Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PBESSAN 6. FEBRUAR 1992 Vill lækka laun lögmannsins Ríkissaksóknari hefur stefnt Knúti Bruun lögmanni fyrir Hæstarétt, til að þola lækkun á málsvarnarlaunum sem Sakadómur Reykjavíkur dæmdi honum. Knútur var verjandi manns sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Dómarinn dæmdi honum 80 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Þess ber að geta að skjólstæðingur Knúts var sýknaður af ákærunni. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og eins og áður sagði krefst hann þess einnig að Knúti fái lægri málsvarnarlaun. Þrjá og hálfan rúmmetra vantar Þrjá og hálfan rúmmetra vantar upp á að Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi geti keypt nýjan frystitogara, en til þess að geta fengið nýtt skip þarf að úrelda jafnstórt skip eða selja úr landi. Tíma- bundin undanþága hefur fengist frá lögunum en í milli- tíðinni þarf Haraldur Böðv- arsson að úrelda þrjá og hálf- an rúmmetra af einhverju skipa sinna. 150 milljónir fyrir Gutenberg Sala ríkisfyrirtækja hefur nú verið sett í nefnd þar sem sitja Hreinn Loftsson, Björn Friðfinnsson og Steingrímur Ari Arason. Meðal annars á að selja Gutenberg en þar er 100% hlutur ríkisins metinn á 150 milljónir. Einnig á að selja 18% hlut í Endurvinnsl- unni og hlut í Bifreiðaskoðun- inni. 50% hlutur í Jarðborun- unum er metinn á 250 millj- ónir og 33% hlutur í Ferða- skrifstofu íslands er metinn á 30 .nilijónir. Þriðja hver króna í hönnun og eftirlit Ljóst er að hönnunar- og eftirlitskostnaður við við- gerðir á Þjóðleikhúsinu hefur slegið íslandsmet ef ekki heimsmet. { nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að í fyrsta áfanga var þessi kostnaðarliður upp á 34% — þriðja hver króna fór í hann. Leitar Ríkisendur- skoðun samanburðar við Noreg og kemur þá í ljós að þetta er rúmlega helmingi hærra en þarlend viðmið. Stjórnarfundur í Kvikmyndasjóði HRAFNTI ATHUGUN Fyrirspurnir um brottnumin handrit og píslarlega greinargerð vegna styrks sem hann hlaut Á stjórnarfundi Kvik- myndasjóðs fslands á þriðju- dag var fjallað um ýmis mál sem tengjast styrkveitingum til Hrafns Gunnlaugssonar. Meðal þess sem tekið var til athugunar var hvarf á hand- ritum sem fylgdu nýlegum styrkumsóknum Hrafns og yfirlit sem hann hafði skilað vegna 4,5 milljóna undirbún- ingsstyrks sem hann hlaut fyrir tveimur árum. Hvort tveggja málið þótti þannig vaxið að frekari skýringa væri þörf frá Hrafni og var stjórnarformanninum, Ragn- ari Arnalds, falið að fylgja þeim eftir. HANDRITIN HEIM Áðurnefnd handrit voru í vörslu í skjalasafni Kvik- myndasjóðs, en í síðustu viku kom Hrafn á skrifstofur sjóðs- ins og hafði þau á brott með sér. Handritin eru fylgiskjöl með umsóknum Hrafns og eru meðal annars höfð til hliðsjónar í eftirliti sjóðs- stjórnar með veittum styrkj- um. Aðgang að þessum gögn- um hafa starfsmenn sjóðsins og stjórnarmenn. Hrafn situr í stjórn Kvikmyndasjóðs, en gögnin teljast eign sjóðsins og ekki eru fordæmi fyrir því að þau hafi verið fjarlægð. Meðal þess sem Hrafn fjar- lægði var handrit að Hinum Ragnar Arnalds: Margt rætt á stjórnarfundum og fæst útrætt. helgu véum, en Hrafn hlaut nýlega 21 milljónar krónu styrk til gerðar þeirrar mynd- ar. Heimildir PRESSUNNAR herma að formanni sjóðs- stjórnar, Ragnari Arnalds, hafi verið falið að inna Hrafn eftir handritunum og sjá til þess að þau komist aftur til síns heima. TVÆR TÖLUR Á BLAÐI A þessum sama stjórnar- fundi var lagt fram yfirlit frá Hrafni vegna 4,5 milljóna undirbúningsstyrks sem hann hlaut fyrir tveimur ár- um vegna myndarinnar Písl- arsaga Jóns Magnússonar. Fyrr í vetur hafði stjórn sjóðs- ins falið úthlutunarnefnd að sækjast eftir greinargerðum vegna styrkja sem veittir