Morgunblaðið - 22.04.2004, Síða 59
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 59
ÞAU djúpu spor sem Todmobile
hefur skilið eftir sig í sögu ís-
lenskrar dægurtónlistar sáust
glöggt þegar sveitin kom saman á
ný fullskipuð síðla síðasta árs til
að spila með Sinfóníunni. Höllin
troðfylltist og
komust færri að
en vildu. Ennþá
átti sveitin greini-
lega fleiri unnend-
ur en flestar aðr-
ar, og höfðu þeir
beðið lengi eftir þessari stundu, að
sjá þau þrjú saman aftur á tón-
leikum Andreu, Þorvald og Eyþór,
en síðustu árin hefur Eyþór verið
fjarri góðu gamni og kosið fremur
að beita kröftum sínum í bisness
og pólitík.
Klárlega var það líka góður
bisness og pólitík að ráðast í þessa
metnaðarfullu tónleika og í raun
löngu tímabært. Sinfónían hefur
gert nokkuð af þessu, að gera sér
dælt við popp- og rokksveitir, en
með æði misjöfnum árangri, verð-
ur að segja. En ef einhver íslensk
hljómsveit átti þann heiður skilinn
að fá að leika við undirleik Mela-
bandsins þá var það Todmobile því
að allt frá upphafi hefur tónlist
sveitarinnar haft sinfónískari skír-
skotun en gerist og gengur í popp-
tónlist. Það skýrir vitanlega klass-
ískur bakgrunnur þremenninganna
en þau voru öll nýstigin úr klass-
ísku tónlistarnámi þegar þau
kváðu sér fyrst hljóðs undir
Todmobile-nafninu í kringum 1988.
Og þetta skilaði sér líka í Höllinni
15 árum síðar því ekki hefur betur
tekist samvinna íslenskrar popp-
sveitar og Sinfóníunnar en einmitt
á þessum tónleikum.
Vissulega má finna ákveðna van-
kanta á. Þeir höfðu þó meira að
gera með smekk undirritaðs á efn-
isvali en útsetningar eða flutning,
sem var lýtalaus eins og við mátti
búast.
Þannig er að tónleikarnir virk-
uðu svolítið klofnir, gegndu tví-
þættu hlutverki sem ekki fór sam-
an. Í aðra röndina voru þetta
tónleikar poppsveitar með sinfóníu
en hina endurkomutónleikar. Með
því skarast óhjákvæmilega mark-
miðið og um leið áherslur í laga-
vali. Á meðan æskilegra hefði ver-
ið að lögin yrðu alfarið valin út frá
því hver þeirra kölluðu helst á sin-
fónískan flutning þá þurfti einnig
að taka tillit til þess að sveitin
hafði ekki leikið lengi fullskipuð og
því margir komnir til að fá að
heyra „gömlu góðu smellina“ – lög
sem ekkert endilega kalla á sinfón-
ísk tilþrif. Á það við lög eins og
„Ég heyri raddir“, „Eldlagið“,
„Stúlkan“ og „Pöddulagið“. Á full-
komnum Todfóníu-tónleikum hefði
maður náttúrlega viljað heyra
sjálft jómfrúrlag þeirra „Sameig-
inlegt“, „Requiem“ og „Næturlag-
ið“ af Todmobile og hið gullfallega
„Sofðu vært“ af Óperu. En það
verður ekki á allt kosið í þessum
heimi og ugglaust margir saknað
ofannefndra smella hefði þeim ver-
ið sleppt. Hins vegar eru þarna
líka lög sem fyrirfram virtust ekki
bjóða upp á mikil tilþrif en öðl-
uðust nýtt líf í sinfónískum bún-
ingi, þökk sé frábærum útsetning-
um Þorvaldar og Kjartans.
Austurlenskt yfirbragð á „Í tíg-
ullaga dal“ færði þann annars
fremur hefðbundna smell upp á ör-
lítið hærra plan og „Voodooman“
öðlaðist og stóraukna vigt við um-
skiptin. Svo hafði maður líka beðið
lengi eftir því að fá að heyra
meistaraverkið „Betra en nokkuð
annað“ útsett fyrir strengi og stór-
sveit og útkoman varð líka hreint
mögnuð eins og við var að búast –
hefði þó kannski mátt ganga alla
leið með það, sem og „Brúðkaups-
lagið“, og gefa poppritmaparinu al-
farið frí á kostnað „sinfónískari til-
þrifa“.
Ef hún telst góð þessi tilfinning
að fá að rifja upp þessa fínu tón-
leika með því að hlusta á hljóm-
diskinn þá er mynddiskurinn betra
en nokkuð – eða a.m.k. allflest
annað, því þar eru ekki bara þessir
eftirminnilegu tónleikar í frábær-
um hljómgæðum heldur einnig
smekkfullur aukadiskur, alls 160
mínútur, af eðalefni; frábærum
tónleikum sem sveitin hélt í Óp-
erunni – þar sem hún fann sig allt-
af best – ágæt fjögurra ára gömul
heimildarmynd um sögu sveitar-
innar og svo náttúrlega heil 14
tónlistarmyndbönd en segja má að
Todmobile hafi verið brautryðj-
endur í íslenskri tónlistarmynd-
bandagerð, alltaf að prófa nýjar
leiðir, létu t.d. gera fyrstu tölvu-
teiknimyndina, við „Eldlagið“. Sem
gerir þessi myndbönd öll að mjög
merkilegri heimild, þótt sum hver
séu vissulega orðin að börnum síns
tíma, ofsalega svöl í den en nú orð-
in hálfhlægileg – eins og gengur.
