Pressan


Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 25

Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. JANÚAR 1992 25 MÓDEL WUFEV A JOHANSEN OG SIGURJON SIGURÐSSON HÁR HRUND FVRIR JÓA OG FELAGA HERRAFATNAÐUR SÆVAR KARL BANKASTRÆTIOG KRINGLUNNI DÖMUFATNAÐUR EVA VIÐ LAUGAVEG LJÓSMYNDARI BONNI STÍLISTIDÓRA EINARS Sjálfsagt á meginþorri þjóðarinnar eftir að fara á eina árshátíð eða fleiri á næstu tveimur mánuðum. Árshátíðin er oft hápunktur- inn í samkvæmislífi fólks. Það getur verið hátíðin hjá fyrir- tækinu. hestamannafélaginu, lionsklúbbnum eða átthaga- félaginu. En hvað svo sem fé- lagsskapurinn nefnist þá vilja allir skarta sínu fegursta og njóta þess besta í mat. drykk og skemmtan. Á næstu síðum má lesa nauðsynlegan og ónauðsyn- legan fróðleik um mannfagn- aði af ýmsu tagi. Hvert er hlutverk ræðumannsins, skemmtanastjórans, skemmtikraftsins, kokksins og síðast en ekki síst gest- anna sjálfra? KLASSÍSKUR OG FALLEGUR KLÆÐNAÐUR En enginn fer á stórfeng- legt skemmtikvöld öðruvísi en vel til hafður. Árshátíðar- klæðnaðurinn reynist mörg- um höfuðverkur og oftar en ekki er fátt boðlegt í klæða- skápnum, að mati eiganda hans, þegar líður að árshátíð. Við fengum Sœuar Karl Óla- son klæðskera og Mörtu Bjarnadóttur, eiganda Evu, í lið með okkur við að klæða upp glæsilegt par á leið á árs- hátíð. Herrann er að sjálfsögðu í smóking, en Sævar Karl segir að mönnum sé vart annað sæmandi en að mæta til há- tíðarinnar í smóking, þótt það geti farið eftir því hvar hún er haldin. Hann segir ís- lenskum karlmönnum nauð- syn að eiga smókingföt, því smóking gefi samkvæminu annað og glæsilegra yfir- bragð. Vorið 1992 eiga menn að klæðast tvíhnepptum, þunnum smóking úr alullar- efni með silki á boðungum. Sævar tekur einnig fram að enginn komi í smóking án þess að klæðast frakka, nema glampandi sól sé og hásumar. Daman klæðist frönskum samkvæmiskjól frá Lamonta. Marta segir stutta sam- kvæmiskjóla vinsæla. Þessi kjóll er sígildur og fallegur; klassískur klæðnaður sem ávallt stendur fyrir sínu. Sú sem þessu klæðist er falleg og glæsileg hvar sem er. BERGl Bergþór Pálsson óperusöngv- ari Eftirminnilegasta árshátíd- in? „Einu sinni í fyrra þá var ég að syngja eitthvert lag á hátíð hjá Verslunarmannafélaginu, að ég held. Mér fannst ég vera í vitlausri tóntegund og stoppaði eftir tvær eða þrjár setningar og spurði pianist- ann hvort þetta væri örugg- lega rétt tóntegund. Það var allt í lagi sko. Eg fór bara að hlæja. Svo hitti ég einhverja konu löngu, löngu seinna. Hún sagði: „Heyrðu, þú varst þarna á árshátíð hjá okkur og þú ruglaðist!" Það var það eina sem hún mundi eftir," segir Bergþór og hlær. SIGUF Sigursteinn Másson, frétta- maður á Stöð 2 Hver er eftirminnilegasta árshátíd sem þú hefur sótt? „Það var fyrir löngu þegar ég var i MH, þá var farið út að borða á Café Óperu. Ég var í skrítnu skapi þetta kvöld, þannig að ég tók mig til og pantaði mér hundrað ára gamalt koníak, því maður vildi aðeins fá að anda að sér 19. öldinni. Þegar ég fékk svo reikninginn lá við að ég and- aði ekki meir, því sjússinn kostaði 6 þúsund krónur. Ég fékk mér marga slíka. Á sömu árshátíð hafði ég meðferðis vindil, sem ég hafði keypt í Sviss. Sá var rúmlega hálfur metri að lengd og líklega ekki ætlast til að hann væri reyktur. Vindillinn vakti mikla lukku á árshátíðinni þangað til ég var kominn með hann á dans- gólfið í „Broadway" sáluga. Þar sá plötusnúðurinn ástæðu til að kalla í hátalara- kerfið: „þú þarna með vindil- inn, passaðu þig að kveikja ekki í stúlkunum“.“ Hvaö um misheppnudustu árshátíöina? „Það var þegar ég var að vinna hjá Sævari Karli. Þar féllu niður árshátíðir og í staðinn var starfsmönnum boðið upp á starfsþjálfun,

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.