Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 37 Jóka. Jóka í Skaparanum. Jóka og Frosti. Jóka á gul- bröndóttan kött og vill ekki flytja úr húsinu sínu. Hún er veislustjóri og hefur galdra- hendur. Hún á listaverk eftir Danna sem komst uppá vegg eftir undarlegum leiðum. Hún fer líka sínar leiðir. Hjart- að er áttaviti. Augun tií að uppgötva nýja tilviljun. „Eg lærði nudd til að vinna með höndunum. Nudd er tjáning. Þá er ég með fólki. Eg nærist innanum fólk. Og verð að hafa gaman. Ég vil fara alla leið. Eg er búin að pæla mikið, fara í Sálarrann- sóknarfélagið, Guðspekifé- lagið, jóga, gestalthópa og út um allt." EKKIÁ EILÍFÐARHILLUNNI Hverju varstu ad leita ab? „Ég var að leita að sjálfri mér. Finna stað þarsem ég gat verið sátt og róleg. Ég hef farið i marga hringi en alltaf verið að gera skemmtilega hluti. Það er ekki bara pæl- ingin hjá mér að vinna fyrir sér. Mér hefur reynst erfitt að velja mína leið í lífinu. Hef farið í fjóra skóla, leiklistar- skóla í New York, þangað fór ég 18 ára en slasaðist illa. Ég lék síðasta hlutverkið mitt á hækjum og höfuðkúpubrot- in. Sjálfstraustið hvarf og ég sveigði af leiklistarbrautinni sem ég hafði séð blómum skrýdda framundan. Svo lærði ég blómaskreytingar í Þýskalandi en fékk ofnæmi fyrir mold og vatni. Námið og allt sem því fylgdi, ein í ókunnu landi, var í raun of mikið álag. Ég keyri mig oft lengra en ég get. Þá tók ég tækniteiknun, varð ófrísk að syni mínum, honum Frosta, og bjó til búðina mína, Skap- arann, sem ég er nýbúin að selja. Síðast útskrifaðist ég úr Svæðameðferðarskóla Arn- ars Jónssonar., Mér finnst stundum að mér hafi verið stýrt gegnum lífið. Ég nýt þess áð nudda en er ekki komin á eilífðarhilluna. Kannski dettur mér eitthvað í hug og kúvendi. Það er alltaf þannig hjá mér. Mig langar. Ég er farin. Bless. Svo rek ég mig á veggi. Ég á auðvelt með að hella mér útí það sem mig langar til en það er verra að hætta og oft afdrifaríkt hvernig ferli mínum lýkur hvert skipti. Það tók langan tíma að sætta sig við að hætta í leiklistinni og að selja Skap- arann. Nú er ég að seíja íbúð- ina mína. Þegar fólk kemur hingað í sakleysi sínu tilað skoða er ég hin fúlasta. Svo veit ég að einn daginn labbar rétti kaupandinn inn. Þá er ég líka orðin sátt. En það hefur tekið mig tíma að virða sjálfa mig að þessu leyti. Þetta eru tilfinningabönd og ég slít þau ekki einsog hendi sé veifað." EKKI LAUGAVEGSBÚÐ Skaparinn fannst mér einsog listaverk. „Mottóið var að flytja inn skemmtilegan fatnað sem væri samt ekki dýrari en fjöldaframleiðslan. Eg var oft með föt sem ég fékk sáralítið útúr en það var gaman að hafa þau með. Dúsa, nýi eig- andinn, vill halda þessu við. Æðislegt. Búðin var hjartað í mér. Þetta hófst þannig að ég átti að verða verslunarstjóri, þvældist með tveimur strák- um um alla Evrópu en sá ekk- ert fallegt. Ég vildi ekki setja upp enn eina „Laugavegs- búðina". Frétti svo af hönnuði í Arnheim sem bauð mér gull og græna skóga. Og ég setti upp mína eigin búð. Engin marmaragólf. Allt skakkt. Gert úr litlum peningum og skemmtilegheitum. Allir héldu að ég væri klikkuð að setja upp búð á annarri hæð. Það var reyndar háaloft þar- sem ég hafði leikið mér þegar ég var lítil, þá unnu mamma og amma báðar í Tísku- skemmunni. Og stelpan, hönnuðurinn sem ég kynnt- ist í Arnheim, er góð vinkona mín