Pressan


Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 46

Pressan - 30.01.1992, Qupperneq 46
STÖÐ2 DAVIÐ GERIR SAMNING VIÐ SAMEINAÐA VERKTAKA Arðgreiðslum verður næst úthlutað í beinni útsendingu Við kasserum Happó. Sameinaðir munu ná miklu, miklu meira áhorfi, -segir Edda Andrésdóttir stjórnandi ODDSSON RAÐINN TILSJONAR- MAÐUR MEÐ INNRÉTTINGUM í DÓMHÚS REYKJAVÍKUR - grandvar og útsjónarsamur maður, - segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um Davíð Það voru ekki fiokkstengsi heldur fyrst og fremst reynsla Davíðs frá ráðhúsinu og Perlunni sem réð vali mfnu, - segir Þorsteinn BÆNDUR SKÍRA HRÚTA í HÖFUÐIÐ Á JÓNI BALDVINI OG SLÁTRA ÞEIM Á FUNDUM - maðurinn er ofsóknar- brjálaður ef hann heldur að þetta beinist gegn sér, - segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda Fundir utanríkisráðherra með bændum eru einna líkastir sláturtíðinni. 4. TOLUBLAÐ 3. ARGANGUR FIMMTUDAGURINN 30. JANUAR 1992 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Aðalstöðvar Sameinaðra verktaka. Starfsmaðurinn fyrrverandi heldur þvi fram að peningaskápurinn nái frá kjallara og upp á sjöttu hæð. Hann byrjar við þriðju gluggaröð frá vinstri og nær alveg út að gaflinum til hægri. Fyrrum starfsmaður Sameinaðra verktaka Miklu meira af peningum í húsinu fullyrðir að stærstur hluti hússins sé eldvarinn peningaskápur eins og hjá Jóakim önd Reykjavík, 30. janúar Fyrrum starfsmaður Sameinaðra verktaka, sem vill ekki láta nafns getið, fuliyrti í samtali við GULLI PRESSUNA að í húsi Sam- einaðra væru miklu, miklu meiri peningar en hingað tii hefði verið haldið. „Húsið er einn stór pen- ingaskápur,“ segir þessi starfsmaður. Að hans sögn nær peninga- skápurinn frá kjallara og upp á sjöttu hæð. Hann nær alveg þvert yfir suðurgaflinn og allt að annarri gluggaröð á norð- urgaflinum. Lausiega áætlað er hann því um 27 þúsund rúmmetrar. Starfsmaðurinn segist einu sinni hafa séð inn í skápinn. „Eg var kallaður á teppið hjá Thor og þegar hann þurfti að skreppa frá leit ég niður um gat á gólfinu. Þaðan lá hring- stigi niður í feikistóran geim og var hann næstum fullur af peningum. Þeir náðu að minnsta kosti upp á fimmtu hæð.“ Thor O. Thors vildi ekki tjá sig um þetta mál í samtali við GULU PRESSUNA. Eftir- grennslan blaðsins leiddi hins vegar í Ijós að nánast engin starfsemi væri í húsinu. HULDUSTRÆTOINN HELDUR ÁFRAM AKSTRI til lítils að fækka ferðum ef þetta heldur áfram, - segir Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformaður Strætisvagna Reykjavíkur Reykjavík, 30. janúor „Eg sá hann koma eftir Vonarstrætinu. Hann hægði á sér við hornið á Suðurgötu, beygði í norð- ur og hélt svo áfram upp Túngötuna,“ segir Katrín Hjartardóttir, húsfreyja í Reykjavík, þegar hún lýsir því þegar hún sá huldu- strætóinn svokallaða. Eins og GULA PRESSAN hefur skýrt frá hefur víða sést til þessa strætisvagns sem heldur áfram að aka þrátt fyr- ir fækkun ferða. „Við erum ráðþrota," segir Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformaður Strætis- vagna Reykjavíkur. „Við höf- um fækkað ferðum og náð fram örlitlum spamaði en alls ekki nógum. Ein ástæðan fyr- ir því er hulduvagninn, en hann virðist taka eldsneyti af tönkunum inni á Kirkju- sandi." Nær ómögulegt er að þekkja huldustrætóinn frá venjulegum vagni. Þó nokk- uð margir hafa tekið sér far með honum án j)ess að átta sig á að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Huldustrætöinn ekur enn um götur bæjarins. „Það sem ég vil vita er hvert fargjaldið mitt rann," sagði Jón Viðarsson, trésmið- ur í Árbænum, en hann telur sig hafa feröast með vagnin- um í og úr vinnu nokkrum sinnum á undanförnum mán- uðum. Ég grél alla leið í bankann segir Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, um 900 milljónirnar Reykjovík, 29. janúar „Ég tók nauðugur þátt í þessum harmleiksagði Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, um greiðslu fyr- irtækisins á 900 milljón- um til hluthafa sinna. „Það voru Sambandsmenn og aðrir snillingar í taprekstri sem neyddu okkur hógværu skynsemismenniná til að gera þetta. Þetta var ólýsan- leg reynsla," sagði Thor. Og hann heldur áfram: „Ég grét alla ieiðina í bankann þar sem ég skipti ávísuninni minni. Þá fyrst sá ég hvað þeir Sambandsmenn voru að meina. Þá fyrst gat ég huggað mig við eitthvað." Thor Ó. Thors segist hafa veriö öhuggandi allt þar til hann skipti ávísuninni. Lifeyrir Halldórs H. Jónssonar var mjög mikiö skertur. Eitthvað verður maður að gera þegar skerða á ellilífeyrinn segir Halldór H. Jónsson í viðtali við GULU PRESSUNA um greiðslu Sameinaðra verktaka á 900 milljónum til hluthafa Reykjqvík, 30. janúctr_ „Það virðast engin tak- mörk fyrir ijandskap al- mennings og stjórnvalda gagnvart okkur gamla fólkinusagði Halldór H. Jónsson, stjórnarformað- ur Sameinaðra verktaka, í samtali við GULU PRESS- UNA vegna hatrammrar andóðar fólks á ótgreiðslu fyrirtækisins á 900 milij- ónum af uppsöfnuðum gróða til hluthafa sinna. „Feginn vildi ég hafa kom- ist hjá því að greiða þetta út," sagði Halldór. „En hvað átti ég að gera eftir að eliilífeyrir- inn var skertur? Ég hef verið aðhaldssamur allt mitt líf og lenti því á mestu skerðingu. Einhvern veginn verð ég að bæta mér það upp. Er það ekki ljóst?" spurði Halldór. Halldór sagði að ef stjórn- völd hygðust ráðast áfram á gamla fólkið væri fyrirtæk- inu nauðugur einn kostur að halda áfram að greiða út fjár- muni til hluthafa. „Ég þarf að draga fram lífið eins og annað fólk,“ sagði Halldór. JBKKBESSBr JWajifisajjgiaasESBSUfl BBBBBBBBB h jBBBBBSBKPbbbbbbbbbbt cordala 386SX tölva á aðeins 99.900 krónur! 80386-16 örgjörvi 1Mb minni(8Mb möguleg) 42Mb diskur 1.44Mb 3.5” drif VGAIitaskjár 101 hnappa lykiaborð sannkölluðu þjóöarsáttarverði. Genius mús Windows 3.0a MS-DOS 5.0 Tilbúln tll notkunar straxl Cordata CS7100 hefur svo sannarlega fengiö góöar viötökur undanfarna mánuði. Á meöan birgöir endast seljum viðþessaráreiöanlegu tölvurá sama baneitraða tilboösveröinu. Nú er lag aö að eignast 386 tölvu á MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.