Pressan - 30.01.1992, Síða 13
FIMMTUDAGUR PBMSSAN 30. JANÚAR 1992
13
200 milljónir króna
190-4
180
170
160
150
140
130
120
0
at
110 -
o
z
Að neðan sést velta íslenskra aðalverktaka frá 1979 til 1990. Skífuritið þar fyrir neðan
sýnir hlutföll milli útgreiðslna Sameinaðra verktaka og eigna, sem eftir eru, en alls
ræðir þar um 5.375 milljónir króna.
Til vinstrí má svo sjá hvernig Halldór H. Jónsson og Byggingamiðstöðin hafa ávaxtað
sitt pund frá 1957. (Til samanburðar má geta þess að Halldór gæti tekið bíl frá BSR á
Lælqartorgi og farið sex sinnum til tungslins — fram og til baka — fyrir andvirði
raunávöxtunarfnnar (9.170%) og samt gefið bílstjóranum ríflegt þjórfé.)
Neðst í rammanum er svo að finna töflu, sem sýnir hvað helstu hluthafar í
Sameinuðum verktökum hafa fengið í sinn hlut og hver hlutdeild þeirra er í eignunum,
sem eftir verða.
6.000 milljónir króna að núvirði---------
100
90
80
70
60
Q
<
l>
W
0)
ot
<
z
0
V)
U)
z
'0
“í
50
U)
at
'0
Q
J
40----^
X
30
20
0
<
J
£
<
Ot
u.
z
U.
10 0
h
w
0 ™
PRESSAN/AM
Ot
D
h
3
J
I
Ot
<
z
0
ui
Q
0
ot
D
J
U)
Q
■M
U1
o:
o
h
O
Utgreiðslur S.V. & ElGIÐ FÉ
arðgreiðslur
FRÁ ÁRINU
1959
UTGREIÐSLUR FRA
Í.A.V. VEGNA SAMN-
INGS VIÐ RÍKIÐ
Eftirstandandi
EIGIÐ FÉ S.V.
’I
Utgreiðslur
ÚR S.V. TIL
HLUTHAFA
'O
□
■’« í’v y'r'
W
J
J
<
reginn hf 7,46% 100,0 100,7 28,7 171,6 401,0
Félag vatnsvirkja HF 7,00% 93,8 94,5 27,0 161,0 376,3
STOÐ HF
(Halldór H. Jónsson, Thor Ó. Thors og fleiri) 4,48% 60,0 60,5 17,2 103,0 240,7
BRÚ HF
(Erfingjar Þorbjörns í Borg og fleiri) 4,48% 60,0 60,5 17,2 103,0 240,7
goði hf 4,48% 60,0 60,5 17,2 103,0 240,7
Halldór H. jónsson 3,42% 45,8 46,2 13,2 78,7 183,9
Rafvirkjadeildin HF 3,68% 49,3 49,7 14,2 84,6 197,8
IÐNSAMTÖK HF 2,98% 40,0 40,2 1 11,5 68,5 160,2
Gulltoppur HF ; T
(Erfingjar Árna Snævarrs) 2,90% 38,9 39,1 11,2 66,7 155,9
Erfingjar GÚSTAVS Pálssonar
borgarverkfræðings 2,90% 38,9 39,1 11,2 66,7 155,9
ÝMSIR i
Þorkell Ingibergsson | 2,23% 29,9 30,11 8,6 51,3 119,9
Ingólfur Finnbogason 2,08% 27,9 28,1 8,0 47,8 111,8
Jón G. Halldórsson 1,66% 22,2 22,4 i 4,7 38,2 87,5
Thor Ó. Thors 0.90% 12,1 12,2 2,5 20,7 47,5
Snorri Tómasson 0,90% 12,1 12,2! 2,5 20,7 47,5
Gissur Símonarson 0,60% 8,0 8,1 2,3 13,8 32,2
á 33 árum hafa Sameinaðir
greitt hluthöfum sínum sam-
tals 338 milljónir króna að
núvirði, þar af um 235 millj-
ónir frá 1983 til og með 1991
og búast má við því að tæp-
lega 47 milljónir bætist við í
vor.
Við þessar 385 milljónir
bætast úthlutanir með þeim
hætti sem gert var með 900
milljónirnar; gefin eru út
jöfnunarhlutabréf og þau
lækkuð samdægurs og
greidd hluthöfum. Á fáeinum
árum hafa þessar greiðslur til
hluthafa numið um 1.350
milljónum króna að núvirði.
Arðgreiðslur upp á 385
milljónir, útgreiðsla hlutafjár
upp á 1.350 milljónir og nið-
urfærslan frá ÍA upp á 1.340
milljónir gera til samans ná-
lægt 3.100 milljónum króna
til eigenda SV. Eftir stendur
jákvæð eiginfjárstaða upp á
2.300 milljónir. Fyrir utan
fasteignir og bankainnstæður
er þar um að ræða mikilvæg
hlutabréf, sem stjórnarmenn
SV hafa notað til að auka
áhrif sín í öðrum fyrirtækj-
um. SV á 2,13 prósenta hlut í
Eimskipafélaginu, sem met-
inn er á um 115 milljónir — og
Eimskipafélagið ræður öllu í
Flugleiðum. SV er fimmti
stærsti hluthafinn í íslands-
banka með 3,76 prósent
hlutafjár.
