Pressan - 30.01.1992, Page 42
42
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
\
smáa
letrið
Byrjum á spá:
Eftir tiu ár mun Guðbergur
Bergsson hætta aö tala ís-
lensku. Pessi sérkennilegi,
smámælti og útlenskulegi
framburður hans mun ágerast
og loks mun ekki nokkur mað-
ur skilja hvað hann er að segja.
Og þvi óskiljanlegri sem hann
veröur þeim mun trylltari
verður hlátur bókmenntafræð-
inganna. Og hæst munu þeir
hlæja þegar þeir halda að Guð-
bergurséað gera grin að þeim.
Eins og núna siðast, þegar
hann tók við bókmenntaverð-
laununum. Þá veinuðu bók-
menntafræðingarnir þegar
hann sagði að menntun þeirra,
þekking og fræði væru einskis-
verð. Kvenna-bókmenntafræð-
ingarnir hlógu hæst, þar sem
Guðbergur sagði að þeirra
fræði væru sérstaklega vitlaus.
Annars er þetta með fram-
burðinn hjá Guðbergi dálítið
skrítið. Hann er byrjaður að tala
eins og Geiri Sæm. Hins vegar
hlæja bókmenntafræðingarnir
ekki að Geira Sæm. Þeir fúlsa
ekki einu sinni við honum held-
ur láta eins og hann sé ekki til.
Þaó er hald manna að Geiri
tali svona og syngi til að fólk
haldi að hann sé að þvíkominn
að slá i gegn i útlöndum. Að
hans aðalmarkaðssvæði sé
ekki á íslandi. Það taki þvi vart
fyrir hann að læra málið. Eða
halda iþað, efhann hefur kunn-
að það fyrir.
Þetta er hægt að kalla Krist-
jáns Jóhannssonar-Erró-þró-
unina. Þvi minni og verri is-
lensku sem þeir tala þvi hærra
hefur frægðarsól þeirra risið i
útlöndum. Eða það hlýtur að
minnsta kosti að vera. Ef menn
hafa ekki öruggt bakland i út-
löndum er alltof hættulegt að
láta islenskuna drabbast niður.
Það er hætt við að þeir yrðu
einmana á elliheimilinu á
Stokkseyri.
Annar i þessum flokki erAtli
Eðvaldsson. Maður sér og
hlustar á hann tala i sjónvarp-
inu en áttar sig samt ekki á
hvers lenskur hann er. Bubbi
Morthens byrjaði lika að tala
svona á meðan hann var á tón-
leikaferð um Skandinaviu. Og
nú Guðbergur.
Þetta hefur reyndar verið
hægfara þróun hjá Guðbergi og
upphaf hennar er einhvers
staðar á sjöunda áratugnum
þegar fólk var að senda honum
kúk ipósti að launum fyrirTóm-
as Jónsson metsölubók. I hans
tilfelli má kannski frekar rekja
þetta til vægs taugaáfalls frek-
ar en skyndilegrar frægðar i
útlöndum (það er þekkt /
læknavisindunum að menn
missi mál i lengri eða skemmri
tima vegna slíks áfalls og þvi
ekki óliklegt að hægt sé að
missa framburðinn hægt og
sigandi).
En hvað um það. Það var til-
komumikið að fylgjast með
Guðbergi taka við verðlaunun-
um og þakka fyrir sig á þessu
máli. Það var eins og þessi
verðlaun skiptu einhverju máli.
Að minnsta kosti i smátima.
hættulegt ævintýr?
Sala sílikons til brjóstastækkunar hefur
malað gull fyrir framleiðendur þess. Á síð-
asta ári vöknuðu margar spurningar um
áhættu samfara sílikonígræðslu og hefur
bandaríska lyfjaeftirlitið beint þeim til-
mælum til þarlendra framleiðenda og not-
enda að notkun efnisins verði hætt um
tíma, eða þar til um miðjan febrúar þegar
yfirlýsingar er að vænta um mögulega
sjálfsofnæmissjúkdóma samfara sílikon-
ígræðslu.
Stór brjóst, lítil brjóst, eitt
brjóst eða ekkert brjóst.
Einkamál og réttur kvenna
eða hættulegt ævintýr fé-
gráðugra viðskiptafrömuða?
Sílikonbrjóst hafa verið mikið
til umræðu í erlendum fjöl-
miðlum síðustu misseri og þá
sér í lagi vestanhafs. Fréttir
um hugsanlega hættu sam-
fara sílikpnígræðslu hafa þó
náð til íslands og margar
spurningar vaknað. Til að
byrja með var deilt um
ákveðnar hættulegar tegund-
ir þessara sílikonpúða, en í
dag beinist smásjáin að hugs-
anlegum sjálfsofnæmissjúk-
dómum samfara sílikon-
ígræðslu. PRESSAN fór á stúf-
ana og kynnti sér málavöxtu.
