Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 ÁRSHÁTÍÐIR & VETRARFAGNAÐIR Árshátíðamaturinn er háð- ur duttlungum tískunnar eins og svo margt annað. Ekki alls fyrir löngu lagði fólk sér vart annað til munns en reyktan og grafinn lax, en nú er hann úr móð. Lambið hefur lengi verið ráðandi sem aðalréttur á matseðlinum í mismunandi útfærslum. Lambalærið var lengi vel það heitasta á árshá- tiöum, svo og londonlambið svokallaða. Það þekkist þó ekki i dag. Núna ku þaö vera íituskertur lambahryggur sem trónir í efsta sæti vin- sældalista árshátíðagesta, aö sögn matreiðslumanna sem til þekkja. Nautið og svíniö bítast svo um annað og þriðja sætið, útfærð á mismunandi hátt að sjálfsögðu. Forréttir og eftirréttir eru ekki eins háðir tískunni. Þar getur allt gengið. Það mun ekki vera fá- títt að menn fái sér sjávar- réttasúpu í forrétt og einhvers konar ís i eftirrétt. Miklar breytingar hafa orðið á hrá- eínisvinnunni. í dag er gert meira úr hráefninu en áður. Vínmenningin hefur tekið miklum breytingum til hins betra á hinum hefðbundnu árshátíðum. Á áttunda ára- tugnum drukku menn gjarn- an tvöfaldan vodka í kók með matnum. Vínvakningin varð á síðasta áratug þegar íslend- ingar tóku upp á því að bragða á léttu víni, rauöu og hvítu, í auknum mæli. Kynn- ing á fínu víni hefur aukist hér á landi og ekki óalgengt að haldin séu námskeið í vin- drykkju með sæmilegum árangri. Raunar þykir mesta furða hversu vel hefur tekist að kenna íslenskum bænda- sonum og -dætrum að dreypa á víni aö hætti evrópskra ar- istókrata. í kjölfar bættrar vínmenn- ingar hafa skemmtanasiðir á árshátíðum batnað. í dag nýt- ur fólk þess meira að borða huggulegan og góðan mat, drekka gott vín og hafa þaö rólegt eftir á í stað þess að hella í sig brennivíni og berja bóndasoninn á næsta borði, sem hellti súpunni yfir eigin- konuna. T ækif ærisræður hápunktur ræðumennskunnar segir Ellert Schram ritstjóri „Það er að mínu mati mikil list að halda góða tækifæris- ræðu. Ég held að það sé eig- inlega hápunkturinn í ræðu- mennskunni, vegna þess að menn mega ekki vera leiðin- legir og ekki heldur of fróð- legir og menn mega ekki fara yfir markið i groddalegri kimni eða fyndni," segir Ell- erl Schram ritstjóri. Ellert hefur getið sér gott orð und- anfarin misseri sem frábær ræðumaður og þykir flytja svokallaðar tækifærisræður flestum betur. Sökum þessa hefur verið vinsælt hjá fé- lagasamtökum og klúbbum ýmiskonar að fá hann til að flytja stutta tölu um flest milli himins og jarðar og það sem þjóðarsálinni er hugleikið. „Þegar maður talar við svona hóp er hann yfirleitt mjög næmur á það ef maður fer yfir strikið, þannig að þetta er mikill vandi. Og mönnum tekst misjafnlega vel upp, mér eins og öðrum, í þeim efnum," heldur Ellert áfram. Hann segir það nauð- synlegt að ræðan sé flutt á réttum tíma að kvöldinu, sök- um þess að oft er fólk undir áhrifum áfengis og ræðuna þarf að halda áður en fólk verður of ölvað. „Maður reynir að vera á léttu nótunum og tala þannig að fólk hafi gaman af að hlusta á mann i tíu mínútur eða korter," segir Ellert. En kynnir hann sér hópinn sem hann