Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 Halldór H. Hreinar eignir i fasteignum og beinum og óbeinum hlutabréfum hljóða upp á 730 milljónir króna. Hvað hann á í beinhörðum peningum í bönkum og verðbréfum er óvíst. Halldór H. Jónsson og aðrir eigendur Garðars Gíslasonar hf. hafa tvisvar á síðustu árum gefið út jöfnunárbréf og greitt þau samdægurs út - deilt út 175 milljónum króna. Kókverksmiðjan Vífilfell útdeildi á sama hátt 47 milljónum og Ásmundastaðabræður í Holtabúinu hf. deildu út 318 milljónum. Hlutafélagið Garðar Gísla- son hf., sem er í eigu Halldórs H. Jónssonar og annarra erf- ingja Gardars Gíslasonar heitins stórkaupmanns, jók hlutafé sitt tvisvar á árunum 1987 og 1989 með útgáfu jöfnunarbréfa og greiddi hlut- höfum sínum samdægurs út alls 175 milljónir króna að nú- virði. Hlutur Halldórs og Margrétar Garbarsdóttur, eiginkonu hans, í þessari út- tekt nam tæpum 40 milljón- um króna. Eftir því sem næst verður komist hljóða hreinar eignir Halldórs H. Jónssonar og Margrétar konu hans upp á rúmar 700 milljónir króna. Er þar um að ræða fasteignir og hlutabréf, en ósagt skal látið um eignir hans í bönkum og verðbréfum. Útdeiling Sameinaðra verktaka á 900 milljónunum hefur vakið verðskuldaða at- hygli og hörð viðbrögð. PRESSAN hefur áður greint frá því að hlutur Halldórs H. Jónssonar, beinn og óbeinn, í þeirri útdeilingu hafi numið yfir 30 milljónum króna, en að líkindum er yfir 40 millj- ónir nær lagi. VILLAN VIÐ ÆGISÍÐU OG „BLÁA HÖLLIN" VIÐ HREÐAVATN Þegar hluthafar í Garðari Gíslasyni hf. útdeildu 175 milljónunum var fasteignun- um Hverfisgötu 4 og 6 skipt upp milli hluthafanna í sam- ræmi við eignarhlut í hlutafé- laginu og af þeirri skiptingu má ráða hvað hafi komið í hvers hlut. Halldór og Mar- grét hafa fengið um 38 millj- ónir króna, Bergur G. Gísla- 5,6 milljónir króna. Hlutur Halldórs og Mar- grétar í þessum fasteignum Hverfisgata 4 og 6. Fasteignirnar voru í eigu Garðars Gíslasonar hf. Félagið gaf út jöfnunarbréf upp á 175 milljónir og skipti upp fasteignunum. Hlutur Halldórs og eiginkonu reyndist um 38 mllljónir króna. son og fjölskylda hafa fengið um 55 milljónir, Kristján G. Gíslason og fjölskylda um 41 milljón og Gunnlaugur og Þóra Briem sömuleiðis um 41 milljón. Halldór H. __ Jónsson, „stjórnarformaður íslands", á fleiri eignir en þennan hlut í Hverfisgötu 4 og 6 upp á 38 milljónir króna. Brunabóta- mat hins veglega einbýlis- húss hans á Ægisíðu 88 hljóð- ar upp á 23 milljónir króna. „Bláa höllin", sumarhúsið Skógarkot í friðuðu landi Skógræktar ríkisins í Jafna- skarðslandi við Hreðavatn, hefur ekki komið í endurmat um árabil, en núverandi brunabótamat hljóðar upp á nemur því alls um 67 milljón- um króna. Hins vegar liggja mestu verðmætin í hlutabréf- um og eignarhaldi í ýmsum stórfyrirtækjum landsins. HÁLFUR MILLJARÐUR f HERMANGINU OG EIMSKIP Halldór H. Jónsson á per- sónulega 0,44 prósent í Sam- einuðum verktökum. Fyrir- tæki hans, Byggingarmið- stöðin, á 2,98 prósent til við- bótar. Og miðað við upplýs- ingar úr Morgunblaðinu má gera ráð fyrir að hann eigi fjórðungshlut í 4,48 prósenta hlut Stoðar hf. Hlutur Hall- dórs í Sameinuðum er því 4,54 prósent. Þegar 900 millj- ónirnar eru lagðar saman við fyrri hlutafjárúttektir, við út- tektir eigna yegna niður- færslunnar hjá Islenskum að- alverktökum og við arð- greiðslur og eftirstandandi eigin fé Sameinaðra verktaka er hlutur Halldórs í þessum 5.375 milljónum króna alls um 244 milljónir króna. Sameinaðir verktakar eiga 32 prósent