Fjöldi kvenna sem gengist
hafa undir brjóstastækkunar-
aðgerð er gífurlegur. Skiptar
skoðanir eru um hvar fegrun-
araðgerðir af þessu tagi hóf-
ust en flestum ber saman um
að það hafi verið árið 1964
þegar berbrjósta dansmær,
Carol Doda að nafni, olli
miklum usla þegar hún lét
stækka barm sinn með 20 síli-
konsprautum.
í Bandaríkjunum er talið að
um tvær milljónir kvenna
gangi um með sílikon i brjóst-
um og í Bretlandi hafa um
um skaða. Utan um sílikon-
froðuna var efnið polyuret-
hane, sem er gerviefni, notað
m.a. við einangrun. Líkam-
inn myndar bandvef utan um
aðskotahluti og komið hefur í
ljós að bandvefur þessi vinn-
ur á polyurethane og eyðir
því. Hefur verið ógerningur
fyrir lækna að fjarlægja síli-
konpokana úr brjóstum
kvenna vegna þess að poly-
urethanið hefur samlagast
bandvefnum.
POLYURETHANE EKKI
NOTAÐ Á ÍSLANDI
í apríl síðastliðnum sendi
FDA frá sér yfirlýsingu þess
efnis að rannsóknir sýndu að
polyurethane gæti myndað
efnið 2,4-toluenediamine
(TDA), sem veldur lifrar-
krabba í rottum. Efnið hafði
þá verið á markaðnum í ein
átta ár og notað í miklum
fjölda sílikonígræðslna.
Polyurethane-sílikonpúðar
hafa ekki verið notaðir hér á
landi. Konur sem hafa geng-
ist undir brjóstastækkunarað-
gerð á íslandi geta því andað
rólega. Sílikon er misjafnlega
löng keðja og fer útlit þess
eftir lengd keðjunnar. Það
fæst í fljótandi formi, teygjan-
legri kvoðu og plötum. Þeir
Sílikonpúðanum er komið fyrir undir holhandarvöðvanum.
gerir brjóstið harðara." Þá er
möguleiki að frumur fjarlægi
þessa aðskotahluti og flytji þá
til eitlanna.
Aukaverkanir samfara síli-
konígræðslu eru nokkrar og
þá er helst að nefna hörð
brjóst. Um 20% kvenna fá
óeðlilega hörð brjóst eftir að-
gerð og lækningin við því er
að fjarlægja sílikonpúðana
og endurtaka aðgerðina. í
Vinstra brjóst konunnar hefur verið fjarlægt vegna krabbameins. Lýtalæknir merkir hvar nýtt
brjóst skal vera staðsett. Að lokinnl aðgerð viröist sem nýja brjóstið sé stærra. Þegar geir-
varta hefur verið búin til virðist meiri samsvörun á milli brjóstanna.
100.000 konur farið í brjósta-
aðgerð á síðustu 30 árum.
Hér á landi hófust aðgerðir
fyrir um 20 árum. Þó svo að
engar opinberar tölur séu til
um fjölda íslenskra kvenna
sem hafa nýtt sér þessa tækni
er talið að liðlega hundrað
aðgerðir séu framkvæmdar
ár hvert.
Samfara mikilli umræðu
um mögulega hættu við síli-
konígræðslu telja fjölmargar
amerískar konur að rétti
þeirra til að fara i aðgerð sé
ógnað. Telja þær eðlilegt að
konur taki sjálfar ábyrgð á
gerðum sínum. f október síð-
astliðnum höfðu um 400 kon-
ur gert sér ferð til bandaríska
lyfjaeftirlitsins, Food and
Drug Adminislralion, í Wash-
ington til að leggja áherslu á
þá skoðun sína að brjósta-
stækkun væri mikilvæg fyrir
andlega og líkamlega heilsu
kvenna.
Umfjöllun þessi hófst upp-
haflega vegna ákveðinna teg-
unda sílikonpúða sem voru á
markaðnum, Replicon og
MEM, en notkun þeirra veld-
ur umtalsverðum líkamleg-
sílikonpúðar sem notaðir eru
á ísiandi hafa kvoðu innst og
teygjanlega sílikonhimnu ut-
anmeð.
„Erlendis eru menn fljótari
að hlaupa á eftir tískufyrir-
brigðum," segir Sigurdur E.
Þorvaldsson, lýtalæknir og
formaður Lýtalæknafélags ís-
lands. „Hér er um að ræða
gífurlega sterkan markað þar
sem mikill áróður er í gangi.
Erlendir læknar verða fyrir
meiri ágengni sölumanna en
við hér heima og grípa þess
vegna frekar nýjungar. Við
tökum ekki ákvarðanir um
kaup á sílikoni fyrr en við
höfum séð verulega mikla
umfjöllun um efnið í fagtíma-
ritum."
