Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 6. FEBRÚAR 1992 E R L E N A R F R É T T I R 33 Elísabet II. Englandsdrottning Efasemdir á valdaafmæli Elísabet II. Englandsdrottn- ing heldur í dag upp á 40 ára valdaafmæli sitt. Drottningin er vinsæll þjóðhöfðingi, en eigi að síður hafa fleiri spurn- ingar vaknað um konungs- veldið nú en nokkru sinni síð- an föðurbróðir hennar, Ját- varður VIII., lét af völdum ár- ið 1936. í þessi fjörutíu ár hefur drottningunni tekist furðuvel að sneiða hjá allri gagnrýni. Frekar hitt, að stjórnmála- menn hrósi henni fyrir inn- sæi og þekkingu í stjórnmál- um innanlands sem utan. Hins vegar hefur almenn gagnrýni aukist og sérstak- lega hefur hún beinst að öðr- um meðlimum konungsfjöl- skyldunnar, auk þess sem raddir um að drottningin (sem er auðugasta kona heims) skuli vera skattskyld verða æ háværari. Fjölskyldumálin eru þó efst á baugi, en þau jafnast á við bestu sápuóperu. Nú síð- ast var Sara, hertogaynja af Jórvík og eiginkona Andrés- ar prins, milli tannanna á fólki fyrir kunningsskap við bandarískan piparsvein. Þar áður voru ríkisarfinn, Karl prins af Wales, og Díana eig- inkona hans gagnrýnd fyrir að fara í skotveiðitúr í sömu mund og bestu synir Bret- lands fóru að stríða við Persa- flóa. Og marga undanfarna áratugi hafa menn velt sér upp úr efasemdum um hjú- skaparfrið nær allra hjóna innan konungsfjölskyldunn- ar. Vandinn felst meðal annars í því, að þrátt fyrir að drottn- ingin sé nú 65 ára gömul hef- ur hún síst í hyggju að setjast í helgan stein. Fyrir vikið virðist ríkisarfinn dæmdur til iðjuleysis. Hann er nú 43 ára og kann að verða kominn fast að sjötugu þegar hann tekur við konungstign, því móðir hans er með afbrigðum heilsuhraust. Það er helst að hann hafi látið til sín taka í umræðu um húsagerðarlist og enska tungu, við misjafnar undirtektir. Þrátt fyrir að fáir einvaldar hafi verið jafnvinsælir og El- ísabet II. er deginum ljósara að hvorki hún né konung- dæmið eru lengur yfir gagn- rýni hafin. Elfsabet II. er afar vinsæl meðal þegna sinna, en ættingjar hennar og fjármál krúnunnar hafa að undanförnu magnað óánægju með konungdæmið. Dvergar fyrir hungurs sakir I Brasilíu er stór hluti þjóðarinnar dverg- vaxinn vegna ónógrar Vísindamenn í Brasilíu hafa uppgötvað nýja tegund mannfólks sem þeir kaila ho- mens nanico eða dvergfólkið. Þetta er ekki áður óþekktur ættbálkur eða týndur kyn- stofn, heldur venjulegt fólk sem er smávaxið af langvar- andi næringarskorti. Fátækt er mikil í Brasilíu, en alvarlegust í norðaustur- hluta landsins þar sem dverg- fólkið er mest áberandi. Sam- kvæmt opinberum tölum frá 1990 er fimmti hver Brasilíu- maður á aldrinum 20—25 ára nanico eða undir alþjóðleg- um dvergvaxtarmörkum, sem eru 164 sentimetrar fyrir karlmenn og 152 sentimetrar fyrir konur. Þetta hlutfall er fjörutíu prósent í norðaustur- hluta landsins. Ástæðan er einföld: fólkið hefur ekki nóg að borða og hefur ekki haft lengi. Banan- ar eru algengasta fæðið og kjötmeti fæst helst af ein- staka eðlu og froski. Barna- læknirinn Meraldo Zisman hefur rannsakað dvergfólkið í tuttugu ár og segir ástandið hafa versnað umtalsvert á þeim tíma. Hann hélt fyrst að nýfædd börn á svæðinu væru smávaxin af því að þau fædd- ust fyrir tímann, en komst að því að smæðina mátti rekja til áratuga hungurs og vannær- ingar meðal íbúanna. Áætlað er að það tæki þrjátíu ár að stöðva þessa þróun ef byrjað væri núna að sjá fólkinu fyrir nægum mat og heilsugæslu. Þessi vaxtarþróun fólksins er eiginlega sorgleg staðfest- ing á þeirri kenningu Darw- ins, að þeir sem best aðlagast umhverfinu lifi helst af lífs- baráttuna. Það hvarflar þó hvorki að brasilískum fjöl- miðlum, sem kalla dvergana „rottufólkið", né stjórnvöid- um, sem enga tilburði hafa uppi til að koma sársvöngum landsmönnum til hjálpar. nænngar Breskir bjórsvelgir - ekki hressir. Bretar reiðast dýrum bjór Verðlagsyfirvöld í Bret- landi hafa krafið stærstu öl- gerðarhúsin þar um skýringu á því hvers vegna bjór hefur hækkað í verði,^ langt um- fram verðbólgu. Á síðasta ári hækkaði meðalverð á stóru glasi af dökku öli (um hálfur lítri) úr 110 pensum í 124 pens, eða úr 114 í 130 íslensk- ar krónur. Gias af ijósu öli hækkaði úr 123 pensum í 138 pens, sem eru um 145 íslensk- ar krónur. Þetta þykir breskum bjór- neytendum afleit tíðindi og tala þarlend blöð um að verð á bjór hafi hækkað upp úr öllu valdi. Til samanburðar má geta þess að svipað bjórglas á ís- lenskri krá kostar á bilinu 500 til 600 krónur. Verðhækkunin