Pressan - 30.01.1992, Page 43
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 30. JANÚAR 1992
43
LÍFIÐ EFTIR VINNU
3ÖNG8TJARNA FRÁ AUSTDRRÍKI
Þessi stórföngulega kona var nýstlgin út úr flugvél, kvart-
aði sáran undan þreytu við Ijósmyndara PRESSUNNAR,
en leyfði honum þó að taka mynd af sér I rokinu og rign-
ingunni utan við Hóskólabfó. Annars heitir hún Claudia
Dallinger, er rísandi söngstjarna frá Austurrikl og stundar
—■ hvort tveggja geistlegan söng í kirkjum og veraldlegri
söng í leikhúsum. Claudia hefur upp raust sfna á árlegum
Vínartónlelkum Sinfóníuhljómsveitarlnnar sem verða f
Háskólabíól á fimmtudagskvöld og sfðdegis á laugardag.
★
★
Út yffir
★
Héraðsflóa
Þorfinnur Guðnason fréttatökumaður rýnir í leyndardóma
íslenskrar náttúru.
„Fyrst og fremst er myndin
tilfinningamál fyrir mig. Svo
er vinnan mestanpart yfir-
lega,“ segir Þorfinnur Guðna-
son kvikmyndagerðarmaður
um heimiidamynd sem hann
vinnirr að og hefur vinnuheit-
ið „Út yfir flóann".
Þorfinnur fékk á dögunum
tveggja og hálfrar milljónar
króna styrk úr Kvikmynda-
sjóði til að gera myndina, en
það munu þó ekki vera nema
tæp tuttugu prósent af heild-
arkostnaði hennar.
í myndinni verður kafað
djúpt ofan í lífríki íslands,
nánar tiltekið náttúru og allar
myndir dýralífs við mynni
Héraðsflóa eystra. Þar renna
saman á afskekktum stað í
einn ós Lagarfljót og Jökulsá
á Brú og úr verður einstök líf-
keðja á mörkum saltvatns og
ferskvatns. Og þar í miðjunni
er jörðin Húsey og fólkið þar,
eins konar eyja á landi, um-
lukin jökulvatni.
Hugmyndin að myndinni
hefur lengi verið að gerjast í
huga Þorfinns. „Ég var þarna
í sveit sem polli og upplifði líf-
ið þarna og umhverfið sem
hreinasta ævintýri."
Það er heldur ekki flanað
að neinu við gerð myndar-
innar. í henni verður leitast
við að sýna hvernig árstíðirn-
ar speglast í náttúrunni og
því munu Þorfinnur og félag-
ar hans dvelja þar eystra í
eina sex mánuði, reyndar
með nokkrum hléum. Það er
ekki htaupið að því að mynda
skepnur á borð við sel, lóm
og skúm og þess vegna verð-
ur stór hluti myndarinnar
tekinn með fjarstýrðri
myndavéi sem gerir töku-
manninum kleift að vera í um
kílómetra fjarlægð frá mynd-
efninu. Felutjöld verða einnig
notuð og að auki neðansjáv-
armyndavél sem kemur hing-
að frá Danmörku í sumar.
Þorfinnur fussar þegar
hann er spurður hvort mynd-
in verði ef til vill tekin á
myndband. Sjálfur er hann
tökumaður á fréttastofu Sjón-
varps og vanur hröðum og á
tíðum nokkuð fljótfærnisleg-
um vinnubrögðum. Heim-
ildamyndin verður hins veg-
ar tekin á hágæðafilmu, eins
og slíku efni hæfir.
• KK-band verður á Púlsinum bæði
föstudags- og laugardagskvóld. KK
er með ýmis járn i eldinum þessa
dagana, því hann er nú að vinna tón-
listina i „Þnjgur reiðinnar" eftir
Steinbeck, sem frumsynt verður i
Borgarleikhúsinu i febrúar. Gott hjá
honum.
• Hálft í hvoru verður með allan
hugann við tónlistina á fimmtu-
dagskvöldið. Gisli og Herdís komin
frá Kanari og á Gaukinn að flytja
visnatónlist. Ákaflega hreint þægi-
legt kvöld og enginn fer á hausinn.
• Glen Gunner er diskótekari frá
London. Hann er ekki af íslenskum
ættum eins og nýi sendiherrann frá
Amriku. Engu að siður á Borginni á
föstudagskvöldið.
