Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
ERLENDAR FRÉTTIR
S L Ú Ð U R
LOKSINS, LOKSINS
Eftir margra ára bar-
áttu hafa aðdáendur El-
vis Presley haft sigur
gegn bandarísku póst-
þjónustunni. Kóngurinn
verður sem sagt gefinn
út á frímerki á árinu.
Vonandi linnir þá kjaft-
æðinu í þeim sem segjast
hafa séð Presley á lífi nýlega, en það er skilyrði fyrir að
lenda á bandarísku frímerki að maður hafi verið dauð-
HVERNIG YRÐIAFKVÆMIÐ?
Það er greinilega of
snemmt að dæma Imeldu
Marcos, fyrrum forsetafrú á
Filippseyjum. í nýlegu sjón-
varpsviðtali við ástralskan
blaðamann talaði hún mjög
frjálslega um kynlíf sitt og
Saddam Hussein og tengdi
þetta tvennt svo ekki varð
um villst. Henni finnst
Saddam „mjög aðlaðandi“ og segist hafa heimsótt
hann oft í Bagdað - án þess að Ferdinand gamli væri
með í för.
HÆFIR KJflFTI SKEL
íslenskir áhorfendur CNN muna eftir
umræðuþættinum Crossfire, þar sem
annars ágætlega greindir stjórnendur
æpa á viðmælendur sína þegar mikið ligg-
ur við. Annar stjórnendanna, Pat Bu-
chanan, hefur látið af starfinu og farið að
berja á Bush forseta í prófkjörum. Nú
herma fregnir að við taki enginn annar en
illræmdasti frekjuhundur og hrokagikkur
landsins, John Henry Sununu.
HIISST1AF FRÉTTUNUNI
Leikkonan Melanie Griffith er loks-
ins komin tii jarðar frá plánetunni
sem hún virðist hafa dvalið á síðustu
áratugi. Hún leikur þýskan einkaritara
nasista í nýrri kvikmynd, Shining
Through, og varð að orði þegar hún
hafði lesið handritið: „Ég vissi ekki að
nasistar hefðu drepið sex milljónir
gyðinga. Það er rosalega margt fólk.“
NÆST Á DAGSKRfl
Talandi um nasista. Tímaritið Advert-
ising Age bað lesendur sína að stinga
upp á nafni að símaútvarpsþætti sem
Ku Kiux Klan-foringinn og íslandsvin-
urinn David Duke gæti tekið að sér
að stjórna. Meðal tillagna: Brennandi
spurningar, Undir lakinu og Guten
Morgen, Amerika.
ÞEGAR EIN BELJANIHÍGUR
Og úr því Presley fær að vera á frímerki, af hverju
ekki líka Buddy Holly? Þannig spyr bandaríski þing-
maðurinn Larry Com-
best, sem hefur gert
þennan málstað að
sínum. Combest beitir
þeim rökum að Holly
hafi ekki verið síðri
tónlistarmaður en
Presley og að auk þess
leiki ekki minnsti vafi á
að hann sé örugglega
dauður.
The .
Economist
Sendið engan mat
í fyrra var það Gorbatsjov sem betlaði og nú er það Jeltsín.
Hver er munurinn? í fyrsta lagi er ástandið miklu verra núna
og í öðru lagi hefur Jeltsín gert það sem Gorbatsjov þorði ekki
að gera og látið markaðslögmálin gilda þar sem orð Marx
stóðu áður. Nú þegar Rússar hafa gert nær allt, sem farið var
fram á, er komið að Vesturiöndum að láta verkin tala. En það
er ekki sama hvernig það er gert. Ef ekki er farið að með gát
rennur aðstoðin aðeins í vasa braskcu"a. Rússland er ekki leng-
ur risaveldi, en Rússar eru enn heimsmeistarar í spillingu. Það
- er misskilningutef menn halda að Rússa skorti mat. Hins veg-
ar skortir búfé þeirra fóður og lyf eru af skornum skammti. Til
langs tíma litið vantar Rússa samt mest beinharða peninga og
þar þurfa Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að
hjálpa til. Ekki einungis vegna þess að þeir hafi peningana,
heldur vegna þess að þeir geta og þurfa að setja skilyrði fyrir
lánunum, sem munu halda Rússum við efnið. Pólitík og pen-
ingar fara alltaf illa saman og sjóðurinn þarf að hafa vald til
þess að segja nei.
