Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 másffl Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptfborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tæknideild 620055, slúðurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Ofmat ráðherra á eigin fórnum V I K A N KARLMENNI VIKUNNAR Það er Hjalti Úrsus Árnason. Hann er ekki bara 9,6falt karl- menni eins og fólk var farið að halda heldur er hann 99,8falt karlmenni. Hjalti er því næst- um hundrað manna maki. Eins og níu fótboltalið. Eins og þrír karlakórar. Eins og einn og hálfur þingheimur þótt kon- urnar séu taldar með. ÁFALL VIKUNNAR Einnig tengt Hjalta Úrsusi Árnasyni. Það var hald manna að hann hefði lyft 450 kílóum í réttstöðulyftu á heimsmeistara- mótinu eða jafnvel enn meiri þyngd. Þótt það teljist mikið fyr- ir venjulega menn og einnig mik- ið fyrir venjulegan kraftlyft- ingamann, þá getur það ekki talist mikið fyrir mann með 99,8faldan karlhomón á við meðaljóninn. Afrek Hjalta var því ekki meira en ef venjuleg- ur maður lyftir 4 kílóum og 509 grömmum. Það þykir ekki mikið. í raun þykir það rosaiega lítið. SÁRABÓT VIKUNNAR Enn er það Hjalti Úrsus Árna- son. Þótt hann missi heims- meistartignina í kraftlyftingum er hann ekki alveg rúinn öllum titlum. Samkvæmt fréttum hefur nefnilega aldrei áður mælst við- líka hormónamagn í þvagi nokkurs íþróttamanns og vís- indamenn fundu hjá Hjalta. Á ráðstefnu í Noregi síðastliðið sumar sagðist vísindamaður hafa heyrt um að hugsanlega hefðu einhverju sinni mælst um 50 hormónaeiningar hjá manni, en vísindamaðurinn vildi ekki selja það dýrar en hann keypti það. Ráðstefnugestir voru heldur ekki alveg tilbúnir til að kyngja þessari sögu. En hormónamagnið hjá Hjalta var hins vegar 99,8 einingar eða nær tvöfalt meira en villtustu hugmyndir manna hingað til. íþróttamenn í Austur Evrópu, sem hafa haft heilu lyfjafa- bríkkurnar ó bak við sig hafa ekki einu sinni komist með tærn- ar þar sem Hjalti hefur hælanna. Hann er því heimsmeistari í hormónum í þvagi þótt hann sé ekki lengur heimsmeistari í kraftiyftingum. í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um lækkun á ferðapeningum ráðherra og annarra fyrir- manna í ríkiskerfinu. Þar kemur fram að þessi lækk- un er harla lítil. Eftir sem áður heldur þessi valdi hóp- ur umtalsverðum fríðindum. Samhliða því að þeir fá fulla dagpeninga eins og aðrir opinberir starfsmenn á ferðalögum, fá þeir aðra eins upphæð aukalega. Þegar venjulegur starfsmaður hjá ríkinu fær 10 þús- und krónur til að standa straum af uppihaldi sínu í út- löndum fá fyrirmennirnir 20 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri hefur hafnað því að líta á þessa uppbót sem greiðslur til að mæta útlögðum kostnaði. Hann lítur á uppbótina sem hreinar tekjur og skatt- leggur hana samkvæmt því. Ríkisskattstjóri virðist ekki telja að fyrirmaður hjá ríkinu þurfi að borða meiri mat eða dýrari í útlöndum en venjulegur starfs- maður ríkisins. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi lækkað dagpeninga fyrirmannanna ögn eru þeir enn settir skör hærra en venjulegt fólk. Þeir eru metnir sem tveggja manna makar þegar kemur að dagpeningum í útlöndum. Annað er athyglisvert við þessa lækkun. Eins og ljóst má vera af fréttum fjölmiðla af lækkuninni hefur fjármálaráðherra kynnt hana á einkar loðinn og óljósan hátt. Af ummælum hans hefur mátt skilja að nú sitji ráðherrar við sama borð og venjulegir starfs- menn ríkisins. Á honum hefur einnig mátt skilja, og líka þeim fréttamönnum sem hafa unnið fréttir um málið samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu, að það sé ákvörðun fjármálaráðherra að skatt- leggja dagpeninganna. Það er alls ekki hans ákvörð- un. Ríkisskattstjóri úrskurðaði fyrir mörgum árum að aukagreiðslur til ráðherra og annarra fyrirmanna væru laun en ekki greiðslur upp í kostnað. Þessi kynning á skerðingu dagpeninga ráðherr- anná minnir á þegar