Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 THÖR Ó. Thors og Sykurmolarnir eiga eitt sameiginlegt þessa dagana. Nefnilega að hafa rekið mál fyrir ríkisskatta- nefnd. Munurinn var hins vegar sá að Thor og félag- ar i Sameinuðum verktök- um fengu sitt mál flutt vel o<g greiðlega sem þeir síðan unnu glæsilega. Þrautin var þyngri hjá Molunum, enda vitað mál að þeir eru ofsa- lega ríkir. En sá sem gegnir mest spennandi starfi í dag er án efa ÓLAFUR Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur, en hans hlut- verk verður að fylgjast með 100.000. Reykvíkingn- um sem kemur væntanlega í leitirnar nú í febrúar. Ólaf- ur þarf því trúlega að dvelj- ast á fæðingardeildinni næstu daga. Starf Ólafs er að sjálfsögðu mun skemmtílegra en starf HELGA Guðmundssonar og ann- arra aðstandenda Þjóðvilj- ans, sem þurftu að fylgja blaði sínu til grafar um síð- ustu helgi. Helgi fékk að skrifa forsíðuna en á bak- síðu blaðsins var lesendum gefin von um endurreisn blaðsins, því þar var viðtal við Finn Guömundsson sem ætlar að verða ritstjóri blaðsins þegar hann verður stór. — Og það er augljóst að það hefur verið gaman á Þjóðviljanum. Margir segja frá því í grafskrift blaðsins og þá ekki síst gamlir og nýir ritstjórar. Þjóðviljinn var nefnilega alltaf að skipta um ritstjóra og ekkert blað hefur haft fleiri síðustu 10—15 árin. Þar má nefna SILJU Aðalsteinsdóllur sem segir að erfitt hafi veriö að skrifa leiðara. (Hún hefði kannski átt að nota eitthvað af leið- urunum hans Svauars sem Össur stakk undan — von- andi þó ekki þrotabúinu.) Árni Bergmann skrifar ein- hvers konar ferðaúttekt en Ólafur Ragnar Grímsson segist vona að sólin rísi á ný. Áberandi er að það hef- ur alveg gleymst að tala við Össur, Mörð Árnason, Einar Karl Haraldsson og Ólaf H. Torfason. J^duga 17.500 taw Ráðherrar herða sultarólina LAUNAUPPB MEDALRABH ENN 324 ÞÚSUND Lækkunin nemur 4 þúsundum á mánuði Helmingur dagpeninga ráðherra er enn dulin launauppbót Skattmeðferð er óbreytt ÞAU FÁ ÚTILEGUBÆTUR Ráðherrann Ráðuneytis- stjórinn Aðstoðar- maður ráðherrans Ríkisendur- skoðandinn Ríkissátta- semjarinn Biskupinn Fjármálaráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um greiðslu dagpeninga vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna eriendis. Helsta breytingin frá eldri reglum er að dag- peningar ráðherra og æðstu embættismanna eru lækkað- ir til samræmis við það sem gerist hjá öðrum ríkisstarfs- mönnum. Enn er þó sá mun- ur á að helmingur dagpen- inga ráðherra er hrein launa- uppbót. Samkvæmt eldri reglunum fengu ráðherrar og æðstu embættismenn 20 prósent hærri dagpeninga en aðrir, enda „engir venjulegir kontó- ristar" svo vítnað sé í Guð- rúnu Helgadóttur þáverandi forseta Sameinaðs þings. Nýju reglurnar gera ráð fyrir að þessi uppbót falli niður og sama dagpeningaupphæð gildi fyrir alla ríkisstarfs- menn. RÍKIÐ BORGAR HÓTELIÐ Dagpeningar eru reiknaðir þannig að helmingur hefur verið ætlaður til að greiða hótelkostnað, en hinn helm- ingurinn til greiðslu fæðis og annarra útgjalda ytra. í reynd eru ekki greiddir skattar af venjulegum dagpeningum, þar sem frádrátturinn, sem ríkisskattstjóri ákveður vegna dagpeninga, hefur ver- ið miðaður við dagpeninga- upphæð ríkisstarfsmanna. Ríkið hefur hins vegar allt- af greitt hótelkostnað beint fyrir ráðherra og æðstu emb- ættismenn og það breytist ekki með nýju reglunum. Sá helmingur dagpeninga, sem ætlaður er til greiðslu hótel- kostnaðar, rennur því beint í vasa þeirra sem launaupp- bót. Sama máli gegndi um 20 prósenta álagið sem þeir fengu samkvæmt eldri regl- unum. Ríkisskattstjóri úr- skurðaði fyrir nokkrum árum að þessa upphæð skyldi skattleggja eins og hver önn- ur hlunnindi. 