Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 59 ÞAU djúpu spor sem Todmobile hefur skilið eftir sig í sögu ís- lenskrar dægurtónlistar sáust glöggt þegar sveitin kom saman á ný fullskipuð síðla síðasta árs til að spila með Sinfóníunni. Höllin troðfylltist og komust færri að en vildu. Ennþá átti sveitin greini- lega fleiri unnend- ur en flestar aðr- ar, og höfðu þeir beðið lengi eftir þessari stundu, að sjá þau þrjú saman aftur á tón- leikum Andreu, Þorvald og Eyþór, en síðustu árin hefur Eyþór verið fjarri góðu gamni og kosið fremur að beita kröftum sínum í bisness og pólitík. Klárlega var það líka góður bisness og pólitík að ráðast í þessa metnaðarfullu tónleika og í raun löngu tímabært. Sinfónían hefur gert nokkuð af þessu, að gera sér dælt við popp- og rokksveitir, en með æði misjöfnum árangri, verð- ur að segja. En ef einhver íslensk hljómsveit átti þann heiður skilinn að fá að leika við undirleik Mela- bandsins þá var það Todmobile því að allt frá upphafi hefur tónlist sveitarinnar haft sinfónískari skír- skotun en gerist og gengur í popp- tónlist. Það skýrir vitanlega klass- ískur bakgrunnur þremenninganna en þau voru öll nýstigin úr klass- ísku tónlistarnámi þegar þau kváðu sér fyrst hljóðs undir Todmobile-nafninu í kringum 1988. Og þetta skilaði sér líka í Höllinni 15 árum síðar því ekki hefur betur tekist samvinna íslenskrar popp- sveitar og Sinfóníunnar en einmitt á þessum tónleikum. Vissulega má finna ákveðna van- kanta á. Þeir höfðu þó meira að gera með smekk undirritaðs á efn- isvali en útsetningar eða flutning, sem var lýtalaus eins og við mátti búast. Þannig er að tónleikarnir virk- uðu svolítið klofnir, gegndu tví- þættu hlutverki sem ekki fór sam- an. Í aðra röndina voru þetta tónleikar poppsveitar með sinfóníu en hina endurkomutónleikar. Með því skarast óhjákvæmilega mark- miðið og um leið áherslur í laga- vali. Á meðan æskilegra hefði ver- ið að lögin yrðu alfarið valin út frá því hver þeirra kölluðu helst á sin- fónískan flutning þá þurfti einnig að taka tillit til þess að sveitin hafði ekki leikið lengi fullskipuð og því margir komnir til að fá að heyra „gömlu góðu smellina“ – lög sem ekkert endilega kalla á sinfón- ísk tilþrif. Á það við lög eins og „Ég heyri raddir“, „Eldlagið“, „Stúlkan“ og „Pöddulagið“. Á full- komnum Todfóníu-tónleikum hefði maður náttúrlega viljað heyra sjálft jómfrúrlag þeirra „Sameig- inlegt“, „Requiem“ og „Næturlag- ið“ af Todmobile og hið gullfallega „Sofðu vært“ af Óperu. En það verður ekki á allt kosið í þessum heimi og ugglaust margir saknað ofannefndra smella hefði þeim ver- ið sleppt. Hins vegar eru þarna líka lög sem fyrirfram virtust ekki bjóða upp á mikil tilþrif en öðl- uðust nýtt líf í sinfónískum bún- ingi, þökk sé frábærum útsetning- um Þorvaldar og Kjartans. Austurlenskt yfirbragð á „Í tíg- ullaga dal“ færði þann annars fremur hefðbundna smell upp á ör- lítið hærra plan og „Voodooman“ öðlaðist og stóraukna vigt við um- skiptin. Svo hafði maður líka beðið lengi eftir því að fá að heyra meistaraverkið „Betra en nokkuð annað“ útsett fyrir strengi og stór- sveit og útkoman varð líka hreint mögnuð eins og við var að búast – hefði þó kannski mátt ganga alla leið með það, sem og „Brúðkaups- lagið“, og gefa poppritmaparinu al- farið frí á kostnað „sinfónískari til- þrifa“. Ef hún telst góð þessi tilfinning að fá að rifja upp þessa fínu tón- leika með því að hlusta á hljóm- diskinn þá er mynddiskurinn betra en nokkuð – eða a.m.k. allflest annað, því þar eru ekki bara þessir eftirminnilegu tónleikar í frábær- um hljómgæðum heldur einnig smekkfullur aukadiskur, alls 160 mínútur, af eðalefni; frábærum tónleikum sem sveitin hélt í Óp- erunni – þar sem hún fann sig allt- af best – ágæt fjögurra ára gömul heimildarmynd um sögu sveitar- innar og svo náttúrlega heil 14 tónlistarmyndbönd en segja má að Todmobile