núna. Við erum kannski á leiðinni til Ghana. Lífið er stundum dularfullt. Hvernig hver tilviljunin rekur aðra ef ég fer eftir hjartanu. Ég reyni að streitast ekki á móti. Það er mín leið. Og hafa gaman. En viðbrögð f ólks eru of t á þá leið að reyna að draga úr manni kjark í staðinn fyrir að klappa manni á bakið og segja: „Fínt hjá þér."" ÉG ER SVONA FORSPRAKKI Ab hafa gaman. Er þad ekki uppreisn? „Það gengur fyrir öllu hjá mér að hafa gaman. Þegar ég finn gleði í því sem mig lang- ar til veit ég að ég er á réttri leið. Mér finnst gleðin mikil- vægari en að gera eitthvað vegna þess að það er bara skylda. Auðvitað hafa komið tímabil þarsem ég hef átt erf- itt með að finna gleðina. En ég er búin að læra að það virkar hjá mér ef ég finn gleði. Þá er ég að gera rétt. Þá get ég verið heil. Þetta hefur verið ríkt í mér frá því ég var barn. Ég var tíu ára þegar ég labbaði uppí Leikfélag Kópavogs og sagði: „Mig vantar hlutverk." Þar var ég svo þangað til ég f ór til New York. Búin að leika m.a. 80 sýningar í Þorláki þreytta. Sex ára skundaði ég uppá Kópavogshæli, gaf fóstrunum frí, setti diskó í gang og lét allt liðið dansa. Krakkarnir í skól- anum reyndu að stríða mér, en ég var vinsæl og ég er svona forsprakki, svo það þýddi ekkert. Diskótekin á Kópavogshælinu héldu áfram. Það er stutt síðan bankað var uppá hjá mömmu. Fyrir utan dyrnar stóðu þrjár konur af Kópa- vogshælinu og spurðu einsog ekkert væri eðlilegra: „Er Jóka heima?" Stóri draumur- inn minn frá sex til sautján ára var að verða þroskaþjálfi með leiklistarívafi." VIÐ ERUM FÚL ÚTÍ LÍKAMANN Svœöamedferb. Hvab erþab? „Kínverskt punktanudd. Það er mikil heimspeki sem fylgir því. Heimspeki um heild, orku og jafnvægi. Það byggist á að nudda punkta á Hkamanum og að líkaminn hefur fjórtán orkubrautir. Svo er það^auðvitað flóknara en þetta. Ég las grein um daginn í Ganglera um að læknar á ákveðnu heilsuhæli eru að rannsaka með háþróuðum vísindatækjum hvernig. já- kvætt hugarfar og jóga skila meiri árangri í lækningu hjarta- og æðasjúkdóma en jafnvel líkamsrækt og matar- æði. Ég væri alveg til í að klæðast hvítum slopp og fá að elta einn svona lækni, sjá hvernig þeir starfa. En ég segi oft: Við erum kjöt, orka og reynsla. Og við neitum þessu öllu. Við erum fúl útí reynsluna og uppeldið. Við erum fúl útí líkamann. Við erum alltaf að skamma okkur, þjösna okkur áfram. Við vitum oft hvað er okkur fyrir bestu, en það er svo erf- itt að brjóta upp vanann. Mér finnst kominn timi til að standa með sjálfum sér. Gera hlutina í botn. Það er leiðin út." SKILABOÐ FRÁ SÁLINNI „Ég veit ekki hvort ég hef lækningahendur. En í nuddi vinnur maður alltaf eftir leið- um sem er aldrei hægt að út- skýra alveg. Innri áttaviti. Eitthvað sem ég finn. Eðlis- ávísun. Skilaboð frá sálinni. Fyrir nokkrum árum fékk ég hjálp tilað losa um orku í höndum mínum. Það eru orkubrautir frá lungum og hjarta sem liggja útí hendurn- ar. Það er leið gleðinnar. Súr- efnið. Fólki er oft mjög illa við hendurnar á sér. Þær eru kaldar. Orkulausar. Ég hef hitt listakonur sem vinna með höndunum en eru samt að reyna að fela þær. Finnst þær of stórar eða ljótar. Sum- ir skakklappast áfram tilað fela á sér fæturna. Við hættum að anda ef við bælum tilfinningar okkar. Sorg er jákvæð ef þú getur losað hana og lifað með henni. Við upplifum sterkari t