• Silfurtónar verða á Tveimur vin-
um á fimmtudagskvöldið. Þeir eru
hið nýja eftirlætisband ungu intell-
igensíunnar. Valdimar Flygenring
verður þar einnig með kettlingana
sína.
• Deep Jimi and the Zep Creams
verða hjá Tveimur vinum sínum um
helgina. Þeir eru nýbúnir að gera
samning upp á tiu milljónir úti í LA,
þannig að strákarnir hans Rúna Júl
eru að upplifa drauminn hans pabba
sins. Búnir að meika það, gott hjá
þeim og gott á þá sem héldu að
þetta væri ekki hægt!
• Stjórnin heilsar upp á Akureyr-
inga um helgina og spilar i Sjallan-
um. Innan Stjórnarinnar hafa orðið
sviptingar eins og oft vill verða með
stjórnir. Ekki vitum við hvort greidd-
ur var arður.
• Peres leikur djass á Blúsbarnum á
laugardagskvöldið Þetta er ekki
flautuleikari frá Andesfjöllum heldur
útfrymi íslandsvina með Pálma Sig-
urhjartarson pianóleikara fremstan
meðal jafningja.
VEITINGAHÚS
• Það er ekki ýkja langt síðan skrif-
að var um Hornið í Hafnarstræti hér
í blaðinu og því fundið ýmislegt til
foráttu. Þá hafði allt í einu birst gítar-
leikari á staðnum og farið var að
taka frá borð i stórum stíl með þeim
afleiðingum að staðurinn var hálf-
tómur. Það er rétt að segja eins og
er: Jakob vert á Horninu hefur bætt
ráö sitt. Staðurinn er eins og hann á
að sér að vera og hefur verið I hart-
nær fimmtán ár, hæfilega íhalds-
samur og laus við alla tilgerð. Þjón-
ustan er kannski ekki fullkomin, en
þægileg og mátulega afskiptalítil, í
hlutfalli við verð er maturinn prýði-
legur og þaö er dásamleg upplifun í
kreppunni að geta fengið ágæta tví-
réttaða máltið (til dæmis heimatil-
búið hreindýrapaté plús rauð-
sprettu) fyrir 750 kall.
Ingibjörg
Stefánsdóttir
afgreiðslustúlka í Skífunni,
Kringlunni.
Hvað ætlar þú að gera um
helgina, Ingibjörg?
„Á föstudagskuöldiö œtla ég
aö vera heima meö kunn-
ingjum mínum, boröa osta,
drekka rauövín og hlusta a
franska tónlist. Ég verö aö
vinna frameftir laugardegin-
um en um kvöldið er aldrei
aö vita nema ég skreppi í
Casa. Og d sunnudaginn
œtla ég kannski í bíó. “
Rúnar Þór Pétursson
tónlistarmaður (raular)
„Rúnar hér, Rúnar hér,
ekki við eins og er.
Legð'inn skilaboð eftir
són."
POPPIÐ
Annaðhvort eru það bókmenntaverðlaunin eða
Tómas Jónsson. Að minnsta kosti virðist Guðbergur
Bergsson hafa komist að leyndardómi eilífs lífs,
Hann eldist ekki. Fyrri myndin var tekin ðrið 1966
þegar Tómas Jónsson - metsölubók var gefin út. Sú
síðari fyrir skömmu þegar Guðbergur fékk bók-
menntaverðlaunin.
Kvartöld síðar.
Símsvarinn
Æfðu i skíðagöllum
BARIR
• Fordómar eru til á barröltinu sem
annars staðar. Þannig hefur maður
mjög ákveðnar efasemdir um stað,
sem auglýsir það eitt að Sigurður yf-
irþjónn verði á staðnum, en hver
veit nema það sé skemmtilegasti
skemmtistaður á höfuðborgar-
svæðinu þó svo að auglýsingin sé
ekkert sérstaklega lokkandi? A móti
kemur að aðrir staðir eru gróflega
ofmetnir, sérstaklega ef þeir gefa
sig mjög út fyrir að vera staðir „fal-
lega fólksins" og svo framvegis. Ing-
ólfskaffi eða Ingó er þannig staður.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit um vand-
aðan stað fyrir vandað fólk er hann
bara venjulegt islenskt diskótek.
