Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 H E I M I L I Ð Að llfa i geymi Sævar: Maður er voðalega stoltur af fallegu heimili. Listamenn hafa löngum farið aðrar leiðir en aðrir menn. Það á við um húsnæð- isniál eins og svo margt ann- að. Margur listamaðurinn, og þá sér í lagi listmálarar og myndhöggvarar, hefur búið sér heimili sem venjulegu fólki finnst skrítið og nýstár- legt. Margir af frægustu lista- mönnum okkar Tslendinga bjuggu sér heimili í vinnuhús- næði sínu. T.d. bjó Ásmundur í kúlu og Jón Engilberts bjó í kassalaga húsnæði með gler- þaki. Þetta er svo sem ekkert óvenjulegt fyrir listamenn. Hins vegar hefur það verið í tísku síðustu ár, sérstaklega vestan hafs, að venjulegir menn, flestir þó vel í álnum, hafi hreiðrað um sig í stórum híbýlum, þar sem gríðarlega hátt er til lofts og vjtt til veggja. Þetta er oft gámalt verksmiðju- eða iðnaðarhús- næði. Ég nefni sem dæmi ódauðlega Skotann í „High- lander" og hjónakornin í „The Ghost". Hægt er að nota svona húsnæði á mjög frjáls- legan hátt. Sumir aka þar um á reiðhjólum eða jafnvel mót- orhjólum, aðrir stunda þar sitt daglega skokk eða koma sér upp körfuboltavelli. Hér norður í dumbshafi vilja menn líka vera menn með mönnum og fylgja tísk- unni. PRESSAN hefur haft fregnir af þó nokkrum Reyk- víkingum sem búa í svoköll- uðu iðnaðarhúsnæði. Aðal- lega er þetta fólk úr veitinga- bransanum og viðskipta- heiminum. Sverrir Rafnsson og Sigurður Kaldal, fyrrum skemmtanastjórar á Tungl: inu, leigja risahúsnæði á Grettisgötu, sem áður var kvikmyndastúdíó Frostfilm hf. Þeir félagar leigðu hús- næðið í októþer á síðasta ári og kunna vel við sig. Helsti kosturinn við þetta að sögn Sigurðar er rýmið. „Það ríýt- ist vel til körfuboltaiðkunar." Þeir kvarta þó yfir kulda svona yfir háveturinn. „Bubbi Morthens og félagar hafa æfingaaðstöðu í kjallar- anum og æfa sig oftast á morgnana með djöfulsins lát- um. Þetta hefur stundum truflað svefnfriðinn." Á Grettisgötunni hafa oft verið haldin fjölmenn partí um niðdimmar nætur. Sverrir segir að þeir hafi dregið úr þessu upp á síðkastið þar sem biðraðir voru farnar að myndast fyrir utan heimili þeirra eftir þrjú á nóttunni. „Við ætlum ekki að búa hér til langframa. Þetta er ekki hentugt fyrir rólegt fjöl- skyldulíf." Hjónin Snævar ívarsson, eigandi Snævarsvídeós, og Gunnhildur Þórarinsdóttir gluggaskreytingadama hafa búið í stóru iðnaðarhúsnæði í Kópavogi síðastliðin 10 ár og una sér vel. „í dag (mánudag) er stór dagur á heimilinu, því dóttir okkar á tveggja ára af- mæli," segir Snævar. „Það segir okkur líka það að nú þurfum við annaðhvort að gera breytingar á iðnaðar- húsnæðinu eða fara að hugsa okkur til hreyfings, því það er hvergi hægt að vera með barn úti við hérna. Þetta var hugsað sem bráðabirgðahús- næði í upphafi, en hefur verið heimili okkar undanfarin 10 ár. Að sjálfsögðu hefur það Sverrir og Sigurður: Við ætlum ekki að búa hér til langframa. Þetta húsnæði er ekki hentugt fyrir rólegt fjölskyldulíf. tekið miklum breytingum og er núna svona nokkurs konar „pent-house". íbúðin er til sölu núna. Á meðan maður var á þessum partíaldri var þetta náttúr- lega „ídealt pleis" Það var oft mikið um veislur og mikil stemmning. Núna hefur þetta breyst og við erum farin að taka lífið alvarlegar. Maður er voðalega stoltur af fallegu heimili. Við höfum verið áhugasöm bæði um að vera með nýtískuhúsgögn. Dunna, konan