbjörg fé-
lagi fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu, Há-
túni 12, sími 551 7868
Kortin er einnig hægt
að panta með tölvu-
pósti, rfelag@sjalfs-
bjorg.is
Kortin eru innheimt
með gíróseðli.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingardeildar
Landspítalans Kópa-
vogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), s.
560 2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551 5941 gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í s. 565 5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í s.
588 9390.
Í dag er fimmtudagur 22. apríl,
113. dagur ársins 2004, sumar-
dagurinn fyrsti. Orð dagsins:
Hve þröngt er það hlið og mjór
sá vegur, er liggur til lífsins, og
fáir þeir, sem finna hann.
(Mt. 7, 14.)
Gylfi Ólafsson er einnhinna fjölmörgu sem
halda úti svokallaðri
bloggsíðu, þar sem fólk
birtir hugrenningar sín-
ar. Ekki er mjög algengt
að bloggsíður séu helg-
aðar stjórnmála-
viðhorfum, en Gylfi ligg-
ur ekki á skoðunum
sínum og birtir margar
slíkar hugleiðingar. Slóð-
in er gylfiolafsson.blog-
spot.com.
Í nýlegum pistli víkurGylfi að ritstjórn-
argrein á politik.is. Gef-
um honum orðið: „Nú er
stutt síðan ritstjórn-
argrein birtist, sem bar
nafnið „Lánsama eyland
þar sem allir menn eru
jafnir en ekki lítilsvirtir –
ekki enn“. Þar er talað
um jafnrétti. Mig langar
til þess að leiðrétta það
sem þar kemur fram,“
segir Gylfi og vitnar í
greinina:
Jafnrétti meðal fólks erþað að allir sama
hverrar trúar, kyn-
hneigðar, kynþáttar og
kyns fólk er hafi það
jafna möguleika til að
nýta sína hæfileika og
getu. Tækifærin bjóðist
öllum sem hlut geta átt að
máli. Þetta er eitthvað
sem flestir geta samþykkt
og styðja að minnsta kosti
í orði en ákaflega margir
guggna á borði.“
Um þessa klausu segirGylfi: „Þetta sam-
þykki ég ekki. Jafnrétti
er ekki að allir hafi jafna
möguleika, heldur jafnan
rétt (sbr. orðabókina).
Stelpa sem á ríkan pabba
hefur alltaf meiri mögu-
leika á að kaupa sér íbúð
heldur en stelpa sem á fá-
tækan pabba. Þær hafa
hins vegar sama rétt til
þess að kaupa sér íbúð.
Jafnrétti virðist í með-förum vinstrimanna
alltaf snúast um að fá það
ókeypis sem þeim finnst
mikilvægt. Þeir segja t.d.
að menntun sé mikilvæg
og þar með sé það jafn-
rétti að fá menntunina
ókeypis.
Mikið verk bíðurvinstrimanna, því
samkvæmt þeirra skil-
greiningu ríkir enn ekki
jafnrétti til íbúðakaupa
(við þurfum að borga af
lánunum), enn ríkir ekki
jafnrétti til bílakaupa,
ekki er jafnrétti til utan-
landsferða (er ekki mik-
ilvægt að allir fái að sjá
aðra menningu en þá ís-
lensku?), enn ríkir ekki
jafnrétti til tímarita-
kaupa og enn ríkir ekkert
jafnrétti til matarinn-
kaupa, því enn fá þeir
ríku að kaupa betri ávexti
og kjarnríkara brauð-
meti.
Látið bara peningaskattgreiðenda í friði
og veitið okkur hið eina
sanna jafnrétti; jafnrétti
til að gera það við sinn
tíma og sína peninga sem
hver og einn vill.“
STAKSTEINAR
Jafnir möguleikar
eða jafn réttur?
Víkverji skrifar...
Víkverji þarf að brjóta eigin boð-orð í umfjöllunarefni dagsins
sem – ef Víkverji þekkir rétt mann-
legan breyskleika og sjálfhverfni –
mun hafa verið tilefni frétta í gær og
í dag. Boðorðið er eitthvað á þá leið
að blaðamenn eigi ekki að skrifa eða
fjalla um sjálfa sig eða eigin störf í
fjölmiðlum nema í algerum und-
antekningartilvikum. Að mati Vík-
verja eiga hugleiðingar eða pistlar
um starf fjölmiðlamanna almennt
ekkert sérstakt erindi við almenning
– slík skrif eiga nær undantekning-
arlaust heima í greinum á heimasíðu
Blaðamannafélagsins, í blaði félags-
ins eða á sérstökum pressukvöldum
þess.
x x x
Tíðarandinn sem lofar stöðuga já-kvæðni, hressleika, heilbrigði
o.s.frv. hefur ekki haft mikil áhrif á
Víkverja sem öndvert við straum
aldar er ákaflega neikvæður og and-
stæðingur tilskipaðrar glaðlegrar og
alltof heilbrigðrar hjarðmennsku
nútímans. Fólk sem er í heilun hefur
haft orð á að frá Víkverja stafi mikl-
ar neikvæðar bylgjur og niðurríf-
andi köld leiðni.
Víkverji á sér örfáa félagslega
vanhæfa skoðanabræður en eðli
málsins samkvæmt hefur aldrei
komið til tals að stofna samtök af
neinu tagi.