ilf innin gar ef við bælum þær ekki. Tilfinningar eru orka. Ég vil sjá okkur anda í biðröð í banka. Ekki standa saman- bitin og senda neikvæða strauma á aumingja banka- fólkið. En við höfum flest ágæta eðlisávísun. Ef fólk er stöðugt að nudda á sér kollvikin og gagnaugun er líklega eitt- hvað að gallblöðrunni ánþess fólk viti það. Nudd er samspil. Það er ekki málið hvernig þú ert í laginu. Fólk er oft spennt í byrjun. Þá er ráð að taka nokkra punkta og spjalla, en ekki ráðast á allan líkamann. En hver nuddari vinnur útfrá sér. Ég er ekki komin það langt að ég ráðleggi í matar- æði, þegar ég borða ham- borgara sjálf. En mín andlega hlið er sterk og ég get miðlað af hugarfarinu." ÞARFT EKKI AÐ VERA STÍF EF ÞÚ ERT FÍN Hvernig varb Spariballib til? „Hugmynd sem ég henti í Smekkleysu. Þau hentu henni aftur í mig svo^ég gæti framkvæmt hana. Á Spari- ballinu eru allir glerfínir en óþvinguð stemmning. Þú þarft ekki að vera stíf ef þú ert fín. Síðir kjólar, kjólföt, kampavín, vínber og lax. En engir „hótelíslandsprísar". Hljómsveit Konráðs B lék fyrir dansi, Haukur Morthens var heiðursgestur, f luttir grín- leikþættir. Fólk skemmti sér konunglega. Samt voru allir á aldri. Ef þú leggur fyrirhöfn í hlutina gerist eitthvað. Skemmtanabransinn hér er oft: „Borgaðu þúsundkall og farðu þarna inn." Menn sleppa of auðveldlega einsog í tískubransanum. Það er ábyrgð þeirra sem taka að sér að skemmta fólki eða reka tískubúðir að leggja sig fram. Þó er ekki málið að allir eigi að vera voða fríkaðir. En ég nærist á því að sjá einhvern skemmtilega klæddan. En ég segi aldrei: Mér finnst að þú eigir að klæða þig svona eða hinsegin. Við verðum að ráða sjálf hvernig við klæðum okkur. Ég klæði mig eftir til- finningu. Einusinni var ég alltaf í svörtu. Þá leið mér meira þannig. En það á að gefa fólki kost á tilbreytingu og gefa ungum hönnuðum séns. Þetta er of mikið pjúra bissniss. En Spariballið er einsog leikhús. Leikmynd. Fjör útí alla enda. Ég og Sjón tókum á móti gestum með kampavíni og vínberjum. Þeir sem vildu horfa á úr fjarlægð gerðu það og aðrir sem vildu dansa vals eða fíflast létu það eftir sér. Nú er hugmyndin að ég, Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari, sem hefur haldið stórkostlegar veislur, og Keli, sem hefur séð um böll í Tunglinu (þar nuddaði ég undir dynjandi músík), leggjum saman krafta okkar og höldum veislu í vor. Sól- risuhátíð. Mér finnst gaman að búa til veislur. Skreyta og dinglast." GALSI OG BLAÐUR „Nú er ég um helgar í Kola- portinu. Sölumaður í Gallerí Port. Ég er að sýna, selja og prútta verk eftir amatöra. Ég geri það tilað fá galsa í mig og blaðra við fólk. Það er f ín leið tilað hvíla sig á nuddinu, vandamálum og alvöru máls- ins. Ég verð að hafa galsa í líf- inu. Eg er svona tví- eða þrí- klofin. Kannski tek ég punga- próf úr Stýrimannaskólanum og sigli minn sjó. Pabbi er sjó- maður, ég bauð honum að vera vélstjóri ef ég væri skip- stjóri. En hann sagðist ekki geta hugsað sér að taka frí á sjónum. Það væri gaman að splæsa saman góðu liði á skútu og sigla frá Þýskalandi til Grikklands. Sigling í sólina. En ég meika ekki nema eitt jólaball á ári. Þegar ég sé öll þessi fínu, hreinu og tæru börn í sparifötunum sínum dansa í kringum jólatréð get ég ekki annað en tárast." Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.