Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 5

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 5
yrir nokkru var greint frá blaði sem Röskva, félag vinstrimanna í Háskóla íslands, safnaði auglýsing- um í á þeim forsendum að það væri gefið út til styrktar fötluðum við Há- skólann. Kvörtuðu sumir auglýs- endur undan því, að gefið hefði ver- ið í skyn að blaðið kæmi út á vegum Háskólans en_ hljóðar farið með nafn Röskvu. í framhaldi af þessu gerði háskólarektor athugasemdir við þessi vinnubrögð röskvumanna. Athygli vekur hins vegar að enn hef- ur ekkert heyrst af stofnun sjóðsins, sem bæta átti hag fatlaðra við skól- ann. Sögusagnir eru uppi um erfiða skuldastöðu Röskvu, sem reynist væntanlega enn erfiðari nú þegar kosningabarátta í Háskólanum fer í hönd... I tengslum við brottrekstur útibús- stjóra Búnaðarbankans á Selfossi, Garðars Eiríkssonar, hefur Guðni Ágústsson, formaður banka- ráðs, upplýst að Garðar hafi brotið starfsreglur og leyst til sín eignir. Þá mun kyfirstjórn bankans __**--*^*l einnig hafa gert at- hugasemdir við fyrirgreiðslu Garð- ars til Hilmars Leifssonar bygg- ingaverktaka, en hann er nú í gjald- þrotameðferð. Það kom reyndar ekki í veg fyrir að hann væri hæst- bjóðandi þegar Framkvæmdasjóð- ur Islands bauð eignir seiðaeldis Smára til sölu í Þorlákshöfn fyrir skömmu... ónleikar Bryan Adams í Laug- ardalshöll hafa verið nokkuð til um- ræðu, sérstaklega vegna þess hve erfiðlega gengur að fá endur- greiðslu á miðum á tónleikana, sem þurfti að aflýsa vegna rafmagnsbil- unar. í viðtali við DV gaf Haukur Arsælsson hjá Rafmagnseftirlitinu í skyn að rafmagnsbilunin væri hljómsveitinni að kenna en eftirlitið gæti ekkert sannað. Hins vegar sagði hann: „... bilið milli fasa og jarðar var of lítið — miklu minna en á að vera samkvæmt reglum ... Þetta er búið að vera syona óbreytt í húsinu síðastliðið ár." í framhaldi af þessum orðum velta menn því fyrir sér hvers vegna Rafmagnseftirlitið aðhafðist ekkert allan þennaii tíma og hvort tryggingamiðlunin Lloyd's eigi ekki endurkröfu á Höllina fyrir vikið... Hótel ísland og Steinar hf. kynna nýja stórsýningu á Hótel íslandi wm. AFTUR TIL FORTIÐAR ÍSLENSKÍR TÓNAR 130 ÁR 1950-1980 Pall Oskar Hjálmlýsson Bergllnd Björk Jónasd. Danlel Ágúst Haraldss. Slgrún Eva Ármannsd. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrirdansiað skemmtunlokinniásamtsöngkonunum Sigrúnu EvuÁrmannsdóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur. Móelður Júniusdóttir Slgurður Pétur Harðars. Tugir laga frá gullöld íslenskrar dægur- tónlistar fluttir af nokkrum bestu dægur- lagasöngvurum landsins ásamt Dægur- lagacombói Jóns Ólafssonar. Rúnar Júllusson Pétur Kristjánsson Húsið opnað kl. 19.00. Boröhald hefst kl. 20.00. Sýning hefst kl. 22.00. THE Dægúrlagacombó Jóns Ólafssonar: AsgeirÚskarsson, Einar Bragi Bragason, Haraldur Þorsteinsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm Einarsson, Stefán Hjörleifsson. A HOTEL ISLANDI FÖSTUDAGINN 28. FEBRÚAR OG LAUGARDAGINN 29. FEBRÚAR Fyrsta lag sveitarinnar, Mr. Tambourine Man eft- ir Dylan, sló í gegn og seldist á nokkrum vikum í meira en 2 milljónum eintaka. Síðan kom hvert lagið af öðru; Turn Turn, Turn, Eight Miles High, So You Want to Be a Rock'n'Roll Star, Lady Friend, lagið úr Easy Rider og Jesus It's just All Right mth Me, svo aðfáein séu nefnd. The PLATTERS á Hótel íslandi FÖSTUDAGINN 7. FEBRÚAR OG LAUGARDAGINN 8. FEBRÚAR Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu „The Platters" Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pretender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor Lights, Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You'll never Know, RedSailsin theSunset, Remember When... o.fl. Munlð glæsilegustu gistiherbergi landsins Herbergjabókanir s. 688999 FcTTT^ESSkOTD 10 L/\l N YJ Staður með stil SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI! w fí Bakstur Með fullkominni hitastjórn og nákvæmu loftstreymi nærðu þeim árangri við baksturinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Ofnsteiking Með innrauðum hita og margátta loftstreymi færðu steikina safaríka og fallega brúnaða. Glóðsteiking Með innrauðum hita og loftstreymi, sem líkir eftir aðstæðum undir beru lofti, nærðu útigrillsáhrifum allan ársins hring. Scholtes Elegance Nafnið segir allt sem segja þarf. Funahöfða19, sími 685680

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.