Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 23 S K O Ð U N Óvinsælir krossfarar STJÓRNMÁL MÖRÐUR ÁRNASON Óvinsældir eru stjómmálamönnum hvimleiðar. Það eru þessvegna ekki góðar frétt- ir fyrir ríkisstjórnina að fá það á sig í DV á mánudaginn að einungis þriðj- ungur landsmanna fylgir henni að máli, en hérumbil sex af hverjum tíu eru henni andsnúnir. Það hlýtur til dæmis að vera merkilegt fyrir hinn nýorðna formann Sjálfstæðisflokks- ins að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar naut allt sitt skamma líf meira fylgis en ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gerir nú. Að undanteknum könnunum sem fram fóru sumarið 1988 og sýndu svipað fylgisleysi við þáverandi stjórn og nú er raunin um stjórn Davíðs. En einsog kunnugt er var það einmitt einn góðan veðurdag þá um haustið að Þorsteinn Pálsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Davíð og félagar geta huggað sig við það að ríkisstjórnin á undan þeim var ennþáóvinsælli lungann úr sínum valdatírna, og hélt samt út kjörtíma- bilið meðþeim árangri að rétt fyrir kosningar var alltíeinu meirihluti með stjórn Steingríms í könnunum, og er sennilega ennþá ef einhverjum „Sumir ráðherranna minna miklu frekar á krossfara miðaldanna en venjulega stjórn- málamenn í lýðrœðis- samfélagi öndverðrar tuttugustu aldar. Veldi villutrúarmánnanna er greinilegá falið í opin- berum rekstri. Hallalaus ríkissjóður - það er sjálfJrúsalem." dytti í hug að spyrja. Samt voru þær óvinsældir bæði leiöinlegar og erfið- ar, bæði fyrir stjórnina sjálfa og stuðn- ingsmenn hennar í flokkunum og í samfélaginu. Það sem eínkum olli því að ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar stóð af sér óvinsældir í könnunum, stöðugan andróður öflugustu íjöl- miðla, og ófyrirleitna stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins, var að hún trúði því um sjálfa sig að hún hefði hlutverki að gegna: endurreisn í at- vinnumálum, sókn til stöðugleika og jafnvægis í efnahagslífi. Meðan árang- ur yar sýnilegur á þessum samtengdu sviðum, og engar verulegar blikur á lofti annarstaðar, hélst sú stjórn sam- an þrátt fyrir erfiðleika og hvimleiðar óvinsældir, og uppskar það að lokum að ná ekki aðeins skoðanakannana- meirihluta. I stuttu máli er þetta einfalt: ef menn halda að þeir séu á réttri leið og þykjast sjá um það sannfærandi teikn, þá skipta óvinsældir í könnunum ekki máli, þótt þær geti til skamms tíma þrengt svigrúm til athafna og dregið úr áhrifavaldi leiðtoga. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er að því leyti sviplík þeirri sem á undan kom að hún telur sig vera stjórn með hlutverk. Ólíkt er hinsvegar að með- an fyrri ríkisstjórn var einkar jarð- bundin, oft einum of, þá hefur þessi hér á sér upphafinn blæ og nánast trú- arlegan. Sumir ráðherranna minna miklu frekar á krossfara miðaldanna en venjulega stjórnmálamenn í lýð- ræðissamfélagi öndverðrar tuttug- ustu aldar. Veldi villutrúarmannanna er greinilega falið í opinberum rekstri. Einkavæðing — hvað sem það kostar, stendur gullnum stöfum á gunnfánum í fylkingarbrjósti. Halla- laus ríkissjóður — það er sjálf Jerúsal- em. Og hvað eru skattahækkanir og velferðarskurður á við slíkan áfanga- stað? Krossfarar af þessu tæi skeyta lítið um óvinsældir, því að jafnvel þær eru þeim merki um að allt gangi vel: Laun heimsins eru vanþakklæti, og sigur- hnossið er við enda brautarinnar. Hinsvegar kunna óvinsældirnar að verða þeim skeinuhættar ef veruleik- inn fer að beina krossferðinni útum holt og hóla og síðan útum þúfur og loks útí sandinn. Veruleikinn einsog hann blasir við núna gefur því ekki undir fótinn að krossfararnir nái Landinu helga. Ál- málið er búið í bili. Evrópumál öll í óvissu. Niðurskurður í velferðarkerf- inu hefur verið klúður ofaná annað klúður, og meira að segja Moggi talar um naut í flagi. Hækkun á sköttum og gjöldum er farin að koma illa við pyngju almennings án þess að hann sjái nokkuð í staðinn. Verktaka- hneykslið hefur leitt í ljós yfirstétt for- réttindahópa og rentuteljara sem ekki taka þátt í annarra erfiðleikum. Fram- undan kynni atvinnuleysi að verða stórvandamál í fyrsta sinn á okkar tímum án þess nokkur viti hvernig á að bregðast við. Og fjárlagahalli síð- asta árs, — milljarðamunur á áætlun Friðriks og niðurstöðum á nokkrum mánuðum — hefur vakið ugg meðal þeirra sem gerst þekkja um fjármála- stjórn og efnahagsvit í ríkisstjórninni. Ef þessi veruleiki segir fyrir um framhaldið má búast við að hinar hvimleiðu óvinsældir verði ráðherr- unum loks að seigdrepandi áhyggju- efni. Höfundur er íslenskufræðingur. Neðanjarðar- brautir V I D S K I P T ÓLAFUR HANNIBALSSON Um jólin áskotnaðist mér ævisaga Damons Runyons, hins ameríska blaðamanns og rithöfundar, sem meðal annars vann sér það til f rægðar að koma glæpaklíkunum, sem upp risu í New York á bannárunum, fyrst á bók og þaðan á hvíta léreftið. Höf- undur ævisögunnar er annar kunnur blaðamaður, Jimmy Bresiin, og hann leitast við að endurskapa ekki aðeins æviatriði Runyons, heldur það and- rúmslof t, sem hann lifði og hrærðist í á Broadway allt frá aldamótum fram yfir bannárin. Þetta gefur honum ým- is tilefni til að útlista hvernig mikil auðæfi verða til á ameríska vísu. Ég ætla að tilfæra hér einn kafla: „í hvert sinn sem farsæll stjórn- „ Kaupsýslumaðurinn slœr stjórnmálamann- inum gullhamra með knékrjúpandi kurteisi sinni og það ómögulega á sér stað: stjórnmálamaðurinn fyllist öryggiskennd og fyllist ðmótstæðilegri hvöt til að auka við auðœfi vinar síns kaupsýslumannsins." málamaður og kaupmaður hittast er eins og nýjar vonir kvikni. Stjórn- málamaðurinn, fátæklingur í saman- burði við manninn við hlið hans, er ævinlega bæði hræddur og heillaður við hugmyndina um að öðlast inn- göngu inn í tieim viðskiptanna og græða á því stórar fúlgur. Kaupsýslu- maðurinn með alla vasa fulla af pen- ingum ber óttablandna lotningu fyrir þeim, sem þorir að standa frammi fyr- ir subbulegum mannfjöldanum og knýja hann til að fagna sér. í nálægð hvor annars óskar hvor um sig þess undir niðri að hann væri í hlutverki hins, en þar fyrir utan eru þeir svo af- brýðisamir hvor út í annan að jaðrar við geðveiki. Samt virðast kaupsýslu- og stjórnmálamenn yfirleitt mjög vin- samlegir hver öðrum og mynda lokað samfélag, sem einungis með mestu tregðu hleypir inn óviðkomandi aðil- um, nema slíkur aðili eigi svimandi helling af peningum, en þá hættir hann líka um leið að verða óviðkom- andi aðili. Stundum er þeim pening- um ekkert beitt, en hinn óviðkom- andi aðili verður að eiga mikið af þeim. Hvernig geturðu þráð að vera hinn aðilinn, ef hann á enga peninga? Kaupsýslumaðurinn slær stjórnmála- manninum gullhamra með knékrjúp- andi kurteisi sinni og það ómögulega á sér stað: stjórnmálamaðurinn fyllist öryggiskennd og fyllist ómótstæði- legri hvöt til að auka við auðæfi vinar síns kaupsýslumannsins. Þótt það sé auðvitað undirskilið að stjórnmála- maðurinn fái nokkuð fyrir sinn snúð er það ofan hvers manns skilningi hvað það er oft mikið smáræði sem þeir sætta sig við. Engin upphæð er of smá fyrir stjórnmálamanninn að hrifsa, eða fyrir kaupsýslumanninn að falbjóða. Þar sem nálega allur ætt- arauður í Bandaríkjunum er til kom- inn með því að almannalandi var stol- ið meðan almenningur hafði öðrum hnöppum að hneppa — og af fólki, sem þráir peninga en kærir sig ekki um að vinna fyrir þeim, af mönnum sem skreyta sig titli byggingarmeistar- ans, en hafa þó aldrei rekið nagla í spýtu — hefur sambandið milli stjórn- mála- og kaupsýslumanns aldrei orð- ið nánara en á þeim tíma, sem neðan- jarðarbrautir New York voru byggð- ar." Fídusinn var auðvitað að vita hvar neðanjarðarbrautirnar mundu liggja og stöðvarnar koma, kaupa landið ódýrt og selja dýrt eða byggja á því. Meðal þeirra, sem Breslin nefnir til sögunnar, er Charles Barney, sem að lokum batt enda á líf sitt. „Það atvik," segir Breslin, „varð ekki til að hindra erfingja hans, sem stofnuðu verð- bréfafyrirtækið Smith Barney og höfðu að kjörorði: „Við græðum fé upp á gamla mátann. Við vinnum fyr- ir því." Þeir hefðu átt að segja, „Við stelum því," en það er allt í góðu lagi. Þetta er Ameríka. Morgenthau-erf- ingjarnir tókust á hendur að bjarga landinu og skera upp herör gegn spill- ingunni. (Einn þeirra er dómarinn í New York, sem nýlega dró alheims- bankasamsteypna BCCl fyrir rétt, inn- kot greinarhöfundar.) Engum pening- um var nokkru sinni skilað til baka." Hvaða erindi á tilurð neðanjarðar- brautanna í New York fyrir tæpri öld við lesendur Pressunnar í dag? Kannski ekkert. En eins og Breslin segir: „Þetta er Ameríka." Og það sem Bandaríkjamönnum er tamt að kalla „The American Way of Life" er nú á sigurför um heiminn. Höfundur er blaöamaður. F J O L M I L A R Fjölmiðlar eru ekki dómstólar Ég vona að það sé ekki vegna þess að ég sé harðbrjósta, en mikil lifandi ósköp eru mér farnar að leiðast endalausar vitnaleiðslur opinberra starfsmanna um hversu erfitt sé að skera niður kostnað eða hversu sárt sé að lifa án gull- tryggrar vissu um atvinnu til ævi- loka. Ég hef aldrei unnið hjá ríkinu, utan tvö misseri þegar ég var gæslumaður á Kleppi. Hjá þeim fyrirtækjum sem ég hef unnið hef- ur gengið á ýmsu. Þegar harðnaði á dalnum gripu sum til aðhaldsað- gerða og skáru niður ýmsan kostnað. Þau fyrirtæki sem gerðu það ekki enduðu á hausnum. Ég hef líka unnið hjá fyrirtækjum þar sem gripið hefur verið til þess ráðs að segja öllum starfsmönnum upp til að forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu haft frjálsari hendur við end- urskipulagninu þeirra. Þótt það sé hundfúlt að fá uppsagnarbréf hef ég lifað það af. Eg held meira að segja að ég beri þess ekki mikil merki í dag. Ekki nema ég sé svona harðbrjósta vegna þessa. En ég á að minnsta kosti erfitt með að skilja allan þennan harma- grát opinberra starfsmanna þótt þeir þurfi að lifa við niðurskurð á vinnustað. Enn síður skil ég hvers vegna þessum harmagrát er sjón- varpað og útvarpað nánast linnu- laust. Hjá sumum fjölmiðlum, til dæmis Ríkissjónvarpinu, eru þetta nánast einu fréttirnar sem maður fær af niðurskurði ríkisútgjalda. Og það er leiðinlegt að Ríkis- sjónvarpið skuli ganga lengst í því að koma á framfæri hagsmunum opinberra starfsmanna og félaga- samtaka þeirra, þar sem frétta- menn Ríkissjónvarpsins eru ein- mitt opinberir starfsmenn. Þótt þeir eigi ekki að skella skollaeyr- um við því sem talsmenn opin- berra starfsmanna hafa að segja ættu þeir að gæta sín sérstaklega áað fréttaflutningur þeirra af nið- urskurðinum fái ekki slagsíðu af háværum harmagráti eins hags- munaaðila. Vitlausasta tilleggið í þennan fréttaflutning allan var daginn sem Morgunblaðið birti það eftir Birgi Guðjónssyni á launaskrif- stofu fjármálaráðuneytis að kom- inn væri tími til að afnema biðiaun opinberra starfsmanna og setja þá á uppsagnarfrest sambærilegan uppsagnarfresti starfsmanna á al- mennum markaði. Þá birtist Sig- ríður Kristinsdóttir, formaður Fé- lags starfsmanna ríkisstofnana, á skjánum og sagði aðstööu opin- berra starfsmanna svo sérstaka að það réttlætti biðlaunin. Helstu rökin voru þau að opinberir starfs- menn væru bundnir þagnar- skyldu. Ja, hérna. Ég sem hef sýnt þeim fyrirtækjum sem ég hef unnið hjá trúnað án þess að fá nokkuð borg- að fyrir það. Gunnar Smári Egilsson „Má vera, að Al- þýðublaðið kom- ist enn fyrir í eld- spýtustokki, en það hefur aldrei komist fyrir í lík- kistu eins og reyndin varð um Þjóðviljann." ingórfur Margelrwon rltstjórl ístarfsleyfl. Dr hvf ta glerhúsinu „DV er óumdeilanlega metn- aöarlítill afþreyingarmiöill sem skiptir engu máli í vit- rænni þjóðmálaumraeöu." Gunnar Stelnn Pálsson auglýslngamaður. Eftirmæli arsíns „Skoðanir mínar í gegnum ár- in hafa mótast af því að mér \finnst Þjóðviljinn vera reiður, skapvondur, ósanngjarn, ein- sýnn, lyginn og forstokkað- ur." Jónas Krlstjánsson rltstjórl. Er lón Baldvin þá þungarokkari? „Við munum biðja Guð að hreinsa þessa óværu af land- inu sem allra fyrst og hjálpa þessum vesalingum á Akra- nesi, sem eru að kalla þetta yfir sjálfa sig og æskulýðinn þar." Gunnar Þorstelnsson hjá Krosslnum. Fráttahaukar „Við bíðum því átekta.' Vladlmfr Verbenko hjá russnesku upplýslngaþjónustunnl. 100 hestafla snigili „Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í tryggingunum." / Þorstelnn Marel Júli'usson, talandl snlglll. Bver fengi sjoppurnar? „Við gætum keypt megnið af húsum í miðborginni ef við hefðum áhuga á því." Salome Þorkelsdóttlr þlngforsetl. Gereyðandinn i erfiðleikum „Það er alveg ljóst að við er- um í erfiðleikum. Stjórnarflokkarnir eru að vinna mjög erfið en óhjá- kvæmileg verk. Við erum náttúrlega ekkert vinsælir fyrír það." Slghvatur Björgvlnsson nlfturskuroarhndur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.