Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 57
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 57
RAGNA Ingólfsdóttir og Sara
Jónsdóttir komust í gær í átta
manna úrslit í tvíliðaleik á Evr-
ópumeistaramótinu í badminton
sem nú stendur yfir í Genf í Sviss.
Þær sátu hjá í 32 manna úrslit-
unum en höfðu betur á móti Mayu
Ivanovu og Diönu Dimovu frá
Búlgaríu, 2:1, í 16 manna úrslit-
um, 4:15, 15:7 og 15:7. Andstæð-
ingar Rögnu og Söru í átta manna
úrslitunum verða Mia Audina og
Lotte Bruil frá Hollandi og eftir
því sem næst verður komist fer sú
viðureign fram í dag.
Þetta er síðasta mótið sem þær
stöllur taka þátt í sem gefur þeim
stig inn á heimslista badminton-
manna, en staða á þeim lista um
næstu mánaðamót ræður því
hverjum verður boðið að taka þátt
í badmintonkeppni Ólympíu-
leikanna í Aþenu í sumar. Ragna
og Sara eru nærri því að tryggja
sér öruggt sæti og því getur góð-
ur árangur á þessu móti gefið
þeim mikilvæg stig inn á listann.
Þær tóku einnig þátt í einliða-
leik en báðar heltust þær úr lest-
inni í fyrstu umferð. Ragna, sem
er nýkrýndur Íslandsmeistari, tap-
aði fyrir enskri stúlku, 11:2 og
11:0. Sara tapaði einnig í tveimur
lotum, báðum lyktaði 11:2. Ragna
og Sara eru einu íslensku badmin-
tonleikararnir sem taka þátt í
Evrópumeistaramótinu að þessu
sinni.
Ragna og Sara í átta
manna úrslit á EM í Genf
FÓLK
EFTIR að Celtic hafði leikið 32
deildarleiki án taps á keppnistíma-
bilinu, varð liðið að þola sitt fyrsta
tap á keppnistímabilinu í gærkvöldi
á heimavelli sínum í Glasgow, Park-
head. Það voru leikmenn Aberdeen
sem stöðvuðu sigurgöngu Celtic
með sigurmarki David Zdrilic eftir
að komið var fram yfir venjulegan
leiktíma, 2:1. Henrik Larsson skor-
aði fyrsta mark leiksins og var það
99. deildarmark Celtic í vetur.
DRAGAN Stojanovic, serbneskur
knattspyrnumaður sem hefur leikið
með Fjarðabyggð og Þrótti í Nes-
kaupstað undanfarin sex ár, er
genginn til liðs við 1. deildarlið Þórs
á Akureyri. Stojanovic er 36 ára og
var þjálfari og leikmaður Fjarða-
byggðar í 3. deild á síðasta ári.
HEIÐAR Davíð Bragason, kylf-
ingur úr Mosfellsbæ, hefur leik í dag
á Opna spænska meistaramótinu í
golfi sem fram fer á Kanaríeyjum.
Heiðar Davíð vann sér rétt til að
keppa í mótinu, sem er hluti af evr-
ópsku mótaröðinni, með sigri á móti
á Spáni fyrr í vetur.
KAPPINN hefur leik á fyrstu holu
klukkan 12.45 að íslenskum tíma
ásamt Daniel Gaunt frá Ástralíu og
Carlosi Balmased frá Spáni. Heiðar
Davíð hefur dvalið á Spáni undan-
farnar vikur við æfingar og segist
vera tilbúinn í slaginn.
GEOFFREY Richmond, sem
starfað hefur sem ráðgjafi stjórnar
Leeds, er hættur og er ástæðan
sögð heilsufar hans og persónulegar
ástæður. Richmond var um tíma
forseti Bradford en hefur undan-
farna mánuði aðstoðað Leeds við að
koma undir sig fótunum á nýjan leik
með endurskipulagningu og fjár-
mögnun. Sonur hans, David, mun
með þessu ráða ansi miklu hjá
Leeds.
