Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 3

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 eir sem eiga inni fé hjá útvarps- stöðinni EFFEMM hafa fengið það svar upp á síðkastið að skuldin fáist greidd um leið og tryggingarféð er í höfn. Þetta mun vera tryggingin sem eigandi stöðvarinnar, Hreiðar Svavarsson, og fyrirtæki hans, Borgarfoss, bíða eftir vegna þess fjárhagstjóns sem hann hlaut er raf- magn fór af Höllinni þegar Bryan Adams var hér á ferð ... u, ' thlutað hefur verið úr Menn- ingarsjóði útvarpsstöðva. íslenska útvarpsfélagið hlaut hæsta styrk- inn, eða3.5milljónir króna, til gerðar sjónvarpsþátta um umhverfisvernd. Hringsjá (Baldur Hermannson) fékk 3 milljónir til að gera þáttaröð um þver- stæður í atvinnulífi íslendinga og þær Ásthildur Kjartansdóttir og Dagný Kristjánsdóttir fengu 2.5 milljónir til að gera mynd um Ragn- heiði Jónsdóttur rithöfund. Þrír aðilar fengu 2 milljónir en það eru Viðar Víkingsson, Ide film (Helgi Felixson og Sveinn Magnússon) og Lárus Ymir Óskarsson. Páll Steingrímsson fékk eina og hálfa og eina milljón hlutu Kvikmyndafé- lagið Nýja Bíó, Þorsteinn Helga- son og Egill Eðvarðsson. Til hljóð- varps Ríkisútvarps runnu um 4 millj- ónir og Sjónvarpið fékk samtals 13 milljónir. Samtals var úthlutað rúm- um 38 milljónum úr sjóðnum. En heildarupphæð þeirra umsókna sem bárust hljóðaði upp á 530 millj- ónir króna ... N, I ýlega hófst leynileg ' vinna fimm manna dómnefndar ímarks sem á að tilnefna bestu auglýsingar sem birtust á síðasta ári. Uppi hefur verið sú umræða hvort fyllsta hlut- leysis hafi verið gætt við tilnefning- ar þessar og er nú orðað oftar og oft- ar. í þetta sinn eru auglýsingakvik- myndagerðarmenn óhressir með að Björn Br. Björnsson í Hugsjón sé meðal dómnefndarmanna og fái þannig að dæma sjónvarpsauglýs- ingar samkeppnisaðila sinna. Þykir þeim sem þarna fari hagsmunir ekki saman. Um það hefur verið rætt hvort ekki beri að kalla til erlenda fagmenn til dómnefndarstarfa svo keppnin geti talist fullkomnlega sanngjörn ... lins og allir vita er Reykjavíkur- borg að verða með allra umsvifa- mestu veitingastaðaeigendum landsins. Borgin á húsnæði veitinga- staðanna í Viðey og Perlunni, Breið- vang og fleira. Ætla mætti að eftir umræðuna um Perluna þætti borg- arfulltrúum nóg komið. En borgar- sjóður hefur nú sótt um að innrétta veitingastað að Þönglabakka 4, þar sem SVR og Póstur og Sími hafa ver- ið til húsa í Mjóddinni. Fasteign þessi í eigu borgarinnar hefur reyndar lengi verið til sölu, en eftir- spurn reynst lítil... V^ER^^^UNÍKA^ l/Vaffið, getur þú fundið kaffið þitt... , þessi dökki seiðandi drykkur hefur fylgt maruikyninu frá örófi alda. Kaffiplantan eins og við þekkjum hana í dag er sennilega eldri en mannkynið, upprunnin í Afríku þar sem nú er Eþíópía. Maðurinn hefur síðan séð um að breiða plöntuna út til annarra heimshluta. Coffea Arabica og Coffea Canephora (robusta). Kaffi af Arabicaplöntunni er talið mun betra en robusta og við hjá Kaffibrennslu Akureyrar notum það nánast eingöngu í kaffiblöndur okkar. KJ ræ * enn uppgötvuðu snemtna hressandi áhrifaí berjum og laufum kaffitrésins og að baunirnar úr berjunum mætti brenna eða hita og sjóða af þeim þennan magnaða vökva sem milljónir manna njóta nú daglega um allan heim. Arabar gáfu honum nafnið Gahwah sem síðar varð Café, Kaffee, Coffee eða bara \ kaffi eins og við köllum hann. Fyrstu sögur um kaffi í Evrópu eru af kaffiplöntu í jurtagarði í Amsterdam í byrjun 17. aldar. Til Islands barst kaffið frá Danmörku um miðja 18. öld og varð fljótt ómissandi höfðingjadrykkur til daglegra nota jafnt sem hátíðabrigða en almenningur fór ekki að drekka kaffi að ráði fyrr en um miðja 19. öldina. tæp 60 ár höfum við framleitt kaffi fyrir íslendinga, Bragakaffi, sem hefur tekið stöðugum framförum. Nú framleiðum við fimm mismunandi kaffitegundir í hæsta gæða- flokki. Fjölbreytnin tryggir hverjum neytanda einmitt það kaffibragð sem hann leitar að, hvort sem það er sterkt, milt, létt, afgerandi eða koffínlaust. Nálægðin við markaðinn auðveldar okkur að bjóða neytendum ávallt nýbrennt og malað kaffi. l/í/affi. ' er mjög mismunandi eftir því hvar kaffiplantan er ræktuð, af hvaða afbrigði hún er og hvernig baunirnar eru meðhöndlaðar. Flestar kaffi- tegundir eru blöndur úr nokkrum baunategundum en þannig fæst betra og jafnara bragð. Algengustu afbrigði kaffiplöntunnar eru Bragakaffi - bragðgott kaffi il að tryggja hámarksgæðiBragakaffishverju sinni höfum við samstarf við kaffiframleiðendurvíðs- vegar um Evrópu og eigum þannig öruggan aðgang að besta fáanlega hráefni auk nýjustu tækni og þekkingu við framleiðslu á kaffi. Galdur- inn við gott kaffi er hins vegar ekki bara úrvals hráefni heldur líka listin að hella uppá og þar hefur hver sína aðferð. Kaffierbest nýlagað, rjúkandi heitt og ilmandi. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF mm Rýmum fyrir nýjum vörum (Ath. áður verslunin KOT) Verslun meðgjafavörur í Borgarkringlunni- Sími 682221 \-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.