Friðrik Þór Guömundsson
Frá fundi hjá Sameinuðum. Samsetning eigenda SV hefur
breyst verulega frá stofnun. Margir iðnaðarmenn eru enn
meðal eigenda, en hluthafahópurinn einkennist nú ekki síð-
ur af ekkjum, börnum og barnabörnum stofnenda.
Guðmundur og Pétur ekki hluthafar í SV
Guðmundur Pétursson og
Fétur Guömundsson lögfræð-
ingar segjast enga aðild eiga
að SV og enga fjármuni hafa
fengið í gegnum félagið
vegna útdeilingar á 900 millj-
ónunum margumtöluðu, eins
og sagt var í síðasta tölublaði
PRESSUNNAR.
Þar sagði að þeir feðgar
væru eigendur Stoðar hf.,
sem aftur væri eigandi Stál-
hamars sf. Hið rétta er að Pét-
ur er skráður stjórnarformað-
ur, eini aðalstjórnarmaður-
inn og prókúruhafi Stoðar, en
Guðmundur eini varastjórn-
armaðurinn. Þeir gegna trún-
aðar- og ábyrgðarstöðum, en
segjast ekki vera eigendur.
Ástæðan fyrir því að aðeins
einn maður skipar stjórn fé-
lagsins er að eigendur Stoðar
eru fjórir eða færri. í Morgun-
blaðinu er sagt að Thor Ó.
Thors og Halldór H. Jónsson
séu meðal eigendanna.
Þá hefur komið í ljós að
eignarhlutur Stálhamars sf. í
SV var seldur Sameinuðum
sjálfum. Eigendur Stálhamars
eru eftir sem áður Stoð og
Thor Ó. Thors. Eignaraðild
feðganna að SV er sam-
kvæmt þessu engin og biðjast
höfundar greinarinnar afsök-
unar á því að hafa haldið
öðru fram._______________
Friðrik Þór Guðmundsson
Sigurður Már Jónsson
UNDIR ÖXINNI
Ární Kolbeinsson
RÁÐUNHYTISSTJÓRI SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEVTISINS
“Ekki okkar
að leggja
mat á lögin“
— Af hverju mega rækjusjómenn ekki selja afla
sinn hverjum sem er?
„Það er af því að um rækjuvinnslu gilda aðrar regl-
ur en um aðra fiskvinnslu. Ofugt við aðgang að mið-
unum er fiskvinnsla almennt ekki háð opinberum
leyfum, ef frá eru skildar almennar kröfur um heil-
brigðisástand. Frá þessu er ein mikilvæg undantekn-
ing í lögum nr. 25 frá 1975 um samræmda vinnslu
sjávarafla og veiða sem háð eru sérstökum leyfum.
Þar segir meðal annars að leita skuli leyfis sjávarút-
vegsráðuneytisins til vinnslu á innfjarðarrækju. Þarna
eru líka ákvæði sem heimila ráðuneytinu að skipta
kvóta á milli báta og vinnslustöðva."
— Nú ertu að lýsa því hvernig lögin eru, en ekki
af hverju þau eru svona.
„Já, enda eru það stjórnmálamenn sem setja lögin
og færa rök fyrir þeim, ekki embættismenn. Þessi lög
voru sett áður en ég tók til starfa hér í ráðuneytinu,
en ég hygg að ákvæðin eigi rætur i því að þessar
veiðar eru nátengdari ákveðnum byggðarlögum en
flestar aðrar veiðar. Þær eru stundaðar grunnt víða á
Vestfjörðum og Húnaflóa og eru stundum kallaðar
kálgarðaveiðar. Það eru margir sem telja að það sé
réttur viðkomandi byggðarlaga að hafa einkaleyfi til
vinnslu á þeim rækjuafla sem kemur af innfjarðar-
miðum."
— Er það ekki undarleg ráðstöfun árið 1992 að
skikka menn til að selja afla sinn tilteknu fyrirtæki?
„Eg er hræddur um að þú verðir að spyrja stjórn-
málamennina um hvort þessar reglur eru góðar eða
vondar. Það er ekki embættismanna að segja til um
gæði laga; okkar hlutverk er að framfylgja þeim."
— En svo koma upp mál eins og á Bíldudal, þar
sem seljandinn vill ekki selja en er skikkaður til
þess af ráðuneytinu. Er þetta algengt?
„Svona mál koma alltaf upp á annað slagið. Ég
dreg enga dul á að það hefur alltaf verið erfitt að
framfylgja þessum lögum. Þetta mál er dæmi um
það."
— Stendur nokkuð til að breyta þessu?
„Þessi lög hafa alltaf veríð hluti af umræðunni um
stjórnun fiskveiða á íslandi. Nefndin, sem síðast end-
urskoðaði lögin, lagði ekki til neinar breytingar. Ég
veit ekki hvernig verður farið með málið í þeirri nefnd
sem nú situr."
Nýlega komu upp deilur á Bíldudal vegna reglna sem gilda um veiðar og
vinnslu á innfjardarrækju. Rækjuvinnslan á staðnum, Rækjuver hf., hafði ekki
fyrr i vetur getað tekið við afla til vinnslu og lönduðu þá Bíldudalsbátar annars
staðar. Nú eftir áramótin gat fyrirtækið tekið við afla, en þá neituðu sjómenn
að selja nema lögð yrði fram bankatrygging fyrir greiðslu. Málið kom til kasta
sjávarútvegsráðuneytis, sem sagði að sjómennimir yrðu að selja fyrirtækinu
afla sinn, sama hvað öllum bankaábyrgðum liði.