GEORGE Hardwick, fyrrverandi
fyrirliði enska landsliðsins í knatt-
spyrnu, lést á mánudaginn, 84 ára
að aldri. Hardwick lék með Middles-
brough og þjálfaði hollenska landsli-
ið á árunum 1959–61. Hann er einn
þeirra 100 sem settir voru í flokkinn
„Goðsögn fótboltans“ árið 1998.
Hann lék 17 landsleiki í síðari
heimsstyrjöldinni og var fyrirliði í
þeim öllum, en á þessum árum var
hann í konunglega flughernum. Eft-
ir stríðið lék hann 12 landsleiki en
varð að hætta vegna hnémeiðsla.
Stytta af honum stendur utan við
Riversite Stadium í Middlesbrough.
ALAN Shearer, framherji New-
castle, segist tilbúinn til að fórna
svo til öllu fyrir sigur í UEFA bik-
arnum. Newcastle tekur á móti
Marseille í dag. „Auðvitað vildi ég
bæði ná langt í deildinni heima og
UEFA-bikarnum, það væri það
æskilegasta. En í raunveruleikanum
eins og hann er núna væri ég til í að
fórna deildinni fyrir UEFA-bikarn-
inn,“ sagði Shearer í gær.
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í
handknattleik hafa hafið við-
ræður við Atla Hilmarsson um að
hann verði næsti þjálfari liðsins.
Stjórnarmaður í handknattleiks-
deild Hauka staðfesti í samtali
við Morgunblaðið í gær að rætt
hefði verið við Atla og að hann
væri efstur á óskalista félagsins
um að taka við liðinu. Atli ákvað
að hætta sem þjálfari hjá Fries-
enheim í Þýskalandi síðastliðið
vor eftir eins árs starf en þar áð-
ur var hann þjálfari KA og gerði
liðið að Íslandsmeisturum fyrir
tveimur árum.
Páll Ólafsson er nú við stjórn-
völinn hjá Haukum en hann tók
við af Viggó Sigurðssyni þegar
hann hætti störfum í byrjun febr-
úar í kjölfar þess að honum var
tilkynnt að samningur hans við
félagið yrði ekki endurnýjaður.
Páll tilkynnti strax að þetta væri
aðeins til bráðabirgða og hann
sæktist ekki eftir því að halda
áfram með liðið á næstu leiktíð,
en undir hans stjórn voru Haukar
krýndir deildarmeistarar á dög-
unum.
Ekki eru fyrirséðar miklar
breytingar á leikmannahópi
Hauka fyrir næsta tímabil. Nær
allir leikmenn liðsins eru samn-
ingsbundnir en þó rennur samn-
ingur Aliksandr Shamkuts línu-
manns út í sumar og er óvíst
hvort hann verður framlengdur.
Þá þykir líklegt að Halldór Ing-
ólfsson hætti.
Haukar
vilja
fá Atla
Leikurinn í gær var afskaplega tíð-indalítill og sumir myndu örugg-
lega taka svo djúpt í árinni að segja
að hann hefði verið tíðindalaus. Það á
altént við um fyrri hálfleikinn sem er
einn sá daufasti sem sést hefur í
Meistaradeildinni. Gestirnir frá
Spáni komu greinilega til leiks með
það eina markmið að fá ekki á sig
mark. Svo alvarlega tóku þeir þetta
hlutverk sitt að þegar þeir fengu
hornspyrnur í fyrri hálfleik var með
herkjum að tveir leikmenn kæmu sér
fyrir í og við vítateig Porto. Hvorugt
lið fékk færi í fyrri hálfleik og í raun
var langt frá því að leikmönnum tæk-
ist að skapa hættu við mark mótherj-
anna.
Í síðari hálfleik fengu heimamenn
þrjú þokkaleg færi, skot í slá, skalli
rétt framhjá stönginni eftir auka-
spyrnu og einu sinni þurfti Molina
markvörður Deportivo að slá boltann
af kolli heimamanna á markteignum.