af því sem eftir verður af eignum íslenskra aðalverktaka, sem er um 1.210 milljónir króna að nú- virði. Miðað við áðurnefndan 4,54 prósenta hlut Halldórs er eignarhlutur hans^ í því sem eftir verður af ÍA um 17,6 milljónir króna. Afrakst- ur Halldórs af hermanginu hljóðar því samtals upp á um 262 milljónir króna. Hlutur Halldórs í Eimskipa- félaginu er vart minni að verðmætum. Halldór á sjálf- ur 2,62 prósent í Eimskip og Margrét kona hans 1,41 pró- sent, samtals 4,03 prósent. Þessi eignarhlutur hækkar hins vegar með óbeinni aðild Halldórs að Sameinuðum, Sjóvá og Skeljungi upp í 4,17 prósent. Markaðsvirði hluta- bréfa í Eimskip er um 5.950 milljónir króna og er hlutur Halldórs af þessum eignum því um 249 milljónir króna. SKELJUNGUR, SJÓVÁ, FLUGLEIDIR, GRANDI, FJÁRFESTINGAR- FÉLAGIÐ... Halldór á persónulega 1,7 prósenta hlut í olíufélaginu Skeljungi. Markaðsverð hlutabréfa í Skeljungi er um 2.170 milljónir króna og beinn hlutur Halldórs því um 34 milljónir. Við þetta bætist óbeinn hlutur hans í gegnum eignaraðild Sjóvár-AI- mennra, Eimskipafélagsins og dótturfyrirtækja. Þessi óbeina aðild hækkar lilut Halldórs í 2,12 prósent og eignir hans í Skeljungi teljast þá um 46 milljónir króna. Ekki verður séð að Halldór eigi persónulega afgerandi hlut í Flugleiðum, en þar er Eimskipafélag Islands lang- stærsti eignaraðilinn með 34,2 prósent og Sjóvá-Al- mennar eiga 5,9 prósent. Óbeinn hlutur Halldórs í Flugleiðum er um leið 1,4 prósent eða 57 milljónir króna af 4.040 milljóna króna markaðsvirði Flugleiðabréfa. Þá á Halldór umtalsverðar beinar og óbeinar eignir í fs- landsbanka, Sjóvá-Almenn- um, Granda, Tollvörugeymsl- unni, Fjárfestingarfélaginu, Féfangi, Glitni, Þróunarfélagi íslands. Bórgarvirki hf., Har- aldi Böðvarssyni hf., DNG hf., Tækniþróun hf. og Almenna bókafélaginu, svo nokkuð sé nefnt. Hlutur Halldórs í þess- ari fyrirtækjasúpu er á bilinu 50 til 55 milljónir króna, var- lega áætlað. íupptalningunni að ofan er aðeins um að ræða fasteignir og hlutabréf og alls óljóst um aðrar eignir, svo sem á bankareikningum og í verð- bréfum. Aðeins þessi upp- talning hljóðar upp á 730 til 735 milljónir króna. Arð- greiðslur á ári til Halldórs og Margrétar frá Sameinuðum, Eimskipafélaginu og Skelj- ungi nema minnst 7 til 8 millj- ónum króna á ári. PÉTUR BJÖRNSSON OG AÐRIR í KÓK SKIPTU UPP 47 MILLJÓNUM Sameinaðir verktakar eru ekki einir um að ástunda þá iðju að gefa út jöfnunarhluta- bréf og greiða þau jafnóðum út til hlut hafa. A síðustu árum hefur t.d. Félag vatnsvirkja hf. að minnsta kosti þrisvar sinnum gert þetta og greitt hluthöfum sínuni alls 63 niillj- ónir króna að núvirði. Á ár- inu 1990 gerðu slíkt hið sama Iðnsamtök hf., deildu út 6 milljónum. Bæði þessi félög eru stórir eignaraðilar að Sameinuðum verktökum. í júní 1989 var hlutafé í Víf- ilfeíli hf., kókverksmiðjunni, aðeins 12 þúsund krónur. Þá voru gefin út jöfnunarhluta- bréf upp á 106 milljónir að núvirði og af því greiddi fé- lagið beint út 31 milljón til eigenda sinna. í maí sl. var hlutafé síðan aftur hækkað um 16 milljónir króna og sú upphæð greidd samdægurs út til eigenda. Alls hefur Vífil- fell því greitt út 47 milljónir króna til eigenda sinna á skömmum tíma. Loks má nefna að í júní 1990 var hlutafé Holtabúsins hf., í eigu svonefndra As- mundarstaðabræðra, aukið með útgáfu jöfnunarbréfa um 322,6 milljónir króna. Hluta- fé var um leið lækkað um 318 milljónir og þeim verðmæt- um deilt á milli eigendanna. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.