Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
FYRS# FREMST
einar oddur kristjánsson: Hættir hjá VSÍ eftir samninga. sigurður
gíSli pálmason: Ungur, en þó einn af kandídötunum hjá VSÍ.
NYTT SKILTI
SAMI SENDIHERRA
Kannski er hægt að segja
að þetta sé alveg pínulítill
vitnisburður um ofboðslega
stóra atburði. Úr sér gengin
ráðstjórnin féll, ekki með
brauki og bramli heldur öllu
fremur með langvinnu
skrölti. Nú er það ærinn starfi
að fjarlægja vegsummerki
hennar í stóru og smáu, á öll-
um sviðum mannlífsins, og
reyndar vonandi að ekki
verði gengið svo langt að
eyðileggja menjar sem teljast
sögulegar. Heimsviðburða
sér líka merki á íslandi, þótt í
smáu sé. Það er búið að
skipta um skilti, sendiráð
Sovétríkjanna er orðið sendi-
ráð Rússlands. Sendiherrann
er þó hinn sami og áður, Igor
Krassavin — sá sem ólíkt
ýmsum kollegum sínum
glaptist ekki til að ánetjast
valdaránsmönnum í örvænt-
ingarfullri byltingartilraun
þeirra í sumar.
EINAR ODDUR Á
ÚTLEIÐ
Allt bendir til að nú sé upp
runnið síðasta samninga-
stríðið sem Einar Oddur
Kristjánsson berst í fyrir
hönd Vinnuveitendasam-
bandsins. Mun það vera
ásetningur Einars Odds að
víkja úr formannsstóli hjá VSÍ
áður en langt um líður og
sinna þeim mun betur fyrir-
tæki sínu, Hjálmi á Flateyri.
Þvi ríður á miklu fyrir Einar
Odd að samningar verði hag-
stæðir og hann fái góð eftir-
mæli í starfi. Þegar hafa verið
néfndir nokkrir kandidatar í
þessa áhrifamiklu stöðu og
eru það allt nokkuð ungir
menn, sem þegar hafa komist
til metorða en gætu kannski
hugsað sér að seilast ennþá
lengra. Þessir eru taldir helst-
ir: Kristinn Björnsson, for-
stjóri Skeljungs, Jóhann Óli
Guðmundsson, forstjóri
Securitas, og Sigurður Gísli
Pálmason, stjórnarformað-
ur Hagkaups.
GUÐRÚN FÓRNAÐI
SÉR
Eins og PRESSAN skýrði
frá fyrir skemmstu var mikill
ágreiningur í þingflokki Al-
þýðubandalagsins um skipan
fulltrúa í Þjóðleikhúsráð. Er-
lingur Gíslason, sem er
bandamaður Ólafs Ragnars
Grímssonar formanns, vildi
komast í ráðið, en Svavari
Gestssyni og fleiri þing-
mönnum leist mátulega á.
Laddi, talaðir þú líka
inn á aukamyndina á
Strumpamyndbandinu?
„Nei, en ég lék í henni
Laddi, Þórhallur Sigurðsson,
talaði inn á Strumpamyndina
frægu.
Eins heyrðust háværar raddir
innan úr Þjóðleikhúsi um að
Erlingur mætti ekki komast í
slíka lykilstöðu, en þeir eru
litlir vinir hann og Stefán
Baldursson þjóðleikhús-
stjóri sem reyndi að reka
Brynju Benediktsdóttur,
konu Erlings, úr starfi. Enda
fór svo að Erlingur hreppti
ekki hnossið, heldur urðu
lyktir þær að Guðrún Helga-
dóttir ákvað að fórna sér fyr-
ir samstöðuna í flokknum.
Henni mun þó hafa verið
þvert um geð að gera eitt-
hvað á hlut Erlings, enda er
hann gamall skólabróðir
hennar og ennfremur mun
Brynja hafa sett upp Óvita,
leikrit Guðrúnar, í tvígang.
