Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 900 milljónirnar hjá Sameinuðum verktökum GREIDA EKKI 4,5 MILLJÚNA STIMPILGJÖLD Innan tveggja mánaða eiga forsvarsmenn Sameinaðra að mœta til Borgarfógeta með jöfnunarbréfin og iáta stimpla þau. Ef þeir þá á annað borð hafa fyrir því að gefa út slík bréf. Sem eru hvort sem er stimpilgjaldsfrjáls - ólíkt því sem almenningur býr við þegar mætt er með kaupsamninga, skuldabréf og annað í þeim dúr. Ekki einu sinni víst að Sameinaðir eyði pappír í „útgáfu“ bréfa Sameinaðir verktakar losna við að greiða 4,5 milljón króna stimpil- gjöld af útgáfu jöfnunarbréfa upp á 900 milljónir króna, sem nýverið var útdeilt til einstakra hluthafa í fyrirtækinu. Samkvæmt lögum um stimpilgjöld er útgáfa jöfnunarbréfa stimpilskyld, en gjaldfrjáls ef stimpl- unin fer fram innan tveggja mánaða frá útgáfu bréfanna. Á sama tíma og einstaklingar þurfa að greiða 0,4 prósenta stimpil- gjald af kaupsamningum eða afsali við fasteignakaup og 1,5 prósenta stimpilgjald af skuldabréfum hefur stimpilgjald vegna hlutabréfa lækk- að úr 2 prósentum í 0,5 prósent og er ckki innheimt vegna útgáfu jöfn- unarbréfa. Þegar um er að ræða hækkun hlutafjár með jöfnun og lækkun samdægurs með útgreiðslu til hluthafa er sjaldnast haft fyrir því að eyða pappír í að gefa út eiginieg jöfnunarbréf. Ríkisstjórnin hefur falið ríkislög- manni að leita til dómstóla til að fá hnekkt úrskurði ríkisskattanefndar um skattleysi 900 milljónanna. Að öðrum kosti er um skattfrjálsan hagnað af einokun fyrir varnarliðið að ræða. Sé miðað við þá stað- greiðslu sem almenningur þarf að búa við næmi skatturinn af þessu um 360 milljónum króna. Á móti kæmi þó eftir atvikum persónuaf- sláttur. PAPPÍR EKKI EYTT í AÐ „GEFA ÚT“ BRÉFIN Þar sem 900 milljónirnar fela í sér undanfarandi útgáfu jöfnunarhluta- bréfa hefði mátt ætla að leita þyrfti til fógetaembættisins með slík bréf til þinglýsingar og að greiða þyrfti a.m.k. stimpilgjald fyrir þá gjörð. Svo er ekki. 0,5 prósenta stimpil- gjald vegna hlutabréfa nær ekki til jöfnunarbréfa og stimpilgjald upp á 4,5 milljónir verður því ekki inn- heimt. Það ákvæði í lögum um stimpil- gjöld sem kveður á um gjaldfrelsi jöfnunarbréfa hljóðarsvo:.....jöfn- unarbréf, sem gefin eru út í sam- ræmi við ákvæði um tekjuskatt og eignarskatt, skulu þó undanþegin gjaldi fyrir stimplun, enda beri hvert einstakt hlutabréf með sér að um endurútgefið bréf eða jöfnunar- hlutabréf sé að ræða. Þeir, sem gjaldfrjálsrar stimplunar beiðast, skulu sýna fram á að . . . viðkom- andi útgáfa jöfnunarhlutabréfa hafi ekki í för með sér raunverulega verðmætaaukningu hlutafjár í við- komandi félagi. Gjaldfrjáls stimplun skal fara fram áður en tveir mánuðir eru liðnir frá útgáfu hlutabréfa þeirra sem um ræðir í þessari máls- grein. Að öðrum kosti ber að inn- heimta stimpilgjald af þeim . .." Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er orðalagið „útgáfa jöfn- unarbréfa" í raun rangnefni í þeim tilvikum þar sem hækkunin er greidd samdægurs út. Það stafar af því að sjaldnast er haft fyrir því að „gefa út“ bréf af einu eða öðru tagi, enda upphæð hlutafjár oftast ná- kvæmlega hin sama eftir gjörning- inn. FÁTT UM SVÖR í KERFINU Þegar PRESSAN leitaði upplýs- inga um þetta atriði hjá fjármála- ráðuneytinu og borgarfógeta var heldur fátt um svör. „Hvort jöfnun- arbréf séu í raun gefin út? Sannleik- urinn er sá að við vitum það ekki og ég þori ekki að segja hvort skylda sé að setja jöfnunina á raunverulegan pappír. Er það pappírsútgáfan sem skiptir máli eða notkunin? Ég hrein- lega veit það ekki," sagði Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki vel að mér í þessu. Það er til- tölulega lítið um þessi jöfnunarbréf og þau eru oftast með áritun löggilts endurskoðanda og þá er þeim rennt í gegn á núlli. Það er langbest að hafa samband við fjármálaráðu- neytið," sagði Sigurdur Sueinsson borgarfógeti. Magnús Pétursson sagði að miðað við óbreytta stöðu þyrfti ekki að greiða stimpilgjald af 900 milljónun- um, berist þau til stimplunar á til- skildum tíma: „Vandamálið er hins vegar fólgið í ágreiningnum um hversu heimildin á að vera há, en sem kunnugt er greinir ríkisskatt- stjóra og ríkisskattanefnd á um þetta mál. Niðurstaðan í væntan- legu dómsmáli kann hins vegar að, hafa áhrif á þetta og gefa tilefni til að taka stimplunina upp að nýju." Fridrik Þór Guðmundsson BH hitablásararnir eru hljóðlátir, fyrirferðalitlir, kraftmiklir og umfram allt hlýlegir í viðmóti. Hér er íslensk framleiðsla með áratuga reynslu. Bjóðum ráðgjöf við uppsetningu, ásamt fullkominni viðhaldsþjónustu. Vandaður festibúnaður fylgir öllum hitablásurumfrá okkur. Traustur hitagjaB BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SlMI: 91-685699 Nýr SUZUKI aldrei spraekari. Ný og glæsileg innrétting, nýtt mælaborð, betri hljóðeinangrun auk fjölda annarra breytinga. Allir SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L vélum eru búnir vökvastýri. SUZUKI SWIFT tveggja manna sportbill með blæju. Þessi bíll á eftir að fá hjörtu margra til að slá örar. Allir SUZUKI bllar eru búnir vélum með beinni bensíninnsprautun og fullkomnum mengunarvarnarbúnaði. Komiö og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI. SUZUKI SWIFT kostar frá 726.000 kr. staðgreitt. Opið virka daga frá kl. 9-18 og iaugardaga frá kl. 13-16. $ SUZUKI --iW SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 .SlMI 685100 SUZUKI SWIFT ÁRGERÐ1992 „Ég held ég gangí heím“ Eftir einn -ei aki neinn IUMFERÐAFt RÁÐ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.