hefur að hluta til orðið vegna aukinna opinberra gjalda. Þó hafa augu manna fremur beinst að átta stærstu brugghúsum Bretlands, sem munu hafa um 86 prósent markaðshlut- deild í sölu bjórs. Með litlum árangri hefur verið reynt að hnekkja einokunarvaldi bruggrisanna, en í skjóli þess þykja þeir hafa tiihneigingu til að hækka verð. „Ég er kannskl fefffir, en ég er ekki latur." Ónefndur verkamaður í bíla- verksmiðju í Detroit í kjölfar ummæla japansks stjómmála- manns. Alltaf verið smekk- menn, Rússar Danmörk hefði orðið fyrsta skotmark Varsjárbandalags- ins í kjarnorkustríði í Evrópu. Karlmenn heims- byggðarinnar bæn- heyrðir Farið að selja kvennasmokka. Góði guð, láttu þessa stera hverfa í tæka tíð fyrir lyfjaprófið Prestar bjóða upp á bæna- stundir á Ólympíuleikunum. Kem um leið og ég er búinn að afgreiða North Abu Nidal, sagður starfa fyrir ísraelsmenn. E R L E N T SJÓNARHORN Einkasyndir og opinbert líf JEANE KIRKPATRICK Er virkiiega einhver þehrar skoðunar að við ættum að rannsaka kynlíf forsetafram- bjóðenda til að ákveða hvort þeir séu hæfir til að gegna embætti? Þótt flestir svari þessari spurningu neitandi, þá hafa Bandaríkjamenn mikinn áhuga á einkalífi stjórnmálamanna xog aldrei meiri en þegar forsetakosn- ingar eru í nánd. Hneykslismál rugla dóm- greind okkar í siðferðismál- um. Þegar við sjáum ljós- myndir og heyrum segul- -bandsupptökur og svæsnar sögur af framhjáhaldi hjá háttsettum mönnum verða skilin á milli siðferðisreglna í opinberu lífi og einkalífi óljós og tenglsin þarna á milli rugl- ingsleg — oft með mjög und- arlegum afleiðingum. Stundum gerum við okkur í hugarlund að framferði valdhafa í einkalífinu ráði sið- ferði stjórnarfarsins. Þannig er sagt: „Jósef Stalín var mjög einlægur maður" eða „Heinrich Himmler var mik- ill dýravinur" eða „yfirmað- urinn í Auschwitz var góður fjölskyldufaðir" eða „Rauðu eru hreinlyndir menn sem iðka góða siði, þá hljóti stjórnarfarið að vera gott. Þessu fer víðs fjarri. Góðir menn eru ekki endilega góðir leiðtogar. Og við stjórnvölinn „ GóÖir eiginmenn eru ekki endilega góðir forsetar" Kmerarnir lifðu fábrotnu lífi og höllu". Þetta má vel vera rétt, eins og sumir hafa haldið fram. En allt er þetta óvið- komandi þeim skipulögðu fjöldamorðum sem þessir einstaklingar báru ábyrgð á. Með þessu er ég ekki að segja að engin tengsl séu á milli manngerðar vaidhafa og siðferðis stjórnkerfisins, heldur að þau tengsl séu hvorki bein né einföld. Hin hliðin á þessari skoðun er að ætla að þegar valdhafar í góðum ríkisstjórnum eru ekki endilega góðir menn. Góðir eiginmenn eru ekki endilega góðir forsetar. Dæmi um það er Jimmy Cart- er. Og það sem meira er; góð- ir forsetar eru ekki endilega góðir eiginmenn. Við vitum núna að Franklin D. Roose- velt átti í löngu ástarsam- bandi sem olli Eleanor eigin- konu hans miklu hugarangri. Hið sama er sagt um Dwight Eisenhower. Vinum og kunn- ingjum Johns F. Kennedy var fulikunnugt um fjöllyndi hans. Hefðu þessir menn náð kjöri ef kjósendur hefðu vitað þá það sem nú er vitað? Hvað eigum við að halda um Gennifer Flowers og ást- arsambandið sem hún segist hafa átt við William Clinton? Á að útiloka Clinton frá for- setakjöri af því að hann var ótrúr eiginkonu sinni? Er mikilvægara að forsetar séu trúir eiginmenn og góðir feður en þeir hafi hæfileika og reynslu í stjórnmálum? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt. Að öllu jöfnu hygg ég að flestum konum þyki minna til frambjóðanda koma sem hefur staðið í lang- vinnu framhjáhaldi. En málið er flóknara en svo. Ef til vill finnst kjósendum ekki annar demókrati fram- bærilegri en Clinton og greiða honum því atkvæði sitt, þótt þeir beri kannski minna traust til hans en áður. Staðreyndin er sú að mat okkar á fólki ræðst yfirleitt ekki af einstökum athöfnum þess eða skoðunum, heldur samblandi margs konar hegðunar og eiginleika. Við viljum að leiðtogar okkar séu aðdáunar verðir — sér í lagi forsetarnir, af því að þeir eru allri þjóðinni for- dæmi. En reynslan kennir okkur að dyggðum prýddir menn eru ekki sjálfkrafa miklir stjórnmálaskörungar. Við skiljum líka að stjórn- málamenn hafa sömu sið- ferðisbresti og allir aðrir — hræsni, mútuþægni og ótrú. Og kannski er kominn tími til að Bandaríkjamenn viður- kenni eins og aðrar lýðræðis- þjóðir það sem þeir vita: að framferði í einkalífi er aðeins einn af mörgum mælikvörð- um sem við Ieggjum á fram- bjóðendur — og ekki endi- lega sá mikiivægasti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.