Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
39
Samkvæmt skoðanakörmun Skáís fyrir PRESSUNA fá sex af
tíu ráðherrum falleinkunn hjá þjóðinni. Þeir hafa ekki staðið
sig í embætti. Jóhanna Sigurðardóttir dúxar en Halldór
Blöndal og Sighvatur Björgvinsson fúxa.
þetta er í eina skiptið sem ein-
hver kemst nærri dúxinum
Jóhönnu.
Jón Sigurðsson er þriðji í
röðinni þegar hæstu ein-
kunnirnar eru skoðaðar. 36
prósent prófdómaranna gáfu
honum hærri einkunn en sjö.
10 prósent gáfu honum níu
eða tíu.
Næstur kom formaður
hans, Jón Baldvin Hannibals-
son. Af þátttakendum gáfu 35
prósent honum hærra en sjö
og 6 prósent annaðhvort níu
eða tíu.
Þorsteinn Pálsson kom
næstur. 37 prósent af þátttak-
endum gáfu honum sjö eða
hærra og 5 prósent níu eða
tíu. Og rétt á eftir honum
kom Friðrik Sophusson. 31
prósent gaf honum hærra en
sjö og 7 prósent annaðhvort
níu eða tíu.
FÁIR HRIFNIR AF
HALLDÓRI OG ÓLAFI
Halldór Blöndal var bæði
lægstur í meðaleinkunn og sá
ráðherranna sem fékk sjaldn-
ast góða einkunn. Aðeins 9
prósent gáfu honum hærri
einkunn en sjö og aðeins 1
prósent níu eða tíu. Ef Hall-
dór hefur unnið einhver að-
dáunarverð afrek hafa fáir
tekið eftir þeim.
Einkunnabók Ólafs G. Ein-
arssonar er líka fátæk af há-
um tölum. Aðeins 14 prósent
prófdómaranna gáfu honum
sjö eða hærra og aðeins 1
prósent fannst hann eiga níu
eða tíu skilið. Hann hefur því
heillað fáa upp úr skónum
með frammistöðu sinni í
menntamálaráðuneytinu.
Svipaða sögu er að segja af
Eiði Guðnasyni. Aðeins 18
prcsent gáfu honum hærra
en sjö og aðeins 3 prósentum
fannst hann eiga skilið níu
eða tíu í einkunn.
Sighvatur Björgvinsson
fékk örlitlu betri útkomu en
Eiður. 23 prósentum fannst
hann eiga að fá sjö eða meira.
5 prósent töldu að hann ætti
skilið að fá níu eða tíu í ein-
kunn.
Þessir fjórir; Halldór, Ólaf-
ur, Eiðúr og Sighvatur, eru
þeir ráðherrar sem eiga sér
fæsta stuðningsmenn. Þeir
eru umtalsvert á eftir hinum
ráðherrunum þegar hæstu
einkunnirnar eru skoðaðar.
Jóhanna er hins vegar í sér-
flokki hvað háar einkunnir
varðar, en þeir Davíð, Jón,
Jón Baldvin, Þorsteinn og
Friðrik skipa milliflokk.
FLESTUM í NÖP VIÐ
SIGHVAT OG
JÓN BALDVIN
Og nú er komið að svolitlu
fyrir þá sem hafa gaman af
óförum annarra: Hverjir ráð-
herranna fengu mest af
lægstu einkunnunum í bæk-
urnar sínar? Á hvaða ráð-
herra lýstu flestir prófdómar-
anna frati?
Ef allar allægstu einkunn-
irnar, eða frá 0 og upp í tvo,
eru skoðaðar kemur í ljós að
Sighvatur Björgvinsson
krækti í flestar þeirra. 38 pró-
sent prófdómaranna gáfu
honum svo lágt. 21 prósent
sagði að hann ætti ekki skilið
meira en núll. í það heila er
Sighvatur því mjög óvinsæll.
Næstur á eftir Sighvati í
lægstu einkunnunum kom
Jón Baldvin Hannibalsson.
Hann fékk jafnmörg núll en
21 prósent lét hann hafa það
í bókina. Samtals gáfu 33 pró-
sent honum tvo eða minna í
einkunn.
Næstir komu flokksbræð-
urnir Halldór Blöndal og
Davíð Oddsson. Báðir fengu
tvo eða minna frá 29 prósent-
um þátttakenda. Davíð stóð
sig þó aðeins verr þar sem
hann krækti í fleiri núll eða
frá 16 prósentum prófdómar-
anna. 13 prósent gáfu Hall-
dóri núll.