mín, er í gluggaskreytingum og hún hefur leikið sér með liti, gard- ínur og annað. Það er dálítið gaman að því þegar maður býður gestum heim. Andstæðurnar eru ansi miklar. Það er til dæmis bíla- verkstæði hérna á hæðinni fyrir neðan. Þess vegna er oft erfitt að halda ganginum snyrtilegum. Hann angar oft af olíu eins og gefur að skilja. Fólk sem kemur hingað í fyrsta skipti á því oft ekki von á góðu. Flestum bregður við þegar þeir koma upp til okk- ar og finnst allt voða smart. Helsti kosturinn við svona geim er að hægt er að útfæra hann á marga vegu. Mögu- leikarnir eru óteljandi." Húsgögn á 500 þúsund eða meira Húsgögn fyrir þá ríku eða þá dellugjðrnu. Og svo auðvitað fyrir þá sedm hafa nýlega fengið greitt úr Sameinuðum verktökum. Mikið er talað um kreppu og svartnætti hér á landi þessa dagana. Sultarólin er hert á öllum vígstöðvum í þjóðfélaginu. Sjúklingar verða að vera almennilegir sjúklingar til að fá pláss á sjúkrahúsunum og náms- mönnum, öldruðu fólki og bækluðu er gefið langt nef af stjórnvöldum. Enginn þykir maður með mönnum nema hann hafi farið að minnsta kosti einu sinni á hausinn. Þrátt fyrir volæðið er ennþá til fólk sem getur keypt sér ávaxtaskál fyrir hálfa milljón íslenskra króna. Hljóðið er þó misjafnt í húsgagnaverslun- areigendum. Eigandi verslunarinnar í gegnum glerið segir að fólk hafi í dag ekki lengur pen- inga til að kaupa sér þessi dýru húsgögn. Hún verslar Verslunin í gegnum glerið býður upp á þennan sérkenni- lega fataskóp á súlum frá jap- anska hönnuðinum Shirok- uramata. Sá lést á síðasta ári. Shirokuramata var heims- frægur hönnuður og hélt margar sýningar. Hann inn- réttaði meðal annars verslanir hins þekkta japanska fata- hönnuðar Yohijs Yamamoto. Skúffurnar í skápnum eru margar, eins og sjá má, en engar þeírra nákvæmlega eins. Veiðið er hálf milljón og hann er enn óseldur. í Casa Mirale fannst þessi ávaxtaskál úr silfri hönnuö af Ettore Sottsass, sem er með- limur í Memphis-hópnum svokallaða. Verð þessarar ávaxtaskálar er hálf milljón. Það væri svo sem ekki í fró- sögur færandi ef ekki væri fyr- ir þá staðreynd að hún var seld nýlega. Marmaraávextir henta skálinni best. mikið með listræn húsgögn, svona sambland af skúlptúr og húsgögnum. „Tíðarand- inn er þannig að menn eru að slá af krötunum eftir uppa- tímabilið. Núna reyna menn heldur að hressa upp á and- legheitin. Markaðurinn er einfaldlega of lítill hér á landi til að hægt sé að selja eitt- hvað af svona dýrum stykkj- um. Fólksfæðin gerir það líka Casa Mirale býour einnig upp á þetta leðursófasett. Það er hannað af ftalska fyrirtækinu Alivar. Þetta er ný lina og sett- ið kostar litlar 700 þúsund krónur. Að sögn Karólinu Port- er hjá Casa Mirale er enginn hörgull á kaupendum að sófa- settum í þessum verðflokki. að verkum að húsgagnaúrval er afar fábrotið hérlendis." Þeir hjá Desform kvarta ekki yfir verkefnaskorti. Fyr- irtækið býður upp á allt sem viðkemur húsgögnum og innanhússhönnun. Vörurnar hjá Desform spanna alla verðflokka. Hægt er að finna rúm á 60 þúsund krónur og eldhúsinnréttingar sem skaga upp í tvær milljónir. Verslunin Casa Mirale hef- ur á boðstólum húsgögn í verðflokki sem hentar einna helst þeim sem fengu arð- greiðslur frá Sameinuðum verktökum á dögunum. Starfsmenn þar segja síst minni sölu í dýrum húsgögn- um nú en áður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.