Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 34
34
____FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. JANÚAR 1992_
ERLENDAR FRÉTTIR
Ekki tilkippilegar þrátt fyrir karlmannlega tilburði embættismanna.
Embættismenn í fjármálaráðuneytinu í
Singapore leggja sig alla fram við að gera
konur þar óléttar. Þær hafa hins vegar
lítinn áhuga á barneignum og dekri við
ríkisreknar karlrembur.
Jakútía til
stjarnanna
Jakútía, sjálfstjórnarsvæði
austast í Síberíu, hefur ákveð-
ið að hleypa af stokkunum
eigin geimferðaáætlun. Mikl-
ar deilur standa yfir um hvort
leggja skuli áherslu á að
koma fyrsta Jakútanum út í
geiminn eða ómönnuðu
geimfari. Burtséð frá því eru
embættismenn þess fullvissir
að geimfar merkt Jakútíu
verði komið á sporbraut um
jörðu fyrir 1995. Nágranna-
lönd Jakútíu hafa látið í Ijós
vonir um að sporbraut geim-
farsins sneiði hjá borgum og
bæjum.
Lloyd's stokkað
upp
Breska tryggingamiðlunin
Lloyd’s hefur á undanförnum
árum farið illa út úr hvers
kyns hamförum, bæði af
manna völdum og náttúru,
og var á tímabili óttast að
Lloyd’s liðaðist í sundur. Nú
eru hafnar víðtækar breyt- j
ingar á miðluninni, hinar
fyrstu í 300 ár, en þær fela í
sér að ábyrgð tryggingasal-
anna er ekki lengur tak-
markalaus. Breska tímaritið
The Economist telur þó að
meira þurfi að koma til.
Höggdeyfður
geislaspllarí
Þrátt fyrir smæð geislaspil-
ara hefur verið erfitt að nota
þá á ferð, því þeir hökta við
hverja snögga hreyfingu. Nýr
Fisher-geislaspilari leysir
þetta vandamál. Diskurinn er
látinn snúast tvisvar sinnum
hraðar og les inn tónlist 4 sek-
úndur fram í tímann áður en
hlustandinn heyrir hana.
Jafnvel þótt spilarinn hökti er
tími til þess að endurlesa
þann kafla og hlustandinn
tekur ekki eftir neinu mis-
jöfnu. Verðið verður um tvö-
falt hærra en á venjulegum
spilurum.
I Singapore er sagður
brandari sem hljóðar eitt-
hvað á þessa leið: „Settu tvo
Breta með fallegri konu á
eyðiey og þeir fara að berjast
um hana. Settu tvo Frakka
með fallegri konu á eyðiey og
þeir ákveða að deila henni
með sér. Settu tvo Singa-
pore-búa með fallegri konu á
eyðiey og f>eir bíða eftir fyrir-
mælum frá ríkinu um hvað
þeir eiga að gera."
Brandarinn væri fyndnari
ef að baki honum lægi ekki
þjóðfélagsvandamál, sem er
barneignaleysi meðal há-
skólamenntaðra Singa-
pore-búa. Þetta hefur valdið
stjórnvöldum svo miklum
áhyggjum að fyrmm forseti
og alfaðir landsins, Lee Kuan
Yew, hefur lagt til að fjöl-
kvæni verði leyft.svo að nýta
megi vel menntaðar konur
(og þá væntanlega greindar)
til undaneldis, þjóðinni til
frambúðarheilla.
Vandinn er ekki getuleysi,
heldur öllu heldur kunnáttu-
leysi. Kynfræðsla í Singapore
er engin. í könnun sem gerð
var árið 1990 kom í Ijós að
þriðjungur aðspurðra
kvenna komst ekki að því
hvernig getnaður á sér stað
fyrr en eftir að þær höfðu lok-
ið námi.
