Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 H E I M I L I Oft er gaman þegar gesti ber að garði, sér í lagi þegar gestirnir eru velkomnir, sem þeir ku oftast vera. Stundum vilja húsráðendur þó hafa næði eða forðast gestagang ein- hverra hluta vegna. Þá er gott að vera í stakk búinn til að verjast gestaágangi. PRESSAN leitaði uppi nokkra séða Islendinga og aflaði ráða til að forðast eða losna við gesti. Gunnar Helgason leikari „Bjóða gestunum í freyði- bað." ...til að losna við gesti Eiríkur Jónsson útvarpsmaður „Losna við gesti? Ég þekki bara einn mann sem ég reyndi að losna við og mér tókst nú að losna við hann endaniega. Ég man ekki hvað ég gerði. Það er ekkert „pent" að losna við fólk. Það kemur aldrei aftur. Maður los- ar sig við gest og heyrir þá ekki í honum framar. Eg held að það sé málið. Hins vegar átti ég vin, sem við héngum mikið hjá. Hann losaði sig við gesti með því að trekkja vekj- araklukkuna, stilla hana og koma henni fyrir. Hann er eini maðurinn sem ég hef séð reyna að losa sig við gesti." Björnsson leikari „Þegar gest ber að dyrum manns er best að stynja svo- lítið. Menn eru alltaf við- kvæmir fyrir því að trufla ástaleiki fólks. Ég hef notað þessa aðferð, hávær samfara- hljóð, og fólk er fljótt á brott." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona „Ef ég kynni að losna við þig úr símanum. Best er að segjast vera á leiðinni út. Eg notaði það stundum á náms- árunum í Kaupmannahöfn þegar ég fékk leiðinlega gesti. Flosi Ólafsson leikari „Að losna við gesti er hið versta mál." Flosi leggur frá sér símann og kallar á konu sí.na: „Lilja, hvernig finnst þér best að losa þig við gesti?" Úr fjarska er kallað: „Gefa þeim ekki brennivín." — Þar hafið þið það, segir Flosi. Skúlason frétta- maður á Stöð 2 „Það eru til ýmsar aðferðir. Banki óvænt upp á hjá manni gestur, sem maður er engan veginn í skapi til að taka á móti, þá er hægt að nota sál- rænu aðferðina. Hún er að bjóða lionuni inn með sem- ingi, skipa honum úr skón- um, hinkra við og skipa hon- um að hengja yfirhöfnina upp áður en hann fer úr henni. Þegar hann kemur inn er gott að hleypa í brýrnar að hætti Sigmundar Ernis. Þurfa nauðsynlega að hlaupa í sím- ann. Fara svo á klósettið og taka drjúgan tíma í það. Eiga ekki kaffi. Sé viðkomandi, á þessu stigi, ekki farinn að skilja í hvað stefnir, þá er bara að ganga hreint til verks og tilkynna viðkomandi að hann sé beinlínis óæskilegur. Til er önnur aðferð. Ef hringt er í mann og einhver boðar komu sína og ekki er framkvæmanlegt að neita viðkomandi, þá hef ég reynd- ar stundað það að sjóða þjóð- arrétt okkar Skaftfellinga. Það er fýll, eða múkkinn. Hann er svo ógeðslega lykt- andi að þeir eru ekki margir sem sitja yfir þeim pottum. Þú mátt hafa það eftir að ég reyndi þetta á ákveðnum manni. Hann skilur það núna, af hverju hann hitti svo illa á. Komi fjölskyldumeðlimir í heimsókn hef ég reyndar boðið þeim að horfa á mynd- bönd með mér úr fréttatím- um stöðvarinnar. Þá er ekki ótítt að fólk þurfi að flýta sér, einhverra hluta vegna. Það veit ekki að strumparnir eru aftast á þessum myndbönd- um. Annars á ég frekar í erfið- leikum með að halda fólki. Eg er að eðlisfari mjög félags- lyndur maður." Bessi Bjarnason leikari „Ef ég sé út um gluggann að fólk er að koma, þá dríf ég mig í frakkann." Geriröu þaö oft? (gríöarlegur hlátur) „Ég segi það nú kannski ekki." Laufey Bjarnadóttir forsíðustúlka „Ég er mjög hreinskilin og ef mér leiðist nærvera ein- hvers, þá gef ég það í skyn á skiljanlegan máta. Það er besta aðferðin. Annars finnst mér þetta fáránleg spurning ef ég á að vera hreinskilin." Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri „Heyrðu, ég er að fara út úr dyrunum." Guðrún Helgadóttir þingkona „Ég segi: „Heyrðu sko, nú þarf ég að gera annað og þess vegna ætla ég að biðja þig að fara núna, en komdu fljótt aft- ur." Annars er ég nú einu sinni þannig, upp á gott og vont, að ég segi fólki venju- lega bara alveg eins og mér finnst. Ég held að það sé voða fátt fólk sem hefur setið yfir mér og haldið að það sé vel- komið en ekki verið það. Hreinskiptni er kannski ekki besti kosturinn við stjórn- málamann en ágætur kostur við rithöfund, svo þetta er ágætt."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.