HAFNFIRÐINGAR
ERU ÓMETANLEG-
IR
Tímamótaviðburður í ís-
lenskum handbolta varð nú í
vikunni og er það kannski til
marks um hvað handboltinn
hefur fallið í áliti hjá þjóðinni
að hérumbil enginn tók eftir
því. Það sem gerðist á svo-
kölluðu Austurríkismóti var
að Kristján Arason stór-
skytta skoraði l.lOOasta
mark sitt í landsleik. Endur-
koma hans í landsliðið hefur
semsagt haft margvíslegt
gildi. Það má líka vera ljóst á
markaskorun landsliðs-
manna að Hafnfirðingar eru
þjóðinni ómetanlegir. Næst-
mestu markamennirnir eru
náttúrlega líka úr Hafnar-
firði, þeir Þorgils Óttar Mat-
hiesen og Geir Hallsteins-
son. Þó eru þeir varla nema
hálfdrættingar á við Kristján
með um 550 mörk hvor.
VILJA ÞORSTEIN
BURT
Eins og kemur fram á öðr-
um stað í blaðinu ríkir mikil
úlfúð meðal kvikmyndagerð-
armanna. Einn þeirra sem
fast er sótt að er Þorsteinn
Jónsson, framkvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs. Tilefnið er
fjárframlag íslendinga til svo-
kallaðs Norræns kvikmynda-
verkefnis. Þar var Kristínu
Jóhannesdóttur leikstjóra
úthlutað stórum styrk til að
gera myndina „Svo á himni
sem á jörðu", þó gegn því skil-
yrði að íslendingar létu líka
fé af hendi rakna. Var ætlunin
að það yrði greitt með sér-
fjárveitingu úr menntamála-
ráðuneyti. Svavar Gestsson,
fyrrum menntamálaráð-
herra, útvegaði 10 miiljónir í
þessu skyni, en auk þess gaf
hann á síðustu ráðherradög-
um sínum loforð um að ekki
skyldi standa á að þær 14
milljónir sem vantaði upp á
yrðu greiddar af ráðuneytis-
fé. Var gefin út svohljóðandi
skuldaviðurkenning, sem
Tíu-Tíu, fyrirtæki Kristínar,
þurfti.til að standa í skilum
við hin Norðurlöndin. Nú
þykir andstæðingum Þor-
steins að þarna hafi hann ver-
ið býsna auðtrúa. Hann hafi
treyst því svo mjög að fjár-
veitingin kæmi úr ráðuneyt-
inu að hann hafi sjálfur skrif-
að undir skuldaviðurkenn-
inguna. Engin fjárveiting hafi
hins vegar komið og því sé
Kvikmyndasjóður nú gerður
ábyrgur fyrir greiðslunum til
Kristínar. Reyndar mun þeg-
ar búið að klípa sex milljónir
af ráðstöfunarfé sjóðsins
vegna þessa. Hrafn Gunn-
laugsson, stjórnarmaður í
Kvikmyndasjóði, og stuðn-
ingsmenn hans telja þetta svo
alvarlegt mál að þeir vilja að
Þorsteinn víki úr starfi. Ýmsir
andstæðingar Hrafns hafa
hins vegar brugðist við með
því að samþykkja yfirlýsingu
um stuðning við Þorstein.
kristinn björnsson:: Líka vonarpeningur hjá VSl. þorsteinn jónsson Treysti ráöuneytinu og skrifaöi upp á skuldaviðurkenningu. hrafn
gunnlaugsson: Vill Þorstein burt úr Kvikmyndasjóði. erlingur gislason: Komst ekki í Þjóðleikhúsráð. guðrún helgadóttir: Sest í ráðið en
langaði ekki mikið. kristján arason: Ellefu hundruð mörk.
L í T I L R Æ Ð I
afhagnýtu klámi
Mér er sagt að mörg stór-
kostlegustu afrek manns-
andans í raunvísindum hafi
verið unnin fyrir slys, mis-
skilning eða hreina tilviljun.
Þegar allir gáfuðustu, virt-
ustu og hæfustu efna- og eðl-
isfræðingar veraldarinnar
voru í því, fyrir nokkur-
.hundruð árum, að reyna að-
finna aðferð til að búa til gull
— einsog það er nú gáfulegt
— urðu framfarir í eðlis- og
efnafræði meiri en nokkru
sinni fyrr eða síðar, þó aldrei
tækist að búa til gull.