á að fara að tala fyrir sérstaklega? „Því miður er nú oft ekki mikill tími til þess, ég er nú ekki atvinnumaður i faginu svo þetta er oft með mjög stuttum fyrirvara sem maður er beðinn að halda svona ræður. En auðvitað kynnir maður sér hvað félagsskapur- inn gengur út á og þá sem eru í fremstu röð í honum. Og að sjálfsögðu segir maður sögur eða fjallar um það efni sem maður heldur að viðkomandi samkunda þekki best. Ef maður er að tala á uppskeru- hátíð hjá knattspyrnufélagi, þá fjallar maður um fótbolt- ann og skemmtileg atvik honum tengd," svarar hann. Ellert segir svo gegna öðru máli þegar hann talar hjá kvenfélögum. Þá reynir hann að vera á þeim nótum sem hann telur kvenfólkið hafa áhuga á. Og er þá í hlutverki hins undirokaða heimilisföð- ur, eða hvað? „Þá er maður í hlutverki hins undirokaða karlmanns að lýsa hörmung- um sterka kynsins og þeim óhugnanlegu breytingum sem orðið hafa með auknu jafnrétti," svarar hann kím- inn. Ellert segir þetta hlutverk mjög erfitt og þá sérstaklega ef honum tekst ekki upp sem skyldi. Það hafi komið fyrir að brandararnir hafi misst marks, og þegar slíkt gerist missi menn dampinn. „Auk þess hefur maður lent i því að menn hafa verið búnir að fá sér of mikið og þá er ein- beitnin ekki sú sama," sagði Ellert að lokum. Skemmtanahald á árshátíðum Tímabil árshátíöa hefur um langt skeið verið mikill upp- gripatími fyrir skemmtikrafta landsins; grinista, músíkanta. ræðuskörunga, hagyrðinga og fleiri af slíku tagi. Þeir sem þykja voða skemmtilegir geta lifaö vel af árshátíðum einum saman. Þeir vinsæl- ustu i faginu sinna oft allt upp í 12 árshátíöum á einni helgi. Vinsælustu gestirnir á árshá- tiöum þessi misseri eru Laddi, Omar Ragnarsson, Spaugstofumenn, Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Diddú, svo dæmi séu nefnd. Undanfarin ár hefur það þó færst í vöxt aö þeir, sem árs- hátíðirnar halda. skipuleggi og sjái sjálfir um skemmtiat- riðin. Til eru fyndnir og skemmtilegir starfsmenn á hverjum vinnustað og því oft við hæfi að slíku fólki sé leyft að njóta sín. Til dæmis er al- gengt að sá skondnasti í fyrir- tækinu sé veislustjóri. Að sækja skemmtikrafta úr eigin röðum getur oft veriö heppi- legt ef hópurinn er samstillt- ur og allir þekkja alla. Svo er það líka ódýrara. Menn í veit- ingabransanum segjast merkja að meira sé sparað til árshátíða nú en oft áður. Þró- unin þar er. sem sagt, í stíl við annaö í þjóöfélaginu. Annaö sem hefur breyst í árshátíðabransanum er að dregið hefur úr ræöuhöldum sem voru að drepa alla hérna á árum áður. Það var siður að allir í stjórninni þyrftu að láta í sér heyra og helst helming- urinn úrsalnum aðþakka fyr- ir sig og þar fram eftir götum. Ekki eru allir á eitt sáttir uin að dregið hafi úr vinsæld- um utanaðkomandi skemmtikrafta á árshátíöum. .lóhannes Kristjánsson eftir- herma hefur haft nóg að gera við að skemmta landsmönn- um á slíkum hátíðum og segir síst minna að gera í ár. „Það er gaman að skemmta á árshátíðum. hvort sem það er hérna í Reykjavík eða úti á landi. Ég veit ekki af hverju það er, en einhvern veginn finnst mér skemmti- legast aö skemmta