Griffith: Komin
heim
ur í tíu ár hið minnsta.
Imelda: með tvo í takinu
Presley: Dauöur
Viðreisn i rómönsku Ameríku?
I upphafi aldarinnar og
framyfir seinni heimsstyrjöld
voru miklar vonir bundnar
við Argentínu, Chile og Para-
guay, sem þóttu sameina allt
hið besta er nýi og gamli
heimurinn höfðu að bjóða. I
seinni tíð hefur rómanska
Ameríka hins vegar verið
tengd fátækt, einræði og
verðbólgu sem var jafnvel
hærri en á íslandi. Hugtakið
bananalýðveldi er heldur
ekki langt undan. Nú er ioks
svo komið málum að um álf-
una alla eru lýðræðislega
kjörin yfirvöld að koma á
efnahagsumbótum, sem eru
þegar farnar að skila árangri,
og pólitískur stöðugleiki hef-
ur líkast til aldrei verið meiri
frá því að ríkin hlutu sjálf-
stæði.
Enn sem komið er hefur ár-
angur efnahagsumbóta ekki
verið mikill, en miðað við
hinn landlæga efnahags-
vanda, sem hrjáð hefur íbúa
rómönsku Ameríku undan-
farna tvo áratugi, lofar árið
1992 góðu fyrir hinar 445
milljónir manna, sem álfuna
byggja.
Sérfræðingum ber saman
um að flest ríki Suður-Amer-
íku séu komin yfir erfiðasta
hjallann. Reyndar er enn á
brattan að sækja en eftir
langt tímabil stöðnunar og
skuldasöfnunar er hagvöxtur
farinn að gera vart við sig og
afborganir af lánum ekki
jafnmikil byrði og áður. Talið
er að á síðasta ári hafi 3%
hagvöxtur verið í rómönsku
Ameríku allri, en á síðasta
áratug var 10% samdráttur.
Þá hefur verðbólga hjaðnað
mjögeðaúr 1.186% árið 1990
í 202% árið 1991.
Ekki síður eru það gleðileg
tíðindi, að á síðasta ári tók
herinn hvergi völdin, og í
þeim 18 löndum af 19, þar
sem lýðræðislega kjörnar rík-
isstjórnir eru við völd, var
engin alvarleg valdaránstil-
raun gerð.
í mörgum ríkjanna má
segja að efnahagsundur sé
hafið. Argentína er gott dæmi
um það. Líkt og í mörgum ná-
grannaríkjum hennar var allt
undirlagt af þunglamalegu
skrifræði, valdafíknum hers-
höfðingjum og verndarstefnu
í viðskiptum, sem hélt lífinu í
stöðnuðum fyrirtækjum, var
letjandi um framleiðni en
hvatti til óraunhæfra kaup-
krafna öflugra verkalýðsfé-
laga, þrátt fyrir samdráttinn.
Carlos Menem tók við emb-
ætti forseta Argentínu 1989
og voru það fyrstu forseta-
skiptin í landinu í sex áratugi,
sem voru allt í senn; friðsam-
leg, lögleg og lýðræðisleg.
Hann greip þegar til mikilla
aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri
og sagði þegnum sínum að
leggja meira á sig og borga
skattana sína. Hann lækkaði
innflutningstolla að meðaltali
úr 35% í 11%, fækkaði opin-
berum starfsmönnum um
meira en 100.000 og einka-
væddi mörg óarðbær ríkis-
ur aflétt hverskyns viðskipta-
hömlum, komið reglu á ríkis-
fjármálin, látið gjaldeyris-
hömlur lönd og leið og í raun
komið á frjálsu markaðshag-
kerfi á einu og hálfu ári. Verð-
bólgan, sem var hvorki meira
né minna en 7.658% árið
1990, var komin niður í 180%
í fyrra og fer enn lækkandi.