6.750 að fara í fæði og annan kostnað og voru því skatt- frjáls. Þegar tekjuskattur hafði verið lagður á afgang- inn stóðu eftir um 5.670 krón- ur á dag sem viðkomandi fékk í launauppbót fyrir að vera staddur á vegum ríkisins í Lundúnum. Heildarupp- krónur í launauppbót. Ráð- stöfunarfé er því í heild 10.800. Þdta er lækkun upp á 1.620 krónur á dag. Enn hefur ritarinn 6.750 til ráð- stöfunar. Ef gert er ráð fyrir að víð- fðrull ráðherra sé áttatíu daga á ári í ferðalögum á veg- Farareyrir MERKILEGRA OG ÓMERKILEGRA TlL, ElNS DAGS í New York-Borg 17.250 KRÓNUR [ FÆÐISKOSTNAS 7.250 krónur.fyrirI gistingu" eru skattskyld hlunnindi, þar sem ríkið b0rgar hótelreikninginn BEINT. EFnRERU4J50j^R. hótelgistmgui New m sömu uppnæo- ryru ^ hms ,endM^Œuuvrfiíffðiog| IAflagtSnobbálag 1.740 KR. (EFTIR SKAn) '.250 KRÓNUR í FÆÐISK0STNA0 17.250 KRÓNUR FYRIR GISTINGU RIKIÐ B0RGAR HÓTELREIKN-I INGINNBEINTOGGETURHANN VERID B0TNLAUS EINS 0G ÁLANDSEYJAREIKNINGURINN SÝNDI. Dagpeningar vegna dvalar í flestum löndum eru 13.500 krónur, 14.500 ef dvalið er í New York eða Tókýó, en 16.500 fyrir dvöl í Svíþjóð og Noregi. Til að reikna út hversu mikið ráðherrar þurfa að herða sultarólina vegna breyttra reglna má setja upp eftirfarandi dæmi: Vegna dagsdvalar í Lund- únum fékk ráðherra sam- kvæmt gömlu reglunum 16.200 krónur, þ.e.a.s. venju- lega dagpeninga að viðbættri 20 prósenta ábót. Af því áttu hæðin, 12.420, var ráðstöfun- arfé fyrir fæði og nauðsynj- um í einn dag. Ef ráðherra hafði ritara með í för fékk hún 6.750 krónur til ráðstöf- unar fyrir sömu nauðsynjum — næstum helmingi lægri upphæð. Með nýjum reglum fá ráð- herrar sömu dagpeninga og aðrir, 13.500 krónur, og eins og fyrr er helmingurinn skattlagður sem tekjur af því að ríkið greiðir hótelkostnað beint. Eftir þá skattlagningu fær ráðherra í vasann 4.050 um ríkisins fær hann því um 864 þúsund í dagpeninga í stað um 993 þúsunda áður. Það er „kjaraskerðing" um 129 þúSund krónur eða tæp ellefu þúsund á mánuði. Sá ráðherra sem aðeins ferðast í þrjátíu daga á ári — sem lík- lega er nærri meðaltali — fær rúmlega 324 þúsund í stað um 372 þúsunda áður. Þetta er skerðing upp á um fjögur þúsund á mánuði. Það er fjórðungurinn af skattalækk- uninni sem ráðherrar urðu sér úti um með breyttri reglu- gerð um notkun ráðherrabíla sem PRESSAN greindi frá í desember. Það er hefð, en engar sér- stakar röksemdir, sem liggur að baki því að ráðherrar og æðstu embættismenn greiða ekki fyrir hótelgistingu af dagpeningum eins og aðrir ríkisstarfsmenn þurfa að gera. Launauppbótin, sem við þetta myndast, er skatt- lögð og er það helst notað til réttlætingar þegar þetta fyr: irkomulag er gagnrýnt. I reynd er um að ræða inn- byggða launahækkun, sem er því meiri sem meira er ferðast. Þannig er launa- hækkun utanríkisráðherra að öðru jöfnu mest, en aðrir bera minna úr býtum. Ef til vill mætti reyna að réttlæta þessar útilegubætur á svipaðan hátt og sjómanna- afsláttur er rökstuddur, með vísan til langra fjarvista frá heimili og fjölskyldu. Þó er rétt að minna á að makar ráð- herra og æðstu embættis- manna fá hálfa dagpeninga frá ríkinu, kjósi þeir að slást í förina. Helmingur þess fjár er skattskyldur og hefur alltaf verið. Ef maki fylgdi víðförla ráð- herranum í áttatíu daga á ári höfðu þau samtals ríflega eina og hálfa milljón til ráð- stöfunar samkvæmt eldri reglunum, en um 1,3 milljón- ir eftir skerðinguna sem Frið- rik Sophusson kynnti á dög- unum. Þrjátíu daga ráðherr- ann hafði ásamt maka um 560 þúsund til ráðstöfunar á ári, en verður nú að sætta sig við um 490 þúsund. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.