fjármálaráðherra kynnti nýjar reglur um skattlagningu bifreiðahlunninda. Þá mátti skilja á honum að núverandi ríkisstjórn hefði ákveð- ið að leggja skatta á þessi hlunnindi. Það er ekki rétt, eins og PRESSAN hefur bent á, heldur hafði ríkis- skattstjóri fyrir löngu lagt skatt á bifreiðahlunnindin. Núverandi ríkisstjórn lækkaði hins vegar skattinn. Hún bætti kjör sín. Það er hlálegt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar skuli berja sér á brjóst út af smávægilegri lækkun á dag- peningagreiðslum sínum. Þeir setja á svið þátttöku sína í niðurskurði ríkisútgjalda; efni leikritsins er að þeir herði sultarólarnar eins og aðrir. Og þeir miklast svo yfir fórnum sínum að þeir ofleika. HVERS VEGNA Er ekki eðlilegt að draga mörkin í sparnaði áður en kemur að sjúklingum með ólæknandi sjúkdóm? JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON SVARAR Það kemur góðum krata þægilega á óvart að fá þessa spurningu. Hún felur í sér kröfuna um traust velferðar- kerfi, sem er gamalt baráttu- mál krata. íslendingar hafa alla jafna ekki verið upp- næmir fyrir því. Þeir hafa tal- ið það sjálfsagðan hlut eins og vatnið og loftið í kringum sig. Þeir hafa síðan kosið sér að stærstum hluta flokk ein- staklingshyggju, þeir hafa goldið atkvæði sitt uppbóta- og niðurgreiðsluhugsjón Framsóknar, sem erlendis leitar sér vina meðal frjáls- lyndra velferðarandstæð- inga, þeir hafa reynst upp- næmir fyrir bræðraflokki rúmenska alþýðusambands- ins, sem skildi eftir sig al- ræmdasta heilbrigðiskerfi sem um getur og engin ástæða til að ætla að íslensk- um skoðanabræðrum þeirra hefði skapast öðru vísi. Ein- ungis 15% íslendinga hafa að jafnaði stutt flokk velferðar, Alþýðuflokkinn. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Allt í einu á vel- ferðin fjölda vina. Allt of margir, sem lítið hafa hugsað til þessara mála, halda að vel- ferð gangi út á að fá allt fyrir ekkert. Allt of margir virðast haldnir þeim misskilningi, að það sem þeir fá ókeypis kosti ekki neitt. Fáir sjá samheng- ið, að milljarðasukk íhaldsins í Kröflu, flugstöð og Hafskip, að milljarðasukk framsóknar í Sameinuðum verktökum, loðdýrarækt, laxeldi og út- flutningsuppbótum hrúta- kjöts, að milljarðasukk Al- þýðubandalagsins í húsbraski við SS, Þjóðleikhúshítina og nýjum búvörusamningi hefur ásamt áralöngum 8—12 millj- arða fjárlagahalla og sifelld- um þorskkvótaskerðingum, dregið stórkostlega máttinn úr íslensku efnahagskerfi. Ef kýrin mjólkar ekki er enga mjólk að fá. Það sama gildir fyrir efnahags- og velferðar- kerfið. Fæstir virðst enn gera sér grein fyrir þeirri varnar- baráttu sem íslendingar þurfa að heyja á efnahags- sviðinu um þessar mundir þeir eru jafnvel til sem telja það valkost að skattleggja fyrir vandanum. Nýir skattar upp á 15—20 milljarða, takk fyrir. Spyrja má, hvernig er eðlilegt að velferðarkerfið líti út þegar þorskkvótinn er endanlega búinn og enginn vill kaupa af okkur síldina lengur? Spyrja má, eins og hér, hvernig er eðlilegt að velferðarkerfið líti út, þegar við erum á leiðinni með að klára þorskkvótann og að- Eðli ólœknandi sjúkdóma er hins uegar til allrar hamingju mjög mismunandi. Það er til dœmis ekki hœgt að jafna saman ólœknandi krabbameini og til dœmis psoriasis. u eins fáir vilja eða geta keypt af okkur síldina? Ein af varn- arlínunum verður örugglega um þá sem haldnir eru ólæknandi sjúkdómum. Eðli ólæknandi sjúkdóma er hins vegar til allrar hamingju mjög mismunandi. Það er t.d. ekki hægt að jafna saman ólæknandi krabbameini og t.d. psoriasis. Það er eðlilegt að sparnaðarmörk séu sett með tilliti til þess. Jón Sæmundur Sigurjónsson TÍL At> BKáwsT :Víí V6RW»M k <h> . ÖBERSTt£HTC/VANT 'oRAii fCHtlLN&i WlR. tf<A5S£tf ÚTPÝ/Vr ÐÍEL 6M2EÚ HÁLFÞÁÚ GERiám \aPPMsM 0Ct STEyPtAAA HAfcfcST3ÓRAMty/! 6»<VARi Egntj gERTH/AST epciM AUIR SArtl MM»<ARiMM» ?ARA FRÁy ViTT RvtÖUft* TiMA/Á(AM»

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.