Andrade, sem lék í eina tíð með
Porto, var rekinn af velli undir lok
leiksins, danglaði laust með fætinum í
Deco þar sem hann sat á vellinum, en
þetta var greinilega gert til gamans
því hann brosti til kappans þegar
hann gerði þetta. Dómarinn var samt
ekki í vafa. Rautt spjald og bann í síð-
ari leiknum rétt eins og Silva sem
krækti sér í gult spjald í fyrri hálfleik
fyrir mótmæli.
„Mér sýnist að við verðum að leika
jafnvel í síðari leiknum og við gerðum
á móti AC Milan þegar við unnum þá
í La Coruna,“ sagði Andrade, leik-
maður Deportivo eftir leikinn. Fyrir
leikinn sagðist hann vera ánægður
með 1:1 jafntefli en hann var að sjálf-
sögðu enn ánægðari með 0:0 jafntefli.
Jose Mourinho, þjálfari Porto, var
ekki ánægður eftir leikinn. „Þetta var
dapurt og ef lið kemur með svona
ásetning til leiks og dómarinn lætur
það viðgangast að menn megi ekki fá
boltann án þess að vera sparkaðir
niður þá verður alltaf erfitt fyrir mót-
herjann að gera eitthvað. Jafnteflið
er samt ekki alslæmt því við eigum
eftir að leika í La Coruna og við eig-
um enn möguleika. Leikmenn mínir
voru mjög leiðir eftir leikinn enda
vorum við með boltann nær allan tím-
ann, en einhver pressa hefur sjálf-
sagt verið á mínum mönnum þannig
að þeir náðu ekki að skapa sér nægi-
lega mörg færi,“ sagði þjálfarinn.
Reuters
Carlos Alberto, leikmaður Porto, hoppar yfir Jorge
Andrade og félagi hans Manuel Pablo fylgist með.
Varnarleikur
Deportivo dugði
PORTO og Deportivo la Coruna gerðu markalaust jafntefli í af-
skaplega daufum leik þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í undan-
úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Leikið var í Porto og
geta leikmenn Deportivo vel við unað því þeir eiga heimaleikinn eft-
ir og þar hafa þeir ekki fengið á sig mark í deildinni til þessa.
ROMAN Abramovich, eigandi
Chelsea, ásamt stjórnarformanninum
Peter Kenyon fóru hálfgerða fýluferð
til Vigo á Spáni í vikunni, sólarhring
áður en Chelsea spilaði einn sinn mik-
ilvægasta knattspyrnuleik frá upp-
hafi.
Þeir félagar hugðust eiga leyni-
legan fund með José Mourinho, þjálf-
ara Porto, en á síðustu stundu afboð-
aði Mourinho komu sína og sendi
umboðsmann sinn til fundar við þá
Chelsea-menn.
Mourinho, sem er 41 árs, hefur skip-
að sér á bekk með þeim þjálfurum sem
eftirsóttastir eru, eftir frábært gengi
Porto í Meistaradeildinni, og for-
ráðamenn Chelsea sjá hann fyrir sér
sem arftaka Ítalans Claudio Ranieris.
Fýluferð
Chelsea-
manna
til Spánar
HANDKNATTLEIKSDEILD
Þórs á Akureyri á í viðræðum við
Rúnar Sigtryggsson, landsliðmann í
handknattleik, um að hann taki að
sér þjálfun liðsins á næstu leiktíð,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Mun Rúnar ekki hafa tekið
því fjarri að taka að sér þjálfun hjá
sínu gamla félagi en hann lék með
Þór áður en hann gekk til liðs við
Val, síðar Víking og Hauka áður en
hann flutti til Spánar og Þýskalands
þar sem hann leikur nú með 1. deild-
arliðinu Wallau Massenheim.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á dögunum þá kemur ekki
til þess að Rúnar leiki með Wallau á
næsta vetri og flest bendir til þess
að hann flytji heim. Samhliða þjálf-
un hyggst Rúnar leika með Þórslið-
inu og erði það mikill styrkur fyrir
liðið. Mikill hugur er í forráðamönn-
um handknattleiksdeildar Þórs og
hyggjast þeir blása til sóknar á
handknattleiksvellinum og er koma
Rúnars aðeins einn liður í sókninni,
ef af komu hans verður.
Þórsarar í viðræðum við Rúnar