Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 32
32 riMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 ERLENDAR FRÉTTIR Kysstur S L Ú Ð U R f ÚTLEGÐ TIL ÍSLANDS Það má rekja til nýja starfsmanna- stjórans í Hvíta húsinu, Samuels | Skinner, að Sigfús Rogich kemur til íslands sem nýr sendiherra. Rogich sá um almannatengsl og kynningar- mál hjá Bush forseta, en það er eitt af því sem Skinner hefur harðlega gagnrýnt frá því hann tók við. Það svið hefur nú bæst á annars barmafulla könnu Marlins Fitzwater. ÞÁKOMAÐÞVÍ Þeir sem efuðust um karlmennsku söngvarans Michaels Jackson geta varpað öndinni léttar. í nýrri kvik- mynd lætur drengurinn sig nefnilega hafa það að kyssa konu í fyrsta sinn opinberlega. Sú heppna (?) er módel og gengur undir nafninu Iman, en hún er reyndar nýbúin að opínbera. Tilvonandi eiginmað- ur hennar er David Bowie. MIKKIMÚSfKÚVÆT Bretar fylgdu gamalli hefð þegar þeir sendu málarann John Keane með herjunum til Persaflóa. Hann var út- nefndur opinber stríðsmálari. Svo sýndi hann afraksturinn; Mikka mús í Kúvætborg með eldflaugar í inn- kaupakerru. Breskir þingmenn og embættismenn ærðust og sögðu þetta örgustu móðgun. Keane ver sig og segir blátt áfram: Svona var þetta. ALDREI ER FRIÐUR Oliver North, sem frægur varð af ír- an-kontra-hneykslinu í Bandaríkjun- um, hefur nú sótt um að fá endurnýj- að leyfi til að ganga með falið skot- vopn á sér. í umsókninni vísar hann til þess að hryðjuverkamaðurinn Byssulaus Abu Nidal hafi ætlað að kála sér í apríl árið 1986 og hann sé enn í lífshættu af þessum sökum. Byssuleyfi Norths rann út í desember. Ekki er vitað um dvalar- stað hans. SPEKINGARSKAMMAST ¦ 4ttki Wm t&*%?**\ § í klípu Það standa öll spjót á Fídel Castró þessa dagana. Nú hefur hópur Nób- elsverðlaunahafa tekið sig til og skrifað leiðtoganum bréf þar sem hann er hvattur til að efna til frjálsra kosninga og skammaður fyrir að að- hyllast afdankaðar hugmyndir. Með- al Nóbelshafanna eru ekki minni menn en Camilo José Cela, Saul Bjellow, Elie Wiesel, Octavio Paz, Czeslaw Milosz og Claude Simon. HETJAVETRARLEIKANNA | Frakkar hafa þegar fundið hetju Vetrarólympíuleikanna sem eru að hefjast í Albert- ville, það breyti engu hvað íþróttamenn geri. Hetjan er Jean-Claude Killy, skíðamaður sem vann þrenn gullverðlaun í Grenoble 1968. Killy er framkvæmda- stjóri leikanna og þykir standa sig svo vel að hann er nefndur sem líklegur eftirmaður Samaranchs, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar. A uppleið Kúveit er enn ekki frjálst „Kúveit er frjálst og það var markmiðið," sagði formaður bandaríska herráðsins, Colin Powell hershöfðingi, í ræðu í síð- ustu viku. Nú þegar ár er liðið frá Persaflóastríðinu er rétt að hugleiða hvernig hin nýfrjálsa furstafjölskylda í Kúveit lætur íbúa landsins njóta þessa frelsis. Bandaríkin höfðu nefnilega ekki forgöngu um alþjóðlega hernaðarsamvinnu til þess eins að skipta á einræðisherrum í landinu. Þúsundir Palestínumanna hafa verið reknar úr landi án þess að heyrðist stuna né hósti frá Sameinuðu þjóðunum eða bandaríska utanríkisráðuneytinu. Enn þarf leyfi stjórnvalda ef fimm manns hyggjast koma saman til fundar. Kosningarétt hafa einungis karlmenn og er rétturinn byggður á manntali frá þriðja áratugnum. Þjóðþingið var leyst upp árið 1986 og hefur ekki hist síðan. Áður en loforð um umbætur eru tekin alvarlega þarf að létta hömlum af málfrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi, veita öllum Kúveit-búum kosningarétt og virða grundvallarréttindi allra íbúa landins. Það er réttur mælikvarði á frelsi í Kúveit. þettá e+ ítúfayltílýímql Við tnuMttH íutmt Japan Eðlilegur dónaskapur þegar Japanir tala illa um Vesturlandabúa býr ekki að baki vísvitandi dónaskapur heldur óþarfa hreinskilni Japanir: Öðruvísi og betri. Japönum ætlar seint að lærast að gæta orða sinna um útlendinga. Japanskir stjórn- málamenn hafa ítrekað orðið uppvísir að niðrandi ummæl- um, sem í þeirra huga eru augljósar staðreyndir lífsins, en eru í augum Vesturlanda- búa órökstuddar alhæfingar þegar best lætur og í versta falli örgustu kynþáttafordóm- ar. Fyrr í þessari viku varð uppistand