Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 27 Sautján ára gamall sonur minn hefur þróað með sér ömurlega siði eftir að hann byrjaði í fjölbrauta- skólanum. Hann kemur heim boginn í baki og munnur hans er gapandi líkt og um fábjána væri að ræða. Raunar hangir munnur hans opinn öll- um stundum. Enginn í minni fjölskyldu hefur haft bogið bak. Auk þess er alger óþarfi fyrir hann að ganga um með munn- inn upp á gátt, vegna þess að hann getur andað fullkomlega í gegnum nefið. Er eitthvað sem ég get gert til að stöðva þessa vitleysu? A vissu tímabili eru margir sautján ára unglingar með bogið bak. Það er eitthvert stig sem erfitt er að komast hjá. Þetta með opna munn- inn tengist væntanlega þekktri kvikmyndastjörnu, Matt Dillon, sem sérhæfir sig í unglingahlutverkum. Ráð til að losa son þinn við þennan hvimleiða ávana er að gefa honum mynd af fólki, uppstilltu með bogið bak og gapandi munn. Myndin verður að vera af fólki sem hann vildi allra síst líkjast. Á þessu tíma- skeiði eru það oftast foreldr- arnir. Því er ráðlegast að myndin sé af ykkur hjónun- um. Látið stækka myndina og komið henni fyrir á hag- anlegum stað — til dæmis ofan á sjónvarpinu. Þú munt sjá að þessi tilhögun tryggir það fljótlega að sonurinn láti af ósiðnum. Baðsett á góðu verði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baösettum getum viö boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐogSTURTUBOTN á einstöku verði. *°'*~V,0SEH** J.þorláksson & Norómann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.