Virkilega eigulegur gripur þessi
mynddiskur, hreinlega nauðsyn-
legur fyrir alla unnendur Todmo-
bile, alla þessa sem fylltu Höllina
14. nóvember í fyrra, svo ekki sé
nú talað um hina sem urðu frá að
hverfa, því nú fá þeir loksins færi
á að njóta tónleikanna og meira til.
Tónlist
Sinfónísk
endurkoma
TODMOBILE
Todmobile Sinfónía
(CD)/ (DVD)
Umsögn um annars vegar hljómdiskinn
og hins vegar mynddiskinn Todmobile
Sinfónía. Báðar útgáfur innihalda upp-
töku frá tónleikum Todmobile og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll-
inni 14. nóvember 2003. Mynddiskurinn
inniheldur þar að auki upptöku frá tón-
leikum Todmobile í Íslensku óperunni 19.
nóvember 1993, heimildarmynd um sögu
Todmobile frá 2000 og 14 tónlistar-
myndbönd við lög sveitarinnar. Á tónleik-
unum í Höllinni 14. nóvember skipuðu
Todmobile þau Andrea Gylfadóttir söng-
ur, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítar og
söngur, Eyþór Arnalds selló og söngur,
Eiður Arnarson bassi, Ólafur Hólm Ein-
arsson trommur, Kjartan Valdemarsson
hljómborð. Þorvaldur Bjarni og Kjartan
útsettu lögin fyrir sinfóníuhljómsveit.
Bernharður Wilkinsson stjórnaði Sinfónu-
hljómsveit Íslands. Skífan gefur út.
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Kristinn
Hún er ennþá góð þessi tilfinning. Todmobile í allri sinni dýrð í Höllinni.
Framvegis verða íslenskum plöt-
um gefnar stjörnur á skalanum
ein upp í fimm.
LAGIÐ „The Long Face“ með Mínus
er það íslenska lag sem oftast var
spilað á Rás 2 fyrstu 3 mánuði ársins
2004. Land & synir eiga lagið í öðru
sæti og sýnir það fjölbreytileika
gömlu Rásarinnar í efnisvali. En hér
fyrir neðan er topp 10 listinn.
1. The Long Face / Mínus
2. Verð að fá þig / Land & synir
3. Ást / Ragnheiður Gröndal
4. I Need To Know / Joseph Locsin
5. Er það of seint / Eyjólfur Krist-
jánsson
6. Hef ég heyrt þetta áður / Stuð-
menn
7. Fyrirgefðu mér / Bubbi
Morthens
8. Brúðkaupslagið / Todmobile
9. Why Stop Dancing / Lára Rún-
ars
10. Ég redda því / Buttercup …
Jón Ólafsson, tónlistarmaður úr
Ný dönsk og fleiri góðkunnum bönd-
um og mikilsmetinn stjórnandi sjón-
varpsþáttanna Af fingrum fram,
leggur á næstunni upp í sína fyrstu
sólótónleikaröð um landið, að því er
fram kemur á Popplandsvef Rásar 2.
Stefnir Jón á að leika á einum fjór-
tán tónleikum vítt og breitt um land-
ið. Meðspilari Jóns á tónleikunum
verður Stefán Már Magnússon
Geirfugla- og Miðnesmaður en á sér-
stökum tónleikum í Salnum í Kópa-
vogi 16. maí nýtur hann fulltingis
heillar hljómsveitar. Tónleikaröð
Jóns hefst á Ísafirði 29. apríl …
POPPkorn
Nemendur eru á aldrinum 10-15 ára
Dvalið er í 6 daga
Námskeið 1 04. - 09. júní, 1. stig
Námskeið 2 11. - 16. júní, 1. stig
Námskeið 3 19. - 24. júní, 1. og 2. stig
Námskeið 4 06. - 11. júlí, 1. stig
Námskeið 5 15. - 20. júlí, 1. og 2. stig
Námskeið 6 23. - 28. júlí, 1. og 2. stig
Námskeið 7 04. - 09. ágúst, 1. og 3. stig
Reiðskólinn
Hrauni,
Grímsnesi,
15 ára
www.mmedia.is/hrauni
sími 897 1992
Reiðskólinn Hrauni er orðin 15 ára og mun verða sérstök
afmælishátíð á öllum námskeiðum.
Allir nemendur fá gjöf frá Reiðskólanum Hrauni.
Reiðskólinn Hrauni - þar sem hestamennskan hefst!
OPIÐ Í DAG
13-17
AF ÖLLUM VÖRUM Í DAG
AFSLÁTTUR
10%
10% afsláttur
af öllum vörum í dag
gleðilegt sumar
opið í dag 13-17
DKNY
Nicole Farhi
IKKS
Gerard Darel
Paul et Joe
Seller
Vent Couvert
laugavegi 91 s.562 0625
laugavegi 91 - s.511 1717 - www.ntc.is
LAUGAVEGI
S.511 1750
OPIÐ Í DAG
13-17
10%
SUMARAFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM