Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 41 &b3 £3i)jl/i^ * t 44 44, é 44 m Þær eru átta saman og í stökustu vandræðum með starfsheiti sitt. Þær hafa hug á að stofna með sér félag en hvaða nafn skal því gefið? Art-therapistar geta verið list- þjálfar, myndþerapistar, list- þerapistar, listmeðferðar- fræðingar, myndþjálfar eða listsálfræðingar. „Við vitum ekki einu sinni hvað við heitum," segir Hall- dóra Halldórsdóttir „list- myndþjálfaþerapistmeðferð- arfræðingur". „í kerfinu er- um við listþjálfar en okkur finnst það flestum vera rang- nefni. Hér er ekki um þjálfun að ræða sem slíka, ekki þjálf- un í list. Þetta er leið tii að náigast tilfinningar sínar og erfiðleika á ýmsum sviðum og vinna úr þeim. Við tókum okkur saman nokkrar um daginn og fórum í orðabók Háskólans í þeim tilgangi að fá aðstoð við að velja nafn. En það er alltaf sama sagan; málverndar- menn koma alltaf með orðin listþjálfi eða meðferð. Ein okícar tók það svo upp hjá sjálfri sér að nota orðið myndþerapía. Ég held það sé ákjósanlegast að nota enska orðið „therapy" og setja þ í stað th. Þerapía segir annað en meðferð eða þjálfun; það er leið til að verða heilbrigð- ur." En hvaö felst í oröinu „art-therapisti"? „Starfið byggist upp á svip- aðan hátt og starf sálfræð- inga, nema hvað að í artther- apista kemur saman lista- maður og therapist. Núna er mikil umræða í gangi innan breska arttherapistafélagsins um að breyta starfsheitinu í artpshychotherapy. Það er náttúrlega gífurlega mikil breyting. Þá erum við komn- ar út á hálan ís hér á íslandi. Mér finnst það nú afar ólík- legt að sálfræðingar hér á landi taki okkur opnum örm- um. Þeir eiga fjögurra ára „Við vltum ekki einu sinni hvaö vlð heitum," segir Halldóra Halldórsdóttir. nám að baki á meðan artther- apy er aðeins eitt ár sem við- bótarnám við myndlistar- nám. Ég fæ ekki annað séð en það séu ýmis ljón í vegin- um fyrir því að við getum far- ið að kalla okkur listsálfræð- inga. Það er greinilega mikil barátta framundan!" Nú vinniö þiö mest meö börnum oggedsjúkum. Hvað um ad fara inn í fangelsin og starfa ad hœtti Jimmys Bo- yle? Þad vinnur til dœmis aö- eins einn sálfrœbingur fyrir Fangelsismálastofnun. „Það er almennt talið mjög erfitt að nota arttherapíu í fangelsi. Ég las það einu sinni að á meðan sú stefna væri í gangi að hugsa fangelsi sem refsistofnun væri það ekki mjög vel séð af yfirvöldum að vera með svona sérstaka meðferð handa föngunum. Þá virtist nefnilega vera tvö- föld hugsun í gangi." Telur þú ad arttherapistar eigi erindi inn í fangelsin? „Já, mér finnst arttherapy eiga rétt á sér alls staðar þar sem fólk á í kreppu eftir áfall. Auðvitað er það áfall að vera lokaður inni í fangelsi rétt eins og barn verður fyrir áfalli þegar það er lagt inn á spítala og kona þegar hún er lögð inn á geðdeild. Spurn- ingin er að nota þessa aðferð til að vinna úr vandamálun- um sem koma upp hverju sirini. Eða eins og vinur minn og sálfræðingur sagði eitt sinn við mig: „Therapy er góð fyr- ir suma, stundum"." íSlmShat þÍÓWÓ$M Laddi, Þórhallur Sigurðs- son, ereinn þekktasti og af- kastamesti skemmtikraftur þjóöarinnar, og hefur verið það í áraraöir. Éitt sinn þeg- ar mikið var að gera hjá Ladda kom hann örþreyttur heim í kvöldmat. Konan hans var hissa á aö sjá hann heima. Hún sagðist hafa heyrt í útvarpi að hann ætti að skemmta á Hvolsvelli um kvöldið. Hún hefði heyrt auglýsingu þar um lesna oftar en einu sinni í útvarpi. Þegar eiginkonan færði auglýsinguna í tal við Ladda mundi hann ekki eft- ir að hafa bókað sig í Hvoli þefta kvöld. Það gat svo sem hafa komiö fyrir, að hann hefði gleymt þessu, og því var bara eitt að gera; aka austur og mæta á stað- inn. r»*.