Pressan - 06.02.1992, Síða 46

Pressan - 06.02.1992, Síða 46
Landsbankinn LÆKKAR VEXTIÁ SPARISJÓÐS- BÓK STEINGRÍMS HERMANNS- lítill áfangi en verður vonandi til að þagga niður í Steingrími, - segir Sverrir Hermannsson SONAR Fyrsti vísir að vaxtalækkun Landsbankans varð á spari- sjóðsbók Steingríms Hermannssonar Sighvatur fær andvirði ráðherrabílsins endurgreitt BÍLLINN SKILGREINDUR SEM HJÁLPARTÆKI VALDASJÚKRA Landakotsspítalf BREYTT í ENDURHÆFINGAR- DEILD FYRIR STARFSMENN þetta er algjörlega ólæknandi sjúkdómur og fáránlegt að menn eigi elnir að bera kostnað af slíkum sjúkdómi, - segir Jón Sæmundur Sigurjónsson Sighvatur fékk andvirði ráðherrabilsins endurgreitt frá Tryggingastofnun. rúmlega helmingur starfsmannanna verið rúmliggjandi frá því uppsagnarbréfið barst Hér er neyðarástand, _ segir Guðmundur Finnsson, læknir á Landakoti. Það er í lagi með sjúklingana en það er hrikalegt að berjast við hátt í 400 starfsmenn á barmi taugaáfalls. 5. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 6. FEBRÚAR 1992 ^STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR ^usturbæjarskólinn STÓREYKUR TEKJUR SÍNAR MEÐ VINNU NEMENDANNA hægt að leigja nemendur til tiltektar, barnagæslu og ýmissa annarra verka Reykjovík, 6. febrúar ___ „Eg held að við höfum rambað á farsæla lausn,“ sagði Lárus Vignisson, verkefnisstjóri við Austur- bæjarskólann, en skólinn hefur uppi ráðagerðir um að mæta niðurskurði menntamálaráðuneytisins með því að auka tekjur sín- ar í stað þess að skera nið- ur þjónustu. „Við höfum skipulagt verk- efni sem miða annars vegar að því að auka tekjurnar og hins vegar að auka'tengsl skólans og nemendanna við atvinnulífið. Við ráðgerum að leigja nemendurna út til ým- issa verkefna. Bæði léttra verka eins og tiltektar á heimilum og í fyrirtækjum, barnagæslu og fleira. Eins er ráðgert að eldri nemendur verði leigðir út til allrar al- mennrar verkamannavinnu. Með þessu getum við haldið uppi fullri kennslu og samt átt þó nokkuð afgangs miðað við fyrstu útreikninga," sagði Lárus. „Mér líst vel á þetta, mjög vei,“ sagði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra. „Það er til dæmis margt sem nemendurnir gætu gert hérna í ráðuneytinu, að ekki sé talað um heima hjá mér. Ég hef til dæmis ekki lagt í kompuna í mörg ár. Það er ótrúlegt hvað hefur safnast mikið af drasli í hana." Niðurskurðarmeistarinn fyrir utan Landakot. NIÐURSKURÐARMAÐURINN FYRIR UTAN LANDAKOT trúum því að styttan verði starfsmönnunum vegaljós að réttum markmiðum, - segir Sighvatur Björgvinsson Það hefur vakið athygli að styttan er ekki ný að öllu leyti heldur er hér á ferðinni ný af- steypa af styttu Einars Jóns- sonar af Þorfinni karlsefni nema hvað skipt hefur verið um höfuð á henni. „Við vildum sýna aðhalds- semina í verki með þessu. Styttan af Þorfinni var fáum til gleði. í raun vissu fæstir hvar hún var. Því nýttum við hana og gáfum henni nýja merkingu sem á meira erindi við okkur í dag en einhverjir landafundadraumar," sagði Sighvatur. Reykjavík, 5. febrúar „Ja, okkur datt þetta svona í hug eftir að Þjóð- viljinn hætti að koma út,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, um kaup flokksins á Guten- berg-prentsmiðjunni. „Einhvers staðar þurfum við að koma málstað okkar á