En að umfjöllunarefni dagsins
sem að sjálfsögðu er pressuball
blaðamanna með æsispennandi
verðlaunaafhendingu í mörgum
flokkum. Víkverji er, eðli sínu sam-
kvæmt, frekar neikvæður gagnvart
þessu fyrirtæki. En svo allrar sann-
girni sé gætt þá hefur hann ekki á
móti því að blaðamenn slái upp balli
og veiti verðlaun. Það er allt í besta
lagi með það enda situr Víkverji
bara heima og sleppur við að leigja
smóking, hvítta í sér tennurnar og fá
harðsperrur í andlitið við að smæla
framan í kollegana og væntanlega
líka myndavélar og ljósmyndara.
Tilnefningar til verðlaunanna
þóttu fjölmiðlamönnum mikið frétta-
efni og var frá þeim greint í fréttum
í sjónvarpi, útvarpi og blöðunum
þannig að Víkverji rennir í grun að
ekki verði áhuginn minni á gala-
kvöldinu sjálfu þótt hann viti það
ekki fyrir víst þegar hann skrifar
þessar línur. Víkverja finnst ballið
og verðlaunin vera heldur ómerki-
legt fréttaefni sem einna helst lýsir
því hversu uppteknir fjölmiðlamenn
virðast stundum vera af sjálfum sér.
Eða hvað þætti mönnum um ef bif-
vélavirkjar héldu uppskeruhátíð þar
sem veitt væru verðlaun í flokknum
best útfærða pústviðgerðin, besta
bremsuklossaviðgerðin og síðan
aðalverðlaun í flokknum viðgerð árs-
ins og því væri slegið upp í máli og
myndum í öllum fjölmiðlum lands-
ins?
Reuters
Gjald fyrir kattareign
ÞAÐ var ung kona sem
hringdi í mig eftir að hafa
lesið í Fréttablaðinu 19.
apríl sl. að starfshópur væri
að vinna að því að undirbúa
skráningarskyldu og gjald
á ketti.
Þessi unga kona er sjúk-
lingur og býr ein. Hún var
alveg að gefast upp þegar
mjálmað var við dyrnar hjá
henni og í rigningunni stóð
lítill grindhoraður kettling-
ur sem hún tók inn til sín.
Hún reyndi að finna eig-
andann en fann ekki. Þetta
var stuttu fyrir síðustu jól
og nú var hún ekki ein um
jólin.
Þegar hún las þetta í
Fréttablaðinu var hún að
hugsa um hversu hátt þetta
gjald yrði og hvort hún yrði
að láta kisu frá sér, sem er
sólargeislinn í hennar lífi,
vegna þess.
Ég sá í fréttum í fyrra að
það hefði verið rannsakað
að gæludýr gætu hjálpað
bæði eldra fólki, sjúkling-
um og einmana fólki, gætu
jafnvel lagað heilsu þess.
Ég vil því benda því fólki
sem er í þessum starfshóp á
að kynna sér þessar rann-
sóknir. Það ætti aldrei að
vera forréttindi hinna ríku
að eiga gæludýr.
Sigurðu Helgi Guðjóns-
son, formaður Húseigenda-
félagsins, var í Frétta-
blaðinu vegna sama máls.
Þegar segir hann að mikið
sé kvartað undan ágangi
katta – en ég hef heyrt fólk
líka kvarta yfir því að það
sjái ekki kött, það sé orðið
lítið af köttum og það sakn-
ar þess.
Við viljum manneskju-
lega borg, en ekki að dýrin
séu hrakin á brott. Við er-
um nokkur hér sem langar
að stofna félag og leggja
þessu máli lið. Þeir sem
áhuga hafa geta haft sam-
band við mig í síma
663 5207.
Sigrún Á. Reynisdóttir.
Mengun frá
bílum í gangi
ÖKUMENN flutningabíla
sem eru að koma með mat-
væli í verslanir skilja bílana
oft eftir í gangi. Þetta eru
yfirleitt dísilbílar og meng-
unin er gríðarleg, svartur
mökkur stendur aftur úr
bílunum. Oft nær stybban
alla leið inn í verslanirnar.
Þetta hef ég líka séð hjá
sjoppum. Það er helst að
drepið sé á bílunum frá
Mjólkursamsölunni.
Beini ég því þeim tilmæl-
um til bílstjóra þessara bíla
að drepa á bílnum á meðan
þeir eru að afhlaða þá.
Í Englandi hefur verið
mikið um asmatilfelli síð-
ustu ár og þar sér varla til
sólar fyrir mengun af bíl-
um. Velti ég því fyrir mér
hvort svona mengun hafi
ekki áhrif á börn, þ.e. að
þau fái t.d. ofnæmi, asma
eða bólgur í ennis- og kinn-
holur.
Rúna.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 mjög veikur, 8 með-
vindur, 9 hörkufrosts, 10
aðgæti, 11 munnbiti, 13
rás, 15 nagdýrs, 18 vinn-
ingur, 21 tryllt, 22 sori,
23 æviskeiðið, 24 blys.
LÓÐRÉTT
2 viðdvöl, 3 þolna, 4 votir,
5 snúin, 6 ljómi, 7 duft, 12
mánuður, 14 vafi, 15
stæk, 16 syllu, 17 stillt, 18
hvell, 19 borguðu, 20
streymdi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fölur, 4 skörp, 7 ræfil, 8 aular, 9 arð, 11 aurs,
13 egna, 14 ótukt, 15 hnýt, 17 alda, 20 ata, 22 afinn, 23
rúmar, 24 nagga, 25 auður.
Lóðrétt: 1 förla, 2 lofar, 3 rola, 4 spað, 5 öflug, 6 púrra,
10 raust, 12 sót, 13 eta, 15 hjarn, 16 ýring, 18 lamað, 19
akrar, 20 ansa, 21 arða.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16