„Það veit enginn hvar á að
setja hvað,” segir dr. Vytia-
lingam Atputharajah, sem
stóð fyrir könnuninni. Hann
er kvensjúkdómafræðingur
og hefur fengið til sín konur
sem héldu að þær væru ófrjó-
ar, en reyndust vera óspjall-
aðar. Dæmi eru um hjóna-
bönd sem staðið hafa í þrett-
án ár án þess að til náinna
kynna tækist að stofna milli
hjónanna.
Hámenntaðar konur eru
heldur ekki gæfulegt efni í al-
mennilegar eiginkonur að
mati karlmanna í Singapore.
Þeir hafa alist upp við undir-
gefni og dekur af kvenfólks
hálfu og gefa sig ekki í nein
nútímahjónabönd ótilneydd-
Og þá reynir ríkið að koma
til bjargar. Á fertugustu hæð í
fjármálaráðuneytinu í Singa-
pore er stofnun sem heitir Fé-
lagsþróunardeildin. Þetta er
kynningar- og hjónabands-
miðlun sem ríkið rekur fyrir
einhleypt, háskólamenntað
fólk. Þar er boðið upp á allt
frá námskeiðum í snyrtingu
til niðurgreiddra siglinga á
skemmtiferðaskipum. Þeir
sem vinna hjá ríkinu geta tek-
ið sér leyfi á fullum launum til
að taka þátt í því sem fjár-
málaráðuneytið býður ein-
hleypum upp á.
En það virðist ætla að fara
fyrir þessu ríkisframtaki eins
og mörgum öðrum: góður
ásetningur breytir ekki
mannanna hjartalagi. Þrátt
fyrir ríkisafskipti hefur við-
koma hjá háskólamenntuð-
um konum í Singapore
minnkað síðustu ár og emb-
ættismenn virðast ekki búa
yfir ímyndunaraflinu sem
þarf til að bæta úr því.
1.500 fallnir
á Haítí
Mannréttindasamtökin
Amnesty International segja
að meira en 1.500 manns hafi
fallið á eynni Haítí frá valda-
ráni hersins þar í september
síðastliðnum.
Börn á glapstigum
Lögreglan í Napólí er nú
farin að glugga í kladda
grunnskóla i borginni. Ekki
svo að skilja að hún hafi sér-
stakar áhyggjur af námsfram-
vindu barna þar, heldur hinu,
að mafían í borginni notfæri
sér í auknum mæli börn og
unglinga sem eiturlyfja-
sendla. Foreldrar, sem ekki
sjá til þess að börn þeirra
gangi í skóla. eiga á hættu
sekt eða forræðissviptingu.
ÍSLENSKT SJÓNARHORN
Gjaldþrot í velferðinni
Það hefur fátt kitlað
dönsku kaupmannssálina
meira upp á síðkastið í hrynj-
andi velferðarkerfi en gjald-
þrot tveggja manna, annars
vegar yfirvofandi gjaldþrot
Klaus nokkurs Riskærs, fyrr-
um undrabarns í fjármála-
heiminum, og hins vegar
uppgjör á þrotabúi Boje Niel-
sens, sem eitt sinn átti að
heita „ríkasti maður Dan-
merkur".
