Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 46

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 46
Landsbankinn LÆKKAR VEXTIÁ SPARISJÓÐS- BÓK STEINGRÍMS HERMANNS- SONAR lítill áfangi en verður vonandi til að þagga niður I Steingrími, - segir Sverrir Hermannsson Fyrsti vísir að vaxtalækkun Landsbankans varð á spari- sjóösbók Steingríms Hermannssonar Sighvatur fær andvirði ráðherrabílsins endurgreitt BÍLLINN SKILGREINDUR SEM H JÁLPARTÆKIVALDAS JÚKRA þetta er algjörlega ólæknandi sjúkdómur og fáránlegt að menn eigi einirað bera kostnað at sllkum sjúkdómi, - segirJón Sæmundur Sigurjónsson Slghvatur fékk andvirði ráðherrabílsins endurgreitt fra Tryggingastofnun. Landakotsspítali BREYTT í ENDURHÆFINGAR- DEILD FYRIR STARFSMENN rúmlega helmingur starísmannanna verið rúmliggjandi frá þvi uppsagnarbréfið barst Hér er neyðarástand, _ segir Guðmundur Finnsson, iæknir á Landakoti. Það er í lagi með sjúklingana en það er hrikalegt að berjast við hátt í 400 starfsmenn á barmi taugaáfalls. 5. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 6. FEBRUAR 1992 ^STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Austurbæjarskólinn STÓREYKUR TEKJUR SÍNAR MEÐ VINNU NEMENDANNA hægt að leigja nemendur til tiltektar, barnagæslu og ýmissa annarra verka Reykjovík, 6. febrúar „Eg held að við höfum rambað á farsæla lausn," sagði Lárus Vignisson, verkefnisstjóri við Austur- bœjarskólann, en skólinn hefur uppi ráðagerðir um að mœta niðurskurði menntamáiaráðuneytisins með því að auka tekjur sín- ar í stað þe.ss að skera nið- ur þjónustu. „Við höfum skipulagt verk- efni sem miða annars vegar að því að auka tekjurnar og hins vegar að auka'tengsl skólans og nemendanna við atvinnulífið. Við ráðgerum að leigja nemendurna út til ým- issa verkefna. Bæði léttra verka eins og tiltektar á heimilum og í fyrirtækjum, barnagæslu og fleira. Eins er ráðgert að eldri nemendur verði leigðir út til allrar al- mennrar verkamannavinnu. Með þessu getum við haldið uppi fullri kennslu og samt átt þó nokkuð afgangs miðað við fyrstu útreikninga," sagði Lárus. „Mér líst vel á þetta, mjög vel," sagði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra. „Það er til dæmis margt sem nemendumir gætu gert hérna í ráðuneytinu, að ekki sé talað um heima hjá mér. Ég hei til dæmis ekki lagt í kompuna í mörg ár. Það er ótrúlegt hvað hefur safnast mikið af drasli í hana." Nemendur Austurbæjar- skólans verða leigðir út til að koma í veg fyrir fækkun kennslustunda. Nlðurskurðarmeistarinn fyrir utan Landakot. NIÐIJRSKURÐARMAÐURINN FYRIR UTAN LANDAKOT trúum því að styttan verði starfsmönnunum vegaljós að réttum markmiðum, - segir Sighvatur Björgvinsson Reykjavík, 6. febrúar „Mér finnst styttan ógeðsleg og sérstaklega smettið," sagði Kolbrún Vigfúsdóttir, hjúkrunar- kona á Landakoti, þegar GULA PRESSAN spurði hana álits á styttunni sem heiibrigðisráðuneytið hef- ur látið reisa við spítalann. „Ef þetta á að vera fyndið þá get ég sagt ráðherran- um að engum hérna, hvorki starfsfóiki né sjúkl- ingum, hefur stokkið bros." „Þetta á ekki að vera fynd- ið," sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra. „Þetta er hvatning til starfs- fólks og sjúklinga um að halda áfram niðurskurði; brýna enn hnífinn og láta ekki