FÆSTUM ILLA VIÐ
JÓHÖNNU OG FLESTUM
STÓÐ Á SAMA UM EIÐ
Það kemur sjálfsagt engum
á óvart úr þessu að Jóhanna
Sigurðardóttir fékk minnst af
lágum einkunnum. Aðeins 13
prósent prófdómaranna gáfu
henni tvo eða minna og 6
prósent gáfu henni núll. Eng-
inn fékk færri núll.
Þorsteinn Páisson kom
næstur með 15 prósent ein-
kunnanna undir tveimur og 6
prósent núll. Miðað við að
hann var í fimmta sæti í háu
einkunnunum og semídúx í
meðaleinkunn hlýtur það að
teljast góður árangur. Sum-
um finnst hann mjög góður,
fáum slæmur og flestum
sæmilegur. Það er ekki aumt
af ráðherra í dag.
Það kemur kannski fleirum
á óvart að Eiður Guðnason
kom næstur. Aðeins 16 pró-
sent gáfu honum tvo eða
minna en hins gáfu 9 prósent
honum núll. Eins og áður
kom fram naut Eiður ekki
mikilla vinsælda. Samkvæmt
þessu nýtur hann ekki heldur
óvinsælda. Fólki virðist
standa mest á sama um Eið af
öllum ráðherrunum.
Friðrik Sophusson kom á
eftir Eiði með 18 prósent ein-
kunnanna undir tveimur og 6
prósent núll. Þarnæstur var
Ólafur G. Einarsson með 21
prósent einkunnanna undir
tveimur en 10 prósent núll.
Aðeins fjórir ráðherrar fengu
fleiri núll; Sighvatur, Jón
Baldvin, Davíð og Halldór. Á
eftir Ólafi og á undan Davíð
og Halldóri kom síðan Jón
Sigurðsson með 23 prósent
einkunnanna undir tveimur
og 8 prósent núll.
Sjálfsagt má líta á þessar
niðurstöður út frá hundrað
sjónarhornum. Ein aðferðin
er að skoða hvernig fallein-
kunnirnar skiptust á milli ráð-
herranna; þ.e.a.s. þær ein-
kunnir sem eru undir fimm.
Þá kemur Halldór Blöndal
verst út með 51 prósent, síð-
an Sighvatur með 50 prósent,
þá Davíð með 48 prósent, Jón
Baldvin með 44 prósent, Ól-
afur með 42 prósent, Jón Sig.
með 38 prósent, Eiður með
37 prósent, Friðrik með 34
prósent, Þorsteinn með 28
prósent og Jóhanna 25 pró-
sent.
Jóhanna fær bestu útkom-
una og Þorsteinn rétt aðeins
lakari.
Og ef fólk vill nota ein-
hverja aðra aðferð getur það
reiknað upp úr áðurnefndum
tölum eða gröfunum hér á
opnunni.
En það er sama hvernig er
reiknað; lágar einkunnir ráð-
herranna hækka ekki.
Cunnar Smári Egilsson
K Y N L í F
Pústopspælingar
hjá Páli
Bréfið frá Páli ersvo langt
að ég tæpi bara á helstu
spurningunum.
Hvenær uppgötvaðist
alnæmi? Það var um sum-
arið 1981 að sjúkdómurinn
alnæmi var uppgötvaður í
Bandaríkjunum þegar fór
að bera á ungum, samkyn-
hneigðum mönnum sem
reyndust hafa sýkst af sér-
stakri lungnabólgu, voru
með Kaposi-húðkrabba og
með ónæmiskerfið í ólagi.
Sjálf veiran sem veldur al:
næmi fannst ekki fyrr en
„ Getur skýringin
á því, hvers
vegna sjúk-
dómurinn
breiðist meira út
meðal gagnkyn-
hneigðra,
verið sú, að
„anal“mök hafi
fœrst í vöxt hjá
konum?“
árið 1983 og voru henni þá
gefin ýmis nöfn en heiti
hennar, sem nú er viður-
kennt út um allan heim, er
Human Immunodeficiency
Syndrome eða HlV-veiran.
Skæðari en krabbi eða
hjartasjúkdómar á ís-
landi? Alnæmi greindist
fyrst hér á landi árið 1985.