Gjaldþrot byggingastórlax-
ins Boje (sem heitir víst Bogi
upp á íslensku) varð fyrir níu
árum, að því er mér skilst
einkum að undirlagi fyrrver-
andi félaga hans, „Smukke
Axel“ Juhl-Jorgensens, en
hann vildi víst koma undir sig
fótunum einn og sjálfur í
bransanum og leist ekki á
augljósar geðveilur og of-
drykkju Boje. Karlinn þver-
neitaði öllu því sem heitír
greiðslustöðvun — vildi að
sögn ekki „láta setja sig í
spennitreyju" — og heill her-
skari lögfræðinga settist við
það með sveittan skallann að
gera upp búið. Boje flutti úr
fína húsinu sínu hjá Næstved,
þar sem kranarnir voru úr
gulli, sundlaugin risastór og
bílskúrinn fullur af dýrum bíl-
um í litla íbúð á Fredriksberg
og hafði ekki lengur úr að
spila öðru en bótunum frá fé-
lagsmálastofnun. Jú, reyndar
minnir 30 milljónir eða meira
(því Boje skuldaði náttúrlega
níu ára skatt af milljónafúlgu
sem hann kom ekki svo mik-
:ð sem litlaputta á) og samt á
hann eftir einar fimmtíu millj-
ónir, að því er fjölmiðlar hér
„B0je flutti úrfína húsinu sínu hjá
Nœstved, þar sem kranarnir voru úr
gulli, sundlaugin risastór og
bílskúrinn fullur af dýrum bílum í
litla íbúð á Fredriksberg... “
— „Smukke Axel" sendi hon-
um tuttugu þúsund kall
danskan á mánuði, fyrir að
„halda kjafti og vera stilltur".
Ef Baje birtist á mynd í dag-
blaði sást þar beiskur maður
sem var á því að á sér hefði
verið framið dómsmorð.
Og gott ef'karl hafði ekki
rétt fyrir sér með það. Nú er
semsagt búið að gera upp bú-
ið, kröfuhafar allir búnir að fá
sitt með vöxtum, lögfræðing-
arnir einar 40—50 milljónir
danskar, skatturinn að mig
komast næst. „Þrotabúið"
hefur þá verið rúmir tveir
milljarðar danskir, því mikið
af því sem undir það féll var
selt á smánarverði. Og nú
þegir Boje þunnu hljóði um
það, hvort hann ætlar að
höfða skaðabótamál til að fá
uppreisn æru og eitthvað af
aurunum sínum aftur.
Beje Nielsen er nú sosem
ekkert blessað guðslamb,
þótt hann sé alinn upp á
sannkristnu heimili og hafi
alltaf haldið barnatrúnni. Eft-
ir að konan hans dó lagðist
hann í drykkju og lenti í
vondum málum, veifaði m.a.
byssum og sýndi á sér ófagrar
hliðar í slagsmálum við lög-
reglu. Eftir að hann var lýstur
gjaldþrota 1982 skellti Juhl-
Jorgensen sér til Frakklands
til að eiga ekki á hættu að
Boje svifi á hann með byssur
og grimma hunda, og for-
stjóri þess kröfuhafa sem var
fremstur í flokki, Niels Forms-
gaard í Dansk Kaution, fór í
felur í hálfan mánuð eða svo,
auk þess að fá vörð við fyrir-
tækið. En kannski hefur Guð
bara þennan háttinn á við
áfengismeðferð eða verið að
reyna Beje eins og Job forð-
um, en þá ætti karl auðvitað
að fá allt sitt margfalt aftur,
samkvæmt bókinni. Það
verður framtíðin að leiða í
Ijós — þessa dagana ku Boje
Nielsen vera uppi í sveit með
nýju konunni, væntanlega að
sleikja sárin og hugsa sinn
gang.
Þeir Danir sem ég hef heyrt
oní hafa nokkra samúð með
Boje, en það hlakkar aftur á
móti í þeim þegar eigurnar
reytast af Riskær, sem hefur
m.a. orðið uppvís að því að
hafa austurlenskar þjónustur
á smánarlaunum. Nú er hann
að selja vinum sínum flugvél-
ar og bíla og er hættur að tala
kjaftgleiöur og sólbrúnn í
sjónvarpi um auð sinn og vel-
megun. Á mánudaginn kom
stærsta blaðið hans, Frede-
riksborg Amts Avis, út í síð-
asta sinn og brúnkan farin að
fölna á kappanum. Eflaust er
þarna í uppsiglingu athyglis-
vert gjaldþrotamál, en það
verður víst að bíða betri tíma
að velta vöngum yfir því.
Höfundur er rithöfundur i
Danmörku
Magnea J.
Matthíasdóttir