Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 15 !:|.f IFI U1 I ¦H "Vl \ ¦' .¦> ' : { jmm ¦H "*^lfe> , ¦1 I ^BFs.'- l • -, j' " . Æskumynd Ástu sýnir unga og ákveðna stúlku. í dag segist hún eiga mjög erfitt með að hugsa um framtíðina. „Það er fullt af hlutum sem mig langar til að gera en ég tel mig ekki geta gert, meðal annars vegna þess að ég veit ekki hvort ég hef úthald f það. Ég myndi til dæmis fara í nám eða eignast barn. Ég þori bara ekki að eignast barn vegna þess að ég er HlV-jákvæð og það er mjög erfitt," segir Ásta. veiktist svo mikið að ég var sett aftur í prufu og þá kom smitið í ljós," sagði Ásta. Ásta dregur enga dul á að hún hafi lifað ansi hátt á tíma- bili, en hún smitaðist erlend- is. Læknar hennar telja að hún hafi smitast í gegnum heróínneyslu. „Ég ætla ekki að afsaka sjálfa mig, vegna þess að ég var voðalegur sukkari, en ég prófaði bara þrisvar sinnum heróín. Ég vil taka þetta f ram vegna þess að það þarf bara eitt skipti til að sýkjast. Ég prófaði heróín þrisvar þegar ég var 19 ára og sýp nú seyðið af því. Mér hefði aldrei dottið í hug að prófa sprautu ef ég hefði vit- að um alnæmi á þessum tíma," sagði Ásta. Hún hefur þegar kynnst því að ónæmis- kerfi líkamans er ekki eins og það á að sér að vera og hefur átt við margvíslega sjúkdóma að stríða síðustu átta mánuði — meðal annars lagst tvisvar inn á sjúkrahús með lungna- bólgu. VAR PRÓFUÐ ÁNSAMÞYKKIS „Ég var í rannsókn út af öðru þegar kom í ljós að ég var smituð," sagði Sigga, en hún er hraustlegri að sjá. — Reyndar bara nokkuð blóm- leg þar sem hún situr og strýkur ketti sínum. Sigga greindist sýkt 1987 en hún smitaðist í janúar 1985. Hún var sett í rannsókn að henni forspurðri en segist ekki kenna neinnar beiskju vegna þess. Það sama verður ekki sagt um afstöðu hennar til smitberans: „Ég var með bísexual manni og hef smit- ast af honum — það var aldrei nein spurning," segir Sigga og heldur áfram eftir andartaks hik þegar hún er spurð um af- stöðuna til smitberans: „Því er ekki að leyna að ég er mjög beisk út í hann. Ég er honum mjög reið af því að hann er í áhættuhópi — þ.e.a.s. hann er hommi en sef- ur hjá báðum kynjum. Hann vissi það vel, þegar kynni okkar urðu, að hann gat hugsanlega verið smitbéri." Umræðurnar beinast um stundarsakir að vangaveltum um smitleiðir og stúlkurnar segjast ekki vera í vafa um að smitun frá karli til konu sé greiðari en smitun frá konu til karls. REYNA AÐ LIFA ÖRUGGU KYNLÍFI Báðar stúlkurnar eru í föstu sambandi núna og hafa reyndar lifað kynlífi með fleirum en einum síðan þær smituðust. ,,Ég bý með manni sem er ekki smitaður," segir Sigga og aðstæður Ástu eru eins. „Auðvitað verður að nota verjur og fara var- lega. Strákurinn sem ég bý með fór í próf fyrir sex mán- uðum og var að segja mér um daginn að hann ætlaði að fara fljótlega aftur," sagði Asta. „Ég var í þrjú ár með einum en við hættum saman í janúar í fyrra og hann smit- aðist ekki," bætti Sigga við. Þar sem langur tími leið frá þvi að Ásta smitaðist og þar til það kom í ljós hafði hún haft kynni af nokkrum mönn- um á þeim tíma. „Þeir sem ég var með fóru í prufu og reyndust sem betur fer ekki hafa smitast," sagði Ásta. „Það var reyndar fyrsta hugs- un mín þegar ég frétti af þessu að óska þess að ég hefði nú ekki smitað neinn. Ég lét foreldra mína strax hafa samband við þá inenn sem ég hafði sofið hjá á ís- landi. Þeir fóru strax í grein- ingu og höfðu sem betur fer ekki sýkst," sagði Ásta og bætti við: „Mér finnst það persónulega mikill léttir, að hafa ekki smitað neinn. Þó svo að ég hefði smitað ein- hvern hefði það ekki verið mér að kenna því ég vissi ekki af því að ég væri smit- uð." „Auðvitað segir þetta manni að maður á bara að nota smokka þegar maður er svona einn — jafnvel þó að eyðni væri ekki til staðar. Það eru svo margir aðrir kynsjúk- dómar. Ég er búin að nota smokk í fimm ár, eða síðan sjúkdómurinn greindist, og mér finnst það ekkert mál," sagði Sigga, en báðar stúlk- urnar voru á því að notkun smokks