Perú er enn í djúpri kreppu,
en samt sem áður sýna kann-
anir að Fujimori nýtur stuðn-
ings um 60% þjóðarinnar.
Vextir í rómönsku Ameríku
hafa almennt hækkað og eru
milli 20—40% á ári, þannig-
fyrirtækjum og mótmæla af-
námi vísitölubindingar
launa, en kaupmáttur hefur á
undanförnu ári dregist sam-
an um 20%. En þrátt fyrir
mótmæli stendur hinn bitri
sannleikur eftir: ríki Suð-
ur-Ameríku hafa ekkert svig-
rúm til þess að fara aftur í far
þriðjaheimssósíalismans, til
þess eru ekki til peningar og
enginn lánar peninga til
slíkra ríkja lengur.
í nýársræðu sinni sagði
Menem Argentínuforseti að
nýju ári fylgdu „engin krafta-
verk eða galdur manna af
Þrátt fyrir batnandi efnahag er alþýða manna víða ekki farin að njóta ávaxtanna og svarar með
mótmælum og verkföllum líkt og þessir opinberu starfsmenn í Brasilíu.
fyrirtæki, þar á meðal land-
símann og hið ríkisrekna
flugfélag.
Arið 1990 var verðbólga í
Argentínu 1.400%. í fyrra var
hún orðin 84%. í fyrsta skipti
í þrjú ár mældist hagvöxtur
og var hann 3,5%. Og þrátt
fyrir að hér sé um byltingar-
kenndar breytingar að ræða
hefur Menem notið meiri
stuðnings en nokkur gerði
ráð fyrir eins og sýndi sig í
þing- og fylkisstjórakosning-
um í september síðastliðnum,
þegar flokkur Menems vann
mikinn kosningasigur. Enn
eru þó mörg ljón í veginum,
verðlag enn hátt og verkföll
algeng.
Meira að segja Perú, sem er
eitt fátækasta ríki vesturálfu
og glímir þar að auki við
vinstrisinnaða skæruliða,
hefur tekið strikið upp á við.
Alberto Fujimori, hinn jap-
ansk-ættaði forseti Perú, hef-
að kaup á bílum, húsum eða
öðrum dýrum eignum eru
erfið eða útilokuð fyrir venju-
legt fólk. Uppþot og verkföll
hafa verið annar fylgifiskur
efnahagsaðgerðanna í mörg-
um ríkjum rómönsku Amer-
íku, því öreigarnir hafa litla
þolinmæði gagnvart efna-
hagsuppskurði, sem felst í því
að ríkið hættir að dæla út fé.
Hafa verður í huga að í flest-
um ríkjanna er ekki til svo
mikið sem vísir að velferðar-
öryggisneti til þess að taka
mesta skellinn af þeim, sem
verst eru settir.
Ekki eru allir ánægðir með
þá markaðshyggju, sem grip-
ið hefur um sig. I Brasilíu hafa
vinstrisinnaðir þingmenn
verið forseta landsins, Fern-
ando Collor de Mello, þránd-
ur í götu. Einnig hafa verka-
lýðsleiðtogar hiklaust beitt
verkfallsvopninu til þess að
koma í veg fyrir sölu á ríkis-
himnum, en ástandið mun
fara batnandi".
Flestir sérfræðingar telja
að nokkur ár muni líða þar til
viðreisn efnahagsins nær af
fullum þunga til alþýðu
manna, en rómanska Amer-
íka hefur ekki ótakmarkaðan
tíma. Hagkerfi heimsins er að
verða eitt og Suður-Ameríka
hefur ekki efni á að heltast úr
lestinni. Á móti kemur að
vaxtarskilyrði eru að mörgu
leyti mjög hagstæð. Náttúru-
auðlindir eru miklar, nóg er
af dugmiklu fólki og menntuð
millistétt er komin til áhrifa.
Nýtilkomin markaðshyggja,
sem undirstrikar tengingu
sáningar og uppskurðar og
leyfir fólki að njóta ávaxt-
anna, kann einmitt að vera sá
hvati, sem rómanska Amer-
íka hefur beðið eftir í hálfa
öld.
Andrés Magnússon