framfæri. Gutenberg prentar Stjórnartíðindi með lögum og reglugerðum og einnig Lögbirtingablaðið. Hug- myndin er sú að skjóta inn í þessi rit einhverju af okkar hugmyndum. Þetta ætti því að geta orðið mun árangurs- ríkara en að haida Þjóðvilja- greyinu úti," sagði Ólafur. Alþýðubandalagið keypti Gutenberg og Ólafur Ragn- ar ætlar að skjóta málstað flokksins inn í lög og reglu- gerðir. En hvers vegna ber styttan nú svip ródherrans sjálfs? „Það var ekki mín hug- mynd heldur auglýsingastof- unnar. Það er margsannað mál að fólk tekur frekar eftir frægu fólki en einhverjum nóboddíum. Þess vegna léði ég styttunni andlit mitt. Það var ekki gert i eiginhags- munaskyni," sagði Sighvatur. Alþýðubandalagið KAUPIR GUTENBERG Nemendur Austurbæjar- skólans verða leigðir út til að koma f veg fyrir fækkun kennslustunda. Reykjavík, 6. febrúar „Mér finnst styttan ógeðsleg og sérstaklega smettið,“ sagði Kolbrún Vigfúsdóttir, hjúkrunar- kona á Landakoti, þegar GULA PRESSAN spurði hana álits á styttunni sem heilbrigðisráðuneytið hef- ur látið reisa við spítalann. „Ef þetta á að vera fyndið þá get ég sagt ráðherran- um að engum hérna, hvorki starfsfólki né sjúkl- ingum, hefur stokkið bros.“ „Þetta á ekki að vera fynd- ið," sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra. „Þetta er hvatning til starfs- fólks og sjúklinga um að halda áfram niðurskurði; brýna enn hnífinn og láta ekki deigan síga.“ Óvænt söluaukning á lambakjöti Kjöt af Jóns Baldvins- hrútunum slær í gegn athugandi að setja Sig- hvats- og Davíðskjöt á markaðinn, - segir slát- urhússtjórinn á BlönduósL Blönduósi, 6. febrúar_______ „Fljótlega eftir að fregn- ir bárust af því að bændur hefðu skírt lambhrúta í höfuðið á Jóni Baldvini komu fyrirspurnir um hvort ekki mætti kaupa kjöt af þessum hrútum. Við stukkum á þetta og settum Jóns Baldvins-kjöt á markaðinn. Og það er skemmst frá því að segja að það sló í gegn,“ sagði Kristinn Sveinsson, slátur- hússtjóri á Blönduósi, í samtali við GULU PRESS- UNA um hina miklu aukn- ingu sem orðið hefur á sölu lambakjöts. „Fólk virðist sækjast sér- staklega eftir þessu kjöti. Við ætlum að gera tilraun síðar í mánuðinum til að markaðs- setja kjöt af hrútum sem heita Sighvatur og Davíð. Ef það gengur vel setjum við alla ráðherralínuna á markað með vorinu," sagði Kristinn. „Auðvitað má líkja þessu við mannát," sagði Hallur Pétursson, stjórnarformaður Sláturhússins á Blönduósi. „En fólki finnst það varnar- laust á þessum niðurskurðar- tímum og finnur einhverja fróun í að leggja sér ráðherra- hrútana til munns. Þar fyrir utan setur þetta smáspennu í hina hefðbundnu sunnudags- máltíð okkar landsmanna og finnst sjálfsagt flestum kom- inn tími til." coFclataj 386SX tölva á aðeins 99.900 krónur! E 80386-16 örgjörvl 1Mb minni (8Mb móguleg) 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaborft Genius mús Windows 3.0a MS-DOS 5.0 Cordata CS7100 hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur undanfama mánuði. Á meðan birgðir endast seljum við þessar áreiðanlegu tölvur á sama baneitraða tiiboðsverðinu. Nú er lag að að eignast 386 tölvu á sannkölluðu þjóðarsáttarverði. MICROTÖLVAN Tilbúin til notkunar straxl Suðurlandsbraut 12 - síml 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.