meðal ungs fólk hér á landi væri allt of lítil. Einmitt á því tímabili þegar fólk á hvað flesta rekkjunauta. Eins og áður segir eru báð- ar stúlkurnar í sambúð. Sigga er tiltölulega nýbyrjuð að búa með núverandi sambýlis- manni. „Eg var búin að vera með honum í 10 daga þegar ég sagði honum af sjúkdómn- um. Ég bara gat ekki komið mér að því — var alltaf að leita að rétta augnablikinu. Auðvitað passaði ég alltaf að gæta fyllsta öryggis. Svo sá ég að hann var búinn að frétta af þessu," sagði Sigga. Sambýlis- maður hennar var nú mættur fram í stofu og þeirri spurn- ingu var beint til hans hver fyrstu viðbrögð hans hefðu verið? „Jú, ég neita því ekki að ég reiddist í fyrstu, enda hélt ég að ég væri smitaður. En eftir að við höfðum rætt þessi mál vel og vandlega sannfærðist ég um að smithættan væri lít- il sem engin ef rétt væri stað- ið að málum. Nú, þá fer ég reglulega í prófun hjá lækni," sagði hann. Sigga bætti því við að þau reyndu að temja sér mikið hreinlæti í kringum samfarir og hann færi alltaf fram á eftir og þvæði sér vandlega. ERFITT AÐ VERA í FELUM Stúlkurnar segja að tilver- an hafi vissulega breytt um lit við þessa lífsreynslu. „Maður lifir allt öðru vísi núna og lítur lífið allt öðrurn auguni," sagði Sigga, sem segist hafa verið að reyna að temja sér heilsu- samlegri lífsmáta undanfarið, hugsa jákvætt og fara í sund. „Lífið verður auðvitað dýr- mætara," skaut Ásta inn. „Það er hins vegar voða- lega erfitt aðj þurfa að vera í felum," sagði Sigga og Ásta sagðist hafa lent í vandræð- um með að útskýra langar spítaladvalir sínar. „Þegar fólk spyr um þetta þá segir maður ekki: Ég er HlV-smit- uð." Þær segjast reyndar reka sig á það að ólíkíegasta fólk viti orðið af veikindum þeirra þó að í upphafi hafi þær að- eins ætlað að segja nánustu fjölskyldumeðlimum af þeim. „Ég veit ekki hvort maður sættir sig nokkurn tímann við eitthvað svona. Ég er ekki endilega að hugsa allan dag- inn um aumingja mig. Fólk er að deyja úr krabbameini, hungri og stríði þannig að fullt af fólki líður þjáningar í heiminum — ekki bara við. En samt sem áður er auðvit- að mjög erfitt að vera ungur og með þennan sjúkdóm," sagði Ásta. „Það er mjög erf- itt að vera með HlV-smit. Mun erfiðara en nokkurn tímann krabbamein og þá á ég við fordómana sem fylgja þessu. Krabbameinssjúkling- ar geta sagt frá sjúkdómi sín- um og fengið samúð og hlut- tekningu — ekki við. Við.er- um sökuð um lauslæti eða eitthvað þaðan af verra. Þetta var ekki lauslæti hjá mér — þetta var annar strákurinn sem ég svaf hjá sem smitaði mig," sagði Sigga. VAR REKIN ÚR VINNU Þær segjast ekki hafa orðið að þola mikið óréttlæti frá öðru fólki vegna sjúkdóms- ins. „Það er þá ekki nema að ég var rekin úr vinnu sem ég var í" sagði Sigga. Hún sagð- ist háfa ákveðið að breyta til og flytja sig á milli staða á landinu. Hún hafi fengið vinnu við afgreiðslustörf og líkað ágætlega. Fljótlega hafi þó farið að spinnast ýmsar sögur um hana. „Ég var búin að vinna þarna í tvo mánuði þegar síminn hringdi á laug- ardagsmorgni og mér sagt að ekki væri hægt að hafa mig lengur í vinnu vegna þess að það væri farið að koma niður á viðskiptunum," sagði Sigga, sem er núna á örorkubótum, en allir sem greinast smitaðir eiga rétt á þeim. Þá gefa stúlkurnar heil- brigðiskerfinu góðan vitnis- burð. Segjast hafa fengið alla þá umönnun sem þær geta hugsað sér og einnig fara þær lofsamlegum orðum um starf Steinunnar Ásgeirsdóttur, fé- lagsráðgjafa á Borgarspítal- anuin. „Síminn hjá henni er 696682 og ég skora á þá sem eru að glíma við þetta einir að hafa samband við hana," sagði Sigga. ERFITT AÐ GETA EKKI EIGNAST BÖRN „Þrátt fyrir að ég sé HlV-smituð hefur mér aldrei dottið sjálfsmorð í hug," sagði Ásta. „Mér finnst hins vegar mjög erfitt að hugsa um fram- tíðina. Það er fullt af hlutum sem mig langar að gera en ég tel mig ekki geta gert, meðal annars vegna þess að ég veit ekki hvort ég hef úthald í það. Ég myndi til dæmis fara í nám eða eignast barn. Ég þori bara ekki að eignast