I desember síðastliðnum
höfðu samtals 69 einstakl-
ingar greinst með smit af
völdum HIV. Af þessum 69
hafa samtals 22 einstakl-
ingar greinst með alnæmi,
lokastig sjúkdómsins, og
eru 11 þeirra látnir. Fjöldi
nýrra tilfella árlega (ný-
gengi) er því 8,5 á hverja
100.000 íbúa. Lætur nærri
að í hverjum mánuði grein-
ist einn með HlV-smit. Ár-
lega deyja fleiri cif völdum
krabbameins og hjartasjúk-
dóma en alnæmis. Þeir sem
smitast af alnæmi eru flest-
ir í blóma lífsins og þó til
séu lyf sem auka lífslíkur
HlV-jákvæðra (þeir sem
hafa mælst með veiruna í
blóðinu) er ekki til lækning
í dag við alnæmi.
Einkenni smits? Margir
þeirra sem smitast eru ein-
kennalausir mánuðum
saman. Stundum fá þeir
bráð tímabundin einkenni
nokkrum vikum eftir smit,
til dæmis eitlastækkun,
hita, hálsbólgu eða húðút-
brot. Forstigseinkenni al-
næmis eru mjög fjölbreyti-
leg og geta átt við marga
aðra sjúkdóma, s.s. lang-
varandi eitlastækkun, hiti,
nætursviti, megrun, þrálát-
ur niðurgangur og sveppa-
sýking í munni, sljóleiki,
gleymni og kvíði. Eina leið-
in til að fullvissa sig um
hvort viðkomandi er smit-
aður af HIV er að fara í mót-
efnamæiingu og ganga úr
skugga um hvort mótefni
finnst í blóðinu.
Eru tungusugukossar
smitleið? HlV-veiran hefur
fundist í munnvatni sem og
fleiri líkamsvökvum. Það
þýðir samt ekki að munn-
vatn sé smitleið fyrir veir-
una því vafi leikur á að
magn veirunnar sé nægi-
legt til að slíkt sé mögulegt.
Þeir líkamsvökvar sem
smita mest eru blóð, sæði
og leggangaslím.
Er nokkuð ósenni-
legra en hver önnur
skýring að menn í Afr-
íku hafi upprunalega
nælt sér í þennan sjúk-
dóm með mökum við
apaketti? Það er ekki vitað
um uppruna veirunnar en
ýmsar kenningar hafa ver-
ið á lofti, þar á meðal þessi
sem þú nefnir. Líklega var
sjúkdómurinn til í Afríku
nokkrum árum áður en
fyrstu tilfellin greindust í
Bandaríkjunum.
Getur skýringin á því,
hvers vegna sjúkdómur-
inn breiðist nú meira út
meðal gagnkynhneigðra,
verið sú að „anal“mök
hafi færst í vöxt hjá kon-
um á síðari árum? Talað
er um að í sumum trúar-
brögðum sé meydóms-
himnan svo mildls virði
að óspjallaðar meyjar
bjóði bara upp á „púst-
opið“ til að gefa mönn-
um úrlausn? I Afríku, þar
sem margir karlar og konur
smitast af veirunni, er talið
að smit af völdum annarra
kynsjúkdóma hafi mest að
segja um kynjahlutfall smit-
aðra. Á íslandi er auðvelt
að leita læknis vegna ann-
arra kynsjúkdómaog lækn-
ingin er ókeypis og skýrir
það ef til vill að hluta að hér
er kynjahlutfallið annað
(hér greinist ein kona smit-
uð fyrir hverja sex karl-
menn). Ég dreg stórlega í
efa að íslenskar konur bjóði
upp á „pústopið" til að
fialda í meydóminn eða
sem getnaðarvörn.
Er gamli, góði gúmmí-
smokkurinn enn besta
vörnin gegn þessu fári
eins og hann var gagn-
vart gömlu samlífssjúk-
dómunum? Já, ef fólk ætl-
ar sér ekki að lifa skírlífi,
sem ég hygg að fáir íslend-
ingar íhugi sem valkost til
að verja sig gegn alnæmi
og öðrum kynsjúkdómum.
Páll á lokaorðið
Fáfræðin er fjári slæm
forðist allir hana.
Biðjum okkur betri bæn
en bíðum ekki bana.
Jóna Inglbjörg
Jónsdóttir
Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift:
Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.