út af ummælum japanska forsætisráðherrans um bandarískt atvinnulíf, en þar áður sagði forseti neðri deildar japanska þingsins meðal annars í ræðu að bandarískir verkamenn væru latir og ólæsir. Japanskir fjöl- miðlar skýrðu frá þessu eins og sjálfsögðum hlut, en í Bandaríkjunum varð eðlilega uppi fótur og fit og japanska ríkisstjórnin varð að biðjast afsökunar á ummælunum. Þetta er einungis nýjasti kaflinn í langri sögu sem er að verða Japönum dýrkeypt. Frægust urðu líklega ummæli Nakasones, þáverandi forsæt- isráðherra, sem sagði árið 1986 að Bandaríkin ættu erf- itt vegna þess hversu mikið væri þar af minnihlutahóp- um, sérstaklega blökkufólki og spænskumælandi innflytj- endum. Eftir harkaleg við- brögð Bandaríkjamanna neyddist Nakasone til að biðj- ast velvirðingar, en hann bætti við til útskýringar að hann hefði verið að dást að því hversu mikið Bandaríkja- menn hefðu afrekað þrátt fyr- ir alla þessa lituðu kynþætti sem drægju úr krafti þjóðar- innar. ÞETTA ER BARA SVONA Það hvarflaði aldrei að Nakasone að litið væri á um- mæli hans sem kynþáttafor- dóma; hann hélt einfaldlega að hvítt fólk væri að mót- mæla því að vera sett á bás með lægra settum kynþátt- um. Þetta er nokkuð dæmi- gerður japanskur hugsunar- háttur sem á sér sögulegar rætur og japönsk stjórnvöld hafa gert sitt til að viðhalda. Það sem Vesturlandabúar kalla kynþáttafordóma er einn meginþátturinn í heims- mynd Japana. Þeim er tamt að lita á heiminn sem sam- safn ólíkra kynþátta og raða þeim í mannvirðingastiga eft- ir afrekum þeirra og framför- um. Vegna þeirra gífurlegu lefnahagsframfara sem orðið hafa í landinu frá stríðslokum hneigjast Japanir til að hefja sjálfa sig yfir aðrar þjóðir og í því ljósi ber að skoða endur- tekin ummæli þeirra, sem hafa valdið úlfaþyt á Vestur- löndum. Hvað Bandaríkin snertir er japanska sjónar- hörnið tiltölulega einfalt: Jap- an er vaxandi veldi, en Bandarikin eru á niðurleið og hnignun bandarisku þjóðar- innar er órækasti dómurinn um dugleysi hennar. TILBÚIN ÞJÓÐERNISKENND Forsenda þess að Japanir geti horft á umheiminn undir formerkjunum „við og þeir" er að til sé eitthvað það sem talist getur sér-japanskt, það sem einkennir japönsku þjóðina öðru fremur. Til er sérstök fræðigrein sem lýtur að þessu, Nihonjinron, og byggir á menningarsöguleg- um og hálfvísindalegum kenningum um það sem Jap- anir búa yfir öðrurh þjóðum fremur. Ríkisvaldið styður mjög við bakið á þessari fræðimennsku, en undirrót hennar er reyndar minni- máttarkennd og vitundin um að þegar allt kemur til alls er japönsk menning ekki eins einstök og Japanir vilja vera láta. Japanir eiga sér sama mongólska uppruna og Kín- verjar og Kóreumenn, helstu keppinautar þeirra í gegnum söguna. Flest af því sem Jap- anir vilja telja einstakt í menningu sinni má rekja til kínverskra og kóreskra áhrifa, svo sem Zen Búdd- isma, myndletrið og mynd- list. Þetta vita Japanir, en goðsögnin um séreinkenni Japans er óspart notuð til að ala á þjóðerniskennd meðal almennings. Einn angi af þessu er dýrkun á Jaþans- keisara sem syni sólarinnar og verndara kokutai, kjarna japönsku þjóðarsálinnar. Þegar herforingjar tóku þess- ar hugmyndir upp á arma sína varð úr stríðsrekstur þeirra um Asíu, sem ekki tók enda fyrr en í seinna stríði. HEIMSKT ER HEIMAALIÐ BARN Japanir sýna þess ekki mik- il merki að losna við heimótt- arskapinn sem hlýst af ein- angrun, minnimáttarkennd og tilbúinni þjóðerniskennd. Þrátt fyrir mikla utanríkis- verslun er almenningur enn ótrúlega einangraður og samskipti við umheiminn lít- il. Af 123 milljónum hafa ein- ungis 14 milljónir manna vegabréf og algengast er að Japanir ferðist í skipulögðum hópum til næstu nágranna- landa. Meðal ungs fólks hefur vestræn alþýðumenning náð að skjóta rótum, sérstaklega tónlist og kvikmyndir. En hugmyndin um að Japanir séu í grundvallaratriðum ólíkir öðrum þjóðum er líf- seig og mótar heimssýn þjóð- arinnar enn sem\fyrr. Því má búast við framhaldi á fréttum um japanskan dónaskap, sem fer í taugarnar á Vesturlanda- búum en Japðnum finnst sjálfsagðasti hlutur í heimi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.