Menn semsagt „duttu
niðrá“ allan skollann fyrir
tilviljun.
Og enn er þetta að ske.
Arum saman hafa virtustu
fræðimenn þjóðarinnar úr
sálgeira félagsvísindanna
verið að velta því fyrir sér
hvernig haga bæri kyn-
fræðslu í skólum svo það
lokamarkmið næðist að
strákunum yrði Ijóst að
typpið er ekki bara til að
pissa með því og stelpurnar
þyrftu ekki frameftir öllum
aldrei að vaða í villu og
svíma um fjölnotagildi síns
apparats.
Auðvitað er Ijóst að þekk-
ingarskortur í þessum efn-
um getur valdið umtalsverð-
um „atferlisvandá' og þess-
vegna hefur það brunnið á
sálvísindamönnum að finna
lausn á kynfræðsluvandan-
um.
Nú er sú lausn fundin.
Að sáldra ríðingum inní
námsefni barna og myndum
af köllum og kellingum að
gera do-do á myndbands-
spólur til afþreyingar.
Hinar vinsælu mynd-
bandsspólur með Strumpun-
um urðu fyrir valinu en mér
er sagt að Strumpamyndir
endi gjarnan á samförum til
glöggvunar fyrir börn.
Þetta þótti svo fréttnæmt
að sjónvarpið brá á dögun-
um upp sýnishorni af þeim
Strumpaspólum sem kváðu
vera á boðstólum sem kyn-
lífsfræðsla fyrir börn; afar
djarfri mynd af berrassaðri
konu sem ég sá ekki betur
en væri að hnoða mör eða
kökudeig.
Ég fagna því af hjartans
grunni að þessi gamla að-
ferð til kynlífsfræðslu barna
skuli aftur vera komin í
gagnið.
Hér er nefnilega um að
ræða sjálfsnám með svipuðu
sniði og þegar ég var barn.
Við strákarnir vestur í bæ
vorum aldrei í teljandi kyn-
lífsfræðslusvelti. Þegar for-
eldrarnir héldu að við vær-
um að safna frímerkjum vor-
um við að safna píkumynd-
um og klámkortum og þegar
foreldrarnir glöddust í hjarta
sínu yfir því hvað við værum
iðnir að lesa biblíusögur lás-
um við „Kamasútra", ind-
verska fræðibók, sem þýdd
hafði verið á dönsku og
hafði að geyma bæði myndir
og nákvæmar lýsingar á sex-
tíu aðskiljanlegum ástarlífs-
stellingum sem síðan voru
sannreyndar í öllum hugsan-
legum skúmaskotum án
þess fræðilegur möguleiki
væri á því að stíga skrefið til
fulls.
Þegar stelpurnar þóttust
vera að leika sér með dúkk-
urnar sínar voru þær í raun
og veru með okkur strákana
einhversstaðar að húsabaki í
læknaleik og það voru sko
skemmtilegri læknisvitjanir
en þær sem maður þarf að
búa við núna, kominn á efri
ár.
Allir urðu, uppúr Kama-
sútra á dönsku, sérfræðing-
ar í kynferðismálum án þess
nokkrum dytti kynfræðsla
nokkurntíma í hug.
Og það sem meira var. All-
ir fengu yfir níu í dönsku.
Með Strumpaspólunum
hefur þessi aðferð verið end-
urvakin.
Að læða áríðandi kyn-
fræðslu inni hugskot bless-
aðra barnanna svona nánast
með móðurmjólkinni og án
þess þau verði þess vör.
Það er fyllsta ástæða til að
fagna þessu framtaki sem er
í raun lausn á aðsteðjandi
kynfræðsluvanda sálvís-
indageirans.
Heimanám barna í kynlífi,
með aðstoð Stumpanna,
verður til þess að unglingar
fara ekki, vegna menntunar-
skorts, að gera neina vit-
leysu milli rekkjuvoðanna.
Börnum landsins er opið
að hefja sjálfsnám í þessari
eftirsóttu fræðigrein.
Eða einsog segir í vísu
námsstjórans.
Jæja, nú er komið klám
með kynlífsfrseðslu á spólum
hentar fyrir heimanám
sem hæfir ekki í skólum.
Flosi
afsson