Hafnfirö- ingum og sjómönnum. Hins vegar þoli ég ekki hrokafullt fólk. Ég get alltaf fundið strauminn frá hrokagikkjum. Það er fólk sem situr og þegir. Þá er betra aö skemmta blindfullu liöi." Ertu med mismunundi dag- skrá fyrir rnismunandi hópa. eöa í>ení>ur /xrd suma í aUa? „Maður reynir að nasa upp hvers konar fólk þetta er til að geta komið meö rétta mat- inn. Ég mæti stundum tímarK^ lega til að heyra hljóðið í hópnum og bý þá eitthvað til á stundinni sem mér firmst eiga við." Þú sei>ir ekki klárnhrand- ara í saurnaklúblním?- „Ég segi aldrei klámbrand- ara. Þaö er algjörlega forboö- inn andskoti. Þótt einhver hafi gaman af þeim þá nenni ég ekki að segja þá. Annars byggist þetta ekki á bröndur- um hjá mér. Það er frekar sögustíll á þessu helvíti." Hefurdu lent í þeí «ð vera ekkert skemmtilegur? „Það var einhvern tíma á þriöjudagskviildi á Hótel Sögu. Mér var nú revndar sagt áður en ég kom að þaö þýddi ekkert að skemmta. Ég ætlaði bara aö hafa gaman af þvi sjálfur og ég held að eng- inn hafi tekið eftir mér. Samt skemmti ég í meira en hálf- tíma. Ég hafði nú gaman af því, þetta var voða skrítið eitthvað. Svo skemmti ég einu sinni á samkomu þar sem allir voru svo fullir að enginn tók heldur eftir mér. Þá hætti ég og enginn tók heldur eftir því. Ég fór bara í rólegheitunum." Hvaöan kemur fyndnin, úr stjórnrnálaheiminum eda einhverju ööru? „Ég mundi segja úr fjöl- miðlaheiminum. Fólk lifir al- gjörlega eftir því sem gerist í sjónvarpinu. Það sem ekki er í sjónvarpinu er ekki til. Það er nú málið, sko." Sigrún Hjálmtýsdóttir. eða Diddú. er ein af þeim persón- um sem eftirsóttasíár eru á svið árshátíðagesta. I ár er hún bókuð langt fram í tím- ann. Hverrug stemmning er ú úrshútídum? „Hún er aiveg frábær. að minnsta kosti þegar ég er að skemmta." segir Diddú og hlær. Hvernig ferdu ad þessu? „Ég hugsa að fólk sé nú allt- af vel upplagt á svona stund- um. Ég vona að ég skemmi það ekki. Undirtektirnar eru alltaf mjög góðar. Fólk stend- ur upp fvrir manni og öskrar „bravó". Það segir manni mikið um hvernig því líkar." Ertu med sama prógramm- /ð hverju sinni? „Nei. ég revni að passa að vera ekki alltaf með sama prógramm. Þó eru alltaf ein- hverjir sem heyra ákveðin lög aftur hjá manni. Það er svo erfitt að endurnýja fyrir hverja einustu árshátíð, því stundum er maður tvisvar á kvöldi. Ég held að fólk muni ekki endilega eftir einstaka lagi hjá manni. Það er stemmningin sem lifir í minni fólks. Stundum er maður al- veg í köku yfir að hafa farið með vitlaust orð einhvers staðar, en ekki er nokkur sála sem tekur eftir því." Þú hefur ekki ordid vör viö drykkjulœti? „Nei, ég hef nú komið fram alveg undir miðnætti og alltaf fengið rosa finar móttökur og alltaf þögn þegar ég syng. Svo eru bara öskur þegar það er búið. Ekki kvarta ég yfir því." Finnst þér einhver munur á aö skemmta í Reykjavík eöa úti á landi? „Þakklætið er annars eðlis úti á landi. Það er svo inni- legt, en ekki svona „jibbí jei". Fólkið þar sleppir ekki alveg eins fram af sér beislinu. Það ber mikla virðingu fyrir manni."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.