barn vegna þess að ég er HlV-já- kvæð og það er mjög erfitt," sagði Ásta. Aðspurð sagði hún að ekki væri ómögulegt að eignast barn en miklar líkur væru á að það yrði smitað. „Það er gáleysi," skýtur Sigga inn í og þær segjast vera búnar að gera upp hug sinn vegna þess — en það var ekki sársauka- laust. „Auðvitað langar mann í barn. Allar vinkonur mínar eru að eiga börn og lifa þann- ig venjulegu lífi. Börn og barnaafmæli — allt það sem konur þrá — og auðvitað saknar maður þess. Ég hef alltaf verið veik fyrir börnum og sækist eftir því að fá að passa þau. En ég er búin að gera það upp við mig að þetta er ekki möguleiki," sagði Sigga. Stúlkurnar segjast reyna að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, það komi jafnvel dagar þegar þær hugsi ekki um sjúkdóminn. „Við verðum að læra að lifa með þessu," sagði Sigga. Sigurður Már Jónsson U N D I R I N N I Sveinblörn Blðrnsson HÁSKÓUREKTOR Fjöldatak- markanir ekki skynsamlegar — Hvað þarf Háskólinn að spara mikið enn eftir að skólagjöldin voru hækkuð? „Eins og fjárlögin eru frágengin erþað að okkar mati 181 milljón. Pað er samkvæmt okkar útreikning- um, en ráðuneytismenn hafa nefnt töluna 158 millj- ónir." — Hvað kostar að reka tannlæknadeildina á einu ári? „Það kostar um 45milljónir fyrir deildina alla." — Er ekki tilvalið að leggja hana niður? „Við getum ekki hætt að kenna þeim sem fyrir eru. Þetta er sex ára nám og ef við hættum að taka inn nýja nemendur í haust myndi mín fyrsta ágiskun vera að við spöruðum sem nemur einum tólfta af þessum 45 milljónum á einu misseri. Það eru um fjórar milljónir og lítið upp í 181 milljón. Tannlæknadeildin er hins vegar oft nefnd sem dæmi um deild sem mætti leggja niður. Ef það dæmi er gert upp í heild sinni er þó óvíst að sparnaðurinn yrði svona mikill. Ég býst við að menn myndu áfram vilja reka einhvers konar rannsóknastofu í tannvernd og nýta þá aðstöðu sem er fyrír hendi. Ef við hætt- um að taka inn nemendur og leggðum deildina niður gætum við því sparað um helminginn af þessum 45 milljónum." — Þið voruð líka að útskrifa einhverjar tylftir af bókmenntafræðingum um daginn. Hefur komið til tals að fækka þeim? „Við höfum litla trú á að ákveða með tilskipunum hversu margir stunda nám i hverri grein. Ég hef meiri trú á að stýra þessu með leiðbeiningum og öðrum óbeinum aðferðum. Fjöldatakmarkanir, sem við höf- um haft, hafa byggst á að ekki væri aðstaða til að kenna fleirum eða menn vildu ekki fjárfesta í aðstöðu til að kenna fleirum. Þessar takmarkanir hafa verið í læknisfræði, tannlækningum og sjúkraþjálfun." — Af hverju má ekki setja svipaðar takmarkanir í öðrum greinum? „Þetta er spurning um menntastefnu sem kannski þyríti að ræða á víðari grundvelli. Ég held að yfirleitt hafi það reynst illa hjá öllum þjóðum að ákveða fyrir- fram hve margir eiga að læra hverja grein. Þar sem þetta er gert er oftastnær hægt að visa á aðra skóla þar sem hægt er að stunda sama nám. Við höfum þá sérstöðu að vera þjóðskóli og yrðum þá að vísa fólki til annarra landa, sem út af fyrir sig er geríegt, ef til þess fæst stuðningur." — Þú ert að segja að það megi takmarka aðgang að læknisfræði og sjúkraþjálfun, en það só erfítt til dæmis i bókmenhtunum. „Já, enda eru námi í til dæmis læknisfræði settar skorður af þeirri aðstöðu sem er fyrir hendi á sjúkra- húsum landsins. Það er mikil starfsþjálfun sem fer fram í þessum greinum sem krefst sérstakrar að- stöðu." — Hafið þið tekið ákvörðun um hvernig að sparn- aðinum verður staðið? „Nei, við erum í viðræðum við ráðherra til að skýra betur hver staðan er. Það getur verið að þeir hafi ekki haft tíma til að kynna sér málin. Það er ekki fyrr en með vorinu sem skýrist hvert framhaldið verður." Háskóla íslands hefur verið uppálagt að spara á fjóróa hundrað milljónir á þessu ári. Hækkun skólagjalda skilar töluveröu upp í þessa tölu. en forráða- menn skólans eru í mestu vandræðum með hvernig gengið veröur frá þvi sem eftir stendur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.