deigan síga." Alþýðubandalagið KAUPIR GUTENBERG Reykjavík, 5. febrúqr „Ja, okkur datt þetta svona í hug eftir að Þjóð- viljinn hætti að koma út," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, um kaup flokksins á Guten- berg-prentsmiðjunni. „Einhvers staðar þurfum við að koma málstað okkar á framfæri. Gutenberg prentar Stjórnartíðindi með lögum og reglugerðum og einnig Lögbirtingablaðið. Hug- myndin er sú að skjóta inn í þessi rit einhverju af okkar hugmyndum. Þetta ætti því að geta orðið mun árangurs- ríkara en að halda Þjóðvilja- greyinu úti," sagði Ólafur. Alþýðubandalagið keypti Gutenberg og Ólafur Ragn- ar ætlar að skjóta málstað flokksins inn í lög og reglu- gerðir. Það hefur vakið athygli að styttan er ekki ný að öllu leyti heldur er hér á ferðinni ný af- steypa af styttu Einars Jóns- sonar af Þorfinni karlsefni nema hvað skipt hefur verið um höfuð á henni. „Við vildum sýna aðhalds- semina í verki með þessu. Styttan af Þorfinni var fáum til gleði. í raun vissu fæstir hvar hún var. Því nýttum við hana og gáfum henni nýja merkingu sem á meira erindi við okkur í dag en einhverjir landafundadraumar," sagði Sighvatur. En hvers uegna ber styttan nú svip rádherrans sjálfs? „Það var ekki mín hug- mynd heldur auglýsingastof- unnar. Það er margsannað mál að fólk tekur frekar eftir frægu fólki en einhverjum nóboddíum. Þess vegna léði ég styttunni andlit mitt. Það var ekki gert í eiginhags- munaskyni," sagði Sighvatur. Óvænt söluaukning á lambakjöti Kjöt af Jóns Baldvins-. hrútunum slær í gegn athugandi að setja Sig- hvats- og Davíðskjöt á markaðinn, - segir slát- urhússtjórinn á Blönduósh Blönduósi, 6. febrúar „Fljótlega eftir að fregn- ir bárust af því að bændur hefðu skírt lambhrúta í hðfuðið á Jóni Baldvini komu fyrirspurnir um hvort ekki mætti kaupa kjöt af þessum hrútum. Við stukkum á þetta og settum Jóns Baldvins-kjöt á markaðinn. Og það er skemmst frá þvi að segja að það sló í gegn," sagði Kristinn Sveinsson, slátur- hússtjóri á Blönduósi, í samtali við GULU PRESS- UNA um hina miklu aukn- ingu sem orðið hefur á sölu lambakjöts. „Fólk virðist sækjast sér- staklega eftir þéssu kjöti. Við ætlum að gera tilraun síðar í mánuðinum til að markaðs- setja kjöt af hrútum sem heita Sighvatur og T)avíð. Ef það gengur vel setjum við alla ráðherralínuna á markað með vorinu," sagði Kristinn. „Auðvitað má líkja þessu við mannát," sagði Hallur Pétursson, stjórnarformaður Sláturhússins á Blönduósi. „En fólki finnst það varnar- laust á þessum niðurskurðar- tímum og finnur einhverja fróun í að leggja sér ráðherra- hrútana til munns. Þar fyrir utan setur þetta smáspennu í hina hefðbundnu sunnudags- máltíð okkar landsmanna og finnst sjálfsagt flestum kom- inn tími til." corclata 386SX tölva á aðeins 99.900 krónur! 80386-16 örgjörvi 1Mb minni (8Mb möguleg) 42Mbdiskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaboið Genius mús Wlndows3.0a MS-DOS5.0 Tilbúin tll notkunar straxl Cordafá CS7100 hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur undanfarna mánuði. Á meðan birgðir endast seljum viðþessaráreiðanlegu tölvurá sama baneitraða tilboðsverðinu. Nú er lag að að eignast 386 tölvu á sannkölluðu þjóðarsáttarverði. •• MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.