SÍLIKONDROPAR ÖRVA
BANDVEFSMYNDUN
Að sögn Sigurðar er síli-
konhimnan ekki alveg
ógegndræp en hefur verið í
stöðugri þróun. „Það sílikon-
magn sem seytlað getur í
gegnum himnuna er talið
vera lítið og ekki hættulegt.
Það getur aftur á móti örvað
bandvefsmyndun, sem aftur
annan stað er hægt að kreista
brjóstin þéttingsfast og reyna
þannig að sprengja bandvef-
inn. Þá er alltaf viss hætta á
að púðarnir rifni og sílikon
leki út í brjóstið eða brjóstið
verði einkennilegt í laginu.
Eins og áður sagði myndar
líkaminn bandvef utan um
aðskotahluti og skal ekki
rugla þeim vef við bandvefs-
sjúkdóm. Visst hlutfall
kvenna fær mikla bandvefs-
ummyndun og virðist sem
það fari eftir þvi hvar sílikon-
ið er sett; undir brjóstið eða
einu lagi dýpra. Konur verða
frekar varar við hörð brjóst
þegar sílikonið er fyrir fram-
an holhandarvöðvann og
inni í brjóstinu sjálfu en þegar
það er sett undir vöðvann.
SJÁLFSOFNÆMIS-
SJÚKDÓMAR
Síðari hálfleikur deilunnar
um sílikonígræðslu hófst þeg-
ar bandarísk kona frá San
Francisco fór í mál við Dow
Corning, eitt stærsta brjósta-
sílikonfyrirtæki í Bandaríkj-
unum, þar sem hún rakti gigt-
arsjúkdóm sinn til sílikon-
ígræðslu. Hún vann málið. Þó
svo að heimilislæknir kon-
unnar gæfi síðar út þá yfirlýs-
ingu að gigtarsjúkdómurinn
hefði verið til staðar áður en
brjóstaaðgerðin var fram-
kvæmd telur FDA ástæðu til
að safna saman og skoða all-
ar rannsóknir sem gerðar
hafa verið.
Dr. David Kessler hjá FDA
hefur tekið þetta verkefni að
sér og er yfirlýsingar að
vænta frá honum um miðjan
febrúarmánuð. Þegar niður-
stöður FDA liggja fyrir mun
landlæknisembættið, í sam-
vinnu við Lýtalæknafélag ís-
lands, gefa út yfirlýsingu um
öryggi eða áhættu samfara
sílikonígræðslu.
Sigurður E. Þorvaldsson
telur spurninguna um sjálfs-
ofnæmissjúkdóma vera töl-
fræðilega erfitt mál. Hér er
um að ræða gigtar- og of-
næmissjúkdóma. Þar að auki
hefur fylgni brjóstastækkun-
ar og krabbameins verið
rædd. í nýlegu sjónvarpsvið-
tali sagði Sigurdur Björnsson
krabbameinsfræðingur að
engar tölfræðilegar líkur
væru á að sílikonígræðsla yki
líkur á krabbameini.
Á hinn bóginn er erfitt og
reyndar ógerningur að rann-
saka svæðið á bak við sílikon-
púðann við krabbameinsleit.
Konur verða því að taka
áhættu þegar þær ákveða að
gangast undir sílikon-
ígræðslu.
„Brjóstakrabbamein er
lúmskara en önnur krabba-
mein. Á meðan hægt er að
úrskurða lungnakrabba-
meinssjúkling heilbrigðan
eftir 5 ár er ekki hægt að taka
slíka ákvörðun fyrir brjósta-
krabbameinssjúkling fyrr en
eftir um 15 ár. Á þá að segja
við konur sem koma í upp-
byggingu á brjósti eftir brott-
nám að því miður verði þær
að bíða í 15 ár? Þessi árafjöldi
er stór hluti af lífi konu á miðj-
um aldri,“ segir Sigurður E.
Þorvaldsson.
Áttatíu af hundraði brjósta-
aðgerða á Islandi eru vegna
of lítilla brjósta á meðan tutt-
ugu af hundraði eru uppbygg-
ing eftir brottnám vegna
krabbameins. Þrenns konar
aðferðir eru viðhafðar við
brjóstastækkun og uppbygg-
ingu. í fyrsta lagi er um notk-
un sílikonpúða að ræða. í
öðru lagi er bakvöðvi fluttur
fram á brjóst og fylltur með
sílikonpúða. í þriðja lagi eru
fitulög frá nafla niður að nára
skorin af sjúklingi og úr þeim
búið til brjóst.
Anna Har. Hamar
Hér gefur að líta algengustu brjóstastækkun sem fram-
kvæmd er. Með hjálp sílikonpúða eru brjóstin stækkuð.