Barþjónarnir eru í hvítum bolum, á
gólfinu hljómar afar hávær og heila-
laus danstónlist, innréttingarnar eru
hvorki betri né verri en gerist í
Glæsibæ og síðan hefur einhver lit-
blindur snillingur ákveðið að íðil-
grænir veggirværu einmitt það sem
staðurinn þyrfti til þess að gefa hon-
um „klassa". Ingó er ekkert vondur
skemmtistaður, hann er bara eins
og nokkrir tugir annarra. En til hvers
að hafa úr hundrað skemmtistöðum
að velja ef fjölbreytnin er engin? Nei,
þá held ég að Egilsbúö + Neskaup-
stað sé betri.
„Sviðið er hefðarsetur frá
þeim tíma er allir dönsuðu
charleston. Þetta er morð-
gáta í stíl Agöthu Christie
með ýmsum óvæntum uppá-
komum," segir Valgard Sv.
Valgardsson, framkvæmda-
stjóri Stúdentaleikhússins.
Annað kvöld klukkan níu
frumsýnir Stúdentaleikhúsið
„Hinn eina sanna Seppa" eft-
ir breska háðfuglinn Tom
Stoppard í Tjarnarbíói.
Stoppard skrifaði meðal ann-
ars handritið að kvikmynd-
unum Brasil og The Russia
House. Seppinn er spennu-
leikrit en hinn beitti húmor
Stoppards fær einnig að njóta
sín, og er leikritið jafnframt
ádeila á breska leikhúshefð.
Æfingar hafa ekki gengið
alveg andskotalaust, því þeg-
ar þær hófust var enginn hiti
í Tjarnarbíói og ekki heldur
klósett. Því var æft í skíða-
göllum og á stundum í
spreng. Þessu hefur nú verið
kippt í lag.
Leikstjóri er Jakob B. Ól-
afsson en Steinunn Ólafsdótt-
ir þjálfaði leikarana, sem er
níu talsins, í framsögn.
VlÐ
MÆLUMI
MEÐ
Að útvarpsmenn kynni og
afkynni lög
maður getur orðið hroðalega
taugaveiklaður á þvi að heyra
sama lagið trekk í trekk án
þess að vita hverjir spila það.
Islensku bókmenntaverð-
laununum
menningarvitarnir hafa þó allt-
ént einhvern fastan punkt í til-
verunni til að nöldra yfir.
Bílaþvottagtöðinni KlSpp é
Skúlagðtu
strákarnir þar þvo bíla með svo
miklum bravúr. ísland væri par-
adís á jörðu ef allir ynnu vinn-
una sína með slíkum stæl.
Að fólk fari é bókaútsölur
og bókamarkaði
það er svo gaman að kaupa
jólabókina sem kostaði þrjú
þúsund krónur fyrir þarsíðustu
jól á þrjú hundruð krónur.
ÍNNÍ
Bókasöfn. Það eru til tvær leið-
ir til að bregðast við krepp-
unni. Eyða eins og brjálæðing-
ur í mat, vín og óþarfa og
sökkva til botns með þjóðar-
skútunni eða nota hvert tæki-
færi til að leita uppi ókeypis
eða ódýrar skemmtanir. Ars-
kort á Borgarbókasafninu kost-
ar ekki nema 400 krónur fyrir
fullorðna, 100 krónur fyrir ung-
linga og ekki neitt fyrir börn.
Því eru bókasöfn alveg sérstak-
ir fyrirmyndarstaðir þegar hart
er í ári, enda er haft fyrir satt
að íslendingar hafi aldrei lesið
meira en í heimskreppunni
miklu. Svo má heldur ekki
gleyma því að lestrarsalir bóka-
safna eru fjarskalega ákjósan-
legir staðir til að mæla út hitt
kynið og komast í kynni við
það, lestrarsalir eru í raun ákaf-
lega kynferðislegir.
/ •
UTI
Spaugstofan. Þjóðin er í start-
holunum að láta sér mislíka al-
varlega við hana. Þetta byrjar
með tuldri úti í hornum sem
smátt og smátt gerist háværara
og almennara. Nú segir tuldrið
að þeir þeir séu alltof víða, þeir
vasist í alltof mörgu, þeir séu
ekki næstum eins fyndnir og í
fyrra og hitteðfyrra. Bráðum
kemst almenningsálitið að
þeirri niðurstöðu að þeir séu
jafnútbrunnir og Edda Björg-
vins, Laddi og allir hinir gleði-
bankarnir sem einu sinni voru
sprenghlægilegir.