*«\ Þegar Laddi kom í Hvol á Hvolsvelli kom í Ijós hvers kyns var. Þulurinn í útvarp- inu átti að segja: „Hvoll, Mánar og Labbi í kvöld." Þess i stað hafði hann sagt: „Hvoll, Mánar og Laddi í kvöld." En Labbi, Ólafur Þórarinsson, var sá með- limur Mána sem var hvað vinsælastur. Eftir að að hið rétta kom í Ijós var ekkert annaö fyrir Ladda að gera en aka heim. (Úr mistakasögum) R i M S i R A M S GUÐMUNOUR ANDRI THORSSON Pétur þríhross missir málgagn Ég sakna Þjóðviljans. Eg hef aldrei verið duglegur að lesa hann, og ég veit ekki nema hann hafi frekar haml- að því en hitt að „eðlilegt mótvægi gegn Morgunblað- inu" myndaðist — þegar frá er talin grein og grein eftir Árna Bergmann, málsvara kristilegrar demókratíu, hef- ur mér satt að segja þótt fjarska lítið til blaðsins koma og aldrei fundist það „Blaðið mitt", fremur „Blaðið þeirra", hver sem þau nú annars eru. Þetta hangir sjálfsagt saman við að ég var aldrei í Alþýðu- bandalaginu, nema sem at- kvæði í prófkjöri, og öll átök- in þar fóru framhjá mér á ein- hvern sjálfsagðan og eðlileg- an hátt: „Þau" voru að rífast. Mér hefur alltaf fundist óþægilegt að vera innan um fólk sem er að rífast. Hef allt- af forðað mér. Og forðaði mér. En ég sakna Þjóðviljans og ég veit ekkert hvers vegna. Ég sakna ekki leiðaranna. Ég sakna ekki poppsíðunnar. Ég sakna ekki fréttanna. Ég sakna ekki menningarskrif- anna. Ég sakna kannski Magnúsar frá Frostastöðum en hann er löngu hættur. Ég sakna ekki forsíðunnar og ekki heldur baksíðunnar. Ég sakna einskis úr Þjóðviljan- um. En ég sakna Þjóðviljans. Hvers vegna? Vegna þess að ég sakna einskis úr Þjóðvilj- anum. Ég gat lesið hann eins og huggulegan reyfara sem ég kann utan að. A morgnana byrjaði ég alltaf á honum, vegna þess að hann hjálpaði mér að sofa ögn lengur. Ég þurfti ekki að hugsa, finna, skynja, vaka til að lesa hann. Ég vissi hvað yrði á forsíð- unni, í leiðaranum, á menn- ingarsíðunni, vissi að mín biði þetta notalega gremju- mók sem rann á mann við flettingarnar, hinar kunnug- legu skoðanir og kunnuglegu efnistök, hinn kunnuglegi stíll; þetta kunnuglega og kalda og íslenska og bros- lausa andrúmsloft sem ríkti í blaðinu; tilvalin byrjun á degi, akkúrat blaðið til að fletta áður en maður gekk út í gráan daginn, út í gráa borg- ina, út í gráa grámann. Var þá Þjóðviljinn kannski mitt ópíum? Deyfilyfið mitt? Vitaskuld. Hann átti að vera fyrir löngu farinn veg allrar veraldar. Hann er búinn að þvælast fyrir nýju blaði í tutt- ugu ár, þessi draugur, þetta safn um hugsjónir sem ýmist er búið að hrinda í fram- kvæmd eða reyndust lygi. Gúttóslagnum er fyrir löngu lokið. Báðir töpuðu, báðir sigruðu. Baráttan stendur núna um það hvernig á að fara að því að bjarga velferð- arkerfi fólksins undan öllum þessum stórhuga mönnum sem virkja og virkja til að breyta íslandi í verksmiðju sem aldrei skilar arði, hvern- „...þetta kunnuglega og kalda og íslenska og broslausa andrúmsloft sem ríkti í blaðinu; tilvalin byrjun á degi, akkúrat blaðið til að fletta áður en maðurgekk út ígráan daginn, út ígráa borgina, út ígráa grámann." ig a að na peningunum frá þessum svokölluðu atvinnu- vegum, sem eru einhverjir menn með grínrekstur á framfæri skattborgara, heimtandi sífellt svokallaða „fyrirgreiðslu". Þjóðviljinn skipaði sér alls staðar og hvergi í þeirri baráttu — í því blaði var ævinlega talað um gamalt fólk, öryrkja, sjúkl- inga, námsmenn og sjávarút- veginn í einni og sömu þul- unni. Hann var síðustu árin helsta málgagn Péturs þrí- hross. En mér er að lærast að það er ekki hollt að byrja daginn með Þjóðviljanum. Maður á miklu heldur að taka lýsi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.