hafa verið án þess að úr hafi enn orðið kvikmynd. PRI£SSAN hefur áður skýrt frá því að greinargerðir vantar frá nokkrum aðilum, en á stjórn- arfundi í síðustu viku kom fram sérstök fyrirspurn um greinargerðina frá Hrafni. Hún var lögð fram á þessum fundi í formi tveggja blaða, fyrir árin 1990 og 1991. Bæði blöðin eru árituð af endur- skoðanda. Á þeim eru tvær tölur, annars vegar styrkupp- hæðin og hins vegar útgjöld vegna undirbúnings og munu Hrafn heimsótti skrifstofur Kvikmyndasjóös og fjarlægði handrit úr skjalasafninu. útgjöldin vera hærri en sem styrknum nam. Yfirlitinu fylgdi hins vegar ekki sund- urliðun eða nánari greinar- gerð og þótti stjórninni ástæða til að halda málinu yakandi þar til frekari skýr- ¦ ingar fást. Yfirlit Hrafns vegna ársins 1990 barst úthlutunarnefnd fyrr í vetur, en hið seinna ekki fyrr eh nefndin hafði tekið ákvörðun um styrkveit- ingar í ár. Nefndin virðist því hafa ákveðið að veita Hrafni styrk án þess að hafa viðhlít- andi vitneskju um hvernig síðasta styrk, sem honum var veittur, var varið. ENN TIL MEÐFERÐAR Eins og áður sagði situr Hrafn Gunnlaugsson í stjórn sjóðsins, en hann vék af fundi þegar til umræðu komu mál sem tengdust honum beint. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst PRESSUNNl ekki að ná tali af honum. Ragnar Arn- alds vildi ekkert tjá sig um efni fundarins í samtali við PRESSUNA. Hann sagði margt hafa verið rætt, en fæst af því útrætt. Hann sagði sjóðinn vilja hafa eftirlit með því fé sem veitt væri til kvik- myndagerðar, en að allt sem fram færi á stjórnarfundum væri trúnaðarmál. Því má bæta við að á fund- inum ákvað stjórnin einróma að fundargerðir hennar yrðu eftirleiðis gerðar opinberar. Karl Th. Birgisson D E B E T „Ég hef alltaf metið Pétur. Hann er hugkvæmur og hugmyndaríkur, sem þó ekki alltaf sést, því hann er ákafamaður. Hann er góður drengur, heiðarlegur og skemmtilegur ferðafélagi. . . hann er hressilegur persónuleiki og ekkert nema gott um hann að segja," segir dr. Gunn- laugur Þórðarson, ferðafélagi og hef ur jaf n- framt þekkt Pétur lengi. „Pétur er dugnaðar- forkur sem vill framkvæma hlutina hratt og vel," segir Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri. „Samstarf við hann hefur þróast mjög vel síðustu ár. Hann hefur verið fylginn sjálfum sér og röggsamur," segir Kári Guðbjörnsson, flugumferðarstjóri og flugmaður hjá Flug- umferðarstjórn. „Maður hefur alltaf vítað hvar maður hefur hann og aldrei efast um af- stöðu hans. Öll viðskipti mín við hann hafa verið af því sæmilega," segir Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður og situr nú í flugráði. „Hann er skemmtilegur ferðafélagi og fullur af vísum og fróðleik. Við höfum verið saman á fundum með erlendum embættis- mönnum og með „orginalleik" sínum hefur hon- um oft tekist að heilla þá. Þeir eru ekki vanir svona mönnum," segir Pétur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða. K R E D I T „Það er ólíkt honum að gef ast upp, því ég tel hann mann sterkan," segir Gunnlaugur Þórð- arson. „Að eðlisfari er Pétur óþolinmóður, sem hefur valdið samstarfsárekstrum við framkvæmd mála," segir Haukur. „Hann er oft heldur fljótfær og stífur," segir Kári. „Vera má að hann hafi ekki alveg lund til að sinna félagslegri framkvæmdastjórn í því hlutverki sem hann er í. Hann hefur nokk- uð stífa lund, þótt það hafi ekki endilega alltaf komið að sðk," segir Skiíli. „Okkur sinnaðist heilmikið í blöðum og mér fannst hann ekki taka nógu vel á málum. Hann fylgdi of mikið persónulegri hentistefnu, en hann var að sjálfsögðu ekki sammála," segir Pétur. Pétur Einarsson flugmálastjóri Pétur Einarsson, sagði af sér sem tlugmálastjóri í siðustu viku

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.