hafi verið brautryðj- endur í íslenskri tónlistarmynd- bandagerð, alltaf að prófa nýjar leiðir, létu t.d. gera fyrstu tölvu- teiknimyndina, við „Eldlagið“. Sem gerir þessi myndbönd öll að mjög merkilegri heimild, þótt sum hver séu vissulega orðin að börnum síns tíma, ofsalega svöl í den en nú orð- in hálfhlægileg – eins og gengur. Virkilega eigulegur gripur þessi mynddiskur, hreinlega nauðsyn- legur fyrir alla unnendur Todmo- bile, alla þessa sem fylltu Höllina 14. nóvember í fyrra, svo ekki sé nú talað um hina sem urðu frá að hverfa, því nú fá þeir loksins færi á að njóta tónleikanna og meira til. Tónlist Sinfónísk endurkoma TODMOBILE Todmobile Sinfónía  (CD)/ (DVD) Umsögn um annars vegar hljómdiskinn og hins vegar mynddiskinn Todmobile Sinfónía. Báðar útgáfur innihalda upp- töku frá tónleikum Todmobile og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll- inni 14. nóvember 2003. Mynddiskurinn inniheldur þar að auki upptöku frá tón- leikum Todmobile í Íslensku óperunni 19. nóvember 1993, heimildarmynd um sögu Todmobile frá 2000 og 14 tónlistar- myndbönd við lög sveitarinnar. Á tónleik- unum í Höllinni 14. nóvember skipuðu Todmobile þau Andrea Gylfadóttir söng- ur, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítar og söngur, Eyþór Arnalds selló og söngur, Eiður Arnarson bassi, Ólafur Hólm Ein- arsson trommur, Kjartan Valdemarsson hljómborð. Þorvaldur Bjarni og Kjartan útsettu lögin fyrir sinfóníuhljómsveit. Bernharður Wilkinsson stjórnaði Sinfónu- hljómsveit Íslands. Skífan gefur út. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Hún er ennþá góð þessi tilfinning. Todmobile í allri sinni dýrð í Höllinni. Framvegis verða íslenskum plöt- um gefnar stjörnur á skalanum ein upp í fimm. LAGIÐ „The Long Face“ með Mínus er það íslenska lag sem oftast var spilað á Rás 2 fyrstu 3 mánuði ársins 2004. Land & synir eiga lagið í öðru sæti og sýnir það fjölbreytileika gömlu Rásarinnar í efnisvali. En hér fyrir neðan er topp 10 listinn. 1. The Long Face / Mínus 2. Verð að fá þig / Land & synir 3. Ást / Ragnheiður Gröndal 4. I Need To Know / Joseph Locsin 5. Er það of seint / Eyjólfur Krist- jánsson 6. Hef ég heyrt þetta áður / Stuð- menn 7. Fyrirgefðu mér / Bubbi Morthens 8. Brúðkaupslagið / Todmobile 9. Why Stop Dancing / Lára Rún- ars 10. Ég redda því / Buttercup … Jón Ólafsson, tónlistarmaður úr Ný dönsk og fleiri góðkunnum bönd- um og mikilsmetinn stjórnandi sjón- varpsþáttanna Af fingrum fram, leggur á næstunni upp í sína fyrstu sólótónleikaröð um landið, að því er fram kemur á Popplandsvef Rásar 2. Stefnir Jón á að leika á einum fjór- tán tónleikum vítt og breitt um land- ið. Meðspilari Jóns á tónleikunum verður Stefán Már Magnússon Geirfugla- og Miðnesmaður en á sér- stökum tónleikum í Salnum í Kópa- vogi 16. maí nýtur hann fulltingis heillar hljómsveitar. Tónleikaröð Jóns hefst á Ísafirði 29. apríl … POPPkorn Nemendur eru á aldrinum 10-15 ára Dvalið er í 6 daga Námskeið 1 04. - 09. júní, 1. stig Námskeið 2 11. - 16. júní, 1. stig Námskeið 3 19. - 24. júní, 1. og 2. stig Námskeið 4 06. - 11. júlí, 1. stig Námskeið 5 15. - 20. júlí, 1. og 2. stig Námskeið 6 23. - 28. júlí, 1. og 2. stig Námskeið 7 04. - 09. ágúst, 1. og 3. stig Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi, 15 ára www.mmedia.is/hrauni sími 897 1992 Reiðskólinn Hrauni er orðin 15 ára og mun verða sérstök afmælishátíð á öllum námskeiðum. Allir nemendur fá gjöf frá Reiðskólanum Hrauni. Reiðskólinn Hrauni - þar sem hestamennskan hefst! OPIÐ Í DAG 13-17 AF ÖLLUM VÖRUM Í DAG AFSLÁTTUR 10% 10% afsláttur af öllum vörum í dag gleðilegt sumar opið í dag 13-17 DKNY Nicole Farhi IKKS Gerard Darel Paul et Joe Seller Vent Couvert laugavegi 91 s.562 0625 laugavegi 91 - s.511 1717 - www.ntc.is LAUGAVEGI S.511 1750 OPIÐ Í DAG 13-17 10% SUMARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.