Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.FEBRÚAR 1992 MENN TEIKNINQ: INGÓLFUH MARGEIRSSON ^~h, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Ungur maður á uppleið upp á líf og dauða Það virðist vera að sannast á Guðmundi Árna Stefáns- syni að ungum mönnum á uppleið getur verið banvænt að staldra of lengi við. Þrjú, fjögur eða í hæsta lagi fimm ár eru hámarkstími á hverj- „Hann hefur um tvo kosti að velja; að reyna að sigra í formannskosn- ingum eða bœjarstjórnar- kosningum. Hann mun velja fyrri kostinn " um stað. Ef þeir komast ekki áfram eftir þann tíma er hætt við að þeir verði afhjúpaðir. Að fyrirheitin sem fylgdu þeim séu bara fyrirheit. Öruggasta leiðin fyrir unga menn sem þrá metorð er að byrja af krafti í nýju starfi. Tala hátt og mikið um breyt- ingar. Velta við fáeinum stein- um. Breyta í smáu. Og drífa sig burt áður en reynsla kemst á breytingarnar. Láta aðra sitja í súpunni. (Sú súpa er oft sæt fyrir annan mann á uppleið sem getur tekið til hendinni, velt við steinum, breytt og lagað og haft sig síð- an á brott.) Nú þegar raunveruleg upp- skera af fýrstu árum Guð- mundar Arna sem bæjar- stjóra í Hafnarfirði er að birt- ast er enn ljósara að hann þarf nauðsynlega að komast á þing sem fyrst. Hækkandi skattar og fá gleðitíðindi tryggja honum ekki meiri- hluta í bæjarstjórnarkosning- unum 1994. Og sá sem tapar meirihlutanum í Firðinum verður markaður ósigrinum það sem eftir er. Þá skiptir engu þótt sá hinn sami haíi upphaflega unnið hann. Þess vegna þarf Guðmund- ur Arni að komast á þing án þingkoshinga. Og að því vinnur hann. Ein aðferðin er að fella Jón Baldvin sem formann flokks- ins. Ekki er þolandi að for- maður flokksins sé utan þings og því yrði einhver þriggja þingmanna Reykja- nes^s að víkja til að Guðmund- ur Arni kæmist inn. En það er hæpið að oft á tíðum almenn óánægja með Jón Baldvin innan Alþýðuflokksins nægi til að Guðmundur felli hann. Þótt Jón skipti sér nánast ekkert af flokknum þarf meira en lítið að ganga á til að flokksmenn felli formann sem hefur haldið flokknum í stjórn síðan 1987 og mun sjálfsagt halda því áfram næstu árin. Önnur aðferð er að grafa undan Jóni Sigurðssyni á Reykjanesi. Hengja hann fyr- ir álversleysið og koma því þannig fyrir að honum verði ekki stætt á að fara aftur í framboð og flýi í Seðlabank- ann. Þriðja aðferðin er að vonast eftir því að Karl Stein- ar gefist upp á fjárveitinga- nefnd og öðrum önnum í þinginu og víki. Þessar tvær síðasttöldu aðferðir eru frek- ar draumar en raunhæfir kostir. Engin af þessum leiðum er greið fyrir Guðmund, en þar sem sú fyrsttalda, formanns- slagurinn, er sú eina þar sem hann getur beitt sér að ein- hverju marki er líklegast að hann velji hana. Guðmundur hefur um tvo kosti að velja; að reyna að sigra í formanns- kosningum eða bæjarstjórn- arkosningum. Hann mun velja fyrri kostinn. ÁS Bruni Klúbbsins VIÐBROGD HALLGRIMS ÝTTU UNDIR HANDTÖKU Hallgrímur Marinósson kaupmaður hefur áfrýjaö gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar. fyrir í dag. I dag verður að öllum lík- indum tekin fyrir í Hæstarétti áfrýjun Hallgríms Marinós- sonar kaupmanns vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar yf- ir honum. Hallgrímur er eig- andi Klúbbsins við Borgartún 32 sem brann aðfaranótt mánudags. Mikið tjón varð við brunann og er nánast allt innbú hússins ónýtt. Fljótlega vöknuðu grunsemdir um íkveikju og var Hallgrímur hnepptur í gæsluvarðhald vegna þess. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR voru það meðal annars fyrstu viðbrögð Hallgríms við tíðindunum sem vöktu athygli rannsókn- arlögreglunnar. Sömuleiðis varð framkoma hans á staðn- um, á meðan slökkviliðið barðist við eldinn, til að ala á grunsemdum. Þá bendir framburður vitna til þess að hann hafi farið frá húsinu rétt áður en eldurinn braust út. Hallgrímur keypti rekstur hússins, sem þá^ hét Sport- klúbburinn, af Óskari Krist- jánssyni í haust, en Óskar hafði þá rekið staðinn með hléum frá upphafi. f húsinu var rekin knattborðsstofa og skemmtistaður undir nafninu Spilaklúbburinn. Fyrir um það bil ári eignað- ist Ragnar Gudmundsson húsið og hafði hann bæði skyldutryggingu húseigenda Mál hans verður líklega tekið og sérstaka húseigendatrygg- ingu. Hallgrímur mun hins vegar hafa tryggt alla lausa- fjármuni nýlega hjá VÍS. Það hefur enn orðið til að ýta und- ir grunsemdir. Eftir því sem komist verður næst er fyrir- huguð nýbygging við hliðina og verður húsið því gert upp samhliða því. Hefur Reykja- víkurborg meðal annars skoðað húsið með tilliti til þess að reka þar æskulýðs- starfsemi. Flugfélagið Federal Express ræðir við samgönguráðuneytið OLÍS rukkaði ólöglegt bcnsín gjald fyrir flugmálastjórn Umboðsaðili bandaríska flugfélagsins Federal Express hefur snúið sér til samgöngu- ráðuneytísins og telur að olíu- félagið OLÍS hafi á árunum 1989 og 1990 rukkað sérstakt gjald vegna kaupa á eldsneyti á Keflavíkurflugvelli og að gjaldið hafi brotið í bága við lög og milliríkjasamninga. Gjaldið var rukkað fyrir hönd Flugmálastjórnar og er hluti af sértekjum stofnunar- innar. Enn er óljóst um hversu háar upphæðir er að ræða, líklega þó nokkrar milljónir króna. Fáist ekki lausn á málinu er talið öruggt að hinir bandarísku aðilar leiti til dómstóla. Federal Express yfirtók á árinu 1989 félagið Flying Ti- gers og lentu þessi félög sam- anlagt nær 200 sinnum hér á landi. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var í hvert skipti keypt eldsneyti, á bil- inu 10 þúsund til 30 þúsund lítrar. Verslað var við tvö olíu- félög, Skeljung og OLÍS. Síðar kom í Ijós að OLIS hafði fyrir hönd Flugmálastjómar lagt sérstakt gjald á þessi við- skipti, 65 aura á hvern lítra vegna nálægt 50 áfyllinga. Líklegt er talið að það hafi verið gert fyrir misskilning vegna skorts á fyrirmælum. Gjaldtaka þessi er talin brjóta óyggjandi í bága við milliríkjasamning íslands og Bandaríkjanna frá 1967 og enn fremur sérstök lög frá 1987. Milliríkjasamningurinn kveður í þessu sambandi á um áætlunarflug, en sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR er túlkunaratriði hvort ferðir Flying Tigers og Federal Express flokkist und- ir áætlunarflug. Þá er álita- mál hvort gjaldfrelsið eigi hvort tveggja við þegar vél- arnar komu frá Bandaríkjun- um ellegar frá Evrópu. Mál- efni fleiri flugfélaga blandast inn í þetta. Umboðsaðili Federal Ex- press á íslandi er Flugfax. Guömundur Þormóösson hjá Flugfaxi vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar í samtali við PRESSUNA og vísaði á Hjalta Steinþórsson lögfræð- ing, sem á í viðræðunum við samgönguráðuneytið. „Þetta mál er á viðræðustigi og ég vil ekkert segja um það á þessu stigi. Ég get þó staðfest að rætt er um þessa gjald- töku, en vil ekkert